Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 35 ELÍN G UÐMUNDSDÓTTIR + Elín Guðmunds- dóttir var fædd á Flesjustöðum í Kolbeinsstaða- hreppi 20. júní 1915. Hún andaðist í Sjúk- arhúsi Akraness 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Agústa Ólafsdóttir og Guð- mundur Eyjólfsson. Hún átti þijú systk- ini, Guðveigu, f. 2. október 1916, d. 1990, húsfreyja Borgarnesi, maki Jónas Gunnlaugsson; Katrínu, f. 18. september 1918, húfreyja í Tröðum, maki Helgi Gíslason; og Skarphéðinn, f. 17. janúar 1921, d. 1976, bifreiðastjóri í Borgarnesi, maki Agústa Jó- hannsdóttir. Frá unga aldri ólst Elín upp hjá Davíð Sigurðssyni frá Skiðsholtum. Hinn 22. apríl 1939 giftist Elín Árna Guðjónssyni, f. 29. desember 1907, d. 26. maí 1977, bónda á Stafholtsveggjum. Börn þeirra eru: 1) Sólveig, f. 25. ágúst 1940, maki Jón Elís Sæ- mundsson og á hún fimm börn. 2) Davíð Valdimar, f. 21. ágúst 1943, maki Guðmundína Jó- hannsdóttir, eiga þau tvær dætur 3) Ágústa, f. 21. ágúst 1943, maki Hlynur Þórðarson. 4) Guð- jón, f. 9. desember 1944, maki Margrét Ingadóttir, eiga þau fjögur böm. 5) Guð- mundur, f. 24. mars 1946, maki Margrét Ingadóttir og eiga þau Ijögur börn. 6) Magga Hrönn, f. 6. janúar 1948, maki Jón Emilsson, eiga þau tvö börn. 7) Hreinn Heiðar, f. 31. mars 1949, d. 24. september 1972, maki Guðbjörg Magnúsdóttir, eiga þau eina dóttur. 8) Sumarrrós, f. 2. janúar 1951, maki Páll Sig- urðsson, eiga þau tvo syni. 9) Reynir, f. 3. nóvember 1953, maki Guðbjörg Ólafsdóttir og á hann tvær dætur. 10) Rúnar Þröstur, f. 23. júní 1956, maki Erla Einarsdóttir og á hann sex böm. Elín og Ámi bjuggu á Stafholtsveggjum til ársins 1975 er þau fluttu í Borgarnes þar sem þau bjuggu til æviloka. Útför Elínar fór fram frá Stafholtskirkju 2. apríl síðast- liðinn. Elín Guðmundsdóttir frá Staf- holtsveggjum er látin, okkar góði nágranni og vinkona í áratugi. Eg kom í Borgarfjörðinn um 1950, sett- ist þá að á Laugarlandi í Stafholtst- ungum. Á næsta bæ, Stafholts- veggjum, bjuggu Ella og Ámi með sinn stækkandi bamahóp. Mikið dálæti höfðu bóndi minn og tengda- foreldrar á fjölskyldunni og vom tíð- ar heimsóknir að Veggjum. Þar var hvorki hátt til lofts né vítt til veggja, en hjartaþelið gott, gestum vel fagn- að, kræsingar á borðum og bæði vom hjónin ræðin og skemmtileg. Árni Guðjónsson, maður Elínar, var fræðimaður, hæglátur, prúður og mikill ungmennafélagi. Börnin 10, frísk og falleg, komust ö!l vel til manns. Ekki er því lítið dagsverk þeirra hjóna Elínar og Árna. Sá harmur var þó að þeim kveðinn að missa af slysförum einn sona sinna, ungan mann, haustið 1972. Lét hann eftir sig konu og ófædda dótt- ur. Öll börn þeirra Veggjahjóna em fjölskyldufólk og afkomendurnir því orðnir æði margir. Elín og Árni bmgðu búi og fluttu til Borgamess þegar bamahópurinn var floginn úr hreiðrinu. Þau keyptu notalega íbúð í Bröttugötm Og enn áttum við þau Ellu og Árna að nágraönnum, því um svipað leyti fluttum við í Borgames og hófum störf hjá Vegagerðinni. Eftir lát Árna kom Ella til starfa hjá Vegagerðinni og var matráðs- kona í vinnuflokki nokkur sumur eða til ársins 1986, þá orðin 70 ára. Kristófer, maðurinn minn, var verkstjóri í þeim sama flokki og var samstarf þeirra mjög gott. Ella var afburða matargerðarkona og allir vom ánægðir. Hún hafði gaman af að rifja upp þennan tíma í vegavinnunni. Karl- arnir hennar, eins og hún nefndi þá, hugsa áreiðanlega til hennar með hlýjum og þakklátum huga. Síðustu árin dvaldi Ella á heimili aldraðra i Borgarnesi. Átti við van- heilsu að stríða, fékk lömum, var bundin við hjólastól og átti erfítt með að tjá sig. En hún lagði ekki árar í bát, hugsunin var skýr og GUSTAV UNDALL-BEHREND + Gustav Undall- Behrend var fæddur 5. septem- ber 1912, I Lendum í Danmörku. Gustav var sonur hjónanna Marie og Tomas Behrend. 