Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 21 Pétur Halldórsson sýnir í Hafnarborg í HAFNARBORG, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, verður opnuð sýning á málverkum eftir Pét- ur Halldórsson listmálara fimmtu- daginn 4. apríl, skírdag. Pétur hefur áður sýnt málverk í Hafnarborg, auk þess sem hann hefur sýnt víða ann- ars staðar, bæði hér heima og erlend- is, meðal annars í Listasafni ASÍ, í Norræna húsinu í Reykjavík og í Pleiades-galleríinu í New York. A sýningunni verða verk unnin í olíuliti, en jafnframt olíulitunum not- ar Pétur áprentaðan pappír, ljós- myndir og annað sem hann límir á striga og málar yfir. „Með þessari aðferð nær hann að gefa myndumn sérstakt yfirbragð sem er í senn hógvært og áleitið, einfalt og óend- anlega margrætt", segir í kynningu. Jón Proppé listgagnrýnandi segir um listamanninn: „Pétur Halldórsson notar allt í senn í málverkum sínum: áprentaða pappírsbúta, olíulit, teikn- ingu og jafnvel prentaðar ljósmyndir. Myndbyggingin er því eins og við er að búast höfuðáherslan í verkun- um, en í þeim leynast engu að síður fjölbreyttar tilvísanir og kveikjur að hughrifum enda kemur innihald mál- verka ávallt sterkast í ljós þegar málarinn fylgir kröfum formsins til hins ýtrasta. Þessar tilvísanir leynast einkum í aðskotahlutunum sem Pétur hefur fellt inn í verkin - í óljósum líkamsformum og andlitum sem við rétt fáum greint undir litnum því Pétur leitast við að láta þessa þætti því sem næst hverfa inn í myndina í stað þess að trana þeim fram í forgrunninn eins og gjarnan hefur verið gert í klippiverkum hin síðari ár“. Pétur nam við Myndlista- og handíða- skóla íslands, en sótti framhaldsnám á Bret- landi og við School of Visual Arts í New York. Sýningin stendur til 29. apríl. VERK eftir Pétur Halldórsson. Akall út- kall?! (M)orð LEIKLIST Tjarnarbíó PÁSKAHRET Hugleikur 96. Páskahret. Spennu- ieikrit í tveimur þáttum eftir Árna Hjartarson. Leiksljóri: Hávar Sigur- jónsson. Danshöfundur: Lára Stef- ánsdóttir. Tónlistarstjórn: Þorgeir Tryggvason. Hönnun leikmyndar: Unnur Sveinsdóttir. Lýsing: Arni Baldvinsson. Búningar: Gunnhildur Gísladóttir, Sigríður L. Siguijóns- dóttir. Aðalleikendur: Benedikt Jó- hannesson, Gunnar H. Gunnarsson, Benedikt K. Valdemarsson, Hrafn- hildur Brynjólfsdóttir, Sijja B. Ólafs- dóttir, Þorgeir Tryggvason, Sigríður L. Siguijónsdóttir, Berglind Steins- dóttir, Rúnar Lund, Gunnar Gumi- arsson, Hulda B. Hákonardóttir, Arni Friðriksson. Frumsýning í Tjarnar- bíói, Reykjavík 29. mars. NÚ SKAL taka sér húmorískt Bessaleyfi (Bjarnasonar) og taka orðin í bóndabeygju eins og sumum hugnast best og dýfa þeim oní nýja merkingu: Hugleikurum finnst svo gaman að vera. til (já og jafnvel að deyja) á sviðinu að stundum fá þau ekki við neitt ráðið og bresta í söng. Þess vegna hefur þetta verk sum einkenni gamanóperunnar, óperu buffa: Sönginn, vandræðaganginn, skrumskælinguna, þjóðfélagsádeil- una. Svo taka þau sporið og það er heldur betur gaman líka, ekki aðeins fyrir þau sjálf heldur líka fyrir okkur hin sem sitjum föst í stólunum og myrkrinu og dauðlangar auðvitað að vera með. Sá taktur sem þar er stig- inn er líka lokkandi og samsæri um skemmtun (sýningin