Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Belgísku „radíóamatörarnir“ með lakari árangxtr en vonast var eftir Trufluðu fjarskipti leigubflastöðvar BELGÍSKU „radíóamatörarnir“ sem kepptu um seinustu helgi við aðra áhugamenn um fjarskipti, komust í samband við 2.313 manns um allan heim. Þetta er heldur lakari árangur en að var stefnt, að sögn Freds Jans-Coore- mans, talsmanns hópsins. Fred segir að þeir hafi gert sér vonir um að ná sambandi við 3.000 aðila um víða veröld, en þeir hafi sér til hrellingar komist að raun um að viss veðurskilyrði torveldi sendingar héðan, einkum síðla kvölds og að næturlagi. Þetta megi rekja til veðurfarslegra þátta á þessum árstíma, auk þess sem norðlæg breiddargráða landsins sé áhrifavaldur. Hins vegar hafi þeir getað heyrt í ótal sendingum, á sama tíma og þeir gátu aðeins náð sambandi við 10 manns á klukku- tíma, eða minna. Árstíminn fjarskiptum erfiður „Frá um klukkan 19 til um 6 að morgni var ástandið líkast myrkvun ef svo má segja, sem þýðir að við heyrðum í öllum stöðv- unum sem voru að senda en gátum sjaldnast haft samband við þær. Heimamenn segja okkur að þetta sé alvanalegt á þessum árstíma, en að sumarlagi séu þessir erfið- leikar ekki fyrir hendi. Þetta ger- ist ekki á meginlandi Evrópu, þannig að við sáum vandann ekki fyrir,“ segir hann. Ekki bætti úr skák að Belgarn- ir áttu í tæknilegum vandkvæðum, sem leiddi til þess að sendingar þeirra trufluðu bein fjarskipti leigubílastöðvafinnar BSR Guð- mundur Börkur Thorarensen, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að orðið hafi vart við truflan- ir á föstudagskvöld sem lýstu sér með þeim hætti að leigubílastjórar heyrðu köll aðalstöðvar en gátu ekki svarað henni. „Aðalalstöðvarloftnetið okkar er tengt með símasambandi frá Hótel Sögu að Skógarhlíð þar sem fyrirtækið er til húsa. Belgarnir fengu að setja tvö önnur loftnet hvort sínu megin við loftnetið okkar, sem höfðu truflandi áhrif þannig að við heyrðum ekki hvað bílstjórarnir sögðu á útsending- arrásinni okkar. Við afgreiddum því á annarri rás, sem leysti vand- ann til bráðabirgða, og seint á laugardagskvöld var búið að bjarga málum alveg,“ segir hann. „BSR tók ljúflega á málum og okkur þykir mjög leitt að hafa valdið fyrirtækinu þessari trufl- un,“ segir Fred. Hann segist hafa fengið fregnir af keppendum sem náðu sambandi við 4.000 aðra fjarskiptaáhuga- menn en þar sé um að ræða stóra hópa staðsetta miðsvæðis í Evrópu þar sem fjarskipti séu auðveld vegna nálægðar. Hann se þó sátt- ur við árangur iiðsins á Islandi og heimsóknina í heild sinni. Fred segir að þeir hafi meðal annars náð í stöðvar í Afríku, t.d. í Túnis sem sé sjaldgæft, Nígeríu, á frönsku eyjunni Wallis Futuna í grennd við Astralíu, Japan, í Bandaríkjunum, Suður-Afríku, Perú og víðar. Hann kveðst vera afar þakklát- ur samtökum íslenskra fjar- skiptaáhugamanna fyrir veitta aðstoð og samgönguráðuneytinu sem úthlutaði þeim sérstöku kall- merki, TF3D, auk þess sem sam- starf þeirra og fjarskiptaeftirlits- ins hafi -verið gott. Vilja samstarf við kennara SAMBAND íslenskra sveitarfélaga hefur skorað á samtök kennara að ganga nú þegar til samstarfs við sveitarfélögin um undirbúning yfirfærslu grunnskólans til sveitar- félagsins. Með því eru hagsmunir grunnskóla og menntunar grunn- skólabama best tryggðir til fram- tíðar að mati sambandsins. „Mjög bagalegt er ef kennarar kjósa að halda sig áfram til hlés varðandi þá mikilvægu vinnu sem nú stendur yfir við að marka grann- skólanum nýja framtíð með meiri fjármunum og nýju skipulagi. Afar slæmt væri ef dýrmæt reynsla og sérþekking kennara gæti ekki nýst í því starfi,“ segir í áskoraninni. Áhyggjur af ágreiningi Þar kemur einnig fram að sveit- arfélögin eru nú að ráða starfsfólk til að vinna að verkefnum tengdum yfirfærslu grunnskóla. Sveitarstjórnarmenn víða um land hafi hins vegar áhyggjur af ágreiningi samtaka kennara og fulltrúa ríkisvaldsins út af atriðum sem ekki tengjast flutningi grunn- skólans með neinum hætti að mati sambandsins, en trufli hins vegar samstarf kennara og sveitarfélaga í þessu máli. Frönsk-íslensk nemendaskipti Fimmtán hundruð ungmenni tekið þátt frá upphafi FRANCOIS Scheefer kom til íslands í fyrsta skipti árið 1981 sem almennur ferða- maður. Var það mikill áhugi á eldfjöllum og jarð- fræði sem varð þess vald- andi að hann tók þá ákvörð- un að fara í íslandsferð. „Ég varð þegar í stað ástfanginn af Islandi og lofaði sjálfum mér því að koma aftur um veturinn til að sjá hvernig landið væri að vetrarlagi,“ segir Scheefer. Honum hefur