Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 4
iWírgtmlMttóífr KNATTSPYRNA GEORGHE Hagi fagnar jöfnunarmarki sínu, 2:2, á Ólympíuleikvanginum í Munchen. Reuter Hagi skoraði ódýrl mark gegn Bayem Tryggði Barcelona jafntefli, 2:2, á Ólympíuleikvanginum í Munchen RÚMEIMSKI landsliðsmaðurinn Gheorghe Hagi tryggði Barcel- ona jafntefli, 2:2, ffyrri undanúrslitaleiknum í UEFA-keppninni gegn Bayern Miinchen á Ólympíuleikvanginum í MUnchen. Markið var svo sannarlega af ódýrari gerðinni — þýski landsl- iðsmaðurinn Markus Babbel gerði mistök, er hann reyndi að senda knöttinn afturtil markvarðar á 77. mín. Hagi náði knett- inum og þrumaði honum í netið, 2:2. Laudrup hættir hjá Rea! Madrid MICHAEL Laudrup, fyrirliði danska landsliðsins, tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem leikmaður hjá Real Madrid eft- ir þetta keppnistímabil og ge r- así leikmaður £ Japan eða Bandaríkjunum. Laudrup, sem er 3! árs, hefur leikið með Juventus, Bareelona og Real Madrid -■ fimm ár þjá Barcel- ona og tvö þjá Reaí, „Ég hefði viljað hætta sem Evrópumeist- ari eins og Frank Rijkaard með Ajax, en því miðúr tókst það ekki," sagði Laudrup, sem sagði að Real Madrid yrði hans síðasta stóra félag. Laudrup hefur ekki tilkynnt að hann hætti að leika með danska landsliðinu. „Ég mun ræða framtíðina við nýja landsliðs- þjálfarann [Bo Johanssonj," sagði Laudrup. Fagna út- sendingu frá Austurríki STUÐNINGSMENN Bayem Mtinchen hafa fagnað þvi, að þeir fái tækifæri til að sjá seinni leik Bayern gegn Barc- elona í UEFA-keppninni beint í sjónvarpi - frá Barcelona. Þar sem sem þýsk kapalstöð keypti rétt til að sýna leikinn, verður hann ekki sýndur í stöð sem almenningur nær. Stuðn- ingsmenn Bayern fengu gleði- fréttir í gær, þegar tilkynnt var að austurriska sjónvarp- stöðin ORF myndi sýna leikinn - stöðin nær um Bæjaraland. Ástæðan fyrir því að stöðin ákvað að sýna hann er að aust- urríski landsliðsmaðurinn Andreas Herzog leikur með Bayern. essi fnistök voru mjög blóðug fyrir leikmenn Bayern, sem höfðu barist hart til að jafna metin og komast yfir, eftir að Oscar Garc- ia hafði skorað glæsilegt mark'á 15. mín., eftir skemmtilegan sam- leik við Jose Maria Nakero. Leik- menn Bayern, sem keppa að því að tryggja liðinu fyrsta Evrópubik- arinn í 20 ár, komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu tvö mörk á fimm mínum. — fyrst Marc- el Witeczek á 52. mín. og síðan Mehmet Scholl. Eftir mörkin héldu leikmenn Bayern áfram pressu að marki Barcelona. Þeir náðu ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir glæsilegan leik, aftur á móti gerði Babbel mjög slæm mistök, sém kostuðu Bayern sigur. „Það var slæmt að fá á sig mark svo snemma í leiknum, sem varð til þess að við komumst ekki vel á ferðina fyrr en í seinni hálfleik,“ sagði Otto Rehhagel, þjálfari Bay- ern. „Við verðum að leika þetur en við gerðum í fyrri hálfleik fyrir framan 90.000 áhorfendur í Barcel- ona. Leikmenn Barcelona léku mjög knattspyrnu, þar sem leikmenn sendu frá sér knöttinn eftir eina snertingu. Við eigum möguleika á að komast í úrslit, við þurfum að vinna í Barcelona til þess að kom- ast alla leið,“ sagði Rehhagel. Johan Cruyff, þjálfari Barcelona, sagðist hafa verið ánægður með leik sinna manna. „Bæði liðin tóku oft áhættu. Leikmenn Bayern léku frábæra knattspyrnu í seinni hálf- leik. Ég er ánægður með mína menn, sem léku einnig vel.“ Liðin sem féku, voru þannig skipuð: Bayern: Oliver Kahn, Lothar Matthaus, Oliver Kreuzer (Ciriaco Sforza, 46.), Thom- as Helmer, Mehmet Scholl, Markus Bab- bel, Christian Nerlinger, Andreas Herzog (Marcel Witeczek, 46.), Christian Ziege, Jean-Pierre Papin, Jiirgen Klinsmann. Barcelona: Carlos Busquets, Albert Ferrer, Gheorghe Popescu, Albert Celades, Oscar Garcia (Jordi Cruyff, 53.), Josep Guardiola, Guillermo Amor, Gheorghe Hagi (Lluis Carreras, 80.) Luis Figo, Jose Maria Ba- kero (Ivan de la Pena, 75.), Roger Garcia. Óskabyrjun Bordeaux Miðheijinn Christophe Dugarry hjá Bordeaux nýtti sér mistök í vörn Slavía í Prag í byrjun leiksins, til að tryggja franska liðinu sigur, 0:1. Dugarry, sem skoraði tvö mörk gegn AC Milan á dögunum, var einn á auðum sjó í miðjum vítateig á sjöundu mín., þegar hann fékk knöttinn frá Zinedine Zidane, sem hafði leikið á varnarleikmanninn