Morgunblaðið - 31.03.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 B 21
11(1111111
eRililCRti
ilEiaitii
ATVIN NUA UGL YSINGA R
Forstöðumaður
[GftSEBEII!!!!!
lillillílll
BftBietiiiii
Háskóli íslands
Við lyfjafræði lyfsala Háskóla íslands eru
eftirtaldar stöður lausar til umsóknar:
Staða dósents í lyfjagerðarfræði.
Staða lektors f lyfja- og efnafræði
náttúruefna.
Gert er ráð fyrir að ráðið verði í stöðurnar
frá 1. ágúst nk. til þriggja ára.
Umsækjendur skulu láta fylga umsóknum
sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau,
er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil sinn og störf. Með umsókn-
um skulu send eintök af vísindalegum ritum
og ritgerðum umsæjenda, prentuðum og
óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein-
argerð um rannsóknir, sem umsækjendur
hyggjast stunda, verði þeir ráðnir í stöðu.
Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla-
kennara og fjármálaráðherra.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 1996 og skulu
umsóknir sendar starfsmannasviði Háskól-
ans, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101
Reykjavík.
Staða yfirlæknis
í svæfingafræðum
Laus til umsóknar er staða yfirlæknis við
svæfingadeild Sjúkrahúss Akraness.
Um er að ræða 100% stöðu með skilyrði
um búsetu á Akranesi.
Við deildina starfa 2 svæfingalæknar og 3
svæfingahjúkrunarfræðingar. Deildin þjónar
sérfræðingum í alm. skurðlækningum, þvag-
færaskurðlækningum, bæklunarlækningum,
fæðinga- og kvensjúkdómalækningum og
háls-, nef- og eyrnalækningum.
Fjöldi skráðra aðgerða á sl. ári var 1637.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkra-
hússins, Sigurði Ólafssyni, Merkigerði 9, 300
Akranesi, fyrir 15. maí nk.
Staðan veitist frá 1. janúar 1997.
Frekari upplýsingarveitir Bragi Níelsson, yfir-
læknir, í síma 431 2311.
Sjúkrahús Akraness.
Starf við
íþróttamannvirki
í Hveragerði
Laust er til umsóknar 90% starf við íþrótta-
mannvirki Hveragerðisbæjar.
Starfið felst aðallega í gæslu og umsjón við
sundlaug og íþróttahús ásamt ræstingu.
Viðkomandi þarf að uppfylla þau skilyrði sem
sett eru varðandi heilbrigði og þekkingu sam-
kvæmt öryggisreglum um sundstaði.
Allar nánari upplýsingar veitirforstöðumaður
íþróttamannvirkja í síma 483 4113 milli
kl. 10.00 og 12.00 alla virka daga.
Umsóknareyðuþlöð liggja frammi á skrifstofu
bæjarins og þangað skal skila skriflegum
umsóknum fyrir 13. apríl nk.
Bæjarstjórinn í Hveragerði.
Skólaþjónustu
Eyþings
Stjórn Eyþings auglýsir lausa til umsóknar
stöðu forstöðumanns Skólaþjónustu Eyþings
í Norðurlandskjördæmi eystra.
Þjónustan verður með skrifstofu á Akureyri
og útibú á Húsavík.
Verkefni þjónustunnar verða eftirfarandi:
• Ráðgjöf samkvæmt 42. og 43. gr. grunn-
skólalaga nr. 66/1995.
• Ráðgjöf samkvæmt 15. og að hluta 16.
gr. laga um leikskóla nr. 78/1994. Sú ráð-
gjöf nær til sálfræðiþjónustu og sér-
kennsluráðgjafar, en ekki til almennrar
ráðgjafar eða rekstrarráðgjafar.
• Aðstoð við þróunar- og nýbreytnistarf í
grunnskólum og tilboð til endur- og sí-
menntun fyrir kennara.
• Skýrslugerð og upplýsingagjöf til skóla,
sveitarstjóra og annarra opinberra aðila
og umsjón með gagna- og upplýsinga-
safni fyrir skóla og sveitarstjórnir.
