Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 41 JON MULIARNASON 75ÁRA „ÉG TEK jassmúsík fram yfir englahörp- ur,“ sagði ungur rit- höfundur snemma á þriðja áratugnum og hneykslaði fjölda góð- borgara með þessum orðum sínum. En það var eins og skáldið unga, Halldór Kiljan Laxness, hæfði beint í mark, í hug og hjarta austfirsks drengs, sem var um þessar mundir að stauta sig fram úr landafræði Karls Finn- bogasonar, sem var nafnkunnur skóiamaður og fræðslumeistari á Seyðisfirði, þar sem háíjöllin rísa og vekja spurn um hvað búi að baki þeirra, strandferðabáturinn „athugar sinn gang“ og tengir kaupstaðinn menningarstraumum í hljómlist og bókmenntum, en Kvenfélagið Kvikk tekur að sér til- finningamálin og sérhæfir sig í aðdáun á uppvaxandi sjarmörum. Þegar landafræði Karls sleppti tóku við síðar á ævinni rit um himingeiminn og fríða himins fest- ingu og bláa. Sveinninn ungi ólst upp í faðmi austfirskra fjalla og var skírður nafni afa síns Jóns í Múla og mun um margt líkjast honum. Stephan G. Stephansson skáld var skólabróðir Jóns í Múla afa Jóns Múla. Klettafjallaskáldið minnist „skólasögu“ sinnar á Hall- dórsstöðum í Bárðardal. Hann nefnir félaga sína er sóttu tíma hjá séra Jóni Austmann. Þeir voru Halldór Jónsson, síðar bankagjald- keri, faðir Péturs borgarstjóra, og Jón í Múla, afi Jóns Múla. St. G. Stephansson segir þá félaga hafa verið einn mánuð samtíðis. „Mér fannst Jón skarpnæmastur okkar þriggja, einkum framan af. Ég dáðist að því hve fljótt honum lá nám í augum uppi.“ „Hann var góður drengur og skemmtilegur," segir Stephan ennfremur. Svo talar hann síðar um „Kormáks augun svörtu" og dregur líkt og ýmsir aðrir þá ályktun af útliti Jóns að hann reki ættir til Kelta. Jón Múli mun hafa erft marga eðliskosti afa síns. Þótt hann hafi um eitt skeið orðið fyrir hnjaski á pólitískum vettvangi hefir hann samt átt því fylgi betri borgaranna að fagna, að við hann hefir verið sagt, líkt og afa hans forðum við hefðardyr: „Jón í Múla má koma inn“. Sjálfur segir Jón um dóm þann er hann hlaut vegna óeirða við Alþingishúsið 1949. „Sá dómur breytti í engu áliti mínu.“ Það er íhugunarefni að einmitt þessa dag- ana er lýst samningi, sem utan- ríkisráðherra hefir gert við banda- ríska herinn um hervirki hans og umsvif allt til ársins 2004. M.ö.o. utanríkisráðherra hefir lýst því að heimsfriður sé hvergi í augsýn við komandi kristnitökuafmæli. Hann ætlar að halda áfram að „brýna busana" og gera ísland að Möltu norðurhafa. Kenna Kínveijum mannréttindi þótt illa tækist til um lakkrísverksmiðjuna. Mér er í minni góðviðrisdagur fyrir nærfellt hálfri öld, nánar til- tekið sumarið 1946. Ég kom þá gangandi úr þularstofu í Landsíma- húsi, þar sem Ríkisútvarpið var til húsa. Við gangstíginn sem lá ská- hallt yfir Austurvöll mætti ég há- vöxnum hefðarmanni sem heilsaði glaðlega og innti tíðinda. Við urð- um samferða stuttan spöl og rædd- um útvarpið og