Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TÖFRAL AU SNIR ERU EKKITIL ATVINNUMÁL voru efst á baugi er leiðtogar Evrópusam- bandsins komu saman til fundar á Ítalíu fyrir helgi vegna upphafs ríkjaráðstefnu ESB. í fyrradag komu svo ráðherrar atvinnu- og efnahagsmála sjö helstu iðnríkja heims saman til fundar í Lille í Frakklandi, gagngert til að ræða atvinnumálin. Atvinnuleysi hefur um árabil verið eitt alvarlegasta þjóðfé- lagsvandamál Vesturlanda. í ríkjum Evrópusambandsins er atvinnuleysi að meðaltali ellefu prósent þó verulegur munur sé á atvinnustigi í einstökum aðildarríkjum. í Bandaríkjunum er atvinnuleysi helmingi minna eða um 5,5% og þar er jafn- framt mjög sjaldgæft að einstaklingar séu atvinnulausir um langt skeið líkt og tíðkast í Evrópu. Þessi mikli munur hefur vakið upp spurningar um hvort skýringuna sé að finna í hagkerfum ríkjanna. Evrópuríkin hafa byggt upp umfangsmikil velferðarkerfi sem tryggja fólki félagslegt öryggi þó svo að það sé án atvinnu. Á hinn bóginn eru evrópsku velferðarkerfin þung byrði á efnahag viðkom- andi ríkja og draga jafnframt að mati margra sérfræðinga úr hvatanum til að verða sér úti um atvinnu. Hagkerfi Bret- lands og Bandaríkjanna einkennast hins vegar af mun minna atvinnuöryggi en í öðrum vestrænum ríkjum. Á móti er vinnu- markaðurinn sveigjanlegri og atvinnuleysi minna. Jacques Chirac Frakklandsforseti lagði í ræðu á Lille-fund- inum til að fundin yrði einhvers konar þriðja leið milli hins sveigjanlega vinnumarkaðar engilsaxnesku ríkjanna og hins verndaða vinnumarkaðar meginlandsins og tók yfirmaður Alþjóðavinnumálastofnunarinnar undir þær hugmyndir. Breyta bæri velferðarkerfum til að þau ýttu undir atvinnuleit en ekki mætti fórna réttindum launþega. Þetta er forvitnileg hugmynd en að sama skapi má velta því fyrir sér hvað í henni felst. Aðstæður og hefðir á vinnu- markaði eru mjög mismunandi milli ríkja og engin ein allsher- jarlausn á atvinnuleysisvandanum til er hentar öllum. Það er hins vegar Ijóst að ekki næst raunverulegur árangur í baráttunni gegn atvinnuleysi nema sveigjanleiki og hag- kvæmni í efnahagslífinu verði aukin. Vandinn verður ekki leystur á ráðherrafundum heldur með arðbærri nýsköpun í atvinnulífi viðkomandi ríkja. Aukin framleiðni, hagvöxtur og frelsi í milliríkjaviðskiptum eru forsendur þess að atvinnulaus- um á Vesturlöndum fækki verulega. Það mun óhjákvæmilega krefjast uppstokkunar á hinum dýru og þunglamalegu ríkisbáknum Evrópuríkja. Chirac hefur þó líklega rétt fyrir sér að því leyti að varla muni nást sátt um slíka uppstokkun nema hið félagslega öryggi, sem hin evrópska þjóðfélagsgerð tuttugustu aldarinnar byggir á, verði tryggt í einhverri mynd. FLEIRIFERÐAMENN FLEIRI erlendir ferðamenn komu hingað til lands í janúar, febrúar og marz á þessu ári en á sama tíma í fyrra og nemur fjölgunin um 7%, að því er fram kom í frétt í Morgun- blaðinu í seinustu viku. Umtalsverður árangur hefur náðst á síðustu árum í mark- aðssetningu íslands sem ferðamannalands og ferðamanna- straumurinn hefur farið vaxandi ár frá ári. Margir spá því að á næstu öld verði ferðaþjónustan orðin næstmikilvægasta atvinnugrein íslendinga, á eftir sjávarútvegi. Magnús Oddsson ferðamálastjóri bendir í viðtali við Morg- unblaðið á að flugfélög bjóði nú flugferðir fyrir fleira fólk til landsins en áður, meira gistirými sé í boði og fleira til afþrey- ingar. Talsvert hefur því verið fjárfest til þess að gera ísland að fýsilegri kosti fyrir ferðamenn. „Við megum ekki við öðru en eðlilegri aukningu næstu árin til að standa undir aukinni fjárfestingu,“ segir Magnús. „Árangur hefur náðst í því að ná hingað gestum utan háannatíma en það breytir ekki því að við þurfum að fá fleiri gesti yfir sumartímann.