Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 56
HYUNDAI Hátækni til framfara MTæknival Skeifunni 17 • Simi568-1665 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SlMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTR UM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Landhelgisgæzlan RÚSSNESKI togarinn Dmitríj Pokramovítsj hélt áfram veiðum utan efnahagslögsögunnar eftir að TF-SÝN stóð hann að meintum ólöglegum veiðum 2,4 mílur innan við mörkin á Reykjaneshrygg í gær. Fyrsta taka erlends togara eftir útfærslu í 200 mílna landhelgi Rússi staðinn að meint- um ólöglegnm veiðum Stoðtæki frá Össuri Gervilimir . seldirtil Króatíu STOÐTÆKJAFYRIRTÆKIÐ Öss- ur hf. á í samningaviðræðum við varnarmálaráðuneytið í Króatíu um smíði gervilima fyrir 2.000-6.000 hermenn landsins sem hafa örkuml- ast í borgarastyijöldinni í löndum fyrrum Júgóslavíu. Búist er við að hægt verði að ganga frá samningn- um í lok þessa mánaðar. Eyþór Bender, markaðsstjóri fyr- irtækisins, segir að um mjög mikla aukningu á starfsemi fyrirtækisins verði að ræða ef af samningnum 'W^'Verði. Um er að ræða hermenn sem hafa slasast á fótum og nefnir Ey- þór sem dæmi um aukninguna sem gæti orðið að nú framleiði fyrirtæk- ið um 300 ökklaliði á ári, en það hefur hingað til eingöngu starfað á hefðbundnum mörkuðum fyrir stoð- tæki. Hann sagði að leitað hefði verið að fyrra bragði til Össurar fyrir hönd stjórnvalda í Króatíu. ■ Stoðtæki/4 -----».♦■■■♦--- Fjögur apótek í sama hverfi BORGARRÁÐ afgreiddi í gær umsagnir um veitingu lyfsöluleyfis til þriggja nýrra verslana á höfuð- borgarsvæðinu. Verslanirnar verða í Lágmúla 5 og 7 og Skipholti 50c. Allar verða þær í grennd við Borg- arapótek, sem þegar er starfandi á þessu svæði. ■ Staðsetning/16 RÚSSNESKI togarinn Dmitríj Pokramovítsj frá Múrmansk var staðinn að meintum ólöglegum veið- um um 2,4 mílur innan 200 mílna efnahagslögsögunnar á Reykjanes- hrygg í gær. Fiugvél Landhelgis- gæslunnar, TF-SYN, var í gæslu- flugi og kom að togaranum um kl. 16. Þegar hófst óslitin eftirför og lét Landhelgisgæslan skipið aldrei úr augsýn. Fylgjast átti með skipinu úr flug- vél þar til varðskip kæmi á staðinn, en það var væntanlegt að togaran- uin á fimmta tímanum í morgun. Að sögn Helga Hallvarðssonar, yfirmanns gæsluframkvæmda, var haft samband við togarann úr flug- vélinni og viðurkenndi skipstjóri að vera innan efnahagslögsögunnar en bar við vélarbilun. Togarinn var þá með veiðarfærin úti. Skipstjórinn fékk fyrirmæli um að taka upp veið- arfærin og halda til næstu íslenskr- ar hafnar. Þá hífði togarinn upp vörpuna og sigldi á fullri ferð út fyrir 200 mílna mörkin. Þar kastaði hann aftur og hóf veiðar á ný eins og ekkert hefði í skorist. TF-SÝN sveimaði yfir skipinu til kl. um 19. Þá kom flugvél Flug- málastjórnar, TF-DCA, með starfs- mann Landhelgisgæslu um borð og leysti gæsluvélina af meðan hún fór til Reykjavíkur að sækja eldsneyti og nýja menn í áhöfn. TF-SÝN lenti á Reykjavíkurflugvelli laust eftir kl. 20 í gærkvöldi og fór síðan aft- ur að fylgjast með skipinu eftir að fyllt hafði verið á eldsneytisgeyma. TF-SÝN hefur um 10 klukkustunda flugþol. Þegar varðskipið kemur á vett- vang verður væntanlega gerð til- raun til að fara um borð í togar- ann. Takist að færa skipið til hafn- ar verður þetta fyrsti togarinn sem tekinn er vegna ólöglegra veiða inn- an efnahagslögsögunnar frá því hún var færð út í 200 mílur árið 1975. Að sögn Helga Hallvarðssonar ijölgar nú togurum við 200 rnílna mörkin enda úthafskarfaveiðin á Reykjaneshrygg að hefjast af krafti. Formaður BSRB um uppsagnir á skólaskrifstofu Uppsagnir starfsfólks verði afturkallaðar FORMAÐUR BSRB og formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur ætla að krefjast þess á fundi með borgarstjóra í dag að uppsagnir starfsfólks Skólaskrifstofu Reykja- **“"víkur verði dregnar til baka. Að öðrum kosti verði starfsfólkinu þeg- ar í stað boðið áframhaldandi starf undir nýju fyrirkomulagi. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar (SR), og Ragnar Hall, lög- maður BSRB, áttu fund með starfs- mönnum Skólaskrifstofu Reykjavík- ur í gærmorgun. í framhaldi af fund- inum sendi SR borgarstjóra bréf. Samkvæmt heimildum blaðsins eru þar gerðar athugasemdir við hvernig >««ao*(ið uppsögnunum var staðið. Einnig ’ * að ekki hafi verið staðið við vilyrði um endurráðningu starfsmanna með óyggjandi hætti. Þá mun bent á að uppsagnirnar kunni að brjóta í bága við lög. Uppsagnarbréfin eru því Lalin markleysa. Ekki samkvæmt lögum „Við erum mjög ósátt við hvernig að þessu er staðið,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við teljum ákveðna lögfræðilega meinbugi á þessu máli, einnig stangast það á við fyrri yfirlýsingar sem gefnar hafa verið um að fólkinu sem þarna er starfandi verði tryggð áframhald- andi störf.“ Hinir lögfræðilegu meinbugir munu meðal annars snúa að því hvetjir hafi umboð til að segja starfs- fólki skólaskrifstofunnar upp störf- um. Það var Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála hjá Reykjavíkurborg, sem skrifaði undir uppsagnarbréfin án þess að vísa til ákvörðunar skóla- málaráðs eða borgarráðs, enda slík ákvörðun ekki fyrir hendi. Forstöðu- maður skólaskrifstofunnar var á sín- um tíma ráðinn af borgarráði og hann réð síðan starfsfólk skrifstof- unnar. Eðli málsins samkvæmt hefði því borgarráð átt að segja forstöðu- manninum upp og borgaryfirvöld átt að láta forstöðumanninn senda starfsmönnum uppsagnarbréf. Þá þykir sýnt að við þessa upp- sögn hafi ekki hafi verið farið að lögum um hópuppsagnir. Nokkrir starfsmenn skólaskrifstofunnar munu vera fastráðnir og er álitið að þeim verði ekki sagt upp nema með ákvörðun borgarráðs. Ekki staðið við vilyrði Mikil óánægja mun vera meðal starfsfólks Skólaskrifstofu Reykja- víkur með að ekki hafi verið staðið við gefin fyrirheit um að boð um endurráðingu fylgdi uppsagnar- bréfi. Þess í stað fylgdi tilboð um viðræður um endurráðningu. Sjöfn Ingólfsdóttir, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, sagði að það sem fyrst og fremst sneri að stéttarfélaginu væri spurn- ingin um áframhaldandi- starf starfsfólksins. Sjöfn sagðist binda vonir við að allir starfsmenn yrðu endurráðnir og sagðist ekki á þessi stigi málsins hafa ástæðu til að ef- ast um annað. Formenn félaganna ætluðu að eiga annan fund með starfsmönnum skólaskrifstofunnar í kjölfar fund- arins með borgarstjóra í dag. ■ Tillögu um að faIla/6 Morgunblaðið/Jón Marteinsson SIGMAR litli Rafn, t.v., og Jón Kristinn frændi hans með sjóbirt- ingana sína stóru, en hluti af heildarveiðinni liggur í grasinu. Fimm áradró 14 punda sjóbirting FIMM ára drengur, Sigmar Rafn Jóhannesson, gerði sér lítið fyr- ir og veiddi 14 punda sjóbirting í Hörgsá á Síðu er veiði hófst þar á mánudaginn. 12 ára frændi hans, Jón Kristinn Jónsson, gerði það einnig gott, dró 11 punda birting á land eftir harðan leik. Þetta eru stærstu sjóbirtingarnir sem frést hefur af í upphafi veiði- tímans, en veiði fer fram í nokkr- um ám á Suðurlandi. „Sigmar litli stóð sig vel, kast- aði spón og gerði það alveg sjálf- ur. Hann setti í fiskinn og glímdi við hann. Það var ekki fyrr en í lokin, er komið var að því að landa, að þeir eldri komu til sög- unnar og hjálpuðu aðeins til,“ sagði Jón Marteinsson, frændi Sigmars og faðir Jóns Kristins. Alls veiddi hópurinn 30 fiska í Hörgsá fyrsta daginn, marga væna en flesta 3-5 punda. Sjóbirt- ingsveiði hefur víðast verið rnjög góð þessa fyrstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.