Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 C 3 FERÐALÖG FERÐALÖG Lúxushótel í skugga St. Moritz CRESTA PALACE í Celerina var aðili að Best-Western hótel- bókunarkerfinu og öðru banda- rísku bókunarkerfi til skamms tíma. Stjórnendur ijögurra stjörnu hótelsins ákváðu að hætta því þeg- ar það var á hreinu að Bandaríkja- menn pöntuðu ekki herbergi á hótelinu þrátt fyrir það. Cresta Palace er ekki í St. Moritz og þeg- ar Bandaríkjamenn fara til Engad- in - eins fegursta fjallasvæðisins í Sviss - vilja þeir ekki vera neins staðar annars staðar en í St. Mo- ritz. Það skiptir þá engu máli hvort Celerina er fallegri bær eða liggi betur við skíðabrekkum. Þeir vita ekki af hveiju þeir missa. Celerina er lítill, rólegur og fallegur bær í fímm mínútna akst- ursljarlægð frá St. Moritz. Þýsk kona sem hefur farið á skíði í Engadin í 34 ár gistir alitaf í Cresta Palace. „Það liggur best við skíðabrekkunum af öllum há- gæða hótelunum hérna á svæð- inu,“ sagði hún. „Það munar minnstu að maður geti rennt sér inn í skíðageymsluna!" Hún hélt tryggð við hótelið þegar það var látið drabbast niður og var ekki lengur fjögurra stjörnu nema að nafninu til. „Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að skipta um hótel en staðsetningin réð því að ég kom alltaf hingað aftur.“ Gertuppfyrir 1,1 milljarð Hún þarf ekki lengur að kvarta yfir gæðunum. Elisabeth og Hanspeter Herren tóku við rekstri Cresta Palace Celerina fyrir tíu árum og hafa reist það við. Sam- tök þorpsbúa byggðu hótelið árið 1906 þegar rússneskir furstar og enskir aðalsmenn ferðuðust fínt og var ekki sama hvar þeir gistu. Samtökin eiga hótelið enn - stjórn- arformaðurinn hefur setið í stjórn þess í 50 ár - og ákváðu að gera það upp eftir 80 ára afmælið. Kostnaðurinn er um 1,1 milljarður íslenskra króna. Hótelið var gert fullkomlega upp fyrir fjármuni samtakanna og svissnesks banka. Því var bjargað sem bjargað varð af upprunalegum Jungend-stíl hússins. Herbergin voru gerð upp hvert á fætur öðru og ný sundlaug með hvíldarvin sett í kjallarann. Endurbótunum er nú að mestu lokið. Herren-hjón- in eru orðin þekkt fyrir gott starf og hafa fengið tilboð um að reka stærra hótel. En þau ætla að vera áfram á Cresta Palace. Það er orð- ið eitt af bestu hótelunum í Engad- in. Svitabað fyrir kvöldmatinn Nýja sundlaugin er ljómandi fyrir ljölskyldufólk en hvíldarvinin frábær fyrir fullorðna. Frístunda- fræðingur í Múnchen réð gegn því að hafa sánu svona hátt yfir sjávarmáli. Engadin er í 1.800 metra hæð. Hæðin og þurrt fjalla- Ioftið reyna nóg á hringrás líkam- ans án þess að svitabað í sánu bætist ofan á. Herren-hjónin kusu heldur að innrétta átthyrnda, 55 til 65 gráðu heita svitastofu þar sem líkaminn hitnar hægt og síg- andi og svitinn sprettur ekki út fyrr en eftir svona 15 mínútur. Það er gott að sitja áfram í svona 15 mínútur og hlýða á lága tónlist og vatnsnið úr litlum gosbrunni. Á eftir er hressandi að fara í sturtu og ískaldan pott. Það eru einnig tyrknesk gufuböð með heilnæmum ilmefnum og hvíldarbekkir í hvíld- arvininni. Margir hótelgesta bregða sér í sund og svitabað áður en þeir klæða sig upp fyrir flögurra til fimm rétta kvöldverðinn. Það er mest um Svisslendinga, Þjóðvetja og ítala á hótelinu. Fjölskyldufólk er velkomið og börnin gera það að verkum að andrúmsloftið er ekki stíft eins og oft vill vera á fínum hótelum. Maturinn er góður og þjónustan prýðileg. Sjö daga dvöl í tveggja manna herbergi í hálfu fæði í janúar, mars og apríl kostar um 1.300 sv. franka, eða 72.000 krónur, á mann. Febrúar er dýrari og sumarverðið