20. desember 1940 kvæntist hann eft- irlifandi konu sinni, Simonu Behrend. Þau eignuðust 4 börn, þau eru: Bent, búsettur á Sauðár- króki, maki Alda Ferdinantsdóttir, María, búsett á Sjávarbakka, maki Bjarne Hammer, Daniel, búsettur á Egilsstöðum, maki Hafdís Bjarnadóttir, Tomas, búsettur í Dan- mörku, maki Mar- grét Jónsdóttir. Barnabörnin urðu 13 og barnabarna- börnin 11. Snemma árs 1938 kom hann til íslands, vann við ýmis störf til sjávar og sveita. Árið 1940 hóf hann búskap á Sjávarbakka í Arn- arneshreppi og bjó þar til ársins 1986, er hann fluttist til Akureyrar og bjó þar til dauðadags. Útför Gustavs verður gert frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku afi minn. Nú ertu farinn frá okkur, á stað sem er allt svo fallegt og gott. Það verður sárt að koma til íslands næsta sumar og eiga ekki eftir að sitja hjá þér í Seljahlíðinni og heyra þig segja sögur frá dögum þínum í Danmörku og öðrum dögum úr lífi þínu. Margar eru minningarnar um þig, t.d. þegar við fengum að fara með þér á elliheimilið með eggin, stóra skeiðin þín sem þú borðaðir alltaf hafragrautinn þinn með, eða guli sparibaukurinn sem þú gafst mér þegar ég var lítil, glaðlega brosið þitt, hláturinn og tárin sem honum fylgdu, lifa alltaf í huga mínum. Svona gæti ég lengi haldið áfram vinnugleðin mikil. Hún var afkasta- mikil handavinnukona og ótrúlegt var að sjá vinnuna hennar fram til þess síðasta. Með þökk í huga fyrir einstaka tryggð hennar við okkar fjölskyldu sendum við Kristófer börnum henn- ar og öðrum aðstandendum innleg- ar samúðarkveðjur og blessunar- óskir. Ólína Gísladóttir. Sunnudagurinn 24. mars síðast- liðinn var fullur af sorg og sökn- uði. Mamma og pabbi tilkynntu mér og systrum mínum að Ella amma væri dáin. .Hún var orðin mjög lasin og lúin, svo maður vissi að þetta myndi gerast einn góðan veðurdag. Það sem verst af öllu er að við vorum ekki búin að hitta hana síðan í júní 1994, því við búum erlendis. Þegar ég var lítil vorum við fjöl- skyldan alltaf hjá henni á jólunum ásamt frænkum og frændum. Það var hefði hjá henni að hafa möndlu- graut í hádeginu á aðfangadag og þá komum við öll saman í litlu íbúð- inni hennar í Borgarnesi og borðuð- um graut. Um kvöldið var borðaður góður matur og tekið upp fullt af pökkum svo að stofan flaut í jóla- pappír og gjöfum. Henni leið lang- þest þegar hún hafði einhvern sem þarfnaðist hennar í kringum sig. Hún var mjög lagin í höndunum og hafði mjög gaman af því að pijóna, sauma út og mála dúka, svuntur, púða og alls slags dót. Hún hefur pijónað ullarsokka og vettl- inga á barnabörnin og barnabarna- börnin svo lengi sem ég man eftir mér. Hún var einnig mjög lagin í eldhúsinu og bakaði heimsins bestu jólaköku með rúsinum. Hún veiktist fyrst um páskana 1992 og svo aftur ári seinna. Sama ár flutti hún á Dvalarheimili aldr- aðra í Borgarnesi og bjó þar þang- að til hún veiktist fyrir nokkru og var flutt í sjúkrahúsið á Akranesi þar sem húm kvaddi þennan heim. Elsku þið öll sem þekktuð mína ástkæru ömmu, ég bið Guð um að styrkja ykkur og styðja alla tíð. Elsku amma mín. Um kinnar mínar runnu heit stór tár. Tár full af sorg og söknuði. Allt sem áður var eru núna bara minningar. Hjá þér fann ég frið allan, hlýju og von. Hlýju og von ég fann í örmum þínum. I hjarta mínu sárt ég'finn hversu heitt ég sakna þín. Hugar- kveðju sendi ég þér, elsku amma mín. Þig mun ég muna alla mína tíð. Og Guð mun gæta þín til við hittumst á ný. Edda Rún Rúnarsdóttir, bamabarn