Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR t Móðir okkar, EMILÍA GRÖNVOLD, frá Litlu-Skógum, siðasttil heimilis á Skúlagötu 40, lést í Landspítalanum mánudaginn 1. apríl Halldór Grönvold, Karl Grönvold. t Okkar kæri frændi og vinur, TORFI L. TORFASON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 31. mars sl. Jarðsett verður frá Akraneskirkju 11. apríl nk. kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Lauritz H. Jörgensen. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÞÓRARINN ALEXANDERSSON, Stigahlíð 20, Reykjavík, er látinn. Sigriður Maria Sigurðardóttir, Hanna Þórarinsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KAMILLA ÞORSTEINSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, sem lést 31. mars, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudag- inn 12. apríl kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Sundlaug- arsjóð Kristnesspítala njóta þess. Edda Eiríksdóttir, Auður Eiríksdóttir, Jóhann Halldórsson, Þorsteinn Eiríksson, Arndis Baldvinsdóttir, Guðríður Eiríksdóttir, Gunnar Ragnars, Hafsteinn Andrésson, barnabörn og langömmubörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalangamma, MARGRÉT SIGRÍÐUR EYJÓLFSDÓTTIR, Skólavöllum 14, Selfossi, áður húsfreyja á Læk í Holtum, verður jarðsungin frá Hagakirkju í Holtum laugardaginn 6. apríl kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hennar, vinsamlegast láti Hagakirkju njóta þess. Sigurður Sigfússon, Eygló Sigfúsdóttir, Davíð Sigfússon, Dóra Sigfúsdóttir, Ólafur Sigfússon, Pálmi Sigfússon, Vigdís Magnúsdóttir, Halldór Þorkelsson, Hlfn Magnúsdóttir, Karl Steinbergsson, Hólmfrfður Hjartardóttir, Vigdfs Guðmundsdóttir, Oddný G. Eyjólfsdóttir, Erla Björgvinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, fósturmóður, tengdamóður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- hússins á Blönduósi. Guðmundur Haraldsson, Erla Björg Evensen, Svava Axelsdóttir, Grímur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ÁSGRÍMUR HALLDÓRSSON á Höfn sneri hann sér af fullum krafti að rekstri fyrirtækisins Skinneyjar hf. sem hann hafði stofnað ásamt öðrum yngri. Það var oft hann sem vildi ganga lengra en þeir yngri sem héldu í tauminn. Þó Asgrímur væri kominn vel yfir miðjan aldur var hann alltaf að byggja upp fyrir framtíðina og næstu kynslóðir. Eitt aðaláhugamál Ásgríms var að græða landið og hafði hann um það frumkvæði að kaupa land til skógræktar fyrir Skógræktarfélag Austur-Skaftafellssýslu sem hann hugsaði sem sælureit fyrir sýslubúa í framtíðinni og vann þar af mikilli ósérhlífni við girðingar og gróður- setningu. Með því að hafa svo ein- lægan athafnaáhuga hreif hann aðra með sér til dáða og hefur hann ekki hvað síst haft áhrif á okkur hjón hvað varðar skógræktaráhuga og alltaf var hann tilbúinn með hvatningu og ráðleggingar. Nú á síðastliðnu ári var hann búinn að girða nýjan gróðurreit í Karl fyrir fjölskylduna þar sem henni er ætlað að koma saman a.m.k. einu sinni á ári til gróður- setningar og mun það í framtíðinni vera á okkar ábyrgð að halda áfram þar sem frá var horfið. Líklega getum við ekki heiðrað minningu hans á betri hátt en með því að yrkja landið. Elsku Guðrún, sorg þín er mest en styrkur þinn er styrk- ur okkar allra. Þar sera góðir menn fara þar eru Guðs vegir. (B.B.) Siguijóna. Frá því ég fyrst man eftir mér leit ég upp til Ásgríms, þessa frænda míns sem stýrði stóru kaup- félagi í Hornafirði og var þar mik- ill athafnamaður. Hann var örlaga- valdur í mínu lífi eins og margra annarra. Hann útvegaði mér sumar- dvöl í sveit hjá góðu fólki í Þórisdal í Lóni þegar ég var á níunda árinu. Á hverju vori og hausti í fimm ár dvaldi ég á heimili hans og Guðrún- ar þegar ég var á leið í og úr sveit- inni. Seinna stundaði ég sjó á horn- firskum báti og vann sem verka- maður á Höfn og átti þá alltaf skjól á heimili þeirra. Á námsárunum fann ég hvað hann fylgdist með hvernig mér reiddi af og hvatti mig þegar við hittumst. Ég veit að hann fylgdist með líkum hætti með fjölda ungs fólks í Hornafirði, hvatti það til dáða og studdi til góðra verka. Eftir að námi lauk héldum við allt- af sambandi. Þá vann ég m.a. fyrir hann verkefni á árunum 1984 og ’85, þegar hann var að kanna nýja möguleika til uppbyggingar Skinn- eyjar hf. Það var ekki síst vegna þess að ég fann að ég hafði stuðn- ing og traust Ásgríms að ég réð mig til starfa hjá Borgey hf. í maí 1992, þegar sjávarútvegsstarfsemi KASK var endurskipulögð. Þá fór- um við Ásgrímur að starfa saman með allt öðrum hætti en áður. Við stýrðum fyrirtækjum sem áttu í beinni samkeppni, en áttu líka í samstarfi. Einnig störfuðum