“ Ferðamála- stjóri bætir við að miða eigi við að minnsta kosti 6% fjölgun ferðamanna á ári, til þess að halda í við áætlanir samkeppnis- landa. Að fleiru er þó að hyggja í þessum efnum. Þannig er Flug- stöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli orðin of lítil til þess að anna aukinni flugumferð á háannatíma sumarsins. Mikilvægt er að áform um stækkun flugstöðvarinnar nái fram að ganga, þannig að áfram sé hægt að veita erlendum ferða- mönnum sæmandi viðtökur á fyrsta áfangastað þeirra á Is- landi. Fjárfesting í stækkun flugstöðvarinnar mun skila sér tii iengri tíma litið í auknum tekjum af ferðamönnum. Jafnframt þarf að hraða mótun heildstæðrar ferðamála- stefnu, sem þarf að fela í sér markmið á mörgum sviðum, til dæmis varðandi uppbyggfngu samgöngukerfis, vernd um- hverfisins, aðstöðu á ferðamannastöðum og gjaldtöku af ferða- mönnum. Öflugri ferðamannaiðnað þarf að byggja upp með fyrirhyggju og með langtímasjónarmið í huga. RÍKJARÁÐSTEFNA EVRÓPUSAMBANDSINS AFSTAÐA ESB-RÍKJA TIL BREYTINGA Jákvæð A Afstaða ekki skýr ■ Neikvæð Aukinn samruni • • • • • • • • • • • A A A ■ • • Fjölgun aðildarríkja sem fyrst • • • • A A • A A A A • • • • • • Yfirþjóðleg þriðja stoð • • • • • • • • • A A • A ■ ■ • • Atvinnumálakafli f sáttmálanum A A • • A A • • • ■ • • • • ■ • • Sterkari nálægðarregla • A A ■ A A • ■ A • ■ ■ • • • • • Opnari ákvarðanataka A • A A A A • • A ■ ■ • • • A • • Sterkara Evrópuþing ■ • A ■ iil ■ • • Sameiginleg ákvörðun með EÞ í fleiri máium A A ■ • • Meirihlutaákvörðun í ráðherraráði sé regian A A ■ • • Breytt atkvæðavægi í ráðinu • A ■ ■ • • ■ ■ ■ • ■ ■ ■ ■ • • A Tvöfaldur meirihluti í ráðherraráði • • A • • • A A A • A A A A • • A Einn fulltrúi á ríki í framkvæmdastjórn A • • • A A • • • ■ • • • • A • Sveigjanlegur samruni ■ • ■ A A A • • • Meirihlutaákvarðanir í utanríkismálum • • • • • • A A 1 • ■ • A ■ ■ • • Samruni ESB og VES • • • • • • ■ ■ • • • A ■ ■ ■ • • Umræðuefnin ljós en niðurstað- an jafnfjarlæg Umræðuefnin á ríkjaráðstefnu Evrópusam- bandsins liggja nú fyrir, þótt erfitt sé að spá um niðurstöðuna. Olafur Þ. Stephensen hef- ur kynnt sér samningsumboðið, sem leiðtogar ESB-ríkjanna hafa látið samningamönnum sínum á ráðstefnunni í té. LEIÐTOGAFUNDUR Evrópu- sambandsins, sem haldinn ' var í Tórínó á Ítalíu á föstu- dag, samþykkti umboð til samningamanna aðildarríkjanna á ríkjaráðstefnunni, sem á að endur- skoða stofnsáttmála bandalagsins. Fátt er hægt að ráða af samningsum- boðinu um niðurstöðu ríkjaráðstefn- unnar og hún er jafnfjarlæg og áður, enda eru skoðanir skiptar um mörg mikilvæg mál, eins og sjá má í yfirlit- inu hér á síðunni. Nú liggur hins veg- ar ljóst fyrir hvaða hlutar stofnsátt- málans verða teknir til endurskoðun- ar, en um það hefur verið togazt nokk- uð á undanfarin misseri. EMU-áformin ekki endurskoðuð í inngangi samningsumboðsins er ítrekað að Evrópusambandið muni standa við áformin um gildistöku efna- hags- og