Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Rússar berjast enn í Tsjetsjníju Stórskotaliðs- árásir á þorp Ekkert svar við friðaráætlun Reuter RÚSSNESKUR hermaður í Grosuí situr við vegg þar sem að- skilnaðarsinnar hafa skrifað vígorðið „frelsi fyrir Tsjetsjníju". Gekhi. Reuter. RÚSSNESKU hersveitirnar í Tsjetsjníju gerðu í gær stórskota- liðsárásir á tvö fjallaþorp í suðvest- urhluta héraðsins. Yfirmenn her- sveitanna sögðust þó framfylgja friðaráætlun Borís Jeltsíns, for- seta Rússlands, en töldu að brott- flutningur rússneskra hermanna úr héraðinu gæti ekki hafist fyrr en um í lok mánaðarins. Mannfall í liði uppreisnarmanna Stórskotaliðsárásir voru gerðar á tsjetsjenska aðskilnaðarsinna í þorpunum Orekhovo og Bamut og íbúar nágrannaþorpsins Gekhi sögðu að flugvélum og þyrlum hefði einnig verið beitt. Haft var eftir flóttafólki að rússnesku her- sveitirnar hefðu skotið Grad-flug- skeytum á önnur þorp í suðvestur- hlutanum í fyrrakvöld. Yfirmenn rússnesku hersveit- London. Reuter. RÍKISSTJÓRN íhaldsflokksins í Bretlandi leitar nú stuðnings hjá öðrum aðildarríkjum Evrópuráðsins við tillögur sínar um að draga úr völdum Mannréttindadómstóls Evr- ópu í Strassborg. Undanfarin misseri hefur dóm- stóllinn fellt nokkra dóma, sem eru brezka ríkinu í óhag, og er mikil lóánægja með það innan íhalds- flokksins. Malcolm Rifkind, utanríkisráð- herra Bretlands, hefur nú sent bréf til ríkisstjórna allra 38 aðildarríkja Evrópuráðsins, þar sem hann leggur meðal annars til að ríki, sem tilnefn- ir nýjan dómara í dómstólinn, verði að hafa um það samráð við hin aðild- arríkin. í bréfi Rifkinds kemur fram að Bretland styðji eindregið Mannrétt- indasáttmála Evrópu, sem dómstóll- inn dæmir m.a. eftir. Hins vegar vilji brezka stjómin að dómstóllinn sýni ólíkum lýðræðishefðum meiri skilning. „Taka þarf tillit til þeirrar stað- reyndar að lýðræðislegrar stofnanir og dómstólar í aðildarríkjum eru anna sögðu að um 30 tsjetsjenskir uppreisnarmenn hefðu fallið þegar þeir hefðu reynt að ná Orekhovo á sitt vald. Rússneska herliðið hefði ekki orðið fyrir mannfalli. Jeltsin, sem býður sig fram til endurkjörs í forsetakosningunum 16. júní, fyrirskipaði að endi yrði bundinn á hernaðaraðgerðirnar í Tsjetsjníju, sem hafa staðið í tæpa 16 mánuði. Hann sagði ennfremur að brottflutningur hluta herliðsins væri að hefjast. Forsetinn hét þó svara „hermdarverkum" af hálfu Tsjetsjena með hörðum árásum. Litlar líkur á friði Vladímír Semjonov, yfirmaður rússneska landhersins í Tsjetsjníju, sagði að brottflutning- ur herliðsins gæti ekki hafist fyrr en í fyrsta lagi í lok mánaðarins. Um 80% herliðsins yrðu flutt á brott en hluti þess yrði áfram í ****** EV/ROPA^ bezt í stakk búnir til þess að skera úr um siðferðisleg og félagsleg mál- efni í samræmi við viðhorf viðkom- andi þjóðar eða svæðis," segir í bréfi Rifkinds. Bretland leggur einnig til að Mannréttindadómstóllinn — sem ekki ætti að rugla saman við dórn- stól Evrópusambandsins í I.