Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR31. MARZ 1996 37 sitt og undir það búinn að deyja. Kannski var styrkur hans svo mik- ill að mér fannst eins og hann hlyti ávallt að hafa betur í baráttunni um lífið. Eitt er víst að sjálfum finnst mér heimurinn miklu hættu- legri nú þegar hann hefur unnið á afa mínum. En ég bý að því sem hann kenndi mér og líklega hefði hann bara hlegið góðlátlega að mér ef ég hefði borið slíkar vanga- veltur upp við hann. Fyrir honum var ekkert sjálfgefið, ekkert unnið án baráttu, en honum þótti líka fásinna að gráta það sem gert er eða sætta sig ekki við það sem ekki varð umflúið. Jón Proppé. „Nú eru þau bæði farin upp til guðs Jón afi og Maríanna amma". Þetta voru orðin sem dætur mínar sögðu með hryggðarsvip þegar þær heyrðu að Jón væri dáinn. Jón og Maríanna voru vinafólk foreldra minna en við Elsa dóttir þeirra erum æskuvinkonur. Því langar mig að minnast þeirra örlítið. Fyrst kemur Suðurgatan upp í huga minn en þar ólumst við upp vinkonurnar. Sérstaklega er mér minnisstætt hversu annt þeim Jóni og Maríönnu var um okkur. Jón var á sjó þegar við vorum litlar og man ég eftir þeim jólum þegar dyrnar á Suðurgötu 77 opnuðust og ég sá stóra hönd sem sveiflaði dúkkuvagni inn fyrir, þá hafði Jón verið að koma úr sölutúr frá Þýska- landi og keypt fyrir foreldra mína dúkkuvagn og auðvitað fékk Elsa eins. Við stöllurnar spásseruðum svo um allt með þessa gersemi. Deta systir Elsu tók okkur oft með á skátafundi á fína bílnum þeirra Jóns og Maríönnu og það þótti okkur hið mesta sport, því við litum upp til stóru systur og hún var mjög natin við okkur. I dag erum við Elsa giftar bræðrum og erum mjög nánar. Elsa sagði við mig einn morgunin: „Lastu greinina í Morg- unblaðinu í gær?“ Greinin hafði farið fram hjá mér en þá hafði Jón hringt í Elsu dóttur sína og sagt henni frá að það væri viðtal við Hafstein manninn min.n í Morgunblaðinu. Þarna var Jóni rétt lýst því hann var alltaf með hugann við sjóinn, því efst við fyrirsögnina í blaðinu var mynd af stórum línubát. Jón fylgdist alla tíð vel með öllu sem var að gerast bæði á sjó og landi. Jón var vélstjóri, kunni aldeilis vel til verka, smíðaði og duddaði við sumarbústað þeirra hjóna á Þing- völlum, meðan Maríanna hlúði að garði og blómum og fór hún oft niður að vatni til að veiða í mat- inn. Það var alltaf gaman að koma austur að Þingvöllum, þar var mjög fallegt og snyrtilegt, og ef við komum þá var það ekki tekið í mál að við færum fyrr en við höfðum fengið kaffi og með því eða splunkunýja murtu úr vatninu. Mér er það mjög minnisstætt er ég fór austur í júní, þá tóku túlíp- Bhknastufa Friðjmm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Öpið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreytingar fyrír öll tilefni. MINNINGAR anarnir á móti mér með opnum krónum, kyrrðin var dásamleg og það var eins og að ganga inn á gamla heimili Maríönnu og Jóns en þá voru þau flutt á Hrafnistu og höfðu því flutt marga hluti af gamla heimilinu austur í sumarbú- stað. Nú eru Maríanna og Jón saman og farin í annan heim þar sem þeim er ætlað annað hlutverk. Ég trúi að þau fylgist með okkur og verndi. Minning um gott fólk lifir ávallt í hjarta mínu, guð blessi minningu þeirra. Elsku Elsa, Finnbogi, Deta, Óli, börn og barnabörn, ég og fjöl- skylda mín vottum okkar dýpstu samúð. Birna Þórhallsdóttir. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregst og aldrei burtu fer. Þó styttist dagur daprist ljós og dimmi meir og meir, ég þekki ljós, sem logar skært, það ljos, er aldrei deyr. í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Margr. Jónsd.) Elsku vinur, hafðu þökk fyrir allar yndislegu stundirnar. Ég bið algóðan Guð að vera með dætrum þínum, systkinum og fjölskyldum þeirra um ókomna tíð. Guðlaug P. Wíum. Vinur okkar Jón Björnsson er látinn. Þessi einstaki ljúflingur fékk hvíldina föstudaginn 22. mars sl. Leiðir foreldra okkar og Jóns Björnssonar lágu fyrst saman í Vestmannaeyjum í upphafi seinni heimsstyijaldarinnar. Þeir voru saman til sjós, faðir okkar og Jón. Þessi á milli, í landlegum og ef vinna var í landi, var Jón heima- gangur hjá foreldrum okkar. Þegar við fórum að muna fyrst eftir okk- ur þá er hann sem fastur punktur í þeirri minningu. Hugsanlega höf- um við litið á hann sem frænda, en þegar hann giftist Mariu frænku, sem var systir móður okk- ar, þá var kominn nýr tónn í þenn- an samhljóm, en sterkari og Jón okkur enn kærari. Þegar Maria frænka dó árið 1991 hefði hann viljað vera henni samferða. En enginn veit sinn lokadag. Það eitt vitum við, að hann kemur, en hve- nær, það er spurningin. En þeirri spurningu hefur verið svarað fyrir vin okkar Jón Björnsson, kallið er komið, kveðjustundin runnin upp. Og þá vakna ávallt þessar sömu spurningar og hugsanir um sam- veruna við hinn látna vin hjá þeim sem éftir lifa. Á þessari kveðjustund viljum við þakka Jóni Björnssyni fyrir ára- tuga vináttu við okkur systkinin og foreldra okkar. Ekki hvað síst nú hin síðari ár er faðir okkar var orðinn vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, en þar var Jón búsett- ur sl. 10 ár. Þar sáum við enn þessa djúpu vináttu og tryggð sem hefur eflst þeirra í milli, en kom svo vel í ljós er Jón leiddi þennan vin sinn og jafnaldra eftir göngum Hrafnistu þegar hann þurfti slíkrar aðstoðar við. Fyrir þetta og alla hans hlýju í okkar garð viljum við þakka. Og biðjum hinn hæsta höf- uðsmið að halda máttugri hönd sinni yfir ættmennum hans öllum. „Óttumst ekki dauðann, því hvað er að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öld- um lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns. Áðeins sá sem drekkur af vatni þagnarinnar mun þekkja hinn volduga söng. Og þeg- ar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna.“ (Úr Spámanninum). Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði,- Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við biðjum algóðan Guð að blessa og styrkja frænkur okkar, Elsu og Pétrúnu, og fjölskyldur þeirra, systkini og frændfólk Jóns Björnssonar. Elín G. Magnúsdóttir, Svanhvít Magnúsdóttir, Ragnar S. Magnússon. hÓLl FASTEIGNASALA ® 5510090 - HÓLL af lífi og sál Krummahólar. Gullfalleg 56 fm 2ja herb. íbúð á 4. haeð í góðu lyftuhúsi. Fagurt útsýni. Lokað bílskýli fylgir. Áhv. góð lán 3,9 millj. Verð 5,5 millj. Útb. 1,6 millj. Þessi er góð fyrir þig! 2799. Útsýnishæð við Austurbrún Á þessum eftirsótta stað bjóðum við nú afar vel skipulagða og skemmtilega 120 fm efri sérhæð. Eignin hefur uppá að bjóða hreint frábært útsýni. Skiptist í rúmg. og bjarta stofu og 4 svefnherb. Laus strax. Aldeilis sanngjarnt verð 8,9 millj. 7707. Opið allar helgar Hjá Gks hf. færðu eldhús- og kaffistofu- húsgögnin sem þú leitar áð:;. Úrvalið af borðum og stólum er mikið. ÁÚk þess sérsmíðum við húsgögn eftir óskum viðskiptaviria, Hönnuður Mocca stóla: Pétur B. Lútherssop FHI Smiðjuvegi 2 .Kópavogi Húsbyggjendur & verktakar: BYKO Enn á ný hefur BYKO tekist að lækka bygginga- kostnað með varanlegri verðlækkun á bygginga- timbri. Verð er núna allt að 20% lægra! BYKO byggir með þér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.