Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 13

Morgunblaðið - 31.03.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 13 BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Úrslitakeppni íslandsmótsins hefst á miðvikudaginn ÚRSLITAKEPPNI 10 sveita í íslands- mótinu í sveitakeppni hefst nk. mið- vikudag í Bridshöllinni, Þönglabakka, og hests spilamennskan kl. 15.20. í fyrstu umferðinni spila saman VíB gegn BangSímon, Aðalsteinn Jónsson gegn Samvinnuferðum, Ólafur Lárus- son gegn Antoni Haraldssyni, Lands- bréf gegn Búlka hf. og Þormóður Rammi spilar við Lyfjaverzlun Islands. Önnur umferðin verður síðan á mið- vikudagskvöldið, þrjár umferðir á skír- dag, tvær á föstudaginn langa og tvær síðustu umferðirnar verða spilaðar á laugardag. Mótinu lýkur um kl. 19. Stefnt er að því að koma á sýningar- aðstöðu í miðsal hússins. Yfirkeppnis- stjóri verður Sveinn R. Eiríksson en Jakob Kristinsson töflustjóri. Gefið verður út mótsblað sem Guðmundur Pétursson blaðamaður sér um. Minnt er á að skv. samþykkt ber spilurum að vera snyrtilega til fara. Aðgangur á úrslitakeppnina er ókeypis. B-landslið Ragnar Magnússon og Björn Ey- steinsson hafa fengið það verkefni við þriðja mann að koma á fót B-landsliði í opnum flokki. Tillagan kom fram á fundi bridssambandsins fyrir nokkru og fékk góðan hljómgrunn. F'inna þarf mót, sem liðið getur tekið þátt í. Þá er spurnig hvernig liðið verður valið og hveijar verða skyldur þess og rétt- indi. Þá kom fram á téðum fundi að Landsbankinn er styrktaraðili Brids- sambandsins þetta árið en íslands- banki hefir vérið styrktaraðili mótisins undanfarin 5 ár. Bridsfélag Hafnarfjarðar 2. kvöldið af 3 í Hraðsveitakeppni félagsins var spilað mánudaginn 25. mars. Hæsta skor kvöldsins náðu: Halldór Einarsson 644 Ólafur Ingimundarson 637 Dröfn Guðmundsdóttir 617 Meðalskor kvölds er 576. Efstu sveitir að loknum 2 kvöldum af 3 eru: Ólafur Ingimundarson 1311 Halldór Einarsson 1274 Dröfn Guðmundsdóttir 1191 Hulda Hjálmarsdóttir 1162 Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar öll mánudagskvöld í félagsálmu Hauka- hússins með innkeyrslu frá Flata- hrauni. Spilamennska hefst kl. 19.30. Bridsfélag Reykjavíkur Þriggja kvölda Monrad-barómeter félagsins kláraðist miðvikudaginn 27. mars. Sigurvegarar eftir góðan enda- sprett síðasta kvöldið voru Örn Arn- þórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson. Þeir enduðu með +393 sem jafngildir 58,7% skor. Úrslit urðu annars: Örn Amþórss. - Guðl R. Jóhannss. +393 (58,7%) Aðalst. Jörgensen - Ásmundur Pálss. +302 (56,7%) Sverrir Ármannss. - Sævar Þorbjss. +220 (54,9%) Sigurður B. Þorstss. - Haukur Ingas. +216 (54,8%) Hjalti Elíasson - Eiríkur Hjaltason +211 (54,7%) Valgarð Blöndal - RúnarMagnússon +186 (54,1%) Hæsta skor kvöldsins náðu: Örn Amþórsson - Guðlaugur R. Jóhannsson +240 Sigmundur Stefánsson - Jón Þór Daníelsson +190 Guðmundur P. Amarson - Þorlákur Jónsson +165 RagnarT. Jónasson - Tryggvi Ingason +157 Gefið verður frí miðvikudaginn 3. apríl vegna úrslita íslandsmóts í sveitakeppni 1996. Næsta keppni fé- lagsins er Board a Match-sveita- keppni. Hún byijar 10. apríl. Bridsfélag' Kópavogs Fjórða og síðasta kvöldið í Catalínu- mótinu var spilað fimmtudaginn 28. rhars. Keppt var um veglegan bikar sem veitingahúsið Catalína gaf. Örugg- ir sigurvegarar urðu Jón Steinar Ing- ólfsson og Mural Serdar, með 126 stig. Lokastaðan: Jón Steinar Ingólfsson — Murat Serdar 126 Sigurur Siguijónsson — Ragnar Björnsson 97 Guðmundur Baldursson - Sævin Bjamason 94 ÞórðurBjörnsson —RagnarJónsson 86 ÞorsteinnBerg —JensJensson 73 Kvöldskor: Hertha Þorsteinsd. - Arngrunnur Jónsd. 65 Guðmundur Baldursson — Sævin Bjamason 41 Freyja Sveinsdóttir - Sigríður Möller 34 Næsta keppni félagsins er tveggja kvölda Board a Match-tvímenningur, fimmtudaginn 11. apríl. Peugeot406 Þaö er komiö að því að kynna trompiö í Peugeot flotanum, Peugeot 406, einn glæsilegasta bíl sem þú hefur séö í langan tíma. Hann hefur verið kjörinn bíll ársins víða í Evrópu og þaö er auðvitað ekkert sem kemur á óvart. Þú getur valið um 1.8 I eða 2.0 I vél eða 1.9 I turbo diesel vél. En þú færð alltaf öryggi í glæsilegri og klassískri hönnun, ABS bremsur og loftpúða fyrir bílstjóra og farþega í framsæti. Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Komdu og reynsluaktu þessum glæsilegu bílum á Peugeot sýningunni um helgina. Opið laugardag og sunnudag kl. 12 -17. Peugeot306 Kynnum einnig litla bróður í nýrri útfærslu, Peugeot 306 Style, sem er sniðinn að þörfúm þeirra sem eru snarirí snúningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.