í Noregi. GUÐRUN EINARSDÓTTIR að segja frá góðum minningum um þig því öðru vísi minningar á ég ekki um þig. Ég hafði aldrei hugsað um það fyrr en í dag hvað þessar minningar eru dýrmætar. Þú byrjaðir aldrei á nýju verkefni á mánudegi, það geri ég heldur ekki, bara af því að þú gerðir það ekki. Þú hugsaðir alltaf fyrst um aðra áður en þú hugsaðir um sjálfan þig. Alltaf fylgdistu vel með okkur öllum, ekki breyttist það þó við flyttum langt í burtu frá þér. Það var alltaf gott að koma í Seljahlíðina til ykkar ömmu, þið vor- uð alltaf svo góð og þar leið manni svo vel. Það er ekki hægt að lýsa því með orðum hversu góður og elskulegur afi þú varst. Eg á alltaf eftir að sakna þín, ég er stolt af því að hafa átt þig sem afa. Elsku amma mín, megi guð hjálpa þér í gegnum þennan erfiða tíma. Elsku pabbi minn, ég veit að þetta er líka erfitt fyrir þig og systkini þín og mamma, sem sagðir alltaf að hún hefði ekki getað fengið betri tengdaföður en afa. Ég veit að þetta er erfitt fyrir ykkur öll, eins og okk- ur hin, en við getum öll huggað okkur við það að núna líður afa betur og við eigum allar þessar fal- legu og dýrmætu minningar um hann, sem aldrei geta dáið. Þín Auður María. + Guðrún Einars- dóttir fæddist í Keflavík 10. maí 1920. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykja- víkur 27. mars síð- astliðinn. Guðrún var dóttir hjónanna Einars Guðbergs Sigurðssonar út- gerðarmanns í Keflavík, f. 22. sept. 1892, drukkn- aði 26. febrúar 1947, og Maríu Guðmundsdóttur, f. 20. mars 1900, d. 28. des. 1984. Börn þeirra auk Guðrúnar eru Lúðvík, f. 1918, d. 1934, Gunnar bifreiðastjóri, f. 1919, Hulda, f. 1921, d. 1930, og Ingimar lögfræðingur, f. 1925. Hinn 18. nóvember 1939 giftist Guðrún Birni Magnús- syni, plötu- og ketilsmið frá Emmubergi á Skógarströnd, f. 15. október 1913, d. 14. nóv- ember 1991. Þau bjuggu alla sína tíð í Keflavík. Guðrún og Björn eignuðust fjögur börn: 1) óskírður drengur, f. 4. maí 1940, lést aðeins þriggja mánaða gamall. 2) Lúðvík Guðberg, refa- bóndi, f. 8. maí 1944, kvæntur Þór- dísi Garðarsdóttur og eignuðust þau 3 börn og eru 2 þeirra á lífi og 3 barnabörn. 3) Ein- ar Guðberg, yfir- verkstjóri á Keflavíkurflug- velli, f. 24. ágúst 1949, kvæntur Júlíönnu Maríu Nilssen og eiga þau 4 börn og 5 barnabörn. 4) María Kristín, fiskvinnslukona og húsmóðir, f. 25. des. 1957, gift Jens Elíssyni og eiga þau 3 börn. Guðrún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14.00. Okkur systkinin langar að minn- ast í örfáum orðum föðursystur okkar Guðrúnar Einarsdóttur, sem við kölluðum alltaf Gunnu frænku. Hún ól allan sinn aldur í Keflavík og gerði ekki víðreist þaðan. Gunna var mikil sómakona sem ræktaði sambandið við okkur krakkana með sérstökum og eftirminnilegum hætti. Meðan við vorum yngri voru heimsóknir Gunnu og Björns, manns hennar, skemmtilegar stundir, fullar af glaðværð og góð- mennsku sem treysti fjölskyldu- böndin. Stundum fórum við í reisur til Keflavíkur að heimsækja Maju ömmu og alla hina ættingjana. Þá var gaman að koma á Suðurgötuna þar sem okkur var tekið opnum örmum. Á heimili Gunnu og Björns voru reisn og höfðingsskapur í fyrir- rúmi. Það var einkenni Gunnu hvað hún átti auðvelt með að tala við okkur krakkana og gera hversdags- lega viðburði að mikilvægum. Ekki alvöruþrungna heldur skemmtilega. Hún var hrein og bein í viðmóti en jafnframt hlý og góð. Það er okkur mikilvægt í minningunni um hana. Samband Þórunnar, móður okkar, og hennar var alla tíð mjög gott. Eftir að hún féll frá fyrir aldur fram átti Gunna allan heiður af því að halda við okkur góðu sambandi. Hún kom oft í heimsóknir til