Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI | mest seldu fólksbila- | -r j tegundirnar í Brfrá LlWjan.- mars 1996 tynaári Fjöldi % % 1, Toyota 312 17,4 +20,0 2. Volkswagen 229 12,7 +25,8 3. Nissan 212 11,8 +1,4 4. Hyundai 167 9,3 +18,4 5. Mitsubishi 120 6,7 +79,1 6. Suzuki 109 6,1 +275,9 7. Ford 104 5,8 +1980,0 8. Opel 92 5,1 +10,8 9. Subaru 89 5,0 -1,1 10. Renault 72 4,0 +44,0 11 Honda 43 2.4 +330,0 1? Volvo 36 2,0 -16.3 13 Jeep 31 1,7 +93,8 14 Mazda 29 1,6 -19,4 1S Lada 27 1.5 -27,0 Aðrar teg. 125 7,0 +68,9 Samtals 1.797 100,0 +34,9 Nýskráðirir fólksbílar í janúar til mars 1995 og 1996 1.797 Sala fólksbíla eykst um þriðjung Nýskráningar fólksbifreiða voru alls 1.797 talsins á fyrsta fjórðungi ársins eða tæplega 35% fieiri en á sama tíma í fyrra. Heldur hefur því hægt á þeirri miklu söluaukningu sem varð framan af árinu, en til samanburðar má nefna að tvo fyrstu mánuði ársins hafði salan aukist um nær helming. Litlar breytingar hafa orðið á listanum yfir söluhæstu fólksbílategundirnar frá því um mánaðamótin febrúar/ mars og sömu tegundir eru þar í efstu sætum. Rafræn greiðslumiðlun tæpir 180 milljarðar árið 1995 Nam 64% afeinka- neyslu landsmanna RAFRÆN greiðslumiðlun var nær tvöfalt meiri á síðasta ári en árið 1994. Vegur þreföldun í veltu debetkorta þar þungt, en veltan nam 112 milljörðum á síðastliðnu ári samanborið við 34 milljarða árið 1994. Velta kreditkorta jókst um 11% á sama tíma og nam tæpum 65 milljörðum í fyrra. Sam- anlögð velta þessara tveggja greiðslumiðla nam því rúmum 176 milljörðum í fyrra, að því er fram kemur í ársskýrslu Seðlabankans. Þetta svarar til um 64% af einka- neyslu landsmanna á síðasta ári. Þetta er umtalsvert meiri velta en reiknað hafði verið með. Á hádegisverðarfundi sem VISA ísland efndi til í nóvember á síð- asta ári var því spáð að greiðslu- kortanotkun myndi nema um 100 milljörðum króna á árinu 1995. Jafnframt spáði Bandaríkjamað- urinn Hatim A. Tyabj, sem er for- stjóri VeriFone, leiðandi fyrirtækis á svið rafrænnar greiðslumiðlunar í Bandaríkjunum, því að Island gæti með sama áframhaldi orðið fyrsta seðlalausa þjóðfélagið í heiminum. Sagðist hann sann- færður um að þetta myndi gerast, spurningin væri aðeins hvenær. Samkvæmt ofangreindum tölum miðaði íslendingum mun hraðar í þá átt á síðasta ári en menn óraði fyrir. Á síðasta ári dróst velta á tékk- um saman um 19% og nam hún tæpum 792 milljörðum. Hefur veltan dregist saman um rúmlega þriðjung frá árinu 1991, er hún náði hámarki. Útgefnum tékkum fækkaði á síðasta ári um 44% á sama tíma og debetkortafærslum fjölgaði um tæpar 10 milljónir. Debetkortafærslur voru tæplega 13 milljónir á síðasta ári saman- borið við tæpar 3 milljónir árið þar á undan. Á sama tíma hefur með- alfjárhæð tékka hækkað úr 46 þúsundum króna í 64 þúsund og hefur því útgáfa tékka með lágri upphæð dregist verulega saman. Borgarráð leggst ekki gegn veitingu þriggja nýrra lyfsöluleyfa Þurfa aðeins að sam- ræmast skipulagi BORGARRÁÐ afgreiddi á fundi sínum í gær umsagnir um veitingu þriggja nýrra lyfsöluleyfa á höfuð- borgarsvæðinu. Nýju lyfjaverslan- irnar þrjár verða staðsettar að Lágmúla 5, Lágmúla 7 og Skip- holti 50c og verða þær því allar í nágrenni við starfandi apótek, Borgarapótek. í samþykkt borgarráðs segir