myntbandalags (EMU) árið 1999. Ætlunin er því ekki að ráðstefn- an ræði breytingar á tímasetningu myntbandalagsins eða þeim skilyrð- um, sem sett eru fyrir þátttöku í því. Fleira, sem sum aðildarríkin vildu að yrði í samningsumboðinu, er ekki að finna þar. Þannig er ekki að sjá nein merki þess að Bretar hafi fengið samþykktar kröfur sínar um end- urskoðun á ýmsum ákvæðum í sjáv- arútvegsstefnu ESB, og mun hún því væntanlega bíða til aldamóta. Ekkert er heldur minnzt á breytingar á skipan forsætis ráðherraráðsins, en sum stærri aðildarríkin vildu fá fram breyt- ingar, sem tryggðu að forsætið yrði ekki mörg ár í röð í höndum smá- ríkja, sem hefðu takmarkaða getu til stefnumótunar í stærri málum. Breytingar á dómsmálasamstarfi I fyrsta kafla samningsumboðsins minna leiðtogarnir samningamenn sína á þá staðreynd, að Evrópusam- starfið eigi að snúast um hagsmuni borgara aðildarríkjanna og að styrkja beri réttindi þeirra. Þannig þurfi til dæmis að vernda borgarana fyrir hugsanlegum óæskilegum áhrifum fijálsra flutninga fólks, vöru, fjár- magns og þjónustu, sem gildi innan sambandsins. Oflugra eftirlit á ytri landamærum ESB muni stuðla að' þessu, en fleira þurfi að koma til. Þar er einkum átt við umbætur á samstarf- inu í hinni svokölluðu „þriðju stoð“ Evrópusambandsins, sem snýst um dóms-, lögreglu- og innan- ríkismál. Samstarfið hefur ekki náð sér á strik, ekki sízt vegna þess að þar er krafizt samhljóða samþykk- is í öllum málum og hinar yfirþjóðlegu stofnanir sam- bandsins, framkvæmdastjórnin, dóm- stóllinn og þingið, hafa þar minni áhrif en í öðrum málum, sem undir Evrópu- sambandið heyra. Leiðtogamir slá engu föstu um það hvað taka beri til bragðs, heldur veita samningamönnum sínum almennt umboð til að reyna að gera ESB betur i stakk búið til að takast á við stefnu- mótun í þessum efnum. Móta þurfi skilvirka og samræmda stefnu hvað varðar innflytjendur, veitingu pólitísks hælis og vegabréfsáritana. Þetta hefur Evrópusambandinu enn ekki tekizt, og það er ástæða þess að sum aðildar- ríkin tóku sig saman og gerðu Scheng- en-samkomulagið, í stað þess að bíða eftir að öll ríkin næðu saman. Þá segja leiðtogarnir að þurfi að „koma á hreint ólíkum sjónarmiðum" um hlutverk Evrópuþingsins og Evrópudómstólsins í lögreglu- og innanríkismálum, en aðildarríkin hafa deilt innbyrðis t.d. um það hvort Evrópudómstóllinn eigi að hafa lögsögu í málum, sem varða Europol, stofnunina sem «r vísir að samevrópsku lögregluliði. Sérkafli um atvinnumál? Önnur aðferð til að færa ESB nær almenningi er að mati leiðtoganna að taka á atvinnumálunum. Sum aðildar- ríkin, til dæmis þau norrænu, vilja að sérstökum kafla um atvinnumál verði bætt við stofnsáttmála bandalagsins. Stefnan í atvinnumálum er sem stend- ur á könnu hvers ríkis fyrir sig og mjög ólík sjónarmið eru uppi um það hvemig eigi að leysa at- vinnuleysisvandann. Hins vegar er atvinnubrestur vandamál í öllum ríkjum ESB og þau vilja gjaman gefa borgurunum til kynna að þau beri hag þeirra í þessu efni fyrir brjósti. Niðurstaðan verður sennilega eingöngu táknrænar yfirlýsingar og fáir búast við að ný atvinnumálastefna líti dagsins ljós. I samningsumboðinu er ákvæði um að ríkjaráðstefnan eigi að skoða hvort fijáls samkeppni samræmist sjónar- miðum um jafnan aðgang borgaranna að ýmissi opinberri þjónustu. Frakk- land og fleiri