er lægra. Sama fólkið kemur ár eftir ár, allt- af á sama tíma, en nýir gestir eru velkomnir. Upplýsingar veitir: Cresta Palace Hotel, Ch-7505 Ce- lerina, sími: (41/82)33564, bréf- sími: (41/82) 39229 - eftir miðjan apríl, sími: 8333564 og bréfsími: 8339229. ■ Anna Bjarnadóttir Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir CRESTA Palace er orðið eitt af bestu fjögurra stjörnu hótelunum í Engadin undir stjórn Herren-hjónanna. SÖMU gestirnir koma aftur ár eftir ár í Cresta Palace í Celerina. Jacksonville Petersburg LOKSINS, hugsa ég með sjálfri mér þegar ég finn gólfið und- ir mér titra. Veðrið á íslandi hefur enn einu sinni sett strik í reikninginn og gert það að verkum að farþegarnir hafa beðið um borð í flugvélinni í klukkutíma. Það er huggun harmi gegn að á áfanga- stað er sól og sumar. Flórída bíður hlý og ævintýraleg og innan fárra stunda bætumst við í hóp þeirra 40 milljón ferðamanna sem árlega heimsækja ríkið. Átta tímum og þremur kvik- myndum frá því flugvélin hefur sig til flugs er lent á flugvellinum í Fort Lauderdale. Á móti okkur tek- ur ungur maður af hollenskum upp- runa en næstu fimm daga ætlar hann að leiða okkur í allan sann- leika um Lee-sýslu á suðvestur Flórída, en þar er meðal annars borgin Fort Myers, einn af nýjustu sumaráfangastöðum Úrvals-Utsýn- ar. Um klukkustundar langur akstur er fyrir höndum áður en við komum til Fort Myers. Þegar þangað er komið er tæpur sólarhringur liðinn frá því íslensku ferðalangarnir fóru á fætur og mál til komið að hvíla sig - undir þunnu laki í amerísku rúmi í drottningarstærð. Afslöppuð um- Dagarnu,r*eru teknir snemma meðan á ferðalaginu stendur. Það er langt milli áfangastaða á ís- lenskan mælikvarða og gera verður ráð fyrir dtjúgum tíma í akstur milli staða. Bandaríkjamönnum finnst að vísu að tveggja tíma sam- felldur akstur sé smáræði, þeir fá sér bara „coffee to go“ eins og þeir segja eða með öðrum orðum kaupa sér kaffi í íláti úr frauð- plasti eða pappa og drekka það svo í rólegheitunum meðan þeir aka. Allir bílar eru sjálfskiptir og ve- girnir beinir og breiðir svo öku- menn gera lítið annað en að stíga á bensíngjöfina og svo bremsuna við og við. Umferðin er hröð og fumlaus en tillitssemin svo mikil að athygli vekur. „Það er mjög auðvelt að aka hér í Flórída,“ segir Hollendingurinn „og enginn vandi að rata.“ Það er því á flestra færi að taka sér bíla- leigubíl til að ferðast um ríkið á eigin vegum, bæði langar ferðir og stuttar. Þá hefur Úrval-Útsýn gert samninga við bílaleigurnar Value Rent-A-Car og Hertz og hægt er að nálgast bifreiðar þeirra EKTA Levi’s gallabuxur fylla hillurnar í Levi’s búðinni í Sanibel Factory Stores. South Tamiani Trail þar sem hillur svigna undan framandi bókum. Kæliboxið ómissandi Flest hótelin sem Úrval-Útsýn skiptir við eru á Fort Myers Beach og það er einmitt þar sem lífið er í tuskunum. Ströndin er ekki langt undan, drifhvít og snyrtileg þar sem fólk í öllum hugsanlegum tónum brúnna lita lætur sólina sleikja sig. Við hliðina á flestum sóldýrkendun- um stendur kæliboxið ómissandi, fullt af drykkjum til að slökkva þorstann og væta kverkarnar. Þeir sem ekki hafa yndi af sólböð- um hafa nóg við að vera og af nógu er að taka. Eitt hótelið státar af golfvelli í göngufæri og víða eru tennisvellir. Hægt er að leigja sér bát, sigla um Mexíkóflóann eða upp Caloosahatchee ána og veiða og grilla um borð. Sjóstangaveiði er mikið stunduð við strendur Lee- sýslu og víða má sjá þolinmóða karla sitja í stórgrýttri fjöru, með veiðistangirnar sínar og bíða eftir að sá stóri bíti á agnið. Miðpunktur