• Úrvinnsla vinnuskýrslna kennara fyrir
sveitarstjórnir.
Menntun og starfsreynsla:
Umsækjendur skulu hafa sérmenntun og
starfsreynslu á einhverju því sviði sem skrif-
stofan mun sinna.
Stjórnunarreynsla er nauðsynleg.
Umsóknarfrestur og upplýsingar:
Umsóknarfrestur er til 9. apríl næstkomandi
og skulu umsóknir berast til skrifstofu Ey-
þings, Strandgötu 29, 600 Akureyri.
Nánari upplýsingar veita formaður Eyþings,
Einar Njálsson, í síma 464 1222 og fram-
kvæmdastjóri Eyþings, Hjalti Jóhannesson,
í síma 461 2733.
Stjórn Eyþings.
Skólastjóri óskast
skólaárið 1996-97
Skólastjóri óskast til afleysinga í Nesjaskóla í
Hornafirði skólaárið 1996-97.
Skólastjóri Nesjaskóla mun m.a. starfa að
skipulagsbreytingum sem nú fara fram á
grunnskólum Hornafjarðar.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.
Nánari upplýsingar gefur Hallur Magnússon,
félagsmálastjóri Hornafjarðar, í síma
478 1500.
Bæjarstjóri Hornafjarðar.
Sveitarstjóri
Óskum eftir að ráða sveitarstjóra fyrir Hrís-
eyjarhrepp.
í Hrísey búa 270 íbúar.
Sveitarstjóri hefur m.a. umsjón með fram-
kvæmdum sveitarstjórnar, hafnarsjóði, hita-
veitu og ferjunni Sævari. ■/-
Við leitum að einstaklingi, sem hefur reynslu
af rekstri, þekkingu á bókhaldi, sem á auð-
velt með að umgangast fólk og getur unnið
sjálfstætt.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk.
Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni,
þar sem umsóknareyðublöð liggja frammi.
RÁÐNiNGAR
Endurskoðun Akureyri hf.
löggiltir endurskoðendur
Glerárgötu 24, Akureyri -- Sími 462 6600 - Fax 462 6601
Endurskoðun - Skattaráðgjöf - Rekstrarráðgjöf - Bókhald
Við leitum að framsæknum
dugnaðarforkum til að
ffóst við þróun alnets Skýrr hf.
Við bjóðum:
• Tækniumhverfi sem spannar fró einmenningstölvu til ofurmiðlara.
»Vinnu við þróun ú stærsta biðlara/miðlara windowskerfi ó íslandi.
»Spennandi og ögrandi verkefni, þar sem nýjustu tækni er beitt.
»Gæðakerfi sem stuðlar að öguðum og faglegum vinnubrögðum.
* Símenntun (ekki bara ó óri símenntunar), líka ó næsta óri og næsta..
»Ánægjulegan og glaðværan fyrirtækjabrag.
Hæfniskröfur:
• Hóskólamenntun ó sviði verkfræði, tæknifræði, tölvunarfræði, eðlisfræði,
stærðfræði, kerfisfræði eða önnur sambærileg menntun.
• Starfsreynsla við Unix og/eða netkerfi er æskileg.
• Áhersla er lögð ó skapandi hugsun, öguð vinnubrögð og góða framkomu.
Ef þessi lýsing ó við þig þó hvetjum við þig til að sækja um fyrir 12. apríl.
Nónari upplýsingar veita Hrafnkell Gíslason og Ómar Ingólfsson.
Skriflegar umsóknir óskast sendar ofanrituðum eða starfsmannastjóra, eða í tölvupósti til hrafnkell@skyrr.is
Skýrr er öflugt og framsækið upplýsingafyrirtæki. Tækniumhverfið samanstendur af sveigjanlegum
ofurmiðlara, Unix miðlurum og alneti Skýrr sem veitir greiðan aðgang
oð þjónustu Skýrr með fjölbreyttum tengimöguleikum.
ÞJÓÐBRAUT
Upplýsinga
Ármúla 2,108 Reykjavík, sími 569 5100, fax 569 5251