Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 10

Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ EFTIR því sem danstónlistinni hefur vaxið fiskur um hi-ygg hefur Qölgað ungum mönnum sem heita ekki lengur hefð- bundnum íslenskum nöfnum heldur allir DJ eitthvað og þá upp á ensku: dídjei. Þetta sérkennilega fornafn er og fengið úr ensku og nær yfir þá sem eru plötusnúðar, þ.e. sjá um að halda stuðinu gangandi á dansiböllum með því að stjóma plötuspilara. Ekki er staifið reyndar svo einfalt, því góður plötusnúður, eða DJ, fiéttar saman lög- um, eykur hi’aða þeiira og hægir á eftir þörfum, skýtur inn áhrifshljóðum, aukatakti eða hveiju því sem verða má til þess að magna stuð á staðnum og segja má að þeir bestu í þessari grein séu í raun tónlistarmenn og lagasmiðir þótt þeir séu jafnan að vinna með verk annarra. Fyrir skemmstu var hér á landi fríður flokkur breskra plötusnúða og annarra tónlistarmanna á vegum verslunar- innar Hljómalindar. Innan um kraðak af DJ-um og hvað- eina mátti svo sjá eitt alíslenskt nafn, PS Daði, en PS er vitanlega skammstöfun á plötusnúð. Daði er aðeins fimmtán ára gamall, heitir Daði Jörgensson og segist hafa valið sér heitið PS Daði í stað DJ Daði, meðal ann- ars vegna þess að hann vildi að fólk tæki frekar eftir honum og svo var hann orðinn leiður á enskunni. „Ég Útgerðin kostar sitt Það kostar sitt að vei'a plötusnúður, því plötuspilaram- ir sem þari', „það þýðir ekkert að vera með aðra spilara en Technics 1200/1210“, segir Daði ákveðinn, em segul- drifnir og kosta um 70.000 kr. stykkið. Daði segir að til starfans þurfí tvo spilara hið minnsta, en sumir hafi þijá eða jafnvel fleiri. „Það gefur meiri möguleika á að skjóta inn töktum eða röddum að hafa fleiri en tvo plötuspil- ara,“ segir hann, en sá háttur er á að plötusnúðurinn situr um að komast inn í lag, að finna takt í lagi á plötu- spilara A sem fellur saman við lag á spilara B. „Það skiptir eðlilega máli að hitta á rétta taktinn," segir hann, „en það þarf líka að láta hljóminn passa saman og stefnu lagsins." Hann segir að algengt sé að menn skjóti inn í lög sem krydd og til að undirstrika taktinn eða hljóma- ganginn brotum úr einhveiju allt öðm. Þegar búið er að kaupa spilarana þarf að kaupa sér tæki til að leiða rásirnar saman og „krossfeida“ sem Daði kallar mixer, og það kostar 20—30.000 kr. til viðbót- ar. Sérstakar hljóðdósir í spilarann með nálum sem slípað- ar em til að hægt sé að láta spilarann snúast jafnt áfram Morgunblaðið/Kristinn gæti líka kallað mig PS DJ eða DJ DJ,“ segir hann og hlær og vísar í upphafsstafi sína. Daði segir að mikið hafi verið um tó'nlist á heimili hans í uppvextinum, en stjúpi hans, sem vann í plötuverslun- um á árum áður, er mikill djassáhugamaður. Hann seg- ir þó að það hafi ekki kveikt svo áhuga hans á tónlist, hann hafi að vísu hlustað á hina og þessa poppara sem barn en það hafi kveikt í honum að vinna sem liðlétting- ur í plötusölu með Kristni Sæmundssyni, Kidda í Hljóma- iind. Vendipunktur í Kolaportinu „Þeir sem ekki eru allsgáðir eru ekki með.“ „Kiddi leigði hjá pabba á Grenimelnum og ég kynnt- ist honum þá,“ segir Daði. „Hann var þá að fara af stað með plötubás í Kolaportinu um helgar og vantaði aðstoðarmann. Kiddi var óþreytandi að benda mér á hina og þessa tónlistarmenn," segir Daði, en svo vel gekk Kolaportssalan hjá þeim Kidda að verslunin Hljóma- lind varð til og hóf einnig að flytja inn tónlistarmenn. Daði segir að tónleikar á vegum Hljómalindar hafi ein- mitt verið vendipunkturinn. „Kiddi bauð mér eitt sinn á tónleika sem haldnir voru í Kolaportinu með bresku hljómsveitinni St. Etienne. Þar sá ég plötusnúð að verki í fyrsta sinn og vissi um leið að þetta var það sem ég vildi gera, enda hafði ég aldr- ei filað þiðina á milli laga; ég vildi hafa þetta allt í sam- hengi. Ég linnti ekki látum fyrr en ég var búin að kaupa mér tvo plötuspilara og farinn að æfa mig heima.