Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 9 14 punda birting- FRÉTTIR__________________ Netaupptaka skilar veru- legri veiðiaukningu ur úr Hörgsá Morgunblaðið/gg NOKKRIR nýveiddir úr Varmá. SJÓBIRTINGS- VEIÐI hefur farið vel af stað, skilyrði til veiða eru betri en í annan tíma og veiðimenn sjá talsvert af fiski. Aðeins er veitt í nokkrum ám sunnanlands og þeim hefur farið fækkandi. Vel afl- aðist fyrstu veiði- dagana í Geir- landsá, Hörgsá og Vatnamótum Skaftár, Geirlandsár og Breiðabalakvíslar, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá veiðimönnum á bökkum vatnanna. Hörkuveiði í Vatnamótunum „Þetta gengur alveg bærilega, það eru komnir 37 fiskar á land hjá okkur, allt að 9 punda, en algeng- astir eru 3-5 punda sjóbirtingar," sagði Jóhann Bergmann veiðimaður við Vatnamótin í miðdegishléinu í gærdag. Hann sagði menn ekki sjá mikinn fisk, hann héldi sig í vatna- skilum dökka jökulvatnsins í Skaftá og bergvatnsánna Breiðabalakvísl- ar, Fossála og Geirlandsár. „Það er frekar lítið vatn miðað við það sem við 'erum vanir, en það eru nokkrar lænur sem fiskurinn getur verið í og það getur verið mikil yfir- ferð að finna hann. Við fengum 20 í sömu lænunni í gær, sem er neðan við og út af Fossálunum, en í dag hefur mest komið úr lænu sem er ofar, upp undir Breiðabalakvísl. Mest hefur veiðst á órans og silfrað- an Hammer-spón, 15 gramma,“ bætti Jóhann við. Ánægðir menn við Geirlandsá „Við erum komnir með yfir 20 fiska á land og þeir stærstu eru um 6 pund. Við fengum skot rétt fyrir hádegi á mánudag og síðan hefur verið reytingsveiði og mest veiðist á neðri svæðunum. Það er mikill fisk- ur, en lítið vatn og trúlega tekur hann verr vegna þess. Þetta fisk- magn kemur okkur ekki á óvart, það var feikn af fiski í fyrra haust, meira en við höfum séð lengi. Við erum hæstánægðir hér á bökkum Geir- landsár, þetta er fjórða vorið sem við opnum hérna og við stöndum vaktirnar í 8-9 stiga hita og hæglæt- isveðri," sagði Hólmgeir Hólmgeirs- son veiðimaður á bökkum Geirlands- ár í gærdag. 14 pundari úr Hörgsá Þær fregnir hafa borist, að um 30 fiskar hafi veiðst fyrsta daginn, á mánudag, í Hörgsá á Síðu og mik- ill fiskur hafi verið á ferðinni. Þetta var mest 2-4 punda fiskur, en nokkr- ir stærri, allt að 14 punda, sem er sá stærsti sem frést hefur af á þessu vori.Veiðimaðurinn var aðeins fimm ára gamall, Sigmar Rafn Jöhannes- son , og veiddi hann risann á spón. 12 ára frændi hans, Jón Kristinn Rafnsson, veiddi annan litlu smærri, 11 punda. NIÐURSTÖÐUR athugana sem Sigurður Már Einarsson fiskifræð- ingur í Borgarnesi hefur gert á áhrifum upptöku neta úr Hvítá á stangaveiði í héraðinu, benda til þess að stangaveiði í heild í vatna- kerfi Hvítár á árunurri 1991-1995 hafi verið 22,3% meiri að meðaltali en annars hefði orðið ef netin hefðu verið áfram í notkun. Meðallaxveiði á stöng í Hvítá og þverám hennar var á þessum árum 6.275 laxar og er því um 1.143 laxa heildarmeðal- veiði að ræða á hverju sumri. