Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 23 __________LISTIR_______ Viðskipti og frelsi BÆKUR F r æ ð i r i t SÍÐUSTU FORVÖÐ eftir Þorvald Gylfason. Háskólaút- gáfan, Reykjavík, 1995,237 bls. ÞORVALDUR Gylfason er ótrú- legur öfgamaður: Hann trúir því að markaður efnahagslegra samskipta manna og stofnana eigi að vera fijáls; og hann meinar það. Það ætti ekki að koma neinum á óvart þótt menn kveinki sér undan slíkum ósköpum. Það er nefnilega fremur fátítt að menn geri sér grein fyrir því hve kenningin um frjálsan mark- að er í raun róttæk, ef þeir taka hana alvarlega. Það á ekki við um Þorvald, sem er prófessor í hagfræði við Háskóla íslands. Hann er reiðu- búinn að beita hugmyndafræði frjáls markaðar á íslenzkt samfélag og kemst oft að óþægilegum niðurstöð- um. Svo finnst honum engin goðgá að farið sé eftir þessum niðurstöðum við stjórn efnahagsmála. - Furðar nokkurn þótt þetta jaðri við dóna- skap í fínum selskap? Því er þetta nefnt hér í upphafi að bók Þorvaldar, Síðustu forvöð, hefur valdið nokkrum titringi meðal sumra embættismanna og banka- manna, sérstaklega í Seðlabanka Islands. Lesendur þessa blaðs hafa orðið þessa varir og sömuleiðis hafa hlustendur Ríkisútvarpsins getað hlustað á rökræður, eða amk. skoð- anaskipti, um eitt og annað sem í bókinni er sagt. Það sem virðist hafa valdið mestu fjaðrafoki eru tvær staðhæfíngar Þorvaldar um Seðlabankann: Annars vegar að hann hafi aldrei í sögu sinni verið eins hallur undir stjórnmálahags- muni og nú og hins vegar að bank- inn hafi brugðizt því hlutverki að vara stjórnmálamenn og almenning við vegna sjóðasukks sem hafi haft í för með sér tap á um 50 milljörðum króna frá 1987. Eg sé ekkert að því að gagnrýni á ýmsar mikilvægustu stofnanir rík- isins sé hvöss og markviss, jafnvel þótt hún sé kannski ögn ósanngjörn. Eitt af því sem skín í gegnum mál- flutning Þorvaldar er að embættis- menn beri ábyrgð og þeir séu því undir sömu sök seldir og stjórnmála- menn og verði að teljast jafn gjald- þrota og sumir þeirra, þegar svo ber undir. Auðvitað hljóta stjórnmála- menn að sæta ábyrgð á gerðum sín- um, en það er ekkert út í bláinn að líta svo á að embættismenn geri það líka. Þeir eru nefnilega ekki bara strengjabrúður stjórn- málamanna heldur geta þeir vel haft frum- kvæði að ýmsu innan þeirra marka sem þeim eru sett. Það þýðir enga breytingu á hlutverki þeirra eða breytingu á tengslum þeirra við stjórnmálamenn. Það þýðir einungis að hlut- verk þeirra felur í sér víðtækari ábyrgð en venja hefur verið að telja. Þetta hefur ekki þá afleiðingu að embættismenn eigi að vinna fyrir opnum tjöldum eins og Þorvaldur ýjar að, en það gæti gert þá sýni- legri. Annað atriði sem vert er að hafa í huga vegna þessa er að það er að gerast þessi árin að innan Háskóla Islands eru að mótast skoðanir á hagfræði og hagstjórn sem ganga nokkuð á skjön við það sem viðtekið er innan stjórnkerfisins. Það má því búast við áframhaldandi núningi á milli hagfræðinga innan Háskóla íslands og aðila innan stjórnkerfis- ins. Um þetta er ekkert nema gott eitt að_ segja. Fræðimenn innan Há- skóla íslands og annars staðar eiga áð vera reiðubúnir að hugsa hveija hugsun til enda án tillits til viðtek- inna skoðana í samfélaginu um- hverfis þá og án tillits þeirra mótuðu hagsmuna sem stýra samfélaginu. Það er amk. ljóst að Þorvaldur Gylfa- son sinnir þessari skyldu sinni af samvizkusemi. í þessari