Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 7 Bíll brúðhjóna skemmdur FRÉTTIR Siðanefnd prestafélagssins Ummæli biskups ámælisverð SIÐANEFND Prestafélags ís- lands telur að ummæli herra Ólafs Skúlasonar, biskups íslands, í tímaritinu Séð og heyrt um per- sónu Stefaníu Þorgrímsdóttur séu ámælisverð. Biskup sagði m.a. í viðtali við tímaritið að hann hefði upplýsingar um að Stefanía, sem hann nefndi þó ekki á nafn, hefði frá barnæsku átt í erfiðleikum með að greina ímyndun frá veru- leika. Siðanefnd taldi að ummæii bisk- Yfirlýsing frá Olafi Skúlasyni MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi yfirlýsing frá Olafi Skúlasyni. „Vegna álitsgerðar Siða- nefndar presta um yfirlýsingu fjórmenninganna úr Langholti og birtingu hennar tel ég rétt að koma eftirfarandi á fram- færi. Eins og Siðanefndin segir sjálf í álitsgerð sinni höfðu frá- sagnir um fund Sigrúnar Pál- ínu og sr. Flóka Kristinssonar verið uppi í fjölmiðlum áður en til þess kom að fjórmenning: arnir gáfu yfirlýsingu sína. I mín eyru hafði ítrekað verið höfð uppi sú frásögn að konan og sambýlismaður hennar hefðu sjálf í samtölum við fólk inni í Langholti sagt frá fundi sínum með sr. Flóka og að umræðuefnið hefði verið að minnsta kosti hluti hins ranga sakburðar, sem ég hef síðan verið borinn opinberlega. í máli viðmælenda kom fram að konan eða sambýlismaður hennar hefðu í engu óskað eft- ir því að trúnaður ríkti um fund þeirra með sr. Flóka og svo var komið að vitneskja um fundinn og umræðuefni hans var á vit- orði fjölmargra. Þrátt fyrir þetta hafði sr. Flóki m.a. í fjöl- miðlum sagt að hann kannaðist við umrædda konu, nefnt starfsheiti hennar og sagt að hún væri vel metin af störfum sínum. Það væri það eina sem hann þekkti til hennar. Fyrir Siðanefnd presta hafði sr. Flóki síðan neitað því að hafa á nefndum fundi með konunni og sambýlismanni hennar rætt um mál, sem falla undir hinn ranga sakburð. Siðanefndin hafði á grundvelli þessarar neitunar sr. Flóka hnjóðað í mig. Það var í ljósi þessara að- stæðna sem yfirlýsing fjór- menninganna úr Langholti kom fram. Eg hlýt að minna á að Siðanefnd presta hefur nú ám- innt sr. Flóka Kristinsson fyrir að fara með ósannindi fyrir nefndinni af ofangreindu til- efni. Ég hef sjálfur í bréfi til presta játað á mig þau mistök að hafa á erfiðri stundu brugð- ið á það ráð að senda yfirlýsing- una án nokkurra skýringa til fjöimiðla. Þau mistök og beiðni mín um fyrirgefningu af því tilefni breyta engu um það grundvallaratriði, sem menn verða að horfa til. Þetta voru engar trúnaðarupplýsingar. Konan og sambýlismaður hennar höfðu sjálf sagt frá ' fundi sínum með sr. Flóka og greint frá umræðuefninu án þess að biðja viðmælendur sína að gæta trúnaðar um þær upp- lýsingar. ups í sjónvarpsþættinum Dagsljósi 27. febrúar sl. um ásakanir Stef- aníu hefðu verið innan eðlilegra marka. Gagnrýni á formann Prestafélags íslands Stefanía óskaði einnig eftir því að biskup yrði áminntur vegna þess að lögmenn biskups sendu fjölmiðlum yfirlýsingar systkina Stefaníu. Nefndin segir að yfirlýs- ingar systkinanna séu á þeirra ábyrgð. Rétt er að taka fram vegna frétt- ar Morgunblaðsins í gær af stjórn- arfundi í Prestafélaginu 1. apríl, að fimm stjórnarmenn, en ekki tveir, létu bóka mótmæli við máls- meðferð Geirs Waage á síðasta fundi þegar hann kynnti drög að ályktun er varðar trúnaðarbrot starfandi prests við þjóðkirkjuna. Stjórnarmenn gagnrýndu Geir fyrir að hafa afhent fjölmiðlum drögiri þrátt fyrir að þau hefðu aldrei feng- ið efnislega umijöllun í stjórninni og í raun verið hafnað. Tveir stjórn- armenn gengu svo langt að tala um að trúnaðarbrestur hefði orðið milli formanns og stjórnar. Geir svaraði því til að hann hefði gert þetta á eigin ábyrgð vegna þess að einn fjölmiðill hefði verið búinn að birta frétt um ályktunina og ekki farið rétt með í nokkrum atriðum. Nauðsynlegt hefði verið að öll efnisatriði málsins kæmu fram með réttum hætti. BÍLL, sem hafði verið skreyttur borðum og blómum, var skemmd- ur þar sem hann stóð fyrir utan Háteigskirkju á laugardag. Skemmdarverkið uppgötvaðist þegar brúðkaupi vár lokið og hjón- in nýgiftu stigu út í bílinn sem beið þeirra. Bíllinn, sem er af gerð- inni Volvo 460, stóð við kirkjuna frá kl. 15.10 til 15.40. Á meðan brúðkaup stóð í kirkjunni hefur einhver skemmdarvargur rispað bílinn eftir endilangri annarri hlið- inni. Þeir sem gætu veitt upplýs- ingar um málið eru beðnir um að hafa samband við slysarannsókna- deild lögreglunnar í Reykjavík. tll /n f ///,/,/;/ Reykjavtk Akureyii Blómstrandi páskagreinar Forsythia stórar ogjlottai allt að 180 cm. greinin SH Páskaskrevtinear Stærri kk 595 Minni kr. mm 495
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.