Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ JÓGANÁMSKEIÐ \ Grunnnámskeið í jóga 9. apríi, þri. og fim., kl. 16.30-18.00 (8 skipti). | Mjúkt jóga. grunnnámskeið 2., apríl, þri. og fim. kl. 10.30-11.45 (8 skipti). | Jóga gegn kvíða 1 3. aprfl mán. og mið. kl. 20.00-22.15 (7 skipti). J Námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða * og/eða eru að ganga í gegnum miklai breytingar í lífinu. I Kenndar verða leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og I lífsgieði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. | Leiðbeinandi: Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennari. i STUDIO AfgreiOslan er opin frá ki. 11-20. Hátúni 6A, 105 Reykjavík, sími 511-3100 SKRIFBORÐ & BÓKAHILLUR Litir: Svart - hvítt - beyki - fura. Verð frá kr. 8.600 Traustar bókahillur Litir: Svart -hvítt - beyki - fura. Verð frá kr. 3.300—5.900 HIRZLAN Lyngási 10, Garðabæ - simi 565 4535 ÍDAG SKÁK Umsjðn Margeir Pétursson Staðan kom upp í 1. deild- ar keppninni um síðustu helgi. Þröstur Þórhallsson (2.445), Taflfélagi Reykja- víkur, A sveit, var með hvítt og átti leik, en Sigurjón Sig- urbjörnsson (1.960), Skák- félagi Akureyrar, B sveit, hafði svart. Hann lék síðast 13. — f7-f6? sem reyndist ótímabært. 14. Rxd5! - Rxe5 (Eina vonin, því 14. — exd5 er auðvitað svarað með 15. Dxd5+ - Kh8 16. e6) 15. Rb6 - Dxd4 16. Hxd4 - Rc6 17. Hd6 - Hb8 18. Bc4 — Ra5 19. Bxe6+ — Bxe6 20. Hxe6 og með sælu peði meira í endatafli og sterka stöðu vann hvítur örugglega um síðir. Páskaeggjamót Taflfélags- ins Hellis fer fram á mánu- daginn 1. apríl og hefst ki. 17.15 í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi í Breiðholti. Páskaegg verða í verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þátt- tökugjöld eru kr. 100 fyrir meðlimi Hellis, en kr. 200 fyrir aðra. Mótið er opið börnum og unglingum á grunnskólaaldri. abcdefgh HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNIHREKKVÍSI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Athugasemd við stöðumæla VELVAKANDA barst eftirfarandi bréf frá nemendum í Kvenna- skóla íslands: „Við, nokkrir nemend- ur úr Kvennaskóla Is- lands, erum mjög óánægðir. Við vinnum okkur inn peninga til að kaupa bíl og búumst því við að hægt sé að leggja honum nálægt lærdóms- húsum vorum. Nú er búið að leggja stöðu- mæla fyrir utan húsið. Eigum við að hlaupa í frímínútunum og borga í mælana? Við getum al- veg eins gengið í skóiann í stað þess að reyna að finna stæði. Við viljum fá bílstæði fyrir okkur. Bílstæðasjóður fær ör- ugglega nóg í sína hít án þess það sé verið að taka fé af fátækum námsmönnum. Alveg eins væri þá hægt að fara að taka gjald af reið- hjólastæðum! Einhveija millileið hlýtur að vera hægt að fara, t.d. með því að hafa bílastæðin fyrir utan skólann gjaldlaus á milli kl. 8 og 15, þegar kennsla stendur yfir. Við skorum á yfirvöld að taka þessa ljótu stöðu- mæla niður því við höfum ekki efni á þeim.“ Sara Ögmundsdóttir, kvennaskólapía. Þakklæti „ÉG og félagi minn fór- um á skemmtidagskrá Borgardætra á Hótel Sögu sl. föstudag. Við skemmtum okkur kon- unglega, hlógum mikið, enda flugu brandaramir hver á fætur öðrum. Við viljum þakka þeim fyrir yndislega kvöldstund. Þá sýndu þær á sér nýja hlið þegar Andrea lék listavel á fiðlu í lagi sem Berglind og Ellen sömdu. Ég skora á alla þá sem ekki hafa farið á sýning- una að mæta.“ Þorsteinn Hjartarson. Hvimleiðar málvillur HVIMLEITT er þegar bæði fréttamenn og al- menningur klifa stöðugt á orðunum hæðst og stæðst í staðinn hæst og stærst, og er ekki nema von að þessi villa fari að slæðast inn í prentað mál. T.d. var í auglýs- ingu um daginn talað um stæðstu umboðsskrif- stofu í heimi. Alkunna er að villur í talmáli ávinna sér iðulega sess í málinu og teijast réttar. Dæmi um slíkt er beyg- ing orðsins Sigurður, en synir Sigurðar eru kall- aðir Sigurðssynir á með- an dæturnar eru Sigurð- ardætur. Mætti halda að systkini þessi ættu ekki sama föðurinn. Þar sem nafnið Sigurður er í eign- arfalli Sigurðar ættu öll börn Sigurðar að vera Sigurðarbörn en hefðin fyrir rangri beygingu hefur fest hana í sessi. Látum þetta ekki henda með orðin hæst og stærst. Örn Ásbjarnarson. Reykjavikurvegi 64 • Hafnarfirði • Simi 565 1147 Ný sending af sumarfatnaði frá Feminella. Pils- og buxnadragtir ásamt blússum og kjólum. Opið í dag, sunnudag, frákl. 