nýjustu bók Þorvaldar er að finna umtalsvert safn ritgerða sem hafa birzt á margvíslegum vett- vangi. Þær eru flestar úr þessu blaði og þeim vikublöðum sem sprottið hafa upp fyrir íslenzka íjármála- markaðinn og úr Fjármálatíðindum. Þær eru allar þannig að engum ætti að vera ofraun að lesa þær sér til skilnings, jafnvel þær sem eru fræði- legastar eins og grein um búverndar- stefnuna í Evrópubandalaginu. Stíllinn á öllum greinunum er skýr og einfaldur og nokkuð andstuttur enda liggur höfundinum ýmislegt á hjarta og honum liggur á. Fyrsti hluti bókarinnar nefnist Viðskipti og velferð og fjallar að mestu um ýmisleg mein í íslenzkum þjóðarbúskap en þar er líka sagt frá velgengni Ira í efnahagsmálum. I öðrum hlutanum, sem ber heitið Ábyrgð, er greint frá hruni fær- eysks efnahagslífs, ábyrgð embættismanna og íslenzka sjóðasukk- inu. í þriðja hluta bók- arinnar er grafízt fyrir rætur efnahagsvanda Norðurlandanna, litið til hagvaxtarundursins í Asíu og sagt frá nokkrum lífseigum lygisögum um okkur sjálf. Fjórði og stærsti hluti bókarinnar nefnist Umskipti og er þar greint frá þeim breytingum sem verið hafa að ger- ast í Austur-Evrópu, búverndar- stefnu EB og ísland og EB. Síðasta ritgerðin heitir síðustu forvöð og þar horfir höfundur á ísland í nútíð og framtíð. Það er fjallað um mörg mál og flókin í þessari bók en það ætti samt ekki að vefjast fyrir neinum að skilja þær röksemdir og sjónarmið sem hér eru á ferðinni. Höfundur liggur ekki á meiningu sinni en ég get ekki bet- ur séð en að hann hafí röksemdir fyrir flestu sem í bókinni er sagt. Eins og í fyrri bókum sínum hamrar Þorvaldur á því að afskiptaleysi stjórnmálamanna af efnahagslífinu sé höfuðdyggð. En það ber kannski meira á því nú en áður að hann skoði íslenzkt efnahagslíf í ljósi reynslu Austur-Evrópu, enda hefur hann ber- sýnilega hugsað vandlega um vanda Austur-Evrópu og velgengni Austur- Asíu. Hann bregður oft og tíðum mjög skörpu ljósi á venjur og viðhorf á íslandi. Það nægir að nefna tvö dæmi: Ríkisbankana og landbúnað- arstefnuna. Það hlýtur að vera von allra frjálsiyndra mar.na að þau sjón- armið sem boðuð eru í þessari bók eigi greiða leið að valdsmönnum sem fyrst. Þorvaldur Gylfason er eins og Sókrates: Hann er broddfluga á ís- lenzka stjórnkerfinu, vekur athygli á óþægilegum staðreyndum um ís- lenzkt efnahagslíf og stjórnmál og krefst þess að breytingar verði gerð- ar. Það þýðir ekki endilega að hann hafí rétt fyrir sér um alla hluti, en hann hefur rétt fyrir sér um of marga hluti til þess að það sé okkur löndum hans hollt. Guðmundur Heiðar Frímannsson Þorvaldur Gylfason Kráka með slitnar klær KVIKMYNPIR B í ó bo r )5 i n , Bíóhöllin Á valdi óttans („Copycat") ★ ★ '/2 Leikstjóri Jon Amiel. Handritshöf- undar Ann Biderman, David Madsen. Kvikmyndatökustjóri Laszlo Kovacs. Tónlist Christopher Young. Aðalleik- endur Sigoumey Weaver, Holly Hunter, Dermot Mulroney, William McNamara, Will Patton, J.E. Free- man, Harry Connuck, Jr. Bandarísk. Regency/Wamer Bros. 1995. SÁLFRÆÐINGURINN Heien Hud- son (Sigourney Weaver) hefur kynnt sér atferli fjöldamorðingja um ára- tugaskeið - og þeir fylgst með henni. í upphafsatriðinu reynir einn þeirra, Dareyl Lee Collum (Harry Connick., Jr.) að murka lífið úr konunni þar sem hún kemur af fyrirlestri. Verða afleiðingarnar þær að hún fyllist víð- áttufælni, lokar sig inni hjá sínum hátæknibúnaði, koníaki og pillum. Nú líður