öll er samsæri um GAMAN) og hefði verið enn betri sem menúett, einkum þegar björgun- arsveitarkonumar stíga dans í hlífð- argöllunum. Hlífðargallarnir eru eins og sniðnir fyrir menúett. Þó var dans- atriðið ísmeygilega fyndið, eftir- minnilegt. Já annars. Efnið. Verða ekki öll leikrit að snúast um eitthvað? Þurf- um við ekki alltaf tilefni? Árni Hjart- arson skammtar það. Ferðafólk kemst við illan leik í Ferðafélags- skála á Hrafntinnuskeri. Áður en varir stendur ísöxi upp úr höfði eins þeirra. Verður uppi fít, fótur og áreiðanlega sitthvað fleira. Fréttir af ódæðinu berast til byggða og magnast ógurlega á leiðinni. Fjölda- morð? Morðinginn gengur laus! Víkingasveitin er send af stað en kemst hvorki lönd né strönd og það af mikilli karlmennsku. Hjálpar- sveitin flýtir sér hæfilega á vett- vang. Hún er eingöngu skipuð kon- um og kemst betur áfram. Svo eru það hinar ósungnu hetjur þessa leik- verks og allra raunverulegra björg- unarleikverka, a.m.k. í stuttri fortíð: Þær eru björgunarsveitarmenn (í þetta sinn á Hellu) sem leggja af stað án þess að nokkur biðji þá um það. Þó er ádeilan í þessu verki fyrst og fremst skopleg og gerir ekki ann- að en færa ímyndina af björgunar- sveitum til um einn reit í huganum í viðbót við þá tvo sem þeir góðu menn hafa sjálfir flutt hana. Þó er nokkurt sannleikskorn í þeirri stað- hæfíngu að morð á íslandi eru yfir- leitt hallærisleg. Ekki hefur verið þrautalaust að setja svo mannmargt leikrit á svið með áhugaleikurum en Hávari Sigur- jónssyni hefur tekist það ágætlega. Undir stjórn hans hafa ýmsir leikar- ar augsýnilega tekið framförum í leikaralegu líferni, og ef svo er ekki þá er einhvern veginn allt fyrirgefan- legt í samsæri um gaman. Þó mættu sumir í þessum skemmtilega hópi gæta betur að raddbeitingu. Kannski eru óhljóðbærir blettir í Tjarnarbíói en ég missti fulloft af því sem sagt var á sviðinu eða sungið og þá ugg- laust af einhveijum áheyrilegum út- úrsnúningnum. Persónusköpun er klisjukennd eins og til er ætiast í svona leikhúsi og Hugleikurum tekst ágætlega að koma hinum ýmsu týp- um til skila, bæði ýktum og einföld- uðum. Leikmyndin var vel gerð, einföld og hugvitsamleg og lýsing og um- hverfishljóð eru með ágætum. Þá voru búningarnir eins og við er að búast. Hlýir. Það hleypur enginn á nærbrókunum á Hrafntinnusker. Jafnvel þótt þeir haldi að þau séu út á flóa. Guðbrandur Gíslason Tilbrigði við önd Oflutt sellóverk eftir Sibelius SELLÓLEIKARINN Munir Bakieh sem fæddur er í Sýrlandi hefur gert uppgötvun sem tengist verkum Jean Sibeliusar. Meðal tónverka hans hef- ur Bakieh fundið einleiksverk fyrir selló sem að líkindum var aldrei fíutt meðan Sibelius var á lífi. Munir Bakieh sem er nýorðinn fmnskur ríkisborgari og kvæntur Evu Grásbách, fíðluleikara af þekktri ætt tónlistarfólks í Finnlandi, fann verkið í mikilli skrá yfír verk Sibeliusar. „Það fer um mann sæluhrollur við að sjá nótnahandritið,“ segir Bakieh. „Það lítur út fyrir, og ég er viss um það, að verkið hafi aldrei verið leikið fyrr en nú. Sibelius hefur að líkindum ætlað að yfirfara það aftur seinna, en aldrei orðið af því.