eyjunnar er svokall- að Time Square og þar í kring eru ýmsir veitingastaðir og krár auk dæmigerðra strandverslana. í Fort Myers og borgunum í næsta nágrenni, Bonita Springs og Naples, eru tugir golfvalla, meðal annars Pelican’s Nest og Stone- bridge enda er þetta svæði mjög vinsælt meðal golfara. Síðan má ekki gleyma því að á fjörur Sanibel Island rekur ljöldann Morgunblaðið/María Hrönn Endalaus af þreying í notalegu umhverfi í borg pólmanna, Fort Myers, er margt við að vera; sóiböð og strandlíf, golf og tennis, sjóstangaveiði og hjólreiöar. Öllu þessu fékk Maríq Hrönn Gunnarsdóttir ció kynnast þegar hún skrapp til Flórída fyrir skömmu og líka því hversu afslappaðir Flórídabúar eru og hve andrúmsloftið í Fort Myers er notalegt. SJOSTANGVEIÐI er vinsæl í Lee-sýslu. í Fort Myers, Fort Lauderdale og í Orlando allt eftir því hvað hentar. „ViA erum í Fort Myers“ Þó Lee-sýsla sé um margt sérstök fyrir það hve náttúran og varð- veisla hennar er íbúunum hugleikin er hún um margt reglulega amer- ísk. Húsin í Fort Myers eru yfirleitt lágreist og helsta prýði þeirra sem standa meðfram fjölförnum götum eru auglýsingaskilti af öllum stærð- um og gerðum. Þjófnaðir og glæpir eru hins veg- ar ekki algengir í borginni, and- stætt því sem margir halda um borg í Flórída, enda segir Hollend- ingurinn eitt sinn þegar við stönsum til að fá okkur hressingu að það sé óþarfi að læsa bílnum þrátt fyrir að í honum sé forláta kvikmynda- tökuvél. „Við erum í Fort Myers,“ segir hann og þar með er það út- rætt. Fjöldinn allur af verslunum og veitingastöðum er i borginni sem o g á Fort Myers Beach, sem er sjálf- stæð borg á lítilli eyju úti fyrir ströndinni. Við eina af aðalgötum F’ort Myers, Cleveland Avenue, er stór og myndarleg „kringla" þar sem eru um 150 verslanir svo sem JCPenney, Victoria’s Secret og GAP. Að sjálfsögðu er haft opið alla daga vikunnar - þetta eru nú einu sinni Bandaríkin. Þá er aldeilis hægt að gera reifarakaup í Sanibel Factory Stores við 20350 Summerl- in Road. Þar er fjöldi verslana þar sem höndlað er með ýmsar þekktar vörur, svo sem Levi’s, Nike og Eti- enne Aigner, á 20 til 70 prósenta afslætti. Síðan er afar freistandi bóka- og tónlistarverslun á 13751 VIÐ þessa götu, McGregor Boulevard, standa sumarhús vinanna Tómasar Alva Edison og Henrys Ford. Þar eru nú falleg söfn sem áhugamenn um sögu ættu ekki að láta framhjá sér fara. Fort Myers ' Key West „ 4» ^ \ « Ssr 'c /Y V\ / \ i/ Orlando o Cape \1 Canaveral \ \ _, West .ÁfúÉ \\ Palm Okeechobee Q Beach derdale 7 Miami 'j Beach „Bverglades" ^Miami r allan af skeljum og kuðungum af öllum stærðum og gerðum dag hvern. Sett hafa verið lög á eyjunni um að ekki megi tína lifandi skeljar en ekkert mælir á móti því að fólk fari og tíni þær sem skolast hafa á land. Þá er gott að hafa orð Anne Morrow Lindbergh,.eiginkonu flug- kappans fræga Charles Lindbergh, í huga en hún sagði: „Hafið verð- launar ekki þá-sem eru of ákafir, of gráðugir eða of óþolinmóðir. Það ber ekki einungis vitni um eirðar- leysi og græðgi að grafa eftir fjár- sjóðum heldur einnig skort á sann- girni. Hafið kennir okkur að vera þolinmóð, þolinmóð, þolinmóð - að sýna þolinmæði og traust. Fólk á að bíða, án væntinga en með von í brjósti, eftir gjöfum hafsins." Áhugafólk um villt dýra- og fuglalíf ætti ekki að láta tvo athygl- isverða verndaða garða ekki fara framhjá sér. Á Sanibel Island er J.N. „Ding“ Darling garðurinn þar sem fólk situr tímunum saman bak við myndavélar með risastórar lins- ur og fylgist grannt með fuglalíf- inu. I Babcock Wilderness Advent- ures