Morgunblaðið - 31.03.1996, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 5
BJÖRN Björnsson og Hildur Björnsson eru ein eftir í Grjótnesi á Melrakkasléttu. Stóra íbúðarhúsið var reist 1906. Það er farið að láta á sjá fyrir veðri og- vindum.
• GAMLA AGA kokseldavélin var keypt haustið 1939 og kost-
aði jafn mikið og allur viðurinn í húsið á sínum tíma. I vélinni
er mikill vatnstankur. Krómuðu lokin eru einangrunarlok yfir
eldunarhellunum. Krökkunum þótti gott að tylla sér á lokin og
hlýja sér. Hröktum lömbum var gjarnan ornað í neðri ofninum.
flestir á sumrin. Margir gestanna eru
útlendir. Til dæmis nefna þau hjón
sem komu hingað fyrst 1982 og
hafa komið á þriggja til fjögurra ára
fresti síðan og ætla að koma enn
einu sinni í ár. „Þau sendu Birni
koníakspela í áttræðisafmælisgjöf.
Við þurftum að borga 1.200 krónur
í toll, það er ekki að spyija að smá-
smyglinni," segir Hildur.
Fyrir nokkrum árum kom þýskur
piltur í Gijótnes og fékk að tjalda
þar í viku. Hildur hefur haldið bréfa-
sambandi við hann síðan. Pilturinn
fór að læra trésmíði og sendi henni
fallegan trékistil. „Nú er hann að
ljúka námi og langar svo óskaplega
mikið að koma aftur,“ segir Hildur.
Hildur á marga pennavini, bæði
skyldfólk og aðra. Hún komst í bréfa-
samband við gamla skólasystur sína
með undarlegum hætti. Upphafið að
því var að síðla sumars 1949 sendi
Hildur móður sinni pakka, í honum
var meðal annars peysa, golftreyja
og tveir vindlingapakkar. Þijátíu og
tveimur árum seinna var haft sam-
band frá pósthúsinu á Kópaskeri og
Hildi tilkynnt að henni hefði verið
endursendur pakki. Henni var og
gert að greiða 50 króna aukagjald
fyrir sendingu í flugpósti.
„Ég kannaðist ekki við að hafa
sent neinn pakka og bað póstmeist-
arann um að Iesa utanáskriftina.
Þetta var þá pakkinn til móður
minnar sem ég hafði_ sent fyrir 32
árum,“ segir Hildur. A pakkann var
skráð „Viðtakandi finnst ekki“.
Pakkinn hafði síðan verið sendur til
Hamborgar og líklega glatast þar.
Löngu síðar kviknaði í vörugeymslu,
pakkinn fannst og var sendur til Is-
lands í flugpósti.
Þegar Hildur áttaði sig á því
hvernig í málunum lá sagði hún póst-
meistaranum söguna. Hann ákvað
þá að sleppa henni við gjaldið fyrir
flugpóstinn og sendi pakkann í Gijót-
nes á vélsleða. Sagan barst út og
birtust af þessu fréttir í útvarpi og
blöðum.
„Það hringdi hingað blaðamaður
og vildi að við tækjum mynd af pakk-
anum og innihaldinu," segir Hildur.
„Við sögðum honum að það væri
ekki hægt því við vorum búin að
reykja sígaretturnar. Það var ófærð
og við orðin tóbakslaus. Þær voru
betri en ekkert, þótt þær væru orðn-
ar gamlar."
Sagan barst alla leið til Þýska-
lands og birtist í blaði í Lúbeck.
Móðir skólasystur Hildar las frásögn-
ina og þóttist viss um hver Hildur
væri. Hún klippti fréttina út og sendi
dóttur sinni í Hamborg. Sú hafði
samband við Hildi og þannig náðu
þessar æskuvinkonur aftur saman
eftir margra ára aðskilnað. Þær eiga
í stöðugu bréfasambandi og hafa
hist síðan. Vinkonan ætlar að heim-
sækja Hildi í sumar.
Landsins gæði
Hildur og Björn voru með sauðfé
til 1988 en búskapur lagðist af á
hinum bænum 1965. „Við lifum hér
með tvo hunda og kött sem binda
okkur heima," segir Björn. Hann
hefur verið vitavörður í Rauðanúps-
vita í mörg ár. Hildur sinnir núorðið
mest um vitann. Hún gengur þangað
tvisvar í mánuði til að gæta að því
að varaperan sé í lagi og að ljósið
slokkni ekki þótt veiturafmagnið bili.
Grjótnes er hlunnindajörð. Strand-
lengjan er löng og þar hefur mikið
rekið í gegnum tíðina. Hjónin segja
þó að rekinn hafi mikið minnkað.
Það sé eitthvað betur haldið á málum
í Síberíu í seinni tíð. Áhugi á rekav-
ið hefur og minnkað, enda mikil
vinna að nýta hann. Þó er nokkuð
um það á Sléttu að sagaðir séu staur-
ar og borðviður úr rekanum. Björn
segir lítið fást fyrir rekann óunninn.
1 Gijótnesi vat' mesta æðarvarp á
Sléttu, nú er það ekki nema svipur
hjá sjón hjá því sem var áður en
minkurinn kom til sögunnar. Þegar
varpið var upp á sitt besta gaf það
60 kg af dún en fór niður í 12 kg
þegar minnst var. Nú gefur það að
jafnaði innan við 20 kg af dún á
ári. Dúnninn er grófhreinsaður á
bænum.
Útræði var stundað frá Gijótnesi
og þegar Björn var drengur var gei'ð-
ur þaðan út fjögurra tonna vélbátur.
