Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FRJALSIÞROTTIR KATRIN Krabbe, tvöfaldur heimsmeistari í sprett- hlaupum 1991. Mál Krabbe gæti orðið til að stytta lyfjabann Bann IAAF dæmt ógilt samkvæmt þýskum lögum um viðskiptahömlur ÞÝSKA hlaupadrottningin Katr- in Krabbe, tvöfaldur heims- meistari íspretthlaupum 1991, keppir ólfkiega aftur en hún vann þó sigur fyrir þýskum dómstólum ífyrradag sem gæti átt eftir að knýja Alþjóða- frjálsíþróttasambandið (IAAF) til að stytta refsitíma vegna lyfjasvindls íþróttamanna úr fjórum árum í tvö fyrir fyrsta brot. Dómstóll í Miinchen úrskurðaði, að þýskir dómstólar gætu tek- ið fram fyrir hendurnar á alþjóða- íþróttasambandi ef ákvarðanir þess stönguðust á við þýsk lög. í Þýska- landi, svo og í mörgum öðrum ríkj- um sem teljast til stórvelda á fijáls- íþróttasviðinu, er fjögurra ára keppnisbann ólöglegt samkvæmt samkeppnislögum. Of miklar höml- ur eru lagðar á viðkomandi einstakl- ing með svo löngu keppnisbanni, samanborið við almenna refsilög- gjöf, að mati dómstóla. Krabbe krafðist milljón marka í skaðabætur Samkvæmt þessu gefur dóm- stóllinn í Munchen bæði Krabbe og þýska fijálsíþróttasambandinu grænt ljós á að stefna IAAF vegna skaðabóta og málskostnaðar. Sömuleiðis fengju þýskir íþrótta- menn, sem IAAF kynni að dæma í fjögurra ára bann, bannið sjálf- krafa stytt fyrir dómstólum. Þá er þýska fijálsíþróttasam- bandið (DLV) ekki ábyrgt vegna ákvarðana, sem IAAF tekur, sam- kvæmt úrskurðinum. Með því slapp það við gjaldþrot en Krabbe hafði krafist milljón marka af samband- inu vegna tapaðra tekna af völdum keppnisbanns frá 1992. Hún játaði á sínum tíma að hafa neytt ólög- legra lyfja en af tæknilegum ástæð- um, ákvæðum um framkvæmd lyfjaprófa, var ekki hægt að setja hana í fjögurra ára bann. Þýska sambandið dæmdi hana hins vegar í eitt ár frá keppni fyrir óíþrótta- mannslega hegðan. Með því hélt sambandið sig innan ramma þýskra laga en það gerði hins vegar ekki IAAF sem bætti tveimur árum við bann DLV um það bil sem það var að renna út árið 1993. Modahl undirbýr málshöfðun gegn BAF Niðurstaðan í máli Krabbe vekur ugglaust athygli meðal breskra fijálsíþróttafrömuða sem eiga yfir höfði sér málshöfðun og umfangs- miklar skaðabótakröfur af hálfu hlaupakonunnar Diane Modahl. í vikunni aflétti IAAF banni af henni vegna mistaka við framkvæmd lyfjaprófs en barátta Modahl fyrir að fá mannorð sitt hreinsað hefur kostað hana tugi milljóna króna. Undirbýr hún málshöfðun gegn sambandi sínu (BAF), sem gæti á forsendu þýsku niðurstöðunnar gert gagnkröfur á hendur IAAF. Vegna vaxandi kostnaðar við málarekstur tengdum lyfjadómum sambandsins freistaði stjórn IAAF þess í fyrra að fá keppnisbann sam- bandsins stytt úr fjórum árum í tvö en þing þess í fyrrasumar felldi til- löguna. Fulltrúum, sem mæltu fyrir ströngu banni, kann að snúast hug- ur er þeir kynna sér niðurstöðu dómstólsins í Munchen og reikn- inga, sem dómsmál vegna lyfjabanns IAAF, hafa kostað. Á nokkurra missera bili nemur sú upphæð 39 milljónum dollara, jafnvirði 2,6 millj- arða króna, í Þýskalandi, Frakk- landi, Bandaríkjunum og Ítalíu. KRABBE ásamt þjálfara sínum, Thomasi Springstein, skömmu eftir að hún var dæmd í keppnisbann 1992. * Morgunblaðið/Kristján Islandsmeistarar SA1996 LIÐ Skautafélags Akureyrar varð íslandsmeistari í íshokkí 1996 eftir harða baráttu við lið Skautafélags Reykja- víkur. Á myndinni eru kampakátir leikmenn SA eftir að þeir höfðu tekið við sigurlaunum sínum. Aftari