Morgunblaðið - 03.04.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.04.1996, Qupperneq 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 79. TBL. 84. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bandaríkin Reiði vegna lögreglu- barsmíða Los Angeles. Reuter. SJÓNVARPSU PPT AK A af tveimur lögregluþjónum í Kali- forníu að lumbra á tveimur Mexíkönum með kylfum voru sýndar hvað eftir annað í sjón- varpsfréttum í Bandaríkjunum í gær og hafa vakið ótta um að annað Rodney King-mál sé í uppsiglingu. Mexikanskir innfiytjendur efndu til mót- mæla vegna þessa máls í Los Angeles í gær og mannrétt- indasamtök hafa krafist rann- sóknar. Upptökuna gerðu starfs- menn sjónvarpsstöðvar í Kali- forníu úr þyrlu þegar lögreglu- þjónarnir náðu manni og konu á pallbíl eftir 130 km eltinga- leik um þjóðbrautir í grennd við Los Angeles. Með kylfur á lofti Sést hvar lögregluþjón slær manninn til jarðar og lemur hann sex sinnum með kylfu. Hinn lögregluþjóninn sést snúa konuna í jörðina á hárinu og slá hana í tvígang í bakið. Eltingaleikurinn hófst á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Bílstjóri pall- bílsins neitaði að verða við fyrirmælum landamæravarða um að nema staðar og hófst þá eltingaleikurinn. 19 manns voru í bílnum auk mannsins og konunnar, sem urðu fyrir barðinu á lögregluþjónunum. Þeir hlupu af vettvangi, en náðust síðar. Mál þetta hefur vakið mikla hneykslan í Bandaríkjunum og hyggst alríkislögreglan (FBI) rannsaka það. Árið 1991 var tekið á mynd- band þegar Qórir lögregluþjón- ar gengu í skrokk á svörtum manni, Rodney King. Þegar lögregluþjónarnir voru sýkn- aðir brutust út miklar óeirðir i Los Angeles. Tveir lögreglu- þjónanna voru síðar sakfelldir. „ Reuter BORIS Jeltsín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, skála í vodka eftir undirritun samkomulags um samruna ríkjanna á fjölmörgum sviðum og myndun nýs ríkjasam- bands, Sambands fullvalda lýðvelda. Stríðsmóður þverr vegna farsíma Jerúsalem. Reuter. ÍSRAELSKIR herforingjar hafa af því miklar áhyggjur, að farsím- inn sé á góðri leið með að eyði- leggja baráttuandann í hernum. Nú eru hermennirnir að hringja heim til sín í tíma og ótíma og hafa sjaldan hugann við her- mennskuna. „Síðasta herkvaðning sló öll met. Hver einasti nýliði kom með farsíma að heiman,“ hafði blaðið Yedioth Ahronoth eftir einum for- ingjanna, sem bætti því við, að farsíminn gerði menn að ömurleg- um stríðsmönnum. Israelskir hermenn mega raun- ar ekki nota farsímann þegar þeir eru á vakt og var það bannað fyr- ir rúmu ári þegar í ljós kom, að hermenn við skyldustörf í Líbanon pöntuðu sér oft pizzu frá Tel Aviv og sóttU'hana suður að landamær- unum. Rússland og Hvíta-Rússland undirrita samkomulag um ríkjasamband Samræming í varnar- og utanríkismálum Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, undirrituðu í gær samkomulag um samruna ríkjanna á íjölmörgum sviðum, þar á meðal samræmingu í varnar- og utanríkis- málum og myndun nýs ríkjasam- bands, Sambands fullvalda lýðvelda (SFL), innan Samveldis sjálfstæðra ríkja. 