Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Anna Margrét Björnsdóttir, Guðni Sigfússon, Brynjólfur Björnsson, Ragna Lára Ragnarsdóttir og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÁSMUNDUR ÓLASON byggingaeftirlitsmaður, lést mánudaginn 25. mars. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. apríl kl. 13.30. Hanna Ingvarsdóttir, Ingvar Ásmundsson, Guðrún Þórðardóttir, Óli Jóhann Ásmundsson, Inga Teitsdóttir, Þorbjörg Ásmundsdóttir, Sigurður Hreinn Hilmarsson, Kjartan Hörður Ásmundsson, Margrét Hafsteinsdóttir, Ásmundur Ásmundsson, Gyða Baldursdóttir. Okkar ástkæri faðir, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN BJÖRNSSON vélstjóri, Hrafnistu í Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju i Hafnarfirði mánudaginn 1. apríl kl. 13.30. Elsa G. Jónsdóttir, Finnbogi Aðalsteinsson, Pétrún Pétursdóttir, Ólafur Proppé, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, BALDUR BJÖRNSSON aðstoðarvarðstjóri, Sogavegi 208, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 10.30. Unnur Sigursteinsdóttir, Björn Baldursson, Sigursteinn Baldursson, Vilborg Hildur Baldursdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖGNI JÓNSSON lögmaður, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 15.00. Kormákur S. Högnason, Judith Hall Högnason, Guðrún E. Högnadóttir, Gunnar Högnason, Kristín Ósk Ríkharðsdóttir og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, JÓHANN ÖRN BOGASON rafvirkjameistari, Einigrund 22, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 2. apríl kl. 14.00. Vigdís Guðbjarnadóttir og fjölskylda. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN DÓRA ÚLFARSDÓTTIR, Sólheimum 3, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 1. apríl kl. 13.30. ASMUNDUR OLASON + Ásmundur Óla- son bygginga- eftirlitsmaður fæddist í Reykjavík 25. október 1911. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 25. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Óli Ásmundsson múrarameistari og Jóhanna Pálsdóttir. Ásmundur átti þijá bræður: Einn al- bróður, Hörð, klæð- skerameistara, f. 1916, og tvo hálfbræður samfeðra, Sigurð Kristin, brunavörð, f. 1910, d. 1992, og Kristján, klæðskera- meistara, f. 1926. Árið 1934 kvæntist Ásmund- ur Hönnu Ingvarsdóttur, f. í Reykjavík 6. nóvember 1914. Foreldrar hennar voru Ingvar Þorsteinsson sjómaður í Reykjavík og Þorbjörg Sigurð- ardóttir. Hanna og Asmundur eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Ingvar, skóiameistari, f. 1934, kvæntur Guðrúnu Þórð- ardóttur forstöðumanni. 2) Hörður, f. 1936, d. 1938. 3) Óli Jóhann, arkitekt, f. 1940, kvæntur Ingu Teitsdóttur, hjúkrunarfræðingi. 4) Þor- björg, hjúkrunarfræðingur, f. 1943, gift Sigurði Hreini Hilm- arssyni tæknifræðingi. 5) Kjart- an Hörður, kjötiðnaðarmaður, f. 1946, kvæntur Margréti Haf- steinsdóttur sjúkraliða. 6) Ás- mundur, verkfræðingur, f. 1948, kvæntur Gyðu Baldursdótt- ur hjúkrunarfræð- ingi. 7) Leifur, f. 1951, d. 1961. Ásmundur var gagnfræðingur frá MR 1929, múrari frá Iðnskólanum í Reykjavík 1933, stundaði fram- haidsnám við Tekn- isk Selskabs Skole i Kaupmannahöfn 1933-1934. Hann var meðlimur i fé- lagi byggingafræð- inga frá 1972 og í Tæknifræð- ingafélagi íslands frá 1976. Ásmundur stundaði múrara- störf frá 1934 og var bygginga- meistari í Reykjavík frá 1941 þar til hann gerðist eftirlits- maður byggingafulltrúans í Reylqavík árið 1946, þar sem hann