úxem- borg — geri aðildarríki, sem er varnaraðili í dómsmáli, grein fyrir því í tíma hvaða þættir málsins hon- um þyki ámælisverðastir, til þess að ríkið geti brugðizt við þessu í mál- flutningi sínum. Bretar vilja að breytingarnar, sem þeir stinga upp á, taki gildi um leið og Mannréttindadómstóliinn verður sameinaður Mannréttindanefnd Evr- ópu, stofnun sem nú veiur þau mál, sem dómstóllinn fær til umfjöllunar. Grosní, höfuðstað héraðsins. Movladi Udugov, talsmaður Dzhokhars Dúdajevs, leiðtoga tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna, sagði friðaráætlun Jeltsíns mark- lausa kosningabrellu. Friður yrði ekki að veruleika í Tsjetsjníju fyrr en rússnesku hersveitirnar yrðu fluttar á brott. Hann sagði að Dúdajev hefði ekki enn svarað til- boði Jeltsíns um óbeinar viðræður en hafnað tillögu hans um að Or- yggis- og samvinnustofnun Evr- ópu (ÖSE) hefði milligöngu um þær. Talið er að sameiningin geti farið fram á árinu 1998. Bretland hefur ekki fengið nein viðbrögð við bréfi Rifkinds enn sem komið er. Búizt er við að lögfróðir menn í öðrum aðildarríkjum Evrópu- ráðsins verði fengnir til að gefa sitt álit á tillögum Breta. A meðal úrskurða Mannréttinda- dómstólsins, sem farið hafa í taug- arnar á brezkum íhaldsmönnum, er nýlegur dómur í máli brezks blaða- manns, sem brezkur dómstóll hafði dæmt fyrir að neita að gefa upp heimildir sínar. Mannréttindadóm- stóllinn taldi honum það fullkomlega heimilt. Þá dæmdi dómstóllinn fyrr á þessu ári að ekki væri hægt að fela brezka innanríkisráðherranum að ákveða lengd fangelsisvistar tveggja drengja, sem drápu smábarn í Bretlandi fyrir nokkrum árum. A síðasta ári setti Mannréttinda- dómstóllinn brezka stjórnkerfið á annan endann er hann dæmdi að brezkir hermenn hefðu ekki farið a.ð lögum er þeir felldu óvöpnaða liðsmenn írska lýðveldishersins á Gíbraltar árið 1988. Rússneskir hermenn og tsjetsj- enskir uppreisnarmenn telja mjög litlar líkur á að Jeltsín og Dúdajev nái samkomulagi um frið. Hug- myndir þeirra um framtíðarstöðu Tsjetsjníju séu algjörlega ósam- rýmanlegar. Jeltsín hefur sagt að ekki komi til greina að verða við kröfu Dúdajevs um að Tsjetsjníja verði sjálfstætt ríki. Tsjetsjensku uppreisnarmennirnir segjast ekki ætla að hætta að beijast fyrr en þeir hafi hrakið rússnesku her- sveitirnar úr héraðinu. Iranir for- dæmi hryðjuverk Róm. Reuter. SENDINEFND háttsettra emb- ættismanna frá Evrópusamband- inu kom til Teheran í íran í gær til að eiga viðræður við þarlend stjórnvöld. Að sögn stjórnarerin- dreka verða írönum færð þau skilaboða að þeir verði að fordæma „hryðjuverk“ með einörðum hætti hyggi þeir á frekara samband við Evrópuríki. Embættismennirnir eru frá ítal- íu, Spáni og írlandi, það er því ríki sem nú gegnir forystu í ráð- herraráðinu, því sem gegndi því á síðasta tímabili og því ríki sem næst tekur við. Vonir standa til að sendinefndin geti í dag haldið áfram til Líbýu en einnig stendur til að eiga fundi í ísrael, Sýrlandi og Líbanon síðar í mánuðinum. Þrýstingur frá ísrael og Bandaríkjunum Mörg Evrópusambandsríki eiga í töluverðum viðskiptum við írani og hafa þau verið undir miklum þrýstingi frá ísrael og Banda- ríkjunum að taka þátt í að ein- angra írani í kjölfar nýlegra sjálfs- morðstilræða Hamas-samtakanna í ísrael, er kostuðu 58 