Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.03.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 31. MARZ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Skíðavika á ísafirði SKÍÐAVIKA verður að vanda haldin á ísaf rði yfír páskana, frá 3. til 8. apríl. Tónninn verður strax gefínn á setning- arhátíð skíðavikunnar með flutningi tónlistar ísfírskra tónlistarmanna auk þess sem Magnús Scheving, þolfími- kennari, leiðbeinir fólki með upphitun fyrir göngur og skíðaiðkun en dagskrá skíða- vikunnar miðar að því að fólk fái bæði líkamlega heilsubót og andlega og menningarlega upplyftingu. Margt verður í boði á skíða- vikunni. Skíðasvæði ísfírðinga verður að sjálfsögðu þunga- miðja vikunnar en þar verða m.a. haldin ýmiskonar skíða- mót. Einn dagurinn hefur ver- ið útnefndur furðufatadagur og munu skíðamenn og aðrir mæta í skíðabrekkurnar skrautlegir til fara, skíða, grilla, hlýða á tónlist og leika sér. Ef veður leyfir stendur skíða- og göngufólki til boða að taka sér far með þyrlu upp í fjöll og getur fólkið síðan gengið eða rennt sér niður. Þá verður boðið upp á göngu- skíðaferð og gönguferðir í fylgd leiðsögumanns. Menningarlíf verður einnig í miklum blóma á ísafirði í tengslum við skíðavikuna. Leiksýningar verða á vegum Litla leikklúbbsins og í Tjöru- húsinu í Neðstakaupsstað verður ljósmyndasýning Spessa þar sem sýndar verða myndir af vestfirskum öldung- um. í Slunkaríki verður hins vegar sýning á verkum Tuma Magnússonar myndlistar- manns. Þá verður m.a. efnt til týrólakvölds og djasskvölds auk þess sem dansleikir og tónleikar verða haldnir á flest- um veitingahúsum kaupstað- arins. Messað verður í sex kii-kjum og einni kapellu á Isafírði og nágrenni yfír páskahátíðina. FRÁ ísafirði. Morgunblaðid/RAX , Morgunblaðið/ÞHY FRÁ Kirkjubæjarklaustri. Páskar á Kirkju- bæjarklaustri AÐ VENJU verður haldin sérstök dagskrá á Kirkjubæjar- klaustri á páskum. Að þessu sinni er hún skipulögð af Útivist auk Ferðamálafélags Skaftárhrepps. Lögð verður áhersla á gönguferðir og kvöldskemmtanir auk þess sem fólki stendur til boða að sjá leiksýningu, fara í íjöruferðir og í heimsókn í fjár- hús. Guðsþjónustur verða haldnar í kirkjum hreppsins og Passíu- sálmamir lesnir í Minningarkapellunni á Kirkjubæjarklaustri. Stefna Skaftárhrepps í ferðaþjónustu var endurskoð- uð í vetur og segir í frétt frá ferðamálafélagi hreppsins að hér eftir verði lögð áhersla á að þróa ferðaþjónustuna til umhverfísvænni vegar en nú er, með það að markmiði að geta kynnt hreppinn sem um- hverfisvænan áfangastað ferðamanna. Fjölbreytt náttúra í hreppnum er fjölbreytt náttúra og milt veðurfar. Jökl- ar krýna hreppinn í norð- austri, þar suðaustur af taka við Langisjór og Lakagígar og enn austar Núpsstaðaskóg- ar og Grænavatn. Um vest- asta hluta hreppsins liggja hinar fjölförnu Fjallabaksleið- ir, um Skaftártungu, Eldgjá, og í Landmannalaugar annars vegar og um Álftavatnakrók á Mælifellssand hins vegar. Þá má nefna Öldufellsleið um Álftaversafrétt. Dagskráin á Kirkjubæjar- klaustri er öllum ætluð, bæði gestum og gangandi og býður Útivist upp á hópferð til Kirkjubæjarklausturs frá Reykjavík. Völ er á margs konar gistingu á Kirkjubæjar- klaustri og nágrenni, á hóteli, hjá ferðaþjónustubændum og í svefnpokagistingu. ■ FERÐIR I VIKUNNi Ferðafélag íslands SUNNUDAGINN 31. mars kl. 10.30 verður farið í skíðagöngu um Bláíjöll og Kleifarvatn. Gangan tekur um 5 klst. og nægur snjór er á svæðinu. Klukkan 13 á sunnudag verður farið í gönguferð um Sveifluháls og Krýsuvík. Um er að ræða létta og þægilega gönguleið sem tekur um 3 klst. Brottför í ferðimar er frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Hafnagönguhópurinn STAÐUR og stund er yfir- skrift kvöldgönguferða Hafnagönguhópsins, vikuna 1.