20 þúsund marins mótmæltu samkomulaginu í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. „Söguleg stund í samskiptum Rússlands og Hvíta-Rússlands er runnin upp,“ sagði Jeltsín fyrir und- irritun samkomulagsins en athöfn- inni var sjónvarpað beint í Rússlandi. Báðir lögðu þeir áherslu á að rík- in myndu viðhalda sjálfstæði sínu og fullveldi þrátt fyrir myndun sam- eiginlegs efnahagssvæðis og sam- ræmingu stefnu ríkjanna á ýmsum sviðum. Lúkasjenkó sagði að ríkin hygðust fylgja fordæmi Evrópusambandsins og ganga í takt inn í velsæld næstu aldar. Rússneski þjóðernissinninn Sergei Babúrln sagði að það eina, sem hann saknaði úr samkomulaginu, væri að sambandið yrði ekki nógu náið. Eins og borgaralegt hjónaband „Öll þessi sambönd og samveldi eru eins og borgaralegt hjónaband, sem ekki hefur verið blessað af guði,“ sagði Babúrín. Samkomulagið er sjö síður og kveður meðal annars á um að ríkin myndi eitt efnahags- svæði í lok næsta árs og undirbún- ingur verði hafinn að mynteiningu. Alan Philps, blaðamaður breska dagblaðsins The Daily Telegraph, skrifaði í morgun að með þessu sam- komulagi næði áhrifasvæði Rúss- lands að landamærum Póllands. Víst er að þetta er stærsta skrefið, sem stigið hefur verið í áttina að endur- reisn Sovétríkjanna. Samkomulagið er opið öllum fyrrverandi Sovétlýð- veldum, en þau hafa ekki sýnt áhuga. Samkomulagið á eftir að létta pyngju rússneskra stjórnvalda. Ljóst er að Lúkasjenkó vill að Rússar hlaupi undir bagga í ýmsum málum og aðstoði til dæmis við að hreinsa eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbýl fyrir tíu árum. Laun í Hvíta-Rúss- landi eru aðeins þriðjungur meðal- launa í Rússlandi. „Til skamms tíma verður um út- gjöld að ræða fyrir Rússa," sagði Sergei Karaganov, aðstoðarmaður Jeltsíns. „En hinn pólitíski, herfræði- legi og sálfræðilegi ávinningur verð- ur hins vegar þeim mun rneiri." íbúar hins nýja ríkjasambands eru 160 milljónir, 150 milljónir Rússa og 10 milljónir Hvít-Rússa. ■ Stórt skref/19 Walesa gerist rafvirki á ný LECH Walesa, fyrsti forseti Pól- lands eftir hrun kommúnismans, mætti í gær til starfa sem raf- virki í skipasmíðastöð í Gdansk, þar sem hann stofnaði verkalýðs- samtökin Samstöðu fyrir 16 árum. Rúmlega 100 fréttamenn fylgd- ust með því þegar Walesa kom á nýja vinnustaðinn í opinberri bif- reið sinni, Mercedes Benz, í fylgd lífvarðar. Sem rafvirki fær Wa- lesa 600 zloty í laun á mánuði, jafnvirði 16.000 króna, og laun lífvarðarins sem fylgir honum eru tvöfalt hærri. Walesa kveðst ætla að láta af störfum sem rafvirki um leið og meirihluti kommúnista og banda- manna þeirra á pólska þinginu lætur af andstöðu sinni við frum- varp um eftirlaunagreiðslur til forsetans fyrrverandi. Eignir Walesa eru metnar á tugi milljóna króna og hann getur reitt sig á miklar fjárhæðir fyrir fyrirlestra erlendis, m.a. í Banda- ríkjaferð sem hefst 9. apríl. Ráðn- ingarsamningur hans kveður á um að hann geti farið í slíkar ferðir, enda hcfur hann lofað að nota þær til að fá erlend fyrir- tæki til að fjárfesta í skipasmíða- stöðinni, sem er að sligast undan miklum skuldum. Walesa fær enn- fremur einn frídag á viku til að ferðast um Pólland vegna pólití- skra starfa sinna. Flestir starfsmenn skipasmíða- stöðvarinnar tóku Walesa vel en nokkrir þeirra sögðu komu hans bera keim af sýndarmennsku. Á Rcutcr myndinni stendur Walesa við ný- málaðan vinnubekk sem honum er ætlaður. Fylgi Jelts- íns eykst Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur dregið talsvert á Gennadí Zjúg- anov, frambjóðanda kommúnista í forsetakosningunum í júní, sam- kvæmt skoðanakönnun, sem frétta- stofan Interfax birti í gær. Samkvæmt könnuninni nýtur Jeltsín stuðnings 21% kjósenda, en fyrir mánuði var fylgi hans 15%. 27% aðspurðra kváðust styðja Zjúganov, en í byijun mars var fylgi hans 25%. Fijálslyndi hagfræðingunnn Gríg- orí Javlinskí og hershöfðinginn Alex- ander Lebed voru jafnir með 10%. Fimmti var þjóðernissinninn Vladim- ír Zhírinovskí með níu af hundraði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.