dagskrá þess. Þennan mann þekktu allir. Hann vakti eftirtekt hvar sem hann fór. Um þessar mundir hafði hann orð- ið viðskila við fyrri flokksbræður og félaga. Viðskilnaðurinn var sársaukafullur: þeim mun sárari sökum þess hve tengsl höfðu verið náin og vináttan fóstbræðralag. Arni Jónsson frá Múla hafði um langt skeið prýtt forystusveit sjálf- stæðismanna á Al- þingi. Með höfðinglegu fasi sínu, mælsku, stíl- snilld og söngvísi hafði hann eignast vini marga og aðdáendur. Þegar leið að sam- bandsslitum við Dani kom upp ágreiningur í stjórmálaflokkum. Ýmsir vildu fresta ör- lagaríkum ákvörðun- um uns styrjöld væri lokið. Árni frá Múla var í þeirra hópi. Aðrir vildu hraða skilnaði og lýsa fullu sjálfstæði. Á gönguför okkar um Austurvöll á þessum sólbjarta degi dró Árni úr vasa sínum ljóðabók er hann hafði þá nýverið gefið út og nefndi Gervi- ljóð (Stríðsgróðaútgáfu). Þar lýsir hann í ljóðum því sem hann taldi vera skýringu á ófurkappi því er hraðskilnaðarmenn höfðu lagt á sjálfstæðisyfirlýsingu. „Við skulum nota vðldin römmu, við skulum bara selja mömmu.“ Á öðrum stað spáir Árni framtíð þjóðarinnar: Bandaríski fáninn blaktir þá við hún: „Yfir blakta stjðmur strik. Nýir herrar, nýir siðir.“ Ég keypti bókina og við héldum áfram göngunni. Árni hafði lengi setið í útvarpsráði og þekkti þar vel til viðfangsefna. Hann tjáði mér að sonur sinn ungur, Jón Múli, hefði lýst áhuga á þularstarfi í Ríkisútvarpinu. Kvaðst vona að hann fengi starfið. Taldi hann vel til þess fallinn og vonaðist eftir farsælu samstarfi. Er þar skemmst frá að segja að Jón var ráðinn þulur. Síðan þá hefir hann sett svip sinn á starf Ríkisútvarpsins og unnið því ævi- starf með svo eindregnum og áhrifaríkum hætti að einstakt má telja. Um skeið unnum við saman að útvarpsþætti. Reyndum þar að brydda á ýmsum nýjungum, en andsnúin öfl brugðu tæknifæti fyr- ir þá tilraun. Jón sneri sér að hugðarefni sínu - jassinum - . Sú hljómlist var honum sáluhjálparatr- iði. Morgunútvarpið varð þó sá vettvangur, sem honum tókst að virkja krafta sína með þeim hætti að þjóðin man og geymir í þakklát- um huga. Vilmundur Jónsson landlæknir, sem var skólabróðir Árna frá Múla, segir að Árni hafi verið snyrtimað- ur í klæðaburði og þótt sérlega vænt um skóna sína. Inga Huld Hákonardóttir lýsti viðhorfi Jóns Múla með svipuðum hætti í grein er hún birti í Tímanum á morgun- vaktardögum hans í útvarpi. Fjölnismenn með sína hæla- skökku skó hefðu mátt læra sitt- hvað um „fóthylki", eins og Páll Eggert kallaði skófatnað. Kannske Jónas Hallgrímsson hafi verið að beina athygli ungu stúlkunnar frá fótabúnaði sínum þegar hann benti á ástarstjörnu, sem skín á bak við ský. Steinn Steinarr vissi þó að Austurstræti hæfðu betri skór en Hafnarstræti og var lengi að safna til þeirra kaupa. Bræðurnir Jón og Jónas voru ekki í vafa um litinn á skóm er prýddu fagra fætur ungu stúlkunnar sem varð fröken Reykjavík. Þeir voru