Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Hátimbruð bygging Hæstaréttar Ölafur Tómasson, póst- og símamálastjóri Farsímar koma ekki í stað jarðsíma Landsamband slökkviliðsmanna Neyðarsím- svörun eng- an veginn viðunandi FJÓRÐA þing Landsambands slökkviliðsmanna sem lauk á sunnu- dag samþykkti ályktun þess efnis að undirbúningur og fyrirkomulag neyðarsímsvörunar sé engan veginn viðunandi. Skipulag neyðarsímsvör- unar hérlendis ætti að byggjast á starfrækslu svæðisbundinna vakt- stöðva með sólarhringsvöktun á landsbyggðinni, jafnhliða einni meg- invaktstöð á höfuðborgarsvæðinu. Þingið ítrekaði í ályktun það sjón- armið landsambandsins að eignar- aðild og ábyrgð neyðarsímsvörunar eigi að vera í höndum ríkis og sveit- arfélaga og farsælast sé að lög- reglu- og slökkviliðsmenn sinni þessum verkefnum milliliðalaust. „Mikilvægi reynslu og þekkingar af vettvangi er ótvírætt við neyðar- símsvörun og má ekki víkja slíku grundvallaratriði til hliðar vegna svokallaðs aðskilnaðar vaktstöðvar vegna móttöku og úrvinnslu neyðartilkynningar frá viðbragðs- aðila. Fjórða þing LSS telur grund- vallaratriði að réttindi félagsmanna hjá Slökkviliðinu í Reykjavík verði varin eins og frekast er kostur í þeim viðræðum er nú standa yfir milli LSS og borgaryfirvalda," segir í ályktuninni. NÝTT hús Hæstaréttar er kom- ið í endanlegan ytri búning, en unnið er að frágangi innanhúss og eru þar stillansar upp alla veggi. Húsið stendur við Lind- argötu 2, en sú hugmynd hefur verið viðruð við hæstaréttar- dómara að réttast væri að tala um Hæstarétt við Arnarhól, líkt og Alþingi við Austurvöll og Stjórnarráðið við Lækjartorg. Væri þannig svipuð vísan til bygginga hins þrískipta ríkis- valds, dómsvalds, löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Verktak- inn, Ármannsfell hf., á að skila húsinu tilbúnu í júní, en þá tek- ur við ýmis frágangur og á hon- um að vera lokið í ágúst. Hæsta- réttardómarar og starfsmenn réttarins farið að huga að því að koma sér þar fyrir og réttur- inn tekur til starfa í nýja húsinu áð loknu réttarhléi í sumar. Að utan er húsið klætt forveðruðum spanskgrænum koparplötum, léttslípuðu gabbrói og söguðu og höggnu grágrýti. Kostnaður við bygginguna er áætlaður 480 milljónir króna. NÝ FARSÍMAKERFI munu ekki í náinni framtíð leysa af hólmi símakerfi sem byggja á jarð- strengjum, að mati Olafs Tómas: sonar, póst- og símamálastjóra. í viðtali við Gunnar M. Hansson forstjóra hér í blaðinu á sunnudag kom fram að á þessu ári væri væntanlegur nýr staðall fyrir þráð- lausa síma. Með tilkomu þeirrar tækni yrði allur sá símastrengur sem Póstur og simi hefur lagt í jörð í raun óþarfur fyrir símflutn- ing í þéttbýli. „NMT-farsímakerfið kom fyrir áratug og GSM-síminn fyrir fáum árum. Ef við héldum að slíkir far- símar myndu alfarið koma í stað- inn fyrir línur í götum þá hefðum við að sjálfsögðu byggt eingöngu á farsímum,“ sagði Olafur. Nýju farsímakerfin, DSC, DECT og hið bandaríska AMS, eiga það sameig- inlegt að menn fá svonefndan „persónusíma" sem lengi hefur verið vænst. Þá verða Iridium og Inmarsat með persónusíma um gervihnetti. Nýju jarðbundnu far- símakerfin vinna á tvöfalt hærri tíðni en GSM, 1.800 megariðum, eru skammdrægari en GSM-kerf- ið, hafa fleiri rásir en GSM-kerfið en rásafjöldi er þó takmarkaður. „Þessir símar eru eins og hver önnur viðbót, en leysa ekki af hólmi það sem fyrir er,“ sagði Ólafur. Hann sagði að farsíma- kerfin yrðu í náinni framtíð dýrari í rekstri en jarðsímakerfi. Breiðbandsefnið um jarðstreng Ólafur benti á að AMUSE-verk- efnið, sem Póstur og sími vinnur að ásamt Nýheija hf. og Háskóla íslands, byggir á ATM-breið- bandsnetinu sem hagnýtir ljósleið- arakerfi Pósts og síma. „Nú þegar eru ljósleiðarar á milli allra sím- stöðva, allar símstöðvar eru staf- rænar. Við erum að byggja upp kerfi sem tekur nokkur ár. Það er lagður ljósleiðari inn í íbúðar: hverfi og heim í fjölbýlishús. í náinni framtíð verða koparstren- girnir, sem nú eru í jörðu, notaðir til að flytja sjónvarpsefni og ann- ars konar breiðbandsefni síðasta spölinn inn í einbýlishús.