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu sem Sigurður Már hefur sent frá sér. Sigurður bendir á að til að meta áhrif á aðgerð á borð við stöðvun netaveiða í Hvítá hafi verið nauðsynlegt að finna viðmið sem sýndi mikla fylgni við stanga- veiðina í þverám Hvítár, Norðurá, Þverá/Kjarrá, Grímsá/Tunguá, Flóku, Gljúfurá og Reykjadalsá, á ákveðnu tímabili fyrir upptöku net- anna í Hvítá og jafnframt að sú viðmiðun mætti ekki verða fyrir áhrifum af netaupptökunni. Við athugun hafi komið í ljós að reikni- líkan byggt á veiði í nágrannaánni Langá á Mýrum hafi boðið upp á afar marktækar niðurstöður og var því stuðst við það. Sigurður segir ennfremur að reiknilíkanið sýni rnjög misjafnan Jón Þ. Einarsson t.v. og Hen- rik Danaprins reyna fyrir sér í Norðurá. ávinning af netaupptökunni frá einu ári til annars. Þó hafi hann verið jákvæður í öllum tilvikum nema einu. „Áhrifin voru jákvæð öll árin, utan ársins 1995, þegar áhrifin voru metin neikvæð, þ.e. raunveruleg veiði var minni en spágildið sagði til um. Mesti ávinningurinn var metinn vegna ársins 1993, er veiðin var metin 48,5% meiri en annars hefði orðið.“ Sigurður heldur áfram: „í Hvítá í Borgarfirði veiddust að meðaltali 5.049 laxar í net árin 1981 til 1990. Sé miðað við að veiðin í netin hafi verið svipuð árin 1991 til 1995, þá virðist stanga- veiðin ná 20 til 30% af þeim fiski sem hefði veiðst í netin. Stanga- veiðihlutfall í íslenskum vatnakerf- um er mjög breytilegt, en virðist geta verið á bilinu 20 til 70% af heildargöngum. Veiðiálag í ám er föst stærð, þ.e. fastur stanga- fjöldi, og það er vel þekkt að eftir því sem göngur stækka í vatna- kerfi, því minni hlut tekur stöngin, en hlutfallið hækkar hins vegar eftir því sem- göngur eru minni. Sú niðurstaða sem fæst með notk- un reiknilíkansins er því alltrúverð- ug- Ennfremur er forvitnilegt að bera saman þróun veiði í Borgarfírði við veiði í öðrum vatnakerfum. Borin var saman meðalveiði áranna 1981 til 1990 á svæðinu frá Elliðaám til Straumfjarðarár við meðalveiði tímabilsins 1991 til 1995. í ljós kem- ur að veiðin minnkar verulega í flest- um ánum, nema í Langá, þar sem veiðin stendur í stað og í Hafijarð- ará, þar sem veiðin jókst nokkuð. Stangaveiðin í Borgarfirði jókst hins vegar um ríflega 26% á sama tíma- bili.“ Er þér boðið í fermingarveislu? Kjólar frá kr. 4.490. Skokkar frá kr. 4.490. Jakkar, margir litir, pils, peysur og margt fleira. Ljósu stretchbuxurnar komnar. Vegna mistaka var birt röng augl. í Mbl. 2. apríl sl. um útsölulok. Bibjumst vib velvirbingar á því. Kaffihlaðborð Hið vinsæla kaffihlaðborð okkar verður haldið fimmtudaginn 4. apríl nk., skírdag, kl. 14.00 til 17.00 í Félagsheimili Fáks, Víðivöllum. Harðarmenn koma í heimsókn. Verð 500 kr. fyrir fullorðna og 300 kr. fyrir böm. Kvennadeild Fáks. BALL aðfaranótt laugardags (föstudaginn langa) frá kl. 24 - 04 GEIRMUNDUR VALTÝSSON ÁSAMT HLJÓMSYEIT i<r3íii«ii DUHBIPS sfmi 568 71 I Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa Sniðin að mismunandi þörfum sparifjáreigenda • Fjölbreytt úrval ríkisverðbréfa sem uppfylla óskir fjárfesta um ávöxtun, lánstíma, öryggi, verðtryggingu o.fl. • Ríkisverðbréf eru markaðsverðbréf, skráð á Verðbréfaþingi íslands, og eru því auðseljanleg hvenær sem er á lánstímanum. Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisvíxlar Ríkisbréf Ríkisbréf ECU-tengd Árgreiösluskírteini Spariskírteini Spariskírteini Spariskírteini t3 mánubir 6 mánubir ■ 12 mánuöir I Óverbtryggb ríkisverbbréf I Verbtryggb ríkisverbbréf 5 ár 20 ár Hafðu samband við ráðgjafa Þjónustu- miðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu nánari upplýsingar. Sími 562 6040 ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfísgötu 6,2. hæð, sími 562 6040, fax 562 6068. Hvað sem þú gerir - sparaðu með áskrift að spariskírteinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.