ótrúlega rauð- ir. Jón Múli átti sér fjölrnennan og dyggan hóp hlustenda er hann kall- aðist á við þjóð sína í morgunút- varpi. Meðal þeirra sem hlýddu jafnan á morgunkveðju Jóns var Gunnar Gunnarsson rithöfundur. Hann lét þess getið í blaðaviðtali. Kvaðst jafnan hlusta á „Ármann útvarps síns“ eins og hann nefndi Jón. Þegar þetta var fært í tal við Jón og talið honum til tekna lét hann sér fátt um fínnast. Nefndi þá gjarnan hvítabjarnarfeld er prýddi stofu faktorshjónanna á Vopnafirði, en hvarf úr híbýlum þeirra og var sárt saknað af Ragn- heiði móður Jóns Múla. Höfundur Svartfugls lagði frá landi með skipi heiðríkjunnar og hvítan feld í fangi sér. - Konungsgersemi. Það var að liðinni vökunótt við hljómmikinn söng faktorsins og beiskar og bragðsterkar sögur um afa á Knerri, Siggupabba, Spari-Beggu, Hversdags-Beggu og Ugga Greips- son. Söngvísi og tónmenntaáhuga sækir Jón Múli til beggja ætta. Flestir lesendur hafa heyrt lýsingar samtíðarmanna af þróttmiklum söng Árna frá Múla, svo kunnur, sem hann var á sinni tíð fyrir ein- söng sinn með karlakórum og tví- söng með nafnkunnum söngvurum, Símoni frá Hól og Pétri Á. Jóns- syni. Þó má telja fullvíst að Jón sæki engu síður tónlistargáfu sína til móðurættar. Jóni er tamt að tala um „Gísla móðurbróður". Þar á hann við Gísla, föður Konráðs kaupmanns í Hellas, en hann var móðurbróðir Ragnheiður í Brennu. Gísli blés á sönglúður, eins og Jón- as Hallgrímsson nefndi þau hljóð- færi. Hvarsem Gísli starfaði var lúðrasveit tekin til að leika og safna um sig áheyrendum. Á Eyrarbakka var Gísli „móður- bróðir“ æðstitemplar í Nýársdegin- um, hvatamaður að stofnun leik- flokks innan stúkunnar. Á góðviðr- isdegi kallaði hann á lúðraflokk sinn og lék fyrir Þórdísi „júbelljós- móður" Símonardóttur, hefðarfólk- ið í Húsinu og ungfrúrnar góðu, sem spenntu upp sólhlíf í tilefni hljómleikanna í grennd við sjó- garðshliðið þar sem brimöldur Páls Isólfssonar byltu sér við sand. Gísli Jónsson hafði um skeið unnið í Thomsensmagasíni og var þá kenndur við Tuborg. Það voru við- Egilsstaðir Nýlegt 170 fm einbýlishús til sölu. Engin útborgun. Engin afföll. Nafn og sími sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 10. apríl merkt: „E - 10". FASTEICN ER FRAMTID FASTEIGNAfrfc> sverrir KRtsrmssoN loggiltur fasteignasali^*Qp^ SUÐURLANDSBRAUT12,108 REYKJA VÍK, FAX5B8 7072 MIÐLUN SÍMI568 7768 Opið hús Flyðrugrandi 18 - laus Góð 2ja herb. 65 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýli. íbúðin er stofa með sérsuðurgarði útaf, flísalagt bað, parket, gufubað. Áhvflandi 3,8 millj. húsbréf og veðdeild. Verð 6,4 millj. Ólafur og Herdís taka á móti ykkur milli kl. 14 og 17 í dag. kvæm hugrenningatengsl og gátu skipt sköpum í starfi templara ef sú tegund var nefnd. Þeir frændur Konráð í Hellas og Jón Múli undu sér vel í Sundhöli Reykjavíkur. Þangað hefir Jón Múli löngum sótt þrek til starfa. Oftsinnis átti hann það