-5. apríl. Fylgdarmenn fara í páskafrí eftir næstu miðvikudagskvöldsgöngu fram á þiðjudag eftir páska. Hina dagana sameinast göngufólk um að velja sér gönguleiðir. Brottfarar- staðir og tímar: Á mánudagskvöldum frá Skeljanesi, Birgðastöð Skeijungs, Skeijafirði. Á þriðjudagskvöldum frá Bakkavör á Seltjamarnesi. Á miðvikudagskvöldiun frá Hafnarhúsinu við Mið- bakka. Á fimmtudagskvöldum frá Sundakaffi í Sunda- höfn. Á föstudagskvöldum frá Ingvari Helgasyni við Árt- únshöfða. Lagt er af stað í göng- urnar kl. 20 og gengið í einn og hálfan tíma. Útlvlst SUNNUDAGINN 31. mars verður farinn 6. áfangi í landnámsleið Útivistar. Gengin verður fornleið frá Vik (Reykjarvík) á Seltjam- arnesi, hinu foma. Eftir gömlum kortum að dæma, hefur leiðin, sem gæti verið elsta gönguleið landsins, legið frá Vík með Tjörninni að vestanverðu yfir svæði milli Vatnsmýrar og Se(ja- mýrar, norðan við Stóm- Öskjuhlið og yfir skarðið milli Öshjuhlíðanna og áfram inn Bústaðarhálsinn sunnanverðan og yfir Ell- iðaámar. Þar skiptust leið- ir. Frá vegamótunum verð- ur farið yfir Jörfann, fyrir Grafarvog og vestan undir Keldnaholti yfir að vaði á Úlfarsá. Þar lýkur áfang- anum. Lagt verður upp í göng- una frá Ingólfstorgi kl. 10.30. Hægt verður að koma í gönguna við Perl- una kl. 11.30, við Bústaða- kirkju kl. 12.30, við Árbæ kl. 13.00 og við Keidur kl. 14. ■ FERÐAPISTILL Er feröaþjón- ustan veikur þrýstihópur? SKIPULAG miðhálendis íslands stendur fyrir dyr- um. Verkefnið er viðam- ikið og þarft enda miðar það að því að nýting þess- ara auðlinda íslands sé á þann hátt að þær varð- veitist til framtíðar. Ferðamálaráð íslands og Skipuirl5m,120mlag ríkisins stóðu fyrir ráð- stefnu 8. mars sl. um þetta starf og hlut ferða- þjónustunnar í því. Á ráð- stefnunni komu fram andstæð sjónarmið hinna ýmsu hagsmunaðila um skipulag og nýtingu há- lendisins. Fulltrúar ferða- þjónustunnar töldu á atvinnugreinina hallað þar sem enginn fulltrúi hennar ætti sæti í samvinnunefnd hálendis- skipulagsins. Einnig að ferðaþjónust- an myndi seint talin sterkur þrýsti- hópur og því hætta á að hagsmunir greinarinnar fari halloka við gerð skipulagsins. Þetta kallar á nauðsyn þess að stofnuð verði hagsmunasam- tök ferðaþjónustunnar. Fulltrúar 12 héraðsnefnda og for- maður skipaður af umhverfisráð- herra skipa samvinnunefnd sem gera á tillögUr að skipulagi og nýtingu hálendisins. Nefndin hefur fengið til liðs við sig landslagsarkitekta og aðra sérfræðinga á sviði skipulags- mála. Meðal þeirra þátta sem tiltekn- ir eru i vinnu nefndar- innar eru náttúru- vemd, útivist og ferða- mál, vatnsvemd, vatnsvirkjun og orku- vinnsla, minjavemd, byggingarmál á há- lendi og samgöngur. Andstæðir pólar Eftir að helstu efn- isatriði fyrstu áætlana um skipulagsmálin voru kynnt á ráðstefn- unni kom fram í máli annars ráðstefnustjór- ans að svo virtist sem orkumálum og virkj- unarframkvæmdum væri gert hærra undir höfði en ferða- þjónustu. Án þess að lagður sé á það dómur hér má vera ljóst að hagsmun- ir þeirra sem starfa að orkumálum og stefna á virkjanir vatnsafls á hálendinu eru að mörgu leyti and- stæðir hagsmunum ferðaþjónustunn- ar. Uppbygging samgangna á hálendi íslands er annað mál þar sem við er að etja ólíka hagsmunahópa. í til- lögum samvinnunefndarinnar um skipulag hálendisins er gert ráð fyrir bættum vegum og að vatnsföll verði brúuð. Stefnt verður að því að jafna möguleika sem flestra til að ferðast inn á hálendið. Að sjálfsögðu eru betri vegir ferðaþjónustunni nauð- Sigríður Þrúður Stefánsdóttir Morgunblaðið/RAX ÓLÍKAR skoðanir eru uppi um uppbyggingu samgangna á hálendinu. synlegir. Einnig að gerð verði betri skil milli fjall- vega og almennra vega og að markaðar verði reið- og gönguleiðir. Hinsvegar kom fram í máli þeirra fulltrúa ferðaþjónustunnar sem héldu erindi á ráð- stefnunni að „góður veg- ur“ er ekki