Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 1
B L A fMttgmiMákfo 1996 MIÐVIKUDAGUR 3. APRIL BLAÐ B HANDKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristján JULIAN Duranona átti stórleik í gærkvöldi og átti Valsmenn í basli með að hemja skot hans.og sendingar. Hér reynir Sigfús Sigurðsson án árangurs að koma í veg fyrlr að hann komi knettinum inn á Leó Örn Þorleifsson á línunnl en Ólafur Stefánsson fylglst með tilbúinn að grípa í taumana grípl Leó sendlnguna. Héðinn skoðar hjá Fredenbeck „ÞAÐer enn allt á huldu hvað ég geri. Ég ætla að fara út og líta á aðstæður hjá þeim í næstu viku og athuga hvernig mér og konunni minni líst á," sagði Héðinn Gilsson, handknatt- leiksmaður úr FH en þýska 2. deildar félagið Fredenbeck hefur áhuga á að fá hann til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil. Félagið er nu um stundir í efsta sæti 2. deildar og því líklegt til að leika í fyrstu deildinni á næsta hausti. Fredenbeck er þorp í N-Þýskalandi rétt við Hamborg. Með félaginu leikur m.a. norski leikmaðurinn Roger Kendalen. „Þeir höfðu fyrst samband við mig fyrir tveimur mánuðum og ég hef átt í viðræðum við þá án skuldbindinga." Héðinn sagði enn- fremur að hann hefði ráðfært sig við lækni um meiðslt. þau sem hafa verið að hrjá hann síðastlíðið ár. „Hann sagði mér bara að hvílast vei nú 'þegai ¦ keppnistímabilinu væri lokið og þá myndi þaujafna sig. Ég hefði aldrei farið út í að tala við Þjóðverjanna nema vera viss um að geta náð mér á strik." Sama félag hefur sýnt Róbert Sighvatssyrii, línumanni UMFA, áhuga en í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi sagðist Róbert ekk- ert hafa heyrt annað en spurningu þess efnis hvort hann hefði hugsanlega áhuga. „Mér hef- ur ekkert tilboð borist frá þeim," sagði Ró- bert, „svo það er ekkert um þetta mál að segja." Kvennalandsliðið til Hollands ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik fer á fimmtudaginn til HoIIands og leikur bar í landi tvo landsleiki gegn heimastúlkum. Báðir leikirnir eru liður í riðlakeppni Evrópu- mótsins og eru þeir um Ieið síðustu landsleik- ir tslendinga i keppninni. Áður hefur íslenska liðið tapað tvisvar sinnum fyrir Rússum og Svíum. Vegna leikjanna hefur Kristján Hall- dórsson, landsliðsþjálfari, valið hóp 14 kvenna til fararinnar og er hann þannig skipaður: Markverðir eru Fanney Rúuarsdóttir og Hjör- dís Guðmundsdóttir. Aðrir leikmenn eru þær Auður Hermannsdóttir, Berglind Ómarsdótt- ir, Björk Ægisdóttir, Brynja Steinsen, Guð- munda Kristóánsdóttir, Guðný Gunnsteinsdótt- ír, Halla Maria Helgadóttir, Herdís Sigur- bergsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Ragnheiður Stephensen, Svava Sigurðardóttir og Þórunn Garðarsdóttir. Fyrri leikur þjóðanna verður í Arnhem á föstudaginn og sá síðari daginn eftir Ðoetinc- hem. íslenska liðið kemur heim á páskadag. m Eal Fjórði leikur Vals og KA í Höllinni LAUGARDALSHÖLLIN verð- ur vettvangur fjórða leiks Vals og KA í úrslitarimmunni um íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik annað kvöld. Brynjar Harðarson, formaður hand- knattleiksdeildar Vals, sagði að það hefði verið ákveðið löngu f yrir þennan Ieik að fjórði leikurinn, ef til hans kæmi, færi fram í Laugardals- höll. „Þessi leikur hlýtur að laða að það marga áhorfendur að hann kallar á stærra hús. Vissu- lega má segja að vígstaða okkar væri betri í Valsheimilinu en ýmsar aðstæður svo og óskir frá IBR og fleiri aðilum sannfærðu mig um að rétt væri að spila leikinn í Laugardalshöll," sagði Brynjar. Valgarð og Gunnar Berg fara með til Japans VALGARÐ Thoroddsen, hornamaður úr Val, og Gunnar Berg Vikt- orsson úr Vestmannaeyjum eru nýliðarnir í landsliðshópi Þor- björns Jenssonar sem tekur þátt íæfingamóti í Japan í næstu viku. Liðið heldur utan á páskadag og leikur fyrsta leikinn á þriðjudag gegn Ástralíu og er það fyrsti landsleikur þjóðanna. Þorbjörn sagði að stefnt væri að því að leika til úrslita á mótinu í Japan. Flogið verður til Amster- dam, síðan til London og þaðan til Osaka í Japan og loks til Kuma- moto, alls um 20 tíma flug. Mótið er hugsað til undirbúnings fyrir heimsmeistarakeppnin sem haldin verður í Japan 1997. Það verða 400 dagar fram að HM þegar úrslita- leikur mótsins verður 14. apríl. Leikið verður í tveimur fjögurra liða riðlum. ísland er í A-riðli og verður fyrsti leikur liðsins gegn Ástralíu 9. apríl, síðan verður leikið gegn Bandaríkjunum daginn eftir og heimamönnum, Japan, 11. apríl. Undanúrslitaleikirnir fara fram 13. apríl og síðan úrslitaleikurinn dag- inn eftir. í B-riðlinum eru: Noreg- ur, Suður-Kórea, Hvíta-Rússland og Kína. Þorbjörn sagði að enn væri ekki alveg komið á hreint hvort Geir Sveinsson fái sig lausan frá Montpellier. „Ég legg mikla áherslu á að fá Geir með til Japans því ég hef ekki svo mikinn tíma með liðinu fyrir undankeppni HM í haust.. Montpellier á einn leik eftir í frönsku deildinni, gegn efsta liðinu Marseille 13. apríl. Þar sem liðið er að berjast um Evrópusæti vilja forráðamenn félagsins að Geir leiki umrædd- an leik. Ég á von á að heyra frá félaginu á morgun [í dag] og þá skýrist hvort við fáum Geir með. Ef ekki þá mun ég velja annan línumann í hans stað," sagði þjálfarinn. Landsliðshópurinn Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, Val Bjarni Frostason, Haukum Aðrir leikmenn: Valdimar Grímsson, Selfossi Vaigarð Thorodsen, Val Björgvin Björgvinsson, KA Davíð Ólafsson, Val Geir Sveinsson, Montpellier Róbert Sighvatsson, Aftureldingu Gunnar Berg Viktorsson, ÍBV Júlíus Jónasson, Suhr Sigurður Bjarnason, Stjörnunni Dagur Sigurðsson, Val Ólafur Stefánsson, Val Patrekur Jóhannesson, KA KÖRFUKNATTLEIKUR: SiGUR GRINDVÍKINGA í BLÁLOKIN / B3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.