Árið 1932 var keyptur bátur frá
Noregi sem nú er í vörslu minjasafns-
ins á Húsavík. Niðri á kambinum
má sjá leifar útgerðarinnar. Kerruhró
á járnslegnum tréhjólum og hvalrifj-
ur sem notaðar voru fyrir hlunna
liggja á kambinum.
„Við ruddum hérna vör og settum
bátinn á hlunnunum. Það var.ekki
óhætt að láta þá liggja við stjóra
nema kannski yfir blásumarnóttina.
Það kom fyrir að við tvíhlóðum sama
daginn. Kerran var notuð til að flytja
fiskinn. Hérna stóð líka gangspil sem
var notað til að taka bátinn upp,“
segir Björn.
Vargar í véum
„Minkurinn er hér urn allt. Hér
hafa verið veiddir upp i 30 minkar
á vori,“ segir Björn. „Það er mikill
munur á fuglalífinu nú eða áður
en hann kom. Það sést vel á kríu-
varpinu. Minkurinn hefur hlaupið
um holtið og drepið ungana.“
Melrakkasléttan stendur fylli-
lega undir nafni. Þegar líða tekur
á vetur má heyra tófurnar gagga
sig saman um fengitímann. Eitt
vorið skaut. Björn þrjár tófur í æðar-
varpinu á bænum og fann þá fjórðu
dauða. „Það leynir sér ekki þegar
tófan kemur í varpið á sumrin. Þá
myndar kríugerið eins og trekt yfir
tófunni og maður sér á gerinu hvar
tófan hleypur."
Mikið fuglalíf er í Grjótnesi,
bæði sjófuglar, endur og mófuglar.
Fuglar verpa um alla móa, en mink-
ur og kjói ganga nærri varpinu.
Hildur segist hafa séð allt að 20
kjóa koma fljúgandi á móti sér í
móanum. „Hann er dag og nótt að
djöflast í fuglunum. Þá vildi ég oft
kunna að fara með byssu. Svo eru
þeir að segja að það sé of mikið
skotið af kjóa,“ segir Hildur í
hneykslunartón.
Selir hafa kæpt í landi Grjótness
og áður fyrr var selurinn nýttur.
Eftir að grásleppuveiði jókst hefur
minna komið af sel. Björn segir að
eitt vorið hafi verið veiddir þar 90
útselir. „Það komu fjórir á land
daginn sem ég fæddist,“ segir
hann. Einu sinni kom forvitinn út-
selskópur alla leið upp á útidyra-
tröppurnar. Talið var að hann hafi
verið að forvitnast um útiljósið.
Hundarnir á bænum geltu á kópinn
og hann hvæsti á móti. Svo skreið
hann sína leið aftur til sjávar.
Á hafísárunum varð vart við
bjarndýr í Grjótnesi og eitt skotið
þar 1918 og birna með tvo luina í
Núpskötlu norðan við Grjótnes.
Fýkur ekki allt í einu
Grjótnes stendur fjarri öðrum
bæjum. Þegar myrkrið skellur á
verður sannarlega dimmt. Vitaljósið
í Rauðanúpsvita rýfur myrkrið og í
fjarska sést bjarminn af ljósum á
nágrannabæjum. Brimsúgurinn og
hringlið í fjörugrjótinu og myrkrið
gera sitt til að auka á dulúðina.
Veður geta orðið hörð á Mel-
rakkasléttu og norðvestanveðrin
sýnu verst. Þá stendur af hafi og
ekkert skjól. Sjór gengur ekki upp
að húsunum en þess eru dæmi að
öldur hafi farið yfir túnið. Þegar
byljirnir skella á húsinu tekur vel í.
„í hörðum veðrum var Hildur allt-
af hrædd um að húsið fyki,“ segir
Björn. „Svo kom hingað maður frá
Húsavík og sagði við hana: Það fýk-
ur nú ekki allt í einu lagi! Hún hef-
ur ekki verið hrædd síðan.“
Þau hjón kunna margar sögur af
því hvernig veðrið getur breyst í
einni svipan í Gijótnesi. „Vetrardag
einn rak ég kindurnar aðeins. hér
úteftir fjörunni. Það var bjart og
glaðasólskin," segir Björn. „Svo
kom ég inn og var að drekka morg-
unkaffið þegar ég sá kolsvartan
bakka koma yfir. Ég flýtti mér út
og á móti kindunum. Um leið og ég
kom að þeim brast á iðulaus stór-
hríð. Ég náði öllu fénu í hús nema
sex ám. Ég fór hérna upp í móann
að leita að þeim, en sá ekki handa
minna skil.“ „Svo rakst hann á girð-
ingu og rataði þannig heim,“ bætir
Hildur við.
Veturinn í fyrra var einhver sá
versti sem menn muna fyrir norðan.
Slíkt var fannfergið að hjónin í
Gijótnesi snertu ekki bíl frá því 1.
febrúar og fram til 1. apríl, heldur
sátu heima. Það var ekki fært heim
að bænum nema á snjósleða eða
sérbúnum torfærutröllum. Bærinn
er um 8 km frá þjóðveginum. í af-
leggjarann safnast mikill snjór í
vissum áttum. Oft hafa þau hjón
þurft að moka sig í gegnum skaf-
lana til að komast í verslun eða
annarra erinda að heiman.
Þrátt fyrir sumardýrð og heillandi
umhverfi á byggðin á Melrakka-
sléttu í vök að veijast. „Fólki hér á
Sléttu hefur fækkað svo að það er
ótrúlegt. Þetta eru mest gámal-
menni sem eru eftir," segir Hildur.
Þau Björn vilja vera í Grjótnesi eins
lengi og þeirn er unnt. Þar þekkja
þau hvern stein og hverja þúfu og
upplifa ævintýri sumarlandsins á
hverju vori.