“ Bakieh hefur farið vandlega yfir allt nótnahandritið ásamt fiðluleik- aranum Jaakko Ilves, langafasyni Sibeliusar í beinan karllegg. Sibelius- ar-fólkið hefur heimilað prentun nótnahandritsins og flutning verks- ins. Það hefur þegar verið leikið í Helsingfors og verður innan skamms leikið ? Purcell Room í London. Stef með tilbrigðum, eins og það heitir, er „snilldarverk, frábær og fögur tónsmíð“, að sögn Munir Baki- eh. TILBRIGÐI við önd heitir út- varpsleikrit eftir bandaríska leik- skáldið David Mamet, sem var verið að taka upp fyrir Ríkisút- varpið undir berum himni á Grandanum á mánudaginn. Verk- ið er gamanleikur sem fjallar um tvo fullorðna karla sem eiga margar minningar og jafnvel drauma en geta lítið annað lengui' en talað um þá. í verkinu silja þeir félagar úti við sjávarsíðuna og ræða saman og var því, að sögn Sigríðar Margrétar Guðmunds- dóttur leikstjóra, ákveðið að taka það upp úti þótt talsvert hafi nætt um leikarana, Baldvin Halldórs- son og Gunnar Eyjólfsson. Páska- djass á Selfossi HINN árlegi páskadjass verður á Hótel Selfossi í dag 3. apríl. Þar koma fram Kvartett Kristj- önu Stefánsdóttur og sextettinn „Band míns föður". Söngkonan Kristjana Stef- ánsdóttir hefur sungið við ýmis tækifæri á undanförnum árum. Söng hennar má heyra á plötum með ýmsum þekktum tónlistar- mönnum, s.s. Páli Óskari og Bubba Morthens. Kristjana stundar nám við Söngskólann í Reykjavík og tók nýverið þátt í uppfærslu skólans á söng- leiknum Oklahoma. Ásamt henni skipa kvartettinn þeir Gunnar Jónsson trommuleikari, sem m.a. lék með hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og hljómsveitinni Karma, Kristján Guðmundsson píanóleikari, sem hefur að undanförnu starfrækt eigið djasstríó, og Smári Krist- jánsson kontra- og rafbassa- leikari, sem m.a. hefur leikið með Mánum. Sextettinn „Band míns föð- ur“ var settur saman í tengslum við sýningu Leikfélags Selfoss á leikritinu Land míns föður, fyrr í vetur. í hljómsveitinni leika þeir Gunnar Jónsson og Smári Kristjánsson, sem fyrr er getið. Auk þeirra leikur Helgi E. Kristjánsson á gítar, en hann hefur komið víða við á tónlistar- ferli sínum, ýmist sem bassa- eða gítarleikari. Með þeim þremur leika ungir blásarar, en það eru Jón Gunnar Þórhallsson á trompet, Eyþór Frímannsson á básúnu og trompet og Sigur- mundur Páll Jónsson á alt- og tenórsaxófón. „Semsagt sveifla og fjör, bræðingur og smjör í Hótel Selfossi," segir í kynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 21.59 en búsið verðuropnað kl. 21.00. ’/AFFI REYMAVIK cilyÍKTcdsuU rtcdnnKK í ZfLerjljccvík. - ekki aðeins sem skemmtistaður heldur einnig sem góður og sérstakur veitingastaður OPIÐ UM PÁSKANA: Miðvikudagur 3. apríl: Opið til kl. 03. Hljómsveitin Hálft í hvoru. Fimmtudagur 4. apríl, skírdagur: Opið til kl. 23.30. Föstudagurinn langi 5. apríl: Lokað til miðnættis en opnað kl.24 til kl. 04. Hljómsveitin Hálft í hvoru. Laugardagur 6. apríl: Opið til kl. 23.30. Sunnudagur 7. apríl, páskadagur: Lokað til miðnættis en opnað kl. 24 til kl. 04. Hljómsveitin Hálft í hvoru. Mánudagur 8. apríl, 2. páskadagur: Opnað kl. 15.00, opið til kl. 03. Hljómsveitin KOS spilar Snyrtitemr ktœcÍKCLclKr Kaffi Reykjavík - staðurinn þar sem stuðið er!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.