aðildarríki, sem eru mátulega hrifin af hinum fijálsu mark- aðsöflum, eru hlynnt því að ákveðin opinber fyrirtæki, sérstaklega þau sem em „náttúruleg einokunarfyrirtæki“ að þeirra mati, verði undanþegin sam- keppni, en framkvæmdastjóm ESB hefur óspart nýtt sér ákvæði í Rómar- sáttmálanum til að innleiða fijálsa samkeppni t.d. í síma- og fjarskipta- málum. Skilvirkari umhverfisstefna og meiri „nálægð" Samningamönnunum er falið að finna leiðir til þess að gera umhverf- ismálastefnu sambandsins skilvirkari. Flestir telja að eina leiðin til þess sé að fjölga meirihlutaatkvæðagreiðslum í málum, sem varða aðgerðir til vernd- ar umhverfinu, en Bretland stendur fast gegn Ijölgun meirihlutaatkvæða- greiðslna. Loks ber ríkjaráðstefnunni að tryggja betri framkvæmd nálægðar- reglunnar svokölluðu, sem sett var inn í Maastricht-samninginn, um að ákvarðanir skuli teknar á viðeigandi stjórnstigi, og helzt sem næst borg- urunum. Nálægðarregian hefur verið túlkuð með ólíkum hætti; sum aðild- arríkin líta á hana sem tæki til að beijast gegn óþörfum lögum og regl- um frá Evrópusambandinu, en önnur telja að hún gangi út á skynsamlega verkaskiptingu. A meðan ekkert sam- komulag er um túlkun reglunnar, breytir hún litlu um starfsemi Evrópu- sambandsins. Búast má við að viðkom- andi ákvæði verði umskrifuð, en það er annað mál hvort það breytir ein- hveiju. Völd Evrópuþingsins sennilega aukin 1 öðrum hluta samningsumboðsins, sem Ijallar um stofnanir Evrópusam-* bandsins, er lagt til að löggjafarstarf ESB verði gert skilvirkara, einfaldara og gagnsærra, en nú geta tillögur til nýrrar Evrópulöggjafar farið 22 mis- munandi leiðir í gegnum kerfíð. Ríkj- aráðstefnan á að kanna möguleika á að Evrópuþingið taki sameiginlega ákvörðun með ráðherraráðinu í fleiri máium en nú er, en slíkt þýðir í raun að þingið hefur neitunarvald og að samningaviðræður milli þess og ráð- herraráðsins um breytingar á löggjöf- inni verða að fara fram, til þess að ný löggjöf nái fram að ganga. Sum aðildarríkin styðja það að þingið fái þetta neitunarvald í öllum málum, þar sem ráðherraráðið tekur ákvarðanir með skilyrtum meirihluta. Jafnframt á að taka hlutverk og skipan þingsins almennt til endurskoð- unar. Deilt er um það hversu stórt hlutverk þingsins eigi að vera, en bú- ast iná við að það fái aukið vægi, enda hefur það nú þegar fengið nægi- leg völd til að geta gert ríkisstjórnum ESB-ríkjanna ýmsa skráveifu, verði ekki komið til móts við kröfur þess. Þá mun ráðstefnan skoða hvort, og með hvaða hætti, þjóðþing aðildarríkj- anna geti tekið þátt í störfum Evrópu- sambandsins. Hugmyndir um útfærslu á þessu eru afar óljósar. Ein þeirra gerir ráð fyrir éinhvers konar efri deild Evrópuþingsins, þar sem fulltrú- ar þjóðþinganna sitji. Rætt um tvöfaldan meirihluta Leiðtogar ESB-ríkjanna telja að auka verði skilvirkni ráðherraráðsins — það er raunar algert skilyrði þess að hægt sé að taka ný að- ildarríki inn í sambandið. Samningamennirnir eiga að skoða hvort Ijölga beri meirihlutaatkvæðagreiðsl- um. Mörg aðildarríkin telja að það eigi að heyra til undantekninga að samhljóða sam- þykki þurfi í ráðinu. Samningamönn- unum ber jafnframt að skoða at- kvæðavægið og hversu stór sá skilyrti meirihluti eigi að vera, sem þurfi til að taka ákvörðun. Eins og nú háttar til, hafa smærri ríki ESB miklu meira vægi í ráðherraráðinu