til að koma brunandi á Trabantbíl sínum, fylla bílinn af barnaskara, dætrum sínum og börnum nágranna. Þeytti lúður bif- reiðar sinnar án miskunnar, stund- vís og staðfastur. Á samstarfsárum okkar Jóns Múla í Landssímahúsinu var fjör tekið að færast í stofnun, sem var á einskonar gelgjuskeiði. Dagskrá- in lengd með ýmsum hætti. Minnis- stæðast verður þó sú staðfasta stefna að Ríkisútvarpið væri menn- ingarstofnun, sem hefði skyldum að gegna við þjóð sína. Oft voru fjörugar umræður meðal starfs- manna fréttastofu og þula. Starfs- menn greindi á um margt, en þrátt fyrir skoðanamun og ágreining, sem stundum þróaðist í handalög- mál og hressileg áflog, hélst góð vinátta. Má segja að vísupartur Stefáns Jónssonar fréttamanns, kveðinn fyrir munn nafnkunns manns í annarri stofnun, túlki við- horf starfsmanna til Ríkisútvarps- ins: „Elsku hjartans ísland mitt, ó, hvað þú ert mikið fagurt. Sæll ég bý við bijóstið þitt þó bæði sé það kalt og magurt." Margir starfsmenn kunnu vel að koma fyrir sig orði. Var jafnan kappkostað að þýða erlend orð, en veijast eftir föngum erlendum áhrifum, sem sóttu fast að móður- máli. Þá reyndi oft á hugkvæmni. Vel þótti Högna Torfasyni takast er hann nefndi hraðfleygar flugvél- ar þotur. Mikla kátínu vakti tillaga Björns Franzsonar um að kalla helikopter snúðvængil. Björn var annars einn hinn fremsti í röð fréttamanna, sakir vandvirkni og verkkunnáttu. Aðskilnaður ríkis og kirkju var eitt sinn á dagskrá. Hendrik J. Ottósson sem var fjölfróður og víð- lesinn gaf í skyn að hann væri nánast trúlaus, kvaðst andvígur aðskilnaði. „Það gæti orðið trúar- vakning,“ sagði Hendrik og kvað slíkt mjög varhugaveit. Þjóðarvakning var einnig á dag- skrá. Þá var átt við mótmælaöldu þá er reis gegn tilmælum Banda- ríkjastjórnar um herstöðvar á ís- landi. Meðal þeirra sem hvað sköru- legast mæltu gegn herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna var Emil Bjöms- son, síðar fréttastjóri sjónvarps. Hann birti grein í tímariti ungra manna. Hún var síðar endurprent- uð í riti Máls og menningar. Grein- in hét: „Efndanna verður krafist“. Það var hólmgönguáskorun ungs guðfræðings sem var brennandi í andanum og vandaði ekki kveðj- urnar. Séra Emil krafðist brottfar- ar bandaríska hersins af íslandi. Nú veit alþjóð framhaldið. Með þessu höfðu öflugar hreyfingar orð- ið fyrir áfalli. Trúarvakning var vonlaus. Þjóðarvakning dauða- dæmd. Þá er ótalin enn ein vakning - jassvakning. Hún hefur tekist. Oft er vitnað til Jóns Helgasonar biskups þegar leitað er fróðleiks um fyrri tið. Jón segir um Jónas í Brennu og bróður hans Magnús, sem báðir voru múrarar, að þeir hafi verið „orðlagðir fyrir verklagni og áreiðanleika“. Um Guðbrand, föður þeirra bræðra, langafa Jóns Múla, segir Jón Helgason að hann hafi, að sögn, „fyrstur manna bor- ið plóg í jörð í landi bæjarins (Reykjavíkur)“, „var handlaginn á margt“. Jón Múli hefir plægt jarðveg sinn með