Radek Bejbl. Dugarry átti síðan skot sem hafnaði á þverslá og mark- vörðurinn Jan Stejskal kom í veg fyrir að leikmenn Bordeaux skoruðu fleiri mörk í fyrri hálfleik. Leikmenn Slavía tóku öll völd í seinni hálfleik, en náðu ekki að bijóta niður sterka vörn franska liðsins. Gernot Rohr, þjálfari Bordeaux: „Slavía-liðið lék mjög vel og við vorum undir mikilli pressu í seinni hálfleik. Við eigum heimaleik eftir og hann mun leikast öðruvísi en hér í Prag. Frantisek Cipro, þjálfari Slavía sagði: „Við gáfum Zidane og Dugarry frið til að leika lausum hala og blæddum fyrir það — feng- um á okkur ódýrt mark í byrjun leiksins. Við höfum leikið mjög vel að undanförnu og framundan er dæmigerður bikarleikur í Bordeaux, þar sem leikmenn mínir leika upp á líf og dauða. Við erum tilbúnir í annan baráttuleik — sjáum hvað setur.“ Þess má geta að Bordeaux tryggði sér rétt til að leika í UEFA-keppn- inni með góðum árangri í Inter-Toto bikarkeppninni, sem fór fram sl. sumar og Keflavík tók þátt í. ÍÞR&mR FOLK ■ FABIO Capello, þjálfari AC Milan, mun tilkynna 10. apríl hvort hann gerist þjálfari hjá Parma eða Real Madrid næsta keppnistímabil. Hann sagði frá því eftir æfingu hjá AC Milan í gær. ■ ARGENTÍNSKI landsliðsmað- urinn Abel Balbo mun mi_ssa af síð- ustu sjö leikjum Róma á Ítalíu, þar sem hann snéri sig illa á ökkla um helgina. ■ FER Kenny Dalglish til Tyrk- lands? Sá orðrómur er á kreiki að Besiktas sé tilbúið að greiða honum rúmar 50 milljónir ísl. króna í árs- laun ef hann gerist þjálfari liðsins. „Við ræðum við hann á næstu dög- um,“ segir Suleyman Seba, formað- ur Besiktas. ■ GRAEME Souness, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool.er þjálf- ari hjá tyrkneska liðinu Galat- asaray — með 25 milljónir ísl. króna í árslaun. ■ RUUD Gullit, leikmaður með Chelsea, segir að Robbie Fowler sé einn af nokkrum frábærum ungum enskum leikmönnum sem geta gert góða hluti á Ítalíu. ■ STEVE Bruce, fyrirliði Man. Utd., mun ekki leika með liðinu um páskana vegna meiðsla á kálfa — meiddist fyrir bikarleikinn gegn Chelsea. ■ MARK Hughes, framheiji Chelsea, á yfir höfði sér nokkura leikja keppnisbann fyrir að hafa fengið 45 refsistig. Hughes hefur misst af sjö leikjum Chelsea í vetur — verið í leikbanni. Miklar líkur eru á að hann verði í banni í leik gegn Aston Villa á laugardaginn og gegn Bolton á mánudaginn. ■ GEORGE Donis, útheiji hjá Pan- athinaikos er undir smásjánni hjá forráðamönnum Man. Utd., sem eru tilbúnir að kaupa hann. „Njósnari" frá liðinu sá hann leika gegn Legia á dögunum og verður með aukastað á honum í kvöld í leik gegn Ajax. ■ DONIS, sem er 27 ára, er talinn sprettharðasti útheiji Grikklands — hefur leikið 20 landsleiki. Fimm ára samningur hans við Panathinaikos rennur út í sumar. Forráðamenn liðs- ins segja að Man. Utd. sé tilbúið að greiða 250 millj., ef Donis skrifi undir þriggja ára samping. ■ AJAX frá Hollandi, mætir gríska liðinu Panathinaikos í undanúrslit- um í Evrópukeppni meistaraliða í kvöld. Ajax tefldi fram hálfgerðu varalið í hollensku deildinni gegn Roda JC um síðustu helgi og mátti þola 2:0 tap. Félagið var að hvíla helstu máttarstólpa liðsins fyrir leik- inn í kvöld. ■ RONALD de Boer og Edgar Davis hafa verið meiddir en verða báðir með Ajax í kvöld. Finnski fram- heijinn Jari Litmanen, Brasilíu- maðurinn Marcio Santos og varn- armaðurinn Sonny Silooy verða allir með kvöld. En útheijinn Peter Ho- ekstra, Nordin Wooter og varnar- maðurinn Michael Reiziger eru enn meiddir og leika ekki í kvöld. ■ PANA THINAIKOS, sem tapaði fyrir Ajax í úrsiitum Evrópukeppn- innar 1971, verður án markaskorar- ans Alexis Alexoudis, sem meiddi sig í hné í síðasta mánuði og verður ekki meira með í vetur. ■ FIMM af lykilmönnum Juventus verða ekki með í Evrópuleiknum í kvöld gegn Nanes. Þetta eru; varnar- maðurinn Moreno Torricelli, mið- vallarleikmennirnir Antonio Conte og Didier Deschamps, sem lék áður með Nantes, eru allir í leikbanni og Alessio Tacchinardi og Fabrizio Ravaneili eru meiddir. ■ NANTES á einnig í vandræðum með að stilla upp sterkasta liði sínu. Kantmaðurinn Reynald Pedros er í leikbanni og miðjumennirnir Japhet N’Doram og Claude Makalele eru meiddir. N’Doram og Pedros hafa verið bestu leikmenn Nantes í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.