Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 11 Morgunblaðið/Ásdís KOM styrkir einhverfa KYNNING og markaður - KOM hf. á tíu ára afmæli um þessar mundir. í tilefni af tímamótunum ákvað fyrirtækið að gefa Um- sjónarfélagi einhverfra 500 þús- und krónur í formi kynningar- og upplýsingastarfa fyrir félagið sem fyrirtækið innir af hendi á næstu mánuðum. Jón Hákon Magnússon, einn af eigendum KOM hf., sagði að Umsjónarfélag einhverfra hefði verið valið vegna þess að félagið er nánast eignalaust en glímir engu að síð- ur við flókin verkefni. A mynd- inni afhendir Aslaug G. Harðar- dóttir, annar eigenda KOM hf., Astrós Sverrisdóttur, formanni Umsjónarfélags einhverfra gjöf- ina. Skeljungur gerir athugasemdir við auglýsingar VÍS um barnabílstóla Kæra send til Sam- keppnisstofnunar SKELJUNGUR hefur sent kæru til Samkeppnisstofnunar vegna aug- lýsinga sem Vátryggingafélag Is- lands (VÍS) hefur birt um barnabíl- stóla og fyrirtækið telur fela í sér harða gagnrýni á keppinauta VÍS. Skeljungur flytur inn Britax barnabílstóla og er til þess mælst að Samkeppnisstofnun taki auglýs- ingar VIS, sem einnig býður bíl- stóla fyrir börn, til athugunar og grípi þegar í stað til viðeigandi ráð- stafana, eins og segir í kærunni. í auglýsingu VIS er byggt á könnun á barnabílstólum sem birt- ist í sænska blaðinu Motor og telur Skeljungur að „efasemdum sé sáð“ um gæði stólanna sem fyrirtækið selur. „Meginástæða þessarar beiðni er sá óréttmæti samanburður sem gerður er við framleiðslu Britax en Britaxino stóllinn sem sagður var prófaður í Svíþjóð hefur aldrei verið til sölu á Islandi. Af þeim ástæðum einum á samanburðurinn ekki rétt á sér hérlendis. Ennfremur er Ijóst að rannsóknin sem auglýsingin byggir á er ekki óyggjandi, sem meðal annars má sjá af því að í nýrri könnun frá Finnlandi á sömu stólum eru niður- stöðurnar allt aðrar,“ segir í erindi til Samkeppnisstofnunar. Þá segir að þess sé ekki getið í könnuninni að barnabílstólinn Car- esam Micro, sem fær hvað besta útkomu, sé framleiddur og hannað- ur fyrir tryggingafélagið Folksam. sem stóð að könnuninni ásamt Motor. Selfoss Eldur kviknaði í bílskúr BRUNAVÖRNUM Ámessýslu á Selfossi var tilkynnt um eld í bíl- skúr við hús númer 9 við Háengi á Selfossi laust eftir klukkan níu í fyrrakvöld. Slökkvistarf gekk greiðlega og búið var að ráða niðurlögum elds- ins tæpum tuttugu mínútum eftir að tilkynningin barst frá heimilis- fólkinu. Að sögn lögreglu á Sel- fossi virðist sem eldurinn hafi kraumað nokkuð áður en hann uppgötvaðist og reykur mun hafa borist í nálæg ibúðarhús. Bílskúr- inn er talinn mikið skemmdur og sömuleiðis bíll af gerðinni Lada Sport árgerð 1990, sem var geymdur inni í skúrnum, en í far- angursgeymslu hans voru hey- baggar. Ovíst er um eldsupptök. Gleðilegir páskar á Páll úskar S/ni/iana ■ iiu'/'i/a syngja fyrir matargesti 3. til 8. apríl Matreiöslumeistarar ASTRO munu framreiða lambakjöt á þann hátt sem þú hefur ekki prófaö áöur. Frá kl. 24:00 á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum veröur Páskar Hjálmtýsson plötusnúöur fram á nótt í brjáluöu stuði. Sannarlega gleöilegir páskar, ASTRO er opið alla páskana frá kl 18:00. Boröapantanasími 552 92 22 grill Haföu gleöilega páska, alla páskana !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.