öðrum hætti. En frumheiji er hann og hefir komið, séð og sigrað á sínum hljómlistarvettvangi. Bald- ur Andrésson tónlistargagnrýnandi sagði eitt sinn um Jón að hann hefði þá sérstöðu meðal íslenskra tónskálda að hann hefði „aldrei samið kóralprelúdíu fyrir orgel“. Um leið og Jóni Múla og bróður hans Jónasi er þakkað framlag þeirra til hljómlistar og söngva er borin fram sú ósk að Jón Múli taki sig til og semji tónverk sérstakrar tegundar. í síbylju hversdags og hávaða er æ meiri og ríkari þörf fyrir kyrrlátar stundir. Þess vegna má hljóðfærið hennar Uglu, aðal- persónu Atómstöðvar Halldórs Laxness, ekki gleymast. Það væri við hæfl að Jón Múli semdi kóral- prelúdíu fyrir orgel Uglu. Jónas bróðir hans yrði ekki í vandræðum með textann. Lengi mætti telja farsæl störf Jóns Múla í þágu Ríkisútvarpsins. Hann var lengi starfsmaður leik- listardeildar. Vann þar sem annars staðar af vandvirkni og alúð. Þórar- inn Þórarinsson ritstjóri Tímans lýsti því á afmæli Ríkisútvarpsins að gott væri að geta treyst dóm- greind Jóns á málfar og stíl út- varpsfrétta. Ékki má gleyma kennslu Jóns í Tónlistarskóla FÍH né leik hans í Lúðrasveit verkalýðsins. Kærar kveðjur úr Hjallhúsi við Garða- stræti. Pétur Pétursson þulur. LYNGVIK FASTEIGNASALA - SIÐUMULA 33 - SIMI: 588-9490 Ármann H. Benediktsson lögg. fasteignasali • Geir Sigurösson lögg. fasteignasali 3 Opið sunnudag frá kl. 13-15 Hlíðarvegur - einb. séri fai legt og mikiö endurn. 157 fm timburhús ásamt 24 fm steinsteyptum bílsk. Áhv. 5,6 millj. Verð 12,3 millj. (9493). Salthamrar - einb. Nýi. og fullb. 170 fm hús á einni hæð. Áhv. 5 millj. Verö 15,5 millj. (9494). Nýlendugata - einb. gou járnkl. ca 165 fm timburhús á tveimur hæðum ásamt kj. 4-5 svefnherb. Verð 8,5 millj. (9499). Fjallalind - parhús. í smiöum 230 fm raðhús á tveimur hæðum. Hægt að hafa aukaíb. á jarðhæð. Afh. fokh. en frág. að utan. Verð 9,5 millj. (8502). Réttarholtsvegur - raðhús. Mjög gott og mikið endurn. 130 fm rað- hús á tveimur hæðum ásamt kj. Verð 7,9 millj. (8465). Rauðalækur - sérhæð + bflsk. Mjög góð 112 fm neðri sérhæð meö sérinng. 27 fm bílsk. Áhv. 5,2 millj. Verð 10,4 millj. (7495). Klukkuberg - glæsileg íbúð. Sérl. vönduð 105 fm íb. Sérsmið- aðar innr. Gegnheilt parket. Sérinng. Stór- kostl. útsýni. Áhv. 5,4 millj. Verð 10,8 millj. (7464). Fífusel - 4ra. Mjög þokkaleg 96 fm íb. á 2. hæð í litlu fjölbhúsi. Stórt eld- hús. Sérþvhús og búr. Áhv. 3,8 millj. Verð 6,9 millj. (4503). Hraunbær - 4ra. séri. mmg. 100 fm í. á 1. hæð. Mögul. eignask. á 2ja herb. ib. á 1. hæð eöa jarðhæð. Verð 7,4 millj. (4388). Furugrund - 3ja. góö 74 fm endaib. á 2. hæð i litlu fjölbhúsi. Áhv. 3.3 millj. byggsj. Verð 6,5 millj. (3495). Efstasund - 3ja - sérinng. Mjög góð ca 90 fm íb. á jarðhæð með sérinng. ásamt ca 18 fm geymslu (eða vinnuaðstöðu). Áhv. 4,2 millj. Verð 6,5 millj. (3420). Laus strax.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.