13-17. Víkveiji skrifar... * IJÚNÍMÁNUÐI, þegar sól sezt vart, gengur þjóðin til forseta- kosninga. Víkverji bíður þess að taka afstöðu til frambjóðenda, eins og fjölmargir aðrir, unz framboðs- frestur er út runninn - og ljóst verður, hvaða kostir eru í boði. Það sem skrifara er hins vegars efst í huga á líðandi stundu, og varðar forsetakosningar, er, að þá hafa atkvæði allra Islendinga jafnt vægi. Þá eru þegnréttindin ein og söm fyrir okkur öll. Engin fjórðungsat- kvæði! Þetta á raunar einnig við um sveitarstjórnarkosningar. Einnig þar leggjum við öll jafnþung at- kvæði á vogarskálar úrslitanna. Þannig á það líka að vera. Við eig- um að standa jafnt að vígi gagn- vart lögum landsins, ekki sízt kosn- ingalögum. Mannréttindum á ekki að vera misskipt. Allt öðru máli gegnir þegar kem- ur að alþingiskosningum. Þegar löggjafmn, sem setur leikreglur samfélagsins, er valinn. Þá vegur atkvæði eins kjósenda verulega minna en annars. Búseta ræður þyngd atkvæðis. Löggjafinn fer með fjárveitinga- valdið, deilir út skattpeningum landsmanna. Þéttbýlið, sem greiðir bróðurpartinn af þessum skattpen- ingum í landssjóðinn, situr uppi með mun minni hlutfallsleg áhrif í þing- kosningum. Skipan fjárlaganefndar Alþingis er síðan úttektarefni, ein og sér! xxx AÐ ER ekki í hveijum alþingis- kosningum sem framboðs- flokkur hlýtur hreinan meirihluta á Alþingi. Þetta hefur þó gerzt. Það var að vísu fyrir margt löngu, árið 1931. Þá vann Framsóknarflokkur- inn „mikinn sigur“ - eða þannig. Eftir þær kosningar sátu 23 framsóknarmenn á þingi, 15 sjálf- stæðismenn og 4 kratar, en þing- menn voru þá mun færri en nú er. í þessum kosningum hlaut Sjálf- stæðisflokkurinn að vísu lang flest atkvæði, 17.170, en aðeins 15 þing- menn kjörna (með landskjörnum þingmönnum). Framsóknarflokkur- inn fékk á hinn bóginn nálægt 3.300 atkvæðum minna fylgi en samt sem áður 8 þingmenn umfram Sjálf- stæðisflokkinn kjörna, eða 23 (með landskjörnum). Alþýðuflokkurinn fékkk 6.198 atkvæði og þijá menn kjöma. Kommúnistaflokkurinn 1.165 atkvæði og engan kjörinn. Þróunin í vægi atkvæða hefur að vísu færzt mjög til réttrar áttar, miðað við ósköpin árið 1931, en þó hvergi nærri til fulls jöfnuðar. Er ekki mál að stíga skrefið til fuíls með einum eða öðrum hætti? xxx RÆTUGIRNI okkar íslend- inga hefur ekki riðið við ein- teyming þennan veturinn fremur en fyrri daginn. Landsmenn hafa farið í hár saman svo að segja hvar sem þeir hafa því við komið. Hver rekur horn í annars síðu. „Þjóðar- sálir" hártogana og þvergirðings- háttar blómstra eins og púkar á bitum. Allt of fáir muna heilræðið: „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“! Leikarar reka leikhússstjóra með látum. Stórútgerðarmenn hamast á trillukörlum. Formenn verkalýðsfé- laga bíta í skjaldarrendur. Mývetn- ingar eru í grimmum skólaslag. Vopnaskak er um vegagerð í Borg- arfirði. Langholtssöfnuður leikur á reiðiskjálfi vegna ágreinings prests og safnaðarstjórnar. Já, jafnvel prestar þjóðkirkjunnar fara mikinn í hnútukasti, þar sem sjálfur biskup- inn er skotspónn. Víkverji hefur ekkert á móti smárimmum, þegar og þar sem þær eiga við. Þær geta verið dágott krydd í tilveruna. En sá „leikur nauta í flagi“ sem landsmenn hafa ástundað í mörgum kimum samfé- lagsins á þessum veðurmilda vetri tekur út yfir allan þjófabálk. Fyrr má nú rota en dauðrota. Hvernig væri að huga eilítið að þeirri hátt- vísi sem fyrrum var í hávegum höfð? Sem og þeim margfrægu orð- um „fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum"?!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.