en þau stóru, miðað við mannfjölda. Þannig getur bandalag lítilla ríkja með samtals 50 milljónir íbúa haft stór ríki með 320 milljónir íbúa undir í atkvæðagreiðsl- um í ráðinu. Stóru ríkin vilja breyta þessu. Líkleg málamiðlun er að tekin verði upp regla um „tvöfaldan meiri- hluta“, þ.e. að bæði meirihluti aðildar- ríkjanna og meirihluti íbúa ESB standi að baki lögmætri ákvörðun í ráðinu. Togazt á um framkvæmdastj órnarmenn Þá er í samningsumboðinu kveðið á um að auka þurfi skilvirkni fram- kvæmdastjórnar ESB og horfa þurfi til „samsetningar“ og „umboðs“ stjórnarinnar. Orðalagið gefur engar vísbendingar um hver stefnan sé. Ljóst má vera að framkvæmdastjórnin verð- ur orðin helzt til fjölskipuð í 27 ríkja bandalagi, verði núverandi reglur um einn fulltrúa frá hveiju landi og tvo frá þeim stærri áfram í gildi. Smærri ríkin vilja að þau stóru afsali sér öðr- um fulltrúanum, en þau haldi sjálf sínum fulltrúa — þrátt fyrir að sam- kvæmt orðanna hljóðan eigi fram- kvæmdastjórnarmenn ekki að taka við fyrirmælum frá heimalandi sínu, líta ríkin á setu fulltrúa sinna í fram- kvæmdastjórninni sem tryggingu fyrir að tekið sé tillit til sjónarmiða þeirra við gerð tillagna að nýjum lögum og reglum, en framkvæmdastjórnin hefur ein frumkvæði að nýrri löggjöf. Stærri ríkin vilja hins vegar fækka í fram- kvæmdastjórninni og að sjálf haldi þau einum fulltrúa en litlu ríkin skiptist á. Osennilegt er að fámennari ríkin gefi eftir í þessari deilu. Líklegt má telja að breytingar á framkvæmda- stjórninni verði í samningaviðræðun- um tengdar saman við breytingar á atkvæðavægi í ráðherraráðinu. Ríkjaráðstefnan á að skoða hvernig endurbæta megi starf Evrópudóm- stólsins og endurskoðendanefndar ESB. Bretar vilja takmarka völd dóm- stólsins verulega, en ósennilegt er að þeir hljóti þar stuðning annarra aðild- arríkja. „Tveggja hraða Evrópa“? Lykilatriði í samningsumboðinu er hins vegar ákvæði um að ríkjaráð- stefnan eigi að athuga „hvort og hvernig eigi að taka upp reglur, ann- aðhvort almenns eðlis eða um sérstök svið, til þess að gera ákveðnum hópi aðildarríkja að þróa með sér aukið samstarf", án þess þó að snúið verði til baka á braut aukins samruna. Lausn af þessu tagi getur bæði hentað samrunasinnunum og þeim, sem eru tregari í taumi. Hins vegar er hætta á að hún verði flókin og erfið í fram- kvæmd. Tvímælalaust verður fróðlegt að sjá hvað samningamenn ESB-ríkj- anna finna út úr þessu atriði. Skilvirkari utanríkisstefna I þriðja kafla samningsumboðsins, sem fjallar um utanríkismál, ræða leið- togarnir þörfina á því að ESB geri sig gildandi á alþjóðavettvangi og að póli- tísk vigt sambandsins sé í samræmi við efnahagslegt afl þess. I Maastric- ht-sáttmálanum var kveðið á um sam- eiginlega utanríkis- og öryggismála- stefnu sambandsins, sem með tíman- um gæti leitt til sameiginlegra varna. Leiðtogarnir segja að til þess að ná þessu markmiði þurfí m.a. að tryggja að ákvarðanir séu teknar með skilvirk- ari og hraðari hætti og að utanríkis- málasamstarfið fái nægar fjárveiting- ar. Þá á ríkjaráðstefnan að athuga hvort setja eigi á fót nýtt embætti yfirmanns utanríkismála hjá Evrópu- sambandinu, sem yrði andlit og rödd sambandsins út á við. Talið er líklegt að samstaða náist um að setja þetta nýja embætti á fót, auk þess sem ESB myndi setja á stofn eigin greiningar- og