garðinum skammt norðan við Fort Myers er síðan hægt að fylgj- ast með stórum og vígalegum vís- undum, lævísum krókódílum af alli- gator ættkvíslinni, pardusdýrum og fleiri dýrum, en kvikmyndin Just Cause með Sean Connery var ein- mitt tekin í þessum skemmtilega fenjagarði. íturvaxnir þjónar Maturinn í Bandaríkjunum er sérkapítuli út af fyrir sig. Til að byija með er það auðvitað árbítur- inn: Þijár þykkar pönnukökur með hvítu smjöri og miklu sýrópi, steikt pylsa og beikon, egg, kartöflur, kaffi og appelsínusafi. Þeim sem finnst þessi máltíð í þyngra lagi geta pantað sér ávexti og kornflex eða annað það sem þá langar frek- ar í. Skyndibitastaðirnir eru óteljandi og úrválið óendanlegt en það er bráðnauðsynlegt að setjast að minnsta kosti einu sinni niður á Hooters og fá sér sterkkryddaða kjúklingavængi framreidda af ung- um og íturvöxnum stúlkum í smá- gerðum klæðum. Það vefst ekki fyrir neinum að finna einn slíkan stað því þá er víða að finna í Lee- sýslu svo sem annars staðar í Bandaríkjunum. Það er líka yndis- legt að fara á Shooters Waterfront Cafe á 2121 West Flrst Street í Fort Myers, en það stendur á ár- bakka Caloosahatchee árinnar, og njóta útsýnisins yfir ána meðan borðað er og spjallað. Þar er meðal annars hægt að kaupa smáréttinn Coconut Fried Shrimps eða kókos- ristaðar rækjur í ananassósu, sem er bæði sérstakur og bragðgóður. Frá Shooters er einnig hægt að fara í siglingu um ána og sjá og njóta sólarlagsins sem er með ein- dæmum fallegt á þessum slóðum. Skammtað fyrir menn í erfiðisvinnu Fjöldinn allur af góðum steikhús- um er í Fort Myers þar sem gaman er að snæða að kvöldi dags. Skammtarnir eru svo vel útilátnir að þeir hæfa ekki einu sinni svöng- um körlum í erfiðisvinnu enda er manni boðið að hafa afganginn, sem stundum er meiri en það sem mað- ur borðaði, með sér heim í „doggy bag“. Andrúmsloftið er víðast þægi- legt og óþvingað og þjónustufólk segir skrítlur og gantast við gest- ina. Það tekur jafnvel sporið milli þess sem það þeytist á milli borð- anna. Þjónar í Flórída fá lélegt fastakaup en þeir geta bætt sér það upp með þjórfé svo það er eins gott að viðskiptavinirnir séu ánægð- ir. Athygli vekur að gestir eru frek- ar þægilega klæddir og langt frá því að vera finir í tauinu. Það er því mesti óþarfi að taka bestu fötin sín með í fríið, þau eru betur geymd heima, en góða skapið og ævintýra- þráin verða að vera með í fartesk- inu. ■ Morgunblaðið/Þorkell SKARPHÉÐINN Larsen, og í baksýn sést í sumarhúsin undir Krossbæjartindi. Allir stefna ó jöklana Jöklasel ó Skólafellsjökli hefur verið opnað, rúmum mánuði fyrr en sl. ór. Mikil uppbygging hefur verið í ferðaþjónustu í Hornafirði og nágrannasveitum, þar sem nálægð jöklanna hefur verið nýtt út I ystu æsar. Helgi Bjarnason ynntist bjartsýni heimamanna fyrir komandi ferðamannatíð. JÖKLASEL við Skálafellsjökul. TÖLUVERÐ uppbygging hefur verið í ferðaþjón- ustu í Hornafirði og allri Austur-Skaftafellssýslu á undanförnum árum. Gisti- pláss hefur aukist en mest er áberandi hvað lögð er mik- il áhersla á afþreyingu og þar er nálægðin við jöklana vel nýtt. Bæjarstjórn Hornarfjarðar hefur veðjað nokkuð á ferða- þjónustu síðustu 5-10 árin, að sögn Sturlaugs Þorsteins- sonar bæjarstjóra. Settir hafa verið peningar í uppbyggingu tjaldsvæðis og upplýsingam- iðstöðvar og í fleiri verkefni. Styrkur héraðsins felst í nálægðinni við jöklana að mati bæjarstjórans. „Ef við viljum sækjast eftir ferða- mönnum þá verðum við að huga að því sem gefur þessu héraði gildi umfram önnur. Þar jökullinn í lykilhlutverki," segir Sturlaugur. Ryðja