manns lífið. Vestrænar ríkisstjórnir reiddust því mjög er opinber írönsk frétta- stofa hélt því fram í síðasta mán- uði að sjálfsmorðstilræðin væru „guðleg hefnd“. íranir hafa ekki viljað fordæma hermdarverk í Israel og er talið víst að írönsk stjórnvöld styðja hryðjuverkahópa víðs vegar um heim. Vaxandi óþolinmæði í garð ír- ana gætir innan ESB og í síðasta mánuði gagnrýndu Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, og Susanna Agnelli, utanríkisráð- herra Ítalíu, írönsk stjórnvöld harðlega. Á fundi evrópskra utanríkisráð- herra á Sikiley fyrir skömmu var stefnan gagnvart íran samræmd og ákveðið að hvetja írani í eitt skipti fyrir öll til að fordæma hrðyjuverk í allri sinni mynd. Brezka stjórnin búin að fá nóg af dómum sem eru henni í óhag Ljósmynd: Evrópuráðið DÓMARAR við Mannréttindadómstól Evrópu árið 1993. Brezka stjórnin vill að ríki Evrópuráðsins hafi samráð við önnur aðildarríki um tilnefningu dómara í dóminn. Vilja minnka völd Mann- réttindadómstólsins Tævanar fresta her- æfingum STJÓRNVÖLD á Tævan hafa ákveðið að fresta fyrirhuguðum heræfingum til 30. júní en þær eiga að fara fram á eyju skammt undan Kínaströnd. Hafa ýmsir tævanskir þing- menn gagnrýnt æfingarnar og Bandaríkjastjórn hefur líka lýst yfir, að þær muni ekki verða til að draga úr spennu á svæð- inu. Talsmaður kínversku stjórnarinnar sagði í gær, að Tævanstjórn gerði ekkert til að auka spennuna á ný. „Annað Alsír- stríðið“ „ANNAÐ Alsírstríðið" heitir nýútkomin bók í Frakklandi en þar er stefna frönsku stjórnar- innar í mál- efnum Alsírs harðlega gagnrýnd. Höfundur bókarinnar, sem notar að- eins höfund- arnafnið Luc- ile Provost, var háttsettur í franska ut- anríkisráðu- neytinu en nú hefur honum eða henni verið tjáð, að hún þurfi ekki að mæta þar aftur. Gagn- rýnir hún stuðning Frakka við Liamine Zeroual forseta og her- stjórnina í Alsír og segir, að með honum hafi þeir tekið af- stöðu gegn stjórnarandstöðunni í landinu. Það sé síðan aftur ástæðan fyrir hryðjuverkum ísl- amskra öfgatrúarmanna í Frakklandi. Greiðir ESB 70% kostnað- ar Breta? Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB, og ítalir, sem eru í forsvari fyrir sam- bandið þetta misserið, náðu í gærmorgun samkomulagi um málamiðlun í deilum um kostn- að vegna fyrirhugaðrar fækk- unar á nautgripum í Bretlandi í kjölfar kúariðumálsins. ESB mun samkvæmt hugmyndunum greiða 70% útgjaldanna. Verkfall hjá Lego TÍMAKAUPSFÓLK hjá Lego- leikfangasmiðjunni í Danmörku fór í verkfall í gær eftir að við- ræður um nýjan kjarasamning fóru út um þúfur. Er um að ræða 229 starfsmenn af um 2.000. Lego er mesti leikfanga- framleiðandi í Evrópu og var hagnaður fyrirtækisins á síð- asta ári nokkuð á' sjötta milljarð ísl. kr. Alls vinna um 9.000 manns hjá því í 26 löndum. Dauðadómar í Egyptalandi EGYPSKUR dómstóll dæmdi í gær þrjá íslamska öfgatrúar- menn til dauða fyrir morð á lögregluþjóni en dómi yfir 26 mönnum öðrum var frestað til 5. maí. Hafa þá alls 70 bók- stafstrúarmenn verið dæmdir til dauða síðan þeir hófu vopn- aða baráttu gegn stjórnvöldum árið 1992. Zeroual
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.