að með vísun til umsagnar borgarlög- manns leggist ráðið ekki gegn þessum leyfisveitingum, að því til- skildu að þau uppfylli önnur ákvæði lyfjalaga og séu í samræmi við þá heilbrigðisstefnu sem þar sé mörkuð. Í álitinu sem borgarráð vísar til leggur borgarlögmaður til að borgarráð samþykki staðsetn- ingu nýrra lyijabúða, svo fremi að hún sé í samræmi við aðalskipu- lag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að borgarráð hefði afgreitt málið með umsögn borgarlögmanns, sem væri nokkuð ítarleg. „Ég skrifaði ráðuneytinu bréf fyrir helgi, þar sem ég óskaði eftir upplýsingum um ákveðin at- riði. Svar ráðuneytisins barst í morgun og umsögn borgarlög- manns byggst m.a. á því svar- bréfi.“ Ingibjörg segir að meðal þeirra upplýsinga sem óskað hafi verið eftir, hafi verið hvort ráðuneytið hygðist setja reglugerð á grund- velli lyfjalaga og hvort ekki væri eðlilegra að ráðuneytið setti slíka reglugerð ef það ætlaði að vera með einhveijar leiðbeiningar um hvað sveitarfélög skuli styðjast við, við veitingu umsagnar. „Ráðuneytið svaraði því til að það ætli ekki að setja reglugerð um málið. Það sem við styðjumst þá við er það sem fram kemur í 1. grein laganna að markmið þeirra skuli vera að auka sam- keppni í þessum málaflokki. Við afgreiðum þetta því aðeins út frá því hvað samrýmist landnotkun." Lyfja opnuð eftir páska Ein þeirra verslana sem hér um ræðir er Lyfja hf., en forsvars- menn verslunarinnar hafa beðið eftir afgreiðslu á lyfsöluleyfi frá því í október, er lögin áttu upphaf- lega að taka gildi. Þá hefur versl- unin verið með starfsfólk á launum frá 15. mars sl. Ingi Guðjónsson, annar eigenda Lyfju, segir að þetta hafi haft ansi langan aðdraganda og því sé Hugað að endurbótum á fiskimjölsverksmiðju HB Myndi verða ein sú afkastamesta á landinu Erlend lán ríkissjóðs Jukust um 13,6 milljarða RÍKISSJÓÐUR greiddi niður inn- lend lán um 6,5 milljarða króna á síðasta ári á sama tíma og hann jók erlendar lántökur um 13,6 millj- arða. Hreinar lántökur ríkissjóðs og ríkisstofnana á síðasta ári námu því 7,1 milljarði króna. Þetta kemur fram í ársskýrslu Seðlabankans. Húsnæðiskerfið tók til sín tæp- lega 12 milljarða í lánum á síðasta ári og var þar nær eingöngu um innlent fjármagn að ræða. Hér er hins vegar einungis um gamla hús- næðiskerfið að ræða. Fer lánsfjár- þörf þess nú lækkandi vegna minni lánveitinga og aukinna afborgana. Aðrar opinberar lánastofnanir greiddu hins vegar niður lán sín um 5,1 milljarð og munar þar mestu um 4,7 milljarða í erlendum lánum. Þessi lækkun stafar fyrst og fremst af uppgreiðslu fyrirtækja á erlend- um lánum. Hreinar lántökur opin- berra aðila á síðasta ári námu því 13,9 milljörðum króna og voru rúm- lega 63% lánanna tekin erlendis. UNNIÐ er að undirbúningi endur- bóta á fiskimjölsverksmiðju Har- aldar Böðvarssonar hf. um þessar mundir og er verið að kanna hvaða þurrkaðferðir muni henta verk- smiðjunni og hvaða afköstum eigi að stefna að. Hlutafé aukið um 150 milljónir Meðal þess sem verið er að kanna eru kaup á loftþurrkara í verk- smiðjuna en slíkur þurrkari myndi auka afköst verksmiðjunnar um 67% í 1.000 tonn á sólarhring, auk þess sem það gæfí möguleika á framleiðslu hágæðamjöls. Þetta kom fram í ræðu Eyjólfs Sveins- sonar, stjórnarformanns