“ Hann segir að hvað hafi rekið annað og smám sarnan hafi hann komist upp á það að spila á böllum svona rétt til að afla fjár til að geta fylgst með og keypt nýjar og nýjar piötur. „Fyrst og fremst hef ég mjög gaman af að spila skemmtilega tónlist og tek því ekki alltaf peninga fyrir að spila,“ segir Daði, en bætir við að þeir peningar sem hann fái þó fyrir að spila geri honum kleift að standa í þessu. Sérhæfingar er þörf meðal plötusnúða eins og í flestu öðru og Daði segist sérhæfa sig í breakbeats. „Ég spila blöndu af techno triphopi og jungle. Það eru svo margir plötusnúðar sem eru að spila house að sam- keppnin ræður nokkru en ég hef líka meira gaman að harðari. tóalÍBt,..house:er. eiginlega poppmúsík." sem afturábak og kosta 8—10.000 kr. stykkið og góð heymartól 6—8.000 kr. Ekki er þá allt talið því mikill peningur liggur í því að kaupa sér plötur. „Þeir sem fylgj- ast best með þurfa að kaupa sér 20—30 plötur á mánuði eða jafnvel meira á 900—1.000 kr. stykkið." segir Daði, en hann segist kaupa sér 10—15 plötur á mánuði og eigi núna um 500 eintök. „Kiddi í Hljómalind hefur verið mér mjög hjálplegur og hjá honum fæ ég oft kynningareintök og góðan afslátt. Skemmtilegast er þegar ég kemst yfir eitthvað sem enginn annar á, kannski kynningareintak af einhveiju sem ekki er komið á almennan markað," segir Daði og brosir yfír tilhugsuninni. Þrátt fyrir geisladiskavæðingu vinna plötusnúðar ein- ungis með vínylplötur og Daði sér ekki að það eigi eftir að breytast í náinni framtíð. „Það er líka svo allt annað að vera með vínylplötu í höndunum, hitt er svo óekta." Hann segir að auðvelt sé að verða sér út um nýjustu vínylplötumar hér á landi, þær berist hingað hratt og vel til Hljómalindar og Þrumunnar og ný vínylverslun hafí verið opnuð í síðustu viku, Elf Records. Sumum finnst það ekki merkileg iðja að setja plötur á fóninn en Daði er ekki í vafa um að þetta sé ekki minni sköpun en flest annað. „Það er mikið mál að verða góður plötusnúður og tekur langan tíma að læra. Þetta er list,“ segir hann ákveðinn og bætir við að plötsnúðar semji oft tónlistarbúta til að bæta inn í og skeyta sam- an lögum. „Góður plötusnúður er alltaf að leita að ein- hveiju nýju til að spila eða nota sem innskot eða skraut og hann hlustar á alla tónlist. Þeir em auðvitað til sem spila bara það allra nýjasta, en ég verð líka að líta til þess að ég get ekki keypt allt það nýjasta og verð því að vera duglegur við að leita að nýjum hugmyndum. Þegar ég er að vinna er ég að breyta lögum oft mjög mikið og gera út eitthvað nýtt, ég er að skapa.“ Til viðbótar við það segir Daði að hann sé að fikta við laga- smíðar með nokkrum kunningjum, semja techno. „Það er þó ekki nema til gamans, það kostar svo mikið að koma sér af stað í því.“ Daði segist velja lög mjög eftir því hvað sé í gangi á dansgólfinu, hann byijar á að leika tónlistarstefnurnar þijár sem hann hefur sérhæft sig í og síðan ræðst fram- haldið af því hvemig gestir taki hverri tónlistarstefnu: „Mér finnst mjög gaman að vinna mig upp í taktinn, setja síðan allt á fullt og fara síðan niður með liðið aft- ur. Svo má alltaf stighækka, getja takinn inn og taka aftur út til skiptis, margfalda trommurnar og þegar all- ir eru farnir að hoppa er garnan." Orðskýringar í takt við sífellt meiri grósku í danstónlistinni fjölgar tónlistarheitum og þeir sem ekki fylgjast með verða snemma utanveltu í jungle, triphop, bass ’n drum, acid jazz, fönk, house, handbag, techno og hardcore. Daði tekur því vel að reyna að skýra hugtökin, en tekur fram að hans skýring sé ekki sú eina rétta og oft sé smekks- atriði til hvaða tónlistarstefnu eigi að telja eitthvert lag: „Triphop