skipulagsdeild í utanríkismálum. Hins vegar stendur Bretland í vegi fyrir því að teknar verði upp meirihluta- ákvarðanir í utanríkismál- um. Ríkjaráðstefnan mun sömuleiðis „skilgreina betur sambandið við Vestur-Evr- ópusambandið". Mörg aðildarríki eru hlynnt því að VES renni saman við Evrópusambandið og verði raunveru- legur varnarmálaarmur þess. Bretland leggst hins vegar gegn slíku og það gera líka hlutlausu ríkin Svíþjóð, Aust- urríki og írland. Að síðustu kemur fram í samnings- umboðinu að samningamennirnir eigi að ijúka störfum ráðstefnunnar á u.þ.b. einu ári. Óljósar hug- myndir um þátttöku þjóðþinga Sum ríki fái að þróa með sér nánara samstarf Garðar Cortes syngur í Otello í nýju finnsku óperunni NÝJA finnska óperan í Helsinki. Islenskur mári og finnskir svanir NÝJA óperuhúsið í Helsinki, sem vígt var fyrir um tveimur árum vakti miklar deilur á sínum tíma, því byggingin varð miklu dýrari en áætlað hafði verið, enda alkunna, þegar um byggingar af þessu tagi er að ræða. En Finnar þurfa ekki að sjá eftir að búa vel að þjóðaróperunni og ballettin- um. Balletthefðina hafa þeir varðveitt vel líkt og voldugi granninn í austri og þá eru tónlistarmenn heldur ekki af verri endanum. En meðal gesta þar er Garðar okkar Cortes sem síðast söng þar í Otello. Rennt sér niður tilfinningaskalann Ópera Verdis um márann og hetj- una Otello hefur allt sem góða óperu má prýða. Tónlistin_er falleg og sagan firna áhrifamikil. Á nokkrum tímum rúllar áhorfandinn í gegnum allan til- finningaskalann, svartasta hatur, blinda afbrýðisemi og skilyrðislausa ást. Sviðið í finnsku óperunni er svo stórt að það er rúmt á hallartröppun- um í Feneyjum, þar sem borgarar horfa á fley Otellos beijast við nátt- úruöflin. Hér er ekkert verið með neitt nútímaflipp, heldur sögutíma haldið í sviðssetningu og búningum Mark Váisánen. Jagó í flutningi Jukka Rasilainen nær strax tökum á áhorfendum og áhrifin gerðu ekki annað en að auk- ast þegar leið á sýninguna. Síðan birt- ist fjallmyndarlegar Otello á sviðinu. Fræðilega séð skiptir stærðin kannski ekki öllu máli, en mikið lifandis skelf- ing er nú samt gaman að sjá myndar- legan Otello. Burtséð frá fagurfræð- inni eru áhrifin enn meiri þegar þessi mikli maður er einlæglega ástfanginn og síðan sallaður niður af óstjórnlegri afbrýðisemi sinni og verður eins og leir í höndum nöðrunnar Jagós. Leikstjórinn András Mikó hefur greinilega þá stefnu að söngvararnir eigi að hreyfa sig sem minnst. Mér fannst Garðar því ekki njóta sín eins vel og hann gerði í íslensku uppfærsl- unni, þar sem hreyfingar voru notaðar til að undirstrika kynngimagn tónlist- ar og texta. Fyrir vikið var öll sýning- in fremur þung, en Garðar þó léttast- ur. Honum og Desdemónu var kannski ekki stíað í sundur af leikstjóranum, en fengu ekki mikið að vera hvort utan í öðru og það dregur úr ástar- sögu verksins. Kirsti Tiihonen söng hlutverk Desdemónu stórfallega og Nýja finnska óperan í Helsinki hýsir bæði ballett og óperu. Sig- rún Davíðsdóttir sá Otello þar með okkar eigin Garðari Cortes og sýningu á Svana- vatninu, sem undir- strikar hvílíkt veldi Finnar eru í ballett. samspil þeirra Garðars og söngur var með ágætum. Þá var ekki síður áhrifamikið að sjá Garðar heltekinn afbrýðisemi, þeg- ar Jagó er búinn að ná tökum á hon- um. Arían þegar hann kallar á blóð og hefnd smaug í merg