ár og ljóst að tjöldamorð- ingi gengur laus í heimaborg Hud- son, San Francisco. Ráðvilltar morð- deildarlöggur, með M.J. Monahan (Helen Hunter) í fararbroddi, beita öllum ráðum án árangurs og leita ásjár Hudson, sem að iokum lætur undan og kemur til hjálpar. Hún uppgötvar að di'ápsmynstur morð- ingjans er nýstárlegt að því leyti að hvert víg er hermt nákvæmlega eftir manndrápum unnum af frægum íjöldamorðingjum og fljótlega beinir hann athyglinni að sála. Fjöldamorðingjar hafa verið vin- sælt umijöllunarefni í Hollywood á undanförnum árum, allt frá því að Hannibal Lecter lét greipar sópa í miðasölunum og við verðlaunaaf- hendingar 1991. Á valdi óttans - Copyeat, ber nafn með réttu. í mynd- inni ber fyrir augu mýmörg atriði og uppákomur sem koma kunnug- lega fyrir sjónir úr öðrum, skyldum myndum. Fátt nýtt uppi á teningnum í efnistökum eða innihaldi. Fjölda- morðinginn, einsog Lecter og þeir kumpánar allir, geðsjúklingur knúinn áfram af sinni óhugnanlegu innri köllun og frægðarþörf. Á valdi óttans er engu að síður vel gerð og prýðileg skemmtun, þó fátt komi á óvart. FYamleiðandinn, Arnold Glimcher, er kunnur fagurkeri, smekkvís fagmað- ur, það nýtur sín hér. Jon Amiel leik- stjóri, sem m.a. stýrði Sommersby, vinnur flest vel og lipurlega, en hand- ritshöfundarnir komast ekki með úlnliðinn þar sem Thomas Harris og hans líkar, hafa fingurna. Fyrir utan eftirhermur, klisjur og óhóflegt dá- læti á „snilld" morðingjanna og brestum lögreglunnar, er víða pottur brotinn. Hvernig getur Hudson verið svona afburðasnjöll og skörp, teyg- andi ómælt áfengi og bryðjandi ró- andi í sífellu? Samkvæmt þessum lifnaðarháttum á hún að vera orðinn skaddaður drykkjusjúklingur og dóp- isti fyrir margt löngu. Klókari og glæsilegri kvenmaður þó sjaldséður á tjaldinu. Þær upplýsingarnar sem handritshöfundar hafa um slík flök koma að líkindum úr myndum á borð við When a Man Loves a Woman. Þrátt fyrir allar sínar gáfur og lær- dóm fær sáli þó að dingla í snör- unni, ekki einu sinnii heldur tvisvar, ekki sökum óreglunnar, morðinginn er svona klár. í einu atriðunu „týn- ist" morðinginn, umsetinn lögreglul- iði borgarinnar. Og fleira eftir því. Snjallt að etja saman tveim úr hópi bestu leikkvenna Hollywood og þær standa sig með prýði, einkum Weaver. Gallinn sá að þær fá alltof sjaldan að leika saman, þau atriði eru með þeim bestu í myndinni. Mulroney kemur lítið við sögu og ástamál hans og kvennanna heldur til trafala. Tónlist Christophers Yo- ungs er ógnandi og gott innlegg. Hér höfum við óvenjulega uppá- komu; spennumynd í A-flokki, án karls í aðalhlutverki. Leikkonurnar bjarga vissulega miklu, yfirleika m.a. karlpeninginn, eiga mögnuð augna- blik og fagmennskan ræður ríkjum. Hinsvegar skortir frumleikann, oft gripið til kunnra lausna úr kvimynda- sögunni - með fyrirsjáanlegum af- leiðingum. Sæbjörn Valdimarsson :vL R 1 Brtn í eefei í Uit cuí brncíeirzjöj? 1 C Yþjwrn 199ý j j fljúril994 Merkjum glös brúðhjónanna. Verð frá kr. 500 á glas. Gjafalisti brúðhjónanna. Gjafakort. Lánum heim myndband með sýnishorni af glæsilegu úrvali verslunarinnar. Borgarkringluntii sími 553 6622 ■ II / / / , / / T#7T J. , (jLC JLWfCJ'VJ'ó Verö frá 340 s 4 - ( \ i ii (M. J Páskate J Páskakaffi G Páskaskraut O Páskagjafakörfur T/ \.-rJouorjjy/y Borgarkringlunni sími 568 2223 Komið og smakkið páskate og páskakaffi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.