er margbreytilegir taktar sem raðað er upp á mismunandi vegu með ólíkum hljómum. Triphop er yfírleitt hægfara með electrohljóðum og oft getur hljóm- urinn verið hvellur og harður þó takturinn sé hægur. Það er mikill djassblær á triphopi. Acid jazz og triphop eiga mikið sameiginlegt, en sjald- an er sungið í acid jazz og einleikskaflar hljóðfæra, til að mynda saxófóns, eru oft fyrirferðarmiklir. Þessar tónlistarstefnur geta skarast svo að erfítt getur verið að meta hvort lag sé triphop eða acid jazz. Jungle er samansafn af mjög mörgum töktum, en það sem fólk tekur kannski fyrst eftir er þessi rosalega hraði taktur, sem getur samt verið afslappandi. Það er yfir- leitt keyrt á takti sem er 160 slög á mínútu en í sama laginu er líka taktur sem er í kringum 80 slög, reggí- taktur. í junglelögum eiga menn líka til að hægja á laginu og setja inn triphoptakt. Sumir gera það líka að spila 33 snúninga triphopplötu á 45 snúningum og þá ertu kominn með jungle. Það er mest að gerast í jungle í dag og það er að vinna sig upp. House er létt danstónlist, minnir stundum á diskó sem allir kannast við, en það er minna fönk í house. Oft eru söngkonur í houselögum með ljúfar raddir til að undir- strika fegurðina í laginu, í house er ekkert ljótt eða slæmt. Techno er mjög hörð danstónlist, ekki eins fjölhæf og triphop. Yfirleitt er sami takturinn út í gegn, kannski í danstónlistinni hefur orðið til ný stétt tónlistarmanna, plötu- snúða, sem vinna með verk ann- arra, sníða þau til og breyta eftir því sem dansgólfíð krefst. Flestir kalla þeir sig DJ eitthvað en Ami Matthíasson hafði tal af plötusnúðnum PS Daða, sem seg- ir það list að vera plötusnúður. undirstrikaður með einhveijum þéttari takti. Mikið um electrohljóð og raddir eru harðari, jafnvel illkvitnislegar og oft notaðar til að undistrika ljótleika eða til að lemja fólk áfram í dansinum. Ambient er bara hljómarnir, rólegir og mjög hægur og djúpur taktur sem bergmálar jafnvel." Fjölmargar hljómsveitir hafa notið vinsælda undanfar- in misseri sem leita á dansmið, til að mynda 2 Unlim- ited og Culture Beat, en Daði gefur ekki mikið fyrir þá tónlist, „það er bara evrópopp", segir hann og vill ekki ræða það frekar. Dóp og dans Það má segja að danstónlist og hiphopp hafi tekist það sem grungerokki og þungarokki tókst ekki, að skilja á milli foreldra og barna í tónlistinni. Kynslóðir sem ól- ust upp við rokkið og þurftu jafnvel að takast á við for- eldra sína sem skildu ekkert nema Hauk og Ragga Bjarna, standa nú í stappi við börnin sem eru að leika þungt rapp eða geggjað jungle sem eldri en þrítugir skilja almennt ekki. Daði segist hafa orðið var við for- dóma í garð danstónlistar en hann tekur því létt; „það er ekkert við því að gera, þetta endurtekur sig aftur og aftur.“ Hluti af fordómum gegnvart danstónlist er að spyrða saman dans og dóp, sem átti reyndar nokkra stoð í upp- hafi danstónlistarbylgjunnar á Bretlandi. Daði segist vera algjörlega óreyndur í slíkum málum og taki kannski síður eftir því fyrir vikið, „en ég hef það á tilfinning- unni að þetta sé að minnka mikið,“ segir hann. „Ég sé ekki eins mikið af furðulegu fólki að dansa og var til dæmis fyrir ári. Vonandi er þetta að ganga yfír. Þegar breski plötusnúðurinn Tony Sapiano kom hingað í vetur var ég að spjalla við hann um þetta og hann sagði að í Bretlandi væri orðið hallærislegt að vera í dópinu. Þeir sem ekki væri allsgáðir væru ekki með.“ Daði á önnur áhugamál en tónlistina, segist hafa mik- ið gaman af landafræði, en hann er líka í knattspyrnu, æfír með KR. Hann segir að skólinn sé fyrirferðarmest- ur, 50%, tónlistin 30% og knattspyrnan sé 20%, en eftir smá umhugsun bætir hann við að ekki megi gleyma kærustunni, hún eigi líka sinn skerfí

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.