við saman í stjórn Oslands hf., fiski- mjölsverksmiðju, við að byggja fyr- irtækið upp. Á fyrstu tveim starfs- árum mínum sem framkvæmda- stjóri Borgeyjar hf. gekk félagið í gegnum miklar þrengingar. Þessi ár voru erfið, ég fann til mikillar ábyrgðar sem stjórnandi Borgeyjar hf., sem vegna stærðar sinnar er burðarás í atvinnulífi í Hornafirði. Við Ásgrímur vorum ekki alltaf sammála um hvernig staðið skyldi að málum, en alltaf gat ég leitað til hans til að ræða vandasöm úr- lausnarefni sem ég átti við að glíma. Það var ekki síst þá sem ég fann hversu yfirgripsmikla þekkingu og djúpstæðan skilning hann hafði á rekstri fyrirtækja. Það var samt ekki sú þekking hans sem réð úrslit- um fyrir mig, þegar mest á reyndi, heldur að geta ætíð leitað til hans og átt trúnað hans þegar mér fannst álagið verða yfirþyrmandi. Þá var gott ^ð geta létt af sér fargi og geta rætt hvaða tilfinningar voru að bærast í bijóstinu. Þá skynjaði ég hversu mikinn persónulegan styrk Ásgrímur hafði og ég fór frá honum með endurnýjað baráttu- þrek. Ásgrímur bar hag Borgeyjar hf. ávallt fyrir brjósti, og reyndist mér hollráður og studdi mig alltaf útávið, þegar mest á reyndi. Fyrir það verð ég honum ætíð þakklátur. Elsku Guðrún, við Tóta vottum + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför MARÍU SVEINLAUGSDÓTTUR, Lindarsíðu 4, Akureyri. Fyrir hönd vandamanna, Ófeigur Pétursson. + Innilegar þakkir færum við þeim, er sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför GUÐBJÖRNS KRISTÓFERS KETILSSONAR fyrrum bónda, Hamri i' Hörðudal. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins að Fellsenda fyr- ir alúð og vináttu sýnda honum. Fyrir hönd aðstandenda, Gfsli Ketilsson, Kristinn Breiðfjörð. fi avarac OTRULEGA HAGSTÆTT VERÐ &C0 LEITIÐ TILBOÐA BYGGINGAVORUR Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI 553 8640 / 568 6100 þér og fjölskyldu þinni okkar dýpstu samúð. Halldór Árnason. Enn einn samreiðarmaður, að þessu sinni úr Hornafirðinum, hefur nú lagt Gjallarbrú að baki. Það er öðlingurinn og kempan Ásgrímur Halldórsson. Það er í eðli sumra manna að setja svip á umhverfi sitt. Logn- molla er þeim fjarri skapi og meðal- mennsku þola þeir ekki. Lífið er þeim vettvangur athafna, stundum jafnvel ats, og ekkert sem þeir koma að verður hið sama eftir. Oft er slíkum mönnum tamara að herða á rás viðburðanna eða breyta henni en láta hana renna framhjá í föstum farvegi vanans. Af þeirri Höfn í Hornafirði, sem Ásgrímur flutti að ungur að árum er fátt þekkjanlegt nú nema fjallahringurinn. Meira að segja Hornafjarðarfljóti hefur verið breytt og séu þessar breytingar grannt skoðaðar, munu fáar finnast, sem Ásgrímur hefur ekki komið að, með einum eða öðrum hætti. Kynni mín við þau ágætishjón Guðrúnu og Ásgrím hófust uppúr því að elsta dóttir þeirra slasaðist. Slysið var þess eðlis að margar aðgerðir þurfti til lagfæringar. Af þeim kynnum spratt vinátta sem haldist hefur æ síðan, þó fundum hafi fækkað hin síðari árin. Svo var hestamennska sameigin- legt áhugamál, sem allmörg sumur dró okkur hjónin ásamt fleiri vinum og kunningjum austur í Suðursveit og til Hafnar. Á þessu svæði er náttúrufegurð óviðjafnanleg, eins og allir vita sem þangað hafa ferð- ast. Þó oftast hafi skinið sól í ferðun- um austur, verður sú ferðin minnis- stæðust, þegar veðurguðirnir börðu sem rækilegast á okkur. Sú ferð var farin um mánaðamótin júlí og ágúst 1969, úr Lóni, meðfram aust- urströndinni, yfir Öxi, í Hallorms- stað. Þaðan var svo farið um Sturlu- flöt, suður yfir Víðidalsöræfi. Á þeim áfanga sá vart handa skil vegna illviðris. Sökum vatnavaxtanna sem ill- viðrið gerði, treystumst við ekki til að leggja hestana til sunds yfir Jökulsá á Lóni og teymdum þá yfir nýsmíðaða göngubrú yfir ána. Fæstir vita það víst nú, að þá brú byggði Ásgrímur að miklu leyti með eigin höndum og eigin hestum, því allt efni þurfti að draga niður Illa- kamb að brúarstæðinu og dugðu ekki í það neinar liðleskjur. Mér býður í grun, að þetta mannvirki hafi verið Ásgrími hugstæðara en mörg önnur stórvirki, sem hann átti hlut að. Veislan heima hjá þeim hjónum að ferðalokum kemur í huga minn í hvert sinn er ég lít á stóra ópalinn á arinhillunni, sem hún Guðrún sótti i garðinn sinn og lét í farangurs- geymsluna á bílnum mínum, þegar við kvöddumst. Ég mun ætíð minnast Ásgríms sem eins af þeim samferðamönnum, sem hafa gefið lífinu lit. Við Lóló sendum Guðrúnu og allri fjölskyldunni innilegustu sam- úðarkveðjur. Árni Björnsson. Erfídnkkjiir Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEHDIR Illfil LÍIFTLEIDIH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.