starfaði til ársins 1983. Hann kenndi við Iðnskólann í Reykjavík og meistaraskóla hans um árabil. Hann hafði réttindi til að leggja teikningar fyrir bygginganefnd í Reykja- vík og teiknaði fjölda bygginga af ýmsu tagi. Ásmundur var ritari sljórnar Múrarafélags Reykjavíkur 1939-40 og sat í stjórn sveinasambands bygg- ingamanna 1938-41. Hann var formaður fræðslunefndar múrara 1977-79. Útför Ásmundar verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 1. apríl, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ég var að hugsa um líf Ásmundar frænda og minntist þess að þeir Sigurbjörn Einarsson, síðar biskup, voru æskuvinir í mennta- skólanum gamla, þá rifjaðist jafn- framt upp fyrir mér að einhvern- tíma hafði ég rekist á frásögn í skrifum biskups um líf og dauða, sem mér fannst, þegar ég las hana fyrst, eins og hann væri að lýsa lífi Ásmundar frænda í hnotskurn. Auðvitað var Sigurbjöm ekki að því, en honum verður ekki skota- skutd úr því að gera hvern mann að heimspekingi sem gefur orðum hans gaum. Ég fór því að leita og fann þetta minningabrot í bókinni „Um ársins hring“. Þar segir: „Eg gekk upp grýttan mel í und- irhlíðum fjalls. Þar var ekkert líf, en allt í einu varð fyrir lítil tó og þar var eitt blóm. Dásamlegt undur í auðninni, furðuleg storkun við dauðann." En því fannst mér þessi saga minna mig á Ásmund, að þó lífið yrði honum öndótt á stundum, bar hann það manna best og stóð fast- ur á sinni rót, þijóskur eins og strá- in og blómið á blásnum mel, eins- konar ögrun við dauðann. Og enn reikar hugurinn á fomar slóðir og nú að Nönnugötu 16, en þar stóð æskuheimili Ásmundar og Harðar, yngri bróður hans og leik- bróður míns. Þetta hús reisti Óli Ásmundsson múrarameistari faðir þeirra uppúr fyrra stríði á mörkum hins óbyggða Skólavörðuholts og næstu hús voru þá Grænaborg, rétt við þar sem nú er Miklatorg, og Kennaraskólinn, eiginlega uppí sveit. í holtinu stóðu háar gijótlan- ir á víð og dreif, arður þeirra erfiðis- manna og gijótpála sem „sveittir með skallann sólu mót sátu við að mylja gijót“ í skólprennur bæjarins. Þeir tilhöggnu steinar þykja fágæt- ar gersemar í dag, þeim sem yrkja garðinn sinn. Ættmenni Óla voru þekkt gáfu- og snyrtimenni og sinnugir stærð- fræðingar og ekki verður annað sagt en að flestir kostir ættarinnar prýddu hann sem margir geta borið vitni um, og þannig vil ég muna hann. Innan fjölskyldunnar gekk hann undir þrem nöfnum: Óli Ás- mundsson, Oli Hall og Óli mágur og einhver gaukaði því að mér, að það hefði verið einskonar gengis- skráning á persónunni eftir því hvernig vinsældastatusinn stóð. En við krakkarnir sögðum aðeins „Óli minn“ og það segir nokkuð. Móður sína misstu þeir bræður, Ásmundur og Hörður, ungir að árum og það var þungbær reynsla. Hún hét Jóhanna og var Pálsdóttir, komin af Jóni Steingrímssyni eld- presti, dóttir Páls Sigurðssonar snikkara og Rósu Jónsdóttur í Skál- holtskoti, dóttur Jóns Arasonar sem þar bjó og konu hans Ingibjargar Sigurðardóttur - af gamalli og gró- inni Reykjavíkurætt. Þegar Ásmundur varð sextugur sagði ég að hann hefði tekið á móti ábyrgðarbréfum alla ævi. Ekki t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA TRYGGVADÓTTIR frá Víðikeri, siðast til heímilis í Furugerði 1, Reykjavfk, lést sunnudaginn 24. mars. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. apríl kl. 13.30. Jarðarförin verður að Lundarbrekkur í Bárðardal laugardaginn 6. apríl kl. 14.00. Jón Kristjánsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Gerður Kristjánsdóttir, Jón Sigurðsson, Hreinn Kristjánsson, Erna Sigurgeirsdóttir, Tryggvi Kristjánsson, Guðrún Björk Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. held ég að allir hafi skilið hvað ég átti við, en það var að hann hefði axlað alla ábyrgð af rótgróinni skyldurækni hvemig sem á stóð. Við móðurmissinn kom fyrsta ábyrgðarhlutverk á hans herðar, en það var að gæta bróður síns, hugga hann og vernda fyrir hnjaski heims- ins, trúr til dauðans, varð aldrei lát á því. Ég gæti talið mörg reiðarslög sem Ásmundur hlaut í lífinu en læt það vera svo ég glati honum ekki inn í bölmóð hinnar tragísku hetju, því það er af og frá að í lífi hans hafi sorgin ráðið ríkjum. Þvert á móti. Einhvern veginn hafði maður aldrei reiknað með því að Ásmund- ur færi að trúlofa sig, ef til vill vegna þess að hinn besti frændinn, Gústi bróðir, eins og allir kölluðu hann, hafði aldrei látið sér slíkt og þvílíkt til hugar koma - ja - nema kannski einu sinni. Sagðist þurfa að skreppa út í hvelli ef á það var minnst síðar. En nú talaði fólkið í húsunum neðan Óðinstorgs ekki um annað en Ásmund frænda svo það hlaut að vera satt. Og það reyndist vera sætasta stelpan í búð við Laugaveg. Búð sem angaði útá götu af vindlum, konfekti og slikk- eríi, en það var Tóbaksbúðin á Laugavegi 12 og stendur enn útí götuna sem fyrr. Stúlkan sem þessu róti olli var hún Hanna Ingvarsdóttir - traust sem fjöllin, falleg þá og falleg enn. Hanna og Ási stýrðu skapi sínu svo farsællega í hjónabandi að þar gekk I raun ekki hnífurinn á milli. Ég held að þeim hafi tekist að vera ástfangin hvort af öðru alla tíð og hvað er meiri blessun? Hér læt ég nótt sem nemur. Flest er ósagt af því sem í huga býr - aðeins örfá þankabrot um mann sem ég mikils mat fyrir drengskap og vináttu um óratangan veg. Atli Már. Á kveðjustund er ljúft að ylja sér við góðar endurminningar. Frá þeirri stundu fyrir rúmlega þijátíu árum, er ég var lögð undir vanga og boðin velkomin á heimili tilvon- andi eiginmanns míns eignaðist ég ekki bara tengdaforeldra heldur fyrst og fremst góða vini. Ásmundur tengdafaðir minn var maður sterkra tilfinninga og frá honum stafaði einstök hlýja sem umlukti fjölskylduna og til hans var ævinlega leitað um ráð og dáð. Hjónaband hans og Hönnu, sem stóð yfir sextíu ár, var einstakt og einkenndist fyrst og síðast af mik- illi ást og umhyggju hvors til ann- ars. Líf þeirra var langt í frá að hafa alltaf verið dans á rósum. Af sjö börnum komust fimm til fullorð- insára, næstelsti drengurinn Hörður lést tveggja ára, en yngsti drengur- inn, Leifur, sem átti við vanheilsu að stríða frá fæðingu náði tæplega tíu ára aldri. Enn einu sinni verður Hanna að aðlagast nýjum aðstæðum, en hún minnir mig alltaf á íslensku björk- ina, sem ef til vill bognar fyrir óveðrinu, en rís alltaf aftur og laufgast á ný. Að lifa er að skynja nýjan tíma. Tíðin liðna er jörðin. Að deyja er að lifa nýjum tíma. Tíðin framundan er himinninn opinn nýrri stund (Þorgeir Sveinbjamarson.) Inga Teitsdóttir. Margar af mínum elstu minning- um um afa tengjast sumarbústaðn- um, sem hann og amma áttu í Grímsnesi. Þangað var alltaf gaman að fara, hvort sem ég kom í heim- sókn með mömmu og pabba eða fór ein með afa og ömmu í Citroéninum brúna, sem var svo fínn að ég gat legið á gólfinu aftur í. Oft fannst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.