röð f.v. Sveinn Björnsson, Rúnar Freyr Rúnarsson, Jónas Stefánsson, Elvar Jónsteinsson, Sigurður Sveinn Sigurðsson, Héðinn Björnsson, Guðni Helgason, Ágúst Asgrímsson (eldri), Ingvar Jónsson, Garðar Jónasson og Magnús Finns- son, formaður Íshokkídeildar SA. Fremri röð f.v. Sigurgeir Haraldsson, fyrirliði, Ágúst Ásgrímssson (yngri), Ár- mann Smárason, Birgir Örn Sveinsson, Haraldur Vilhjálmsson, Jens Gíslason og Víglundur Brynjar Bjarnason. Tapá í Gautabora Fyrr í vikunni var uppgjör vegna heimsmeistaramótsins í fijáls- um íþróttum sem haldið var í Gautaborg í fyrra birt. Niðurstaðan ■■■■■■ var vægast sagt Grétar Þór dapurleg, en heild- Eyþórsson arhallinn á mótinu cvarð 20 milljónir w"° sænskra króna, eða um 200 milljónir íslenskra króna. Fyrir mótið hafði verið gert ráð fyrir hagnaði upp á um 14 milljón- ir sænskra króna. Helstu orsakir hins mikla taps voru svokallað styrktaraðilaþorp þar sem styrktaraðilar mótsins gátu haldið til og var rekið með 12 milljóna halla; sjálft keppenda- þorpið varð 21 milljón dýrara en gert var ráð fyrir; leikskrá mótsins 6 milljónum dýrari, miðasala gaf 4 milljónum minna en áætlað var og greiddur söluskattur fór 3 milljónir fram úr áætlun. Nokkrir liðir komu þó betur út en áætlað var, en heild- artapið var sem fyrr segir 20 millj- ónir sænskar. Þessi niðurstaða veldur því meðal annars að fjárhag- ur sænska fijálsíþróttasambands- ins er ein ijúkandi rúst og stendur það nú í nauðasamningum við stærstu kröfuhafana. Hefur for- maðurinn, Bengt Westberg, fyrrum félagsmálaráðherra, ekki útilokað að sambandið muni leita aðstoðar alþjóða fijálsíþróttasambandsins vegna þegsa. Fjárhagslegt tap vegna HM hefur einnig orðið til þess að afreksstyrkir hafa verið skornir verulega niður og hætti m.a. hástökkvarinn Patrik Sjöberg við þátttöku í EM innanhúss á dög- unum vegna óánægju með það. Landsliðshópurinn í sundi í æfingabúðum í Kópavogi og Reykjavík LANDSLIÐSNEFND Sundsambandsins valdi fyrir skömmu landsliðshóp til æfinga 1. til 3. apríl og fara æfingarnar fram í Reykjavík og Kópavogi. Þjálfari hópsins er Petteri Laine, þjálf- ari Ægis. í hópnum eru: Ómar Þorsteinn Ámason, Óðni, Richard Krist- insson, Ægi, Þorvarður Sveinsson, SH, Ríkarður Ríkarðsson, Ægi, Hildur Einarsdóttir, Ægi, Sigríður Lára Guðmundsdóttir, Ægi, Baldur Már Helgason, Oðni, Davíð Freyr Þórunnarson, SH, Hákon Örn Birgisson, Ægi, Kristín Minney Pétursdóttir, IA og Sigurlín Garðarsdóttir, Selfossi. SUND O’Neill ásakar Kín- vevja um lyfjaneyslu Astralska sundkonan Susan O’Neill segir í viðtali við dag- blað í heimalandi sínu að hún efist um að kínverskt sundfólk komist í gegnum lyfjapróf á Ólympíuleikun- um í Atlanta í sumar án þess að mælast jákvætt. O’Neill, sem vann til bronsverð- launa í bæði 100 og 200 metra flug- sundi á heimsmeistaramótinu í Róm 1994 og stefnir á frekari árangur í Atlanta, sagði: „Ég yrði mjög undrandi ef kínverska sundfólkið reyndist „hreint" í Atlanta. Ég held að ég geti unnið þær kínversku þrátt fyrir allt, lyf gera þær ekki ósigrandi.“ 19 kínverskir sundmenn hafa fallið á lyfjaprófi síðustu fimm árin og það eru fleiri sundmenn en frá öllum öðrum löndum heimsins til samans. Mjög strangt eftirlit er með íþróttamönnum í Ástralíu og verða tekin 3.500 lyfjapróf á þessu ári. Um 90 prósent ástralskra kepp- enda, sem fara á Ólympíuleikana í Atlanta, verða prófaðir að minnsta kosti tvisvar á þessu ári áður en þeir halda til Atlanta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.