Reykjavíkur til okkar krakkanna eftir að við stofnuðum okkar heim- ili og á hennar heimili vorum við alltaf jafnvelkomin. Á seinni árum hafa aðstæður verið þannig að Gunna átti erfiðara með heimsóknir til okkar og ferðir okkar til Kefla- víkur færri en skyldi. En alltaf fylgdist hún með og alltaf voru þau í góðu sambandi faðir okkar og hún. Gunna átti við heilsuleysi að stríða frá unglingsaldri sem setti sitt mark á alla hennar ævi. Vegna þessa var líf hennar oft á tíðum erfitt en hún bar höfuðið hátt og vildi aldrei ræða um veikindi sín. Þrátt fyrir fötlun sína var Gunna afar dugleg að bjarga sér og til marks um það keyrði hún bíl þar til fyrir þremur árum. Hún hafði yndi af hvers kyns handavinnu sem hún gat þvl miður ekki sinnt eins og hana langaði til hin siðari ár. Gunna átti yndislegan eiginmann sem reyndist henni einstaklega vel og bar hana á höndum sér alla tíð. Þegar Björn lést fyrir nokkrum árum, varð það henni mikið áfall og var hún ekki söm eftir það. Saman áttu þau og ólu upp þijú börn en misstu fyrsta barn sitt nokkurra mánaða gamalt. Gunna helgaði líf sitt heimilinu og uppeldi barnanna og hefur hún alla tíð vak- að yfir velferð þeirra. Hún var af þeirri kynslóð sem ólst upp við þá hugsun að áföll væru hluti af lífínu og fór hún ekki varhluta af þeim. Tvö systkini missti hún ung að árum og faðir hennar fórst á besta aldri. Barnabarn sem var henni mjög kært féll sviplega frá fyrir nokkrum árum. Það má vera okkur fyrirmynd sú þrautseigja og dugnaður sem ein- kenndi allt hennar líf. Það má vera okkur til eftirbreytni hvernig hún stóð af sér hremmingarnar, hélt áfram lífsbaráttunni og sá Ijósið í myrkrinu þrátt fyrir allt. Börnum hennar og afkomendum þeirra sendum við samúðarkveðjur. Hafi kær frænka þökk fyrir þá' tryggð, hlýju og gleði sem hún veitti okkur í gegnum tíðina. Við kveðjum hana með söknuði og virðingu. Ingibjörg, Einar, María og Jónas Ingimarsbörn. Hjartkær vinkona okkar, Guðrún Einarsdóttir, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 27. mars eftir örstutta legu. Við kynntumst Gunnu eins og hún var af flestum kölluð, fyrir rúmum 40 árum, skömmu eftir að við fluttumst suður með sjó, til Njarðvíkur frá Reykjavík, í gegnum eiginmann hennar Bjöm Magnús- son vélsmið í Keflavík, en hann lést' í nóvember 1991. Aðra eins mann- kosta konu var vart hægt að hugsa sér og kom það ekki hvað síst fram í því, með hvílíkri hetjulund og æðruleysi hún bar langvarandi kvalafull veikindi sín, án þess að vera að bera þau á torg. En enginn sem fylgdist með henni í gegnum lífið komst hjá því að sjá hvernig hún krepptist alltaf meir og meira af liðagigtinni, sem engum læknum tókst að lina og sjá hvernig líðan hennar var. En þennan sterka og skapmikla persónuleika fékk ekkert bugað. Hún lifði í ástríku hjónabandi með manni sínum á sjötta áratug og saman tókust þau á við ótrúlega erfiðleika I lífshlaupi sínu, en þau giftu sig árið 1939 í byijun síðari heimsstyijaldarinnar og eignuðust fljótlega son, en fengu ekki notið frumburðar síns nema í fáeinar vik- ur, því hann lést í frumbernsku og var það þeim mikill harmur. Eftir þá fæðingu fékk hún þann úrskurð að hún myndi ekki geta fætt annað barn og varð það þeim mikil raun. En þessi kjarkmiklu hjón létu ekki deigan síga og tóku að sér þijú kjörbörn, tvo drengi og eina stúlku og ólu þau upp í miklu ástríki sem sín eigin. Við munum alltaf minnast Gunnu með hlýjum hug um leið og við þökkum henni samfylgdina. Börnum hennar, barnabörnum og barnabarnabörnum, svo og að- standendum öllum sendum við inni- legustu samúðarkveðjur. Halla og Ingvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.