“ Ólafur sagði að breiðbandskerf- in myndu flytja bæði talsíma, gagnasambönd, sjónvarpsefni á mörgum rásum og fleira. Þráðlaus sambönd hefðu ekki þá flutnings- getu sem krafist væri til að flytja slíkt breiðbandsefni til fjöldans. Skýrsla starfshóps sem kannað hefur leiðir til að bæta samkeppnisstöðu íslands Tckjur gætu aukist um allt að 50% á 15árum Brýnast að auk samkeppni í atvinnulífinu til þess að bæta samkeppnisstöðuna Morgunblaðið/Sverrir SKÝRSLAN um bætta samkeppnisstöðu Islands í framtíðinni var kynnt á blaða- mannafundi í Kaffivagninum. Taldir frá vinstri Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, Sigurður B. Stef- ánsson, framkvæmdastjóri VÍB, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða. TEKJUR og framleiðni á íslandi gætu aukist um allt að 50% á næstu 15 árum ef vel tekst til með að auka samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs á næstu árum. Lykilatriði í þeim efnum er að auka samkeppni í efnahagslíf- inu, en um þriðjungur efnahagsstarfseminnar býr ekki við fijálsa og eðlilega samkeppni, bæta menntakerfið, einkum á lægri stigum þess, og að aðhalds og hófsemi sé gætt í fjár- málum og þau skipulögð til lengri tíma en til þessa. Þetta kom fram í máli Sigurðar B. Stefáns- sonar, formanns starfshóps sem kannað hef- ur samkeppnisstöðu íslands gagnvart öðrum löndum og leiðir til þess að bæta hana í fram- tíðinni, á blaðamannafundi í gær, þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Einnig var gerð grein fyrir framkvæmdaáætlun um bætta samkeppnisstöðu ísiands í framtíðinni, en hún er unnin af sérstakri framkvæmdanefnd í framhaldi af niðurstöðu starfshópsins. Sala á þekkingu vaxandi í skýrslunni kemur fram að upplýsingabylt- ingin og útbreiðsla markaðshagkerfisins muni valda þáttaskilum í þjóðarbúskap ríkja um allan heim og áhrifanna gæta langt fram á 21. öldina. Hagvöxtur hér fram til ársins 2010 muni eiga sér aðrar orsakir en síðustu fimm áratugina, þar sem sjávarafli hafí leik- ið aðalhlutverkið og sala á orku til stóriðju hafi hafist. Nú sé sala á þekkingu á sviði sjávarútvegs og orkumála vaxandi og sama gildi um ýmsa þjónustu tengda þessum grein- um. Þá gæti ferðaþjónusta verið orðin ein mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar árið 2010. „Ný tækni síðustu fimm til tíu ára og sú sem verður til á næstu árum er undir- staða allra þessara breytinga og undir það þurfa íslendingar að búa sig sem best,“ segir í skýrslunni. Fram kemur að til að ná því marki að auka tekjur hér á landi til jafns við aðra sé einkum úrbóta þörf á þremur á sviðum. í fyrsta lagi þurfi að bæta menntun og tækni- þekkingu. Mikilvægt sé að bæta tækniþekk- ingu á lægri skólastigum, auk þess sem tak- mörkuð málakunnátta sé okkur fjötur um fót. í öðru lagi þurfi að auka samkeppni í atvinnustarfseminni en ætla megi að um þriðjungur af atvinnustarfsemi í landinu sé rekin án þess að um nokkra samkeppni sé að ræða. Sem dæmi um greinar þar sem samkeppni skorti og opinber íhlutun sé mikil er nefnd framleiðsla og dreifing á raforku, umfangsmikil starfsemi ríkisins á fjármála- markaði, hlutar af samgöngu- og fjarskipta- kerfi