HB, á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Stefnt að framleiðslu hágæðamjöls Eyjólfur sagði að til þess að fjár- magna þessar breytingar auk kostnaðar við endanlega samein- ingu HB og Krossvíkur, sem HB keypti snemma á þessu ári, legði stjórnin til að henni yrði veitt heimild til 150 milljón króna hluta- fjáraukningar. Eyjólfur sagði að miklar breytingar þyrftu að verða á verksmiðjunni til þess að af þessu gæti orðið. Eftir breyting- arnar yrði verksmiðjan reyk- og Iyktarlaus og ein sú fullkomnasta. og afkastamesta á landinu. það mjög mikill léttir að málið sé nú í höfn. Hann segir að lyfjaeftir- litið hafi þegar tekið húsnæði verslunarinnar út og gefið grænt ljós á starfsemi hennar fyrir sitt leyti. Því eigi ráðherra nú aðeins eftir að staðfesta lyfsöluleyfið og vænti hann þess að það geti gerst í dag. Ef sú verði raunin verði strax hafist handa við að panta lyf og stefnt sé að því að opna verslunina á miðvikudag eða fimmtudag eftir páska. „Bráðabirgðaútreikningar benda til þess að hærra meðalverð afurðanna, lægra launahlutfall af tekjum og aukin afköst myndu greiða fjárfestinguna niður á við- unandi skömmum tíma. Auk þess myndu loðnuskip fyrirtækisins njóta aukinna afkasta verksmiðj- unnar með meiri afla á góðum loðnuárum og með lægri tilkostn- aði vegna styttri siglinga en eins og kunnugt er, er kvótastaða HB í loðnu mjög sterk og lega gagn- vart miðum hagstæð." Tillaga stjórnarinnar um hluta- fjáraukningu var samþykkt auk þess sem samþykkt var greiðsla 8% arðs og útgáfu jöfnunarhluta- bréfa sem nemur 10% hlutafjár fyrirtækisins. Starfsmenn * Islandsbanka 15-20% fækkun á næstu 5 árum REIKNA má með að starfsmönn- um íslandsbanka hf. muni fækka um 20-30 á ári næstu fimm ár eða um 15-20% frá því sem er í dag. Við sameiningu þeirra fjög- urra banka sem mynduðu íslands- banka árið 1990 voru starfsmenn 900 talsins en núna vinna þar 650 manns. Aukin tölvuvinnsla fækkar starfsmönnum Þetta kemur fram í viðtali SÍB- blaðsins, málgagns bankastarfs- manna, við Asmund Stefánsson, framkvæmdastjóra íslandsbanka. Hann segir að aukin tölvuvinnsla og bætt nýting á tölvum muni draga mjög úr mannaflaþörf, sér- staklega í bakvinnslu. „Heima- bankar, hraðbankar og þjónustu- línur fyrirtækja munu leiða til þess að gjaldkerum mun fækka. Þjón- ustufulltrúum hefur fjölgað, en bætt tölvukerfi gætu leitt til fækk- unar þeirra líka. Viðskiptavinir munu leita meira eftir þjónustu í gegnum síma og koma sjaldnar í bankann." Engar uppsagnir eru fyrirhugaðar „Það virðist vera svigrúm til fækkunar á flestum sviðum. Úti- búið í Lækjargötu annar nú meiri viðskiptum en Lækjargata og Lækjartorg áður, þrátt fyrir að helmingi færra fólk sinni þeim. En það er erfitt að spá um þróun útibúanetsins sem skiptir líka máli varðandi starfsmannafjölda. Er betra að vera með mörg smá útibú eða færri stór sem eru miðstöðvar og með tengingum við hraðbanka og heimabanka? Hveiju útibúi fylgja tengsl við viðskiptavini sem munu tapast verði það lagt niður. Bæði hérlendis og erlendis ríkir óvissa um hvert stefnir i þessu efni. Af okkar hálfu eru ekki uppi áform um uppsagnir starfsmanna. Við miðum við að halda óbreyttri stefnu um eðlilega fækkun,“ segir hann ennfremur í viðtalinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.