einhlítt hugtak. Óbrúaðar ár eru hluti af „íslandsævintýrinu", sem selt er erlendis og spyrja má hvort nauðsynlegt sé að allir fjallvegir há- lendisins verði færir fólksbílum þegar fyrir eru rútur og sérútbúin farar- tæki til farþegaflutninga. Hverjir gæta hagsmuna ferðaþjónustunnar? Þegar leið á ráðstefnuna snerust umræður á svo til einn veg. Sú stað- reynd að enginn fulltrúi ferðaþjón- ustunnar á sæti í samvinnunefnd hálendisskipulagsins varð tilefni margra fyrirspurna. Það má vera að best hefði verið að ferðaþjónustan ætti fulltrúa í nefndinni. Hinsvegar er sæti í einni nefnd ekki trygging fyrir því að hagsmunum ferðaþjón- ustunnar sé borgið. Sá hagsmunaað- ili í nefndinni sem er stærstur og fyrirferðarmestur er lík- legastur til að vinna sínum hagsmunum brautar- gengi. Og myndi einn full- trúi ferðaþjónustunnar vera í stakk búinn til þess? Auk þess hve stjómvöld sinna ferðaþjónustu lítið í raun lætur atvinnugreinin sjálf lítið að sér kveða til að vinna eigin hagsmunum brautargengi. Það er ekki mikil umræða um ferðaþjónustu í þjóðféláginu. Sjónarmið fárra koma fram og orð þeirra sem upp úr kveða hverfa oft í skugga stórra orða full- trúa annarra atvinnugreina. Það eru mörg sjónarmið sem ferðaþjónustan verður að kveða fastar að til að tryggja velferð sína til langframa. Skipulag hálendisins er einungis eitt dæmi. I athyglisverðri grein í Morgun- blaðinu 15. mars sl. fjallar Gunnar Hersveinn um „orkuverið ísland". Hér er um gífurlegt hagsmunamál fyrir ferðaþjónustuna að ræða. Virkj- unarmenn telja nauðsynlegt að nýta allar auðlindir íslands til styrkingar efnahagslífsins, rætt er um í alvöru að virkja Jökulsárnar norðan Vatna- jökuls og að öllum líkindum breyta Þetta kallar á nauðsyn þess að stofnuð verði hags- munasamtök ferðaþjón- ustunnar. farvegi þeirra. Slíkt mun m.a. draga úr rennsli í Dettifoss. í greininni er rætt við starfsmenn Orkustofnunar og Landsvirkjunar og segir þar orð- rétt: „Ferðamönnum mun ef til vill fækka......bætt aðgengi ... gæti hugsanlega laðað annan hóp ferða- manna að ...“ „... áætlanir miða þó að því að tryggja lágmarksrennsli um fossinn (Dettifoss) á 70 daga tímabili jrfir sumartímann." Áhrif svona framkvæmda á ferðaþjónustu er flókið mál. (Mbl. 15. mars, blað B bls. 6 7.) Þetta er sjónarmið þessara stofn- anana og þá vaknar spurningin: Hvert er sjónarmið ferðaþjónustunn- ar og hvernig er því komið á fram- færi? Það er ljóst að vilji er til virkj- anaframkvæmda. Slíkt getur haft í för með sér stórfelld áhrif á ferða- þjónustu, því virkjanir og uppbygg- ing stóriðju á landinu almennt leiðir til breyttra forsendna um „ævin- týra“-ferðamennsku á íslandi, og ímynd íslands sem „hreins og ómengaðs" lands. í Morgunblaðsgreininni er rætt við fulltrúa Náttúruverndarráðs í Ferða- málaráði og í áhugamannahóp um verndun hálendis íslands. Að þessum einstaklingum ólöstuðum er þeirri spurningu hér kastað fram hvort Náttúruverndarráð og áhugamanna- hópur sé allt það sem ferðaþjónustan getur teflt fram í slíkri umræðu. Ferðamálaráð er einn vettvangur, en atvinnugreinin sem slík verður að láta sterkar að sér kveða. Oft heyr- ist að Ferðamálaráð Islands þjóni ekki hagsmunum heildarinnar því um opinbera stofnun sé að ræða, sem ekki muni veija hag greinarinnar gegn ríkisvaldinu. Því sé löngu tíma- bært að stofnuð verði hagsmunasam- tök atvinnugreinarinnar. Slík samtök eiga ekki að vera til höfuðs Ferða- málaráði heldur viðbót við það sem fyrir er. Hagsmunasamtök hafa ekki verið stofnuð en gætu þó verið í burðarliðnum. Samtök sem þessi munu ekki duga til að tryggja hags- muni ferðaþjónustunnar. Hins vegar gætu þau orðið vettvangur til skoð- anaskipta og styrkt ferðaþjónustuna sem þrýstihóp til áhrifa á stjórnvöld. Höfundur er ferðamálafræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.