brautina Jöklaferðir hafa rutt braut- ina fyrir nýjungar í ferðaþjón- ustu í Hornafirði. Fyrir rúm- um áratug, þegar fyrirtækið var stofnað, var ferðaþjónust- an fábreyttari en í dag. Jökla- ferðir hófu skipulagðar ferðir á Vatnajökul og komu sér upp aðstöðu við Skálafellsjökul, voru auk þess fyrsta íslenska fyrirtækið til að efna til skipu- legra hvalaskoðunarferða. Á ýmsu hefur gengið í rekstrin- um en Tryggvi Arnason fram- -kvæmdastjóri segir að upp- byggingin sé að skila sér. Ur sporum Jöklaferða hafa sþrottið fleiri fyrirtæki sem bjóða margskonar ferðir, meðal annars inn á jöklana og yfir þá og inn í Lónsör- æfi. Þá býður fyrirtæki í Suð- ursveit bátsferðir á Jökulsárl- ón og annað i Öræfum er með ferðir út í Ingólfshöfða, svo eitthvað sé nefnt. Gististöðum hefur einnig fjölgað og þeir orðið fjölbreyttari, til dæmis hefur orðið mikil aukning í gistiaðstöðu á sveitabæjum. Veðurfréttir fæla frá I aðstöðu Jöklaferða á Höfn er upplýsingamiðstöð ferðamála, umferðarmiðstöð, skiptibanki og þjónustumið- stöð fyrir ferðamenn. Uppi- staðan í jöklaferðunum er hópar útlendinga, til dæmis starfsmannahópar og ráð- stefnugestir, en Tryggvi segir að áhugi íslendinga sé að aukast. Vonast hann til þess að tvöfalt fleiri íslendingar fari á jökulinn á þessu ári en á því síðasta. Hann segir að íslendingarnir séu háðari veðrinu, vilja helst ekki fara upp á jökul nema í góðu. Útlendingarnir vilji liins veg- ar hafa fjör í veðrinu þegar þeir koma í vetrarferðir, a.m.k. hluta tímans. Tryggvi segir athyglisvert hvað Islendingar láti veður- fréttir í útvarpi hafa mikil áhrif á ferðatilhögun sína. Veðurstofan og útvarpsstöðv- ar tilkynni ótt og títt um veð- ur á 5-6 stöðum á landinu en Hornafjörður sé ekki í náð- inni. Segist hann verða var við að þó sól og blíða sé í Hornafirði keyri fólk unn- vörpum í gegn um héraðið, til þess að komast í sólina sem útvarpið segir frá á Héraði. Tryggvi segir að stór hluti viðskipta fyrirtækisins sé við ferðafólk utan skipulagðra hópa og því hafi fyrirkomulag veðurfrétta mikil áhrif á reksturinn. Uppbygging á Lindarbakka Topp-ferðir á Lindabakka í Nesjum er eitt þeirra fyrir- tækja sem eru að byggja sig upp í ferðaþjónustunni í Hornafirði. Vegna samdrátt- ar í sauðfjárrækt hætti Skarphéðinn Larsen bóndi þar hefðbundnum búskap, liélt reyndar áfram kartöflu- ræktinni, en fór að líta í kringum sig eftir þróunar- möguleikum. Staðnæmdist hann við ferðaþjónustuna. Skarphéðinn hefur undirbúið sig vel. Hann fór í leiðsögu- skóla og í framhaldsnám í ferðamálafræðum í háskóla í Bandaríkjunum. Á síðasta ári byggði hann tvö sumarhús á Lindabakka og fyrirtækið hans, Topp- ferðir, hóf í haust að bjóða jeppaferðir, m.a. á jökla, fjöll og í fjörur. Leggur hann áherslu á gæði ferðanna enda sjálfur leiðsögumaður. Síð- asta sumar efndi Skarphéð- inn til útihátíðar, Lindar- bakka 95, og segist ákveðinn i að gera hana að árlegum - viðburði. Sú næsta verður 20. júlí í sumar. Nú eru að hefast framkvæmdir við byggingu lítils gistihúss á Lindabakka. Góðar bókanir Hornfirðingar eru bjart- sýnir fyrir komandi ferða- vertíð, sem reyndar er hafin. Starfsfólk Jöklaferða opnaði Jöklasel við Skálafellsjökul fyrir hálfum mánuði. Tryggvi Árnason segir að bókanir séu fleiri nú en nokkru sinni fyrr og hann kveðst sérstaklega ánægður með það hvað vel hafi tekist til með lengingu tímans. Undanfarin ár hafi starfsemin ekki hafist fyrr en í apríllok en nú hafi verið byijað rúmum mánuði fyrr og góðar bókanir strax, og einnigfyrirnæstahaust. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.