þjóðarinnar, eins og hvað varðar Póst og síma, Ríkisútvarpið, hafnir og flugvelli, og loks stór hluti heilbrigðis- og menntakerf- isins. Til að bæta samkeppnisstöðu íslendinga sé brýnast að auka samkeppni í atvinnulíf- inu. I þriðja lagi þurfi að gæta aðhalds og hófsemi í fjármálum og skipuleggja þau til lengri tíma en áður, segir í skýrslunni. Þetta ætti að vera eðlilegt og sjálfsagt viðmið { rekstri fyrirtækja, heimila og hins opinbera. Ekki sé hægt að greiða niður skuldir nema minna sé eytt en aflað sé og ekki sé hægt að ganga lengra í söfnun skulda. í nefndinni sátu auk Sigurðar B. Stefáns- sonar Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eim- skips, og Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marel hf. Að tillögu fjármála- ráðherra samþykkti ríkisstjórnin að skipa framkvæmdanefnd um bætta samkeppnis- stöðu íslands og var hlutverk nefndarinnar að yfirfara skýrslu starfshópsins og leggja fram framkvæmdaáætlun. Auka þarf samkeppni í framkvæmdaáætluninni leggur nefndin áherslu á að nokkrum verkefnum verði strax komið í framkvæmd. Þar á meðal er að á öllum sviðum verði skoðað hvernig efla megi samkeppni og það eigi ekki síst við um fjár- málamarkaðinn, samgöngu- og fjarskipta- kerfið og stofnanir á borð við sjúkrahús og skóla. Á þessum sviðum megi efla samkeppn- isvitundina með því að auka sjálfstæði stofn- ana og heimila innlendum og erlendum einka- fyrirtækjum að keppa við þá sem fyrir eru. Þá eigi að skoða hvernig auka megi sam- keppni á vinnumarkaði og afnema þá einokun sem ýmsar starfsstéttir hafi. Þá leggur nefndin til að góðum kennurum og úrvals nemendum sé umbunað til að ná meiri árangri í kennslu og þjálfun. Leggja beri áherslu á að örva samkeppni í skólakerf- inu til dæmis með því að bera saman árang- ur einstakra skóla. Kannaðir verði möguleik- ar á sérstökum námsstyrkjum til þeirra nem- enda sem skari fram úr og auka þurfi sam- starf tækni- og verkmenntaskóla við atvinnu- iífið. Nefndin telur einnig að byggja þurfi upp einfalt og hagkvæmt skattakerfi sem gefi íslenskum fyrirtækjum forskot á fyrirtæki í samkeppnislöndunum. Þetta kalli á róttæka endurskoðun á skattakerfinu. Hætta þurfi skattheimtu þar sem greinilega halli á ís- lenskt atvinnulíf eins og hvað varði inn- heimtu stimpilgjalda og og vörugjöld. Sam- ræma þurfi tryggingagjöld milli atvinnu- greina og skattareglur eigi að hvetja til ný- sköpunar, rannsókna og þróunar. í tekju- skattskerfinu þurfi að leita leiða til þess að jaðarskattar einstaklinga fari aldrei yfir 40%. Nefndin leggur einnig til að áherslum í byggðamálum sé breytt til þess að bæta sam- keppnisstöðu fyrirtækja alls staðar á landinu. Skilgreina þurfi byggða- og þjónustukjarna á nokkrum stöðum á landsbyggðinni, færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga, efla sérhæf- ingu einstakra kjarna og jafna til dæmis fjar- skiptakostnað. Loks leggur nefndin til að ríkisfyrirtækjum vei'ði breytt í hlutafélög og staða þeiiTa með því styrkt í harðnandi aljijóðlegri samkeppni um leið og samkeppnistaða fyrirtækja á inn- lendum markaði er jöfnuð. Vinna þurfi að því að koma stefnu um nýskipan í ríkis- rekstri í framkvæmd. Leggja verði áherslu á að eyða halla ríkissjóðs, draga úr ríkisútgjöld- um með því að sameina stofnanir, hætta starfsemi sem einskaaðilar geti sinnt alfarið og bjóða þurfi út rekstrarverkefni í auknum mæli. í framkvæmdanefndinni sátu Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, formaður, Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, Guð- mundur Magnússon, sagnfræðingur, og Þór- ólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.