greinilega líkað það vel því síðan hefur hann komið reglulega til landsins, venjulega þrisvar til fimm sinnum á ári. Scheefer tók virkan þátt í stofnun Franska ísland- FRAIMCOIS Scheefer svinafélagsins árið 1990 og hefur gegnt þar forystuhlutverki síðan. Þar sem hann hefur alla tíð starfað að mennta- og æskulýðs- málum segir Scheefer að hann hafi fljótlega farið að íhuga að sameina þessar tvær ástríður sín- ar. „Ég hafði eignast marga vini í íslenskri kennarastétt á ferðum mínum og bar ég undir þá þessar hugmyndir mínar árið 1985. Upp úr því tókst samstarf við þau Þór Stefánsson hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Hildi Árnadóttur kennara við Holtaskóla í Keflavík. Nemendaskiptin hófust svo árið 1986. Þannig hófst þetta og nem- endaskiptin eru enn í fullum gangi.“ Hversu mörg ungmenni hafa tekið þátt í þessum nemendaskipþ um frá upphafi? „Þau eru orðin ansi mörg. Flug- leiðir tóku þetta nýlega saman og kom í ljós að rúmlega fimmtán hundruð nemendur hafa nú tekið þátt í nemendaskiptunum. Raunar er fimmtánhundraðasti nemandinn í þeim 23 manna hópi sem nú er staddur hér á landi. Af þessum fimmtán hundruð krökkum eru um 900 Frakkar og 600 íslendingar. Þegar ég flutti til frönsku alpa- héraðanna byijaði ég þegar í stað að skipuleggja nemendaskipti þar og náði góðu sambandi við Garða- skóla í Garðabæ. Þar hafa þau Gunnlaugur Sigurðsson skólastjóri og Ragnheiður Gunnarsdóttir enskukennari sýnt þessu mikinn áhuga. Nú eru einnig hafin nemenda- skipti á milli skólans í Bretagne, þar sem ég staría nú, og Fjöl- brautaskóla Suðurnesja á Selfossi. Fleiri íslenskir og franskir skól- ar hafa sýnt því áhuga að hefja nemendaskipti og er ég að vinna að þeim málum þessa stundina. Nú er svo komið að nokkrir hópar koma hingað árlega, frá Hem, ölp- unum og Bretagne." Er eitthvað þessu til viðbótar í undirbúningi? „Ég hef haft mikinn áhuga á því að vinna að auknum samskipt- um umfram nemendaskipti til að mynda á menningarsviðinu. Kynn- ing á frönsku alpahéruðunum á síðasta ári, sem bar heitið Óður til alpanna, var skref í þá átt. Ég býst við að ég reyni að skipu- leggja eitthvað áþekkt fyrir Bretagne-skaga. Þá er ég að vinna að því að reyna að kynna íslenskar kvik- myndir í Frakklandi. Ég bý mjög nálægt borginni La Boule en þar er haldin evrópsk kvikmyndahátíð annað hvert ár. Vonir standa til að Island verði heiðursþátttakandi ► Fran^ois Scheefer fæddist í borginni Lille í Norður-Frakk- landi 13. maí 1962. Að loknu kennaranámi var hann árið 1984 ráðinn aðstoðarmaður skólastjóra í skóla í borginni Hem i norðurhluta Frakklands og 1990 tók hann við sömu stöðu í skóla í alpahéruðum Frakklands. Frá því á síðast- liðnu hausti hefur Scheefer starfað við Lycée Notre Dame d’Espérance í borginni Saint- Nazaire á Bretagne-skaga. Scheefer hefur komið reglu- lega til Islands frá árinu 1981 og er einn stofnenda Franska Islandsvinafélagsins. þar á næsta ári og er ég núþ sam- bandi við Kvikmyndasjóð íslands vegna þessa. Þá er ég að byrja að vinna að nýju máli í tengslum við frönsku sjómennina, sem komu hingað á árum áður. Ég hef ásamt eigin- konu minni verið að leita að gröf- um franskra sjómanna og við höf- um fundið allmargar. Nú síðast fyrir þremur vikum fundum við gröf fransks skipstjóra í kirkju- garði í Reykjavík. Við höfum í hyggju að reyna að skipuleggja minningarferð fyrir afkomendur þeirra sjómanna, sem hér eru grafnir." Konan þín erjafn áhugasöm og þú um þessi mál? „Við erum bæði hugfangin af íslandi. Sjálfur hef ég komið hing- að rúmlega sextíu sinnum og kon- an mín bjó sem skiptinemi í Kefla- vík í eitt ár.“ Hver eru viðbrögð frönsku krakkanna þegar þau koma hingað fyrst? ---------- „Þau eru heilluð af landinu og náttúru þess. Áður en þau koma hingað veitum við þeim miklar upplýsingar jafnt með kennslu sem „Sífellt fleiri sýna áhuga" kvimyndasýningum. Þau eru hins vegar alltaf jafnheilluð þegar til íslands er komið og þá ekki síst af því hversu ólík náttúran er -því sem þau eiga að venjast í Frakk- landi. Flest þeirra hafa nánast enga þekkingu á íslandi áður en við byrjum að undirbúa ferðina og muna einungis eftir einstaka at- burðum, t.d. því að Frakkar urðu heimsmeistarar í handbolta í Reykjavík. Foreldrar krakkanna muna flestir eftir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs og einnig fundi Nixons og Pompidous Frakk- landsforseta. ísland er fremur óþekkt í Frakklandi en áhuginn er stöðugt að aukast og má segja að það sé að komast í tísku að fara til íslands."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.