og bein. Kór- inn var kröftugur og samstilltur og sama var að segja um hljómsveitina, sem á stundum jaðraði við að vera í sterkara lagi, en það er nú því miður nánast gegnumgangandi með óperu- hljómsveitir. Á tónsprotanum hélt Maurizio Barbacini, sem er íslending- um góðkunnur, meðal annars sem fomvinur og undirleikari Kristjáns Jóhannssonar fyrir margt löngu. Hinn ögn afturþungi svip- ur á sýningunni hlýtur að skrifast á reikning leikstjór- ans. Það var eins og hún næði aldrei að smella ,öll saman, renna í heild, sem hrifi áhorfandann með sér, þrátt fyrir firna góða spretti söngvaranna og þá ekki síst tilþrif Garðars. Og frammi- staða hans verður ekki rýrari þegar haft er í huga að það er ekki á færi nema fárra söngvara að ráða við þetta viðamikla hlutverk... Fallegir svanir Það er ekki á færi margra ballett- flokka í heiminum að takast á við Svanavatnið, ævintýrið um prinsinn, sem hrífst af stúlku í álögum og er sjálfur næstum orðinn undir í átökum við galdramanninn, dansað við him- neska tónlist Tjækofskís. Hin klass- íska uppfærsla var samin fyrir rúmri öld af Rússanum Marius Petipa og er til í ýmsum útgáfum. í þetta skipt- ið útgáfa Vladimir Bourmeister frá 1960. Ballettinn krefst ekki aðeins góðra sólódansara, heldur frábærlega þjálfaðs og fjölmenns hóps dansara. Svanastúlkurnar voru hvorki fleiri né færri en 24 og það er ekki síst í krafti ótrúlega fallegs ’og samstæðs hóps, bæði í útliti og hreyfingum, sem kvöld- ið á Svanavatninu situr svo mjög eftir í huganum. Flokkurinn er sjaldgæf- lega sterkur í heild sinni. En til að lyfta sýningunni og gera hana að sérstakri reynslu þurfa sóló- dansararnir að vera holdtekning ævin- týrsins, átaka hins góða og illa, ástar og haturs. Að venju var hlutverk Odette svanaprinsessunnar og Odile dóttur galdramannsins illa dansað af sömu dansmeynni, Kirsi Aromaa. Hún er ekki aðeins dansari af guðs náð, heldur hefur til að bera þessa sterku útgeislun, kraft og skap, sem gerir góðan dansara að frábærum túlkanda. Siegfried prins í túlkun Timo Kokkon- en stóðst henni ekki alveg snúning. Hann er áferðarfallegur dansari, en vantaði þann dýrslega kraft sem skap- ar góðan karldansara, þótt hann stykki af krafti og dansaði af mikilli nákvæmni og fágun. Rúmenar eiga sér sterka leikhús- hefð og þaðan kemur sviðsmynda- og ljósahönnuðurinn Petrika Ionesco. Sviðsmyndin er firna falleg á að líta og myndar heitlandi ramma um æv- intýrið á sviðinu, því þar fer saman natúralískur stíll með glettnu ívafi. Svanavatnið liggur í hall- arrústum og með ljósum er skapað fallegt og áhrif- amikið skýjafar, sem und- irstrikar dapurleg örlög stúlknanna í svanaálögum. Veislan í þriðja þætti fer fram í höll- inni, sem nú hefur á sér stórskorið og öldungis óhátíðlegt ævintýrasnið. Búningar Önnu Kontek eru ekki að- eins fallegir, heldur undirstrika hið óvænta í sviðsmyndinni, hafa klassískt yfirbragð, en efnisval og tilþrif þeirra draga úr venjulegum hátíðieik. Finnsku dansararnir hafa á sér rússneskt yfírbragð og hvers er betra hægt að óska sér fyrir ballettdansara en að líkjast þessu stórveldi dansins. En það er léttara yfir þeim en Rúss- unum að því leyti að hefðin íþyngii þeim ekki, heldur ber þá áfram í átí að ferskri tjáningu. Áhorfandinn rúllar í gegn- um allan tilfinninga- skalann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.