Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 1
f SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL 1996 BLAD Viðtal 3 Sigurjón Jónsson " í Sandgerði Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Mikil aukning í útflutningi á norskum sjávar- afurðum Viðtal •J Guðni Ásgríms- son, skipstjóri og útgerðarmaður á Ólöfu NS 69 ÞORSKHROGNIN SÖLTUÐ • ÞORSKHROGN eru söltuð fyr- ir Japansmarkað hjá Borgey hf. á Höfn í Homafirði. Er Borgey eina fyrirtækið á landinu sem er með þessa vinnslu. Að sögn Sverris Aðalsteinssonar hjá Borg- Morgunblaðið/Þorkell ey er venjulega saitað í 100-300 tunnur á ári. I ár er talið hæfi- legt að salta í 400 tunnur og og er þegar bóið að fylia 300, að sögn Sverris. Afköstin í kolavinnslu hjá Borgey tvöfaldast ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i BORGEY hf. á Höfn í Horna- Frvtifincni Vtfllfiftlrci er setja upp sérhæfða rl jMlUgu UUlllðKS kolavinnslulínu í frystihúsi fé- verður jafnframt hætt íka* móti 2.000 tonnum af hráefni í stað 900 tonna. Borgey hóf vinnslu á kola fyrir tveimur árum. Sett var upp vinnslulína í tilraunaskyni. Á grundvelli þeirra upplýsinga sem fengust var á síðasta ári gerð hagkvæmniathugun sem sýnir að kolavinnslan er vænlegur kostur fyrir fyrirtækið og í framhaldi af því ákvað stjóm Borgeyjar að byggja upp kolavinnslulínu. Einar Sveinn Ingólfsson, fjármála- stjóri Borgeyjar, segir að við endur- skipulagningu fyrirtækisins hafi verið ákveðið að hætta frystingu á bolfiski og leggja áherslu á veiðar og vinnslu loðnu og síldar. Miklar sveiflur væru óhjákvæmilegar í vinnslu uppsjávar- fiska og því talið æskilegt að hafa með vinnslu sem væri jöfn yfir allt árið og hefði kolavinnslan orðið fyrir valinu. Búið er að brjóta niður milliveggi í frystihúsinu, setja í það nýtt gólf og klæðningu á veggi. Nú er verið að setja upp ný tæki, það er nýjar flökunarvélar frá Baader, nýja flæði- línu og flokkunartæki frá Marel. Kostnaður við kolavinnsluna er áætl- aður um 70 milljónir kr. og verður hún tekin í notkun í næsta mánuði. Ekki fleira fólk Ágúst V. Sigurðsson, framleiðslu- stjóri Borgeyjar, segist hafa góðar vonir um að ná í nauðsynlegt hráefni en stefnt er að aukningu úr 900 tonn- um á ári í 2.000 tonn. Hann bendir á að yfir 2.000 tonn af kola hafi bor- ist á land á Hornafirði á síðasta ári. Borgey hafi aðgang að hluta þess hráefnis auk þess sem fyrirtækið sé i föstum viðskiptum við báta aústur á fjörðum. Þótt tvöfalt meira magn fari í gegn- um vinnsluna eftir breytingar þarf ekki að bæta við starfsfólki. Fréttir Markaðir Fiskiskiljan reynist vel • BJARTUR NK-121 hefur verið á tilraunaveiðum með sortex-fiskiskilju í lokuðu svæði á Selvogsbanka, en um er að ræða samstarfs- verkefni við Hafrannsókna- stofnuniua. „Það gengur mjög vel,“ sagði Birgir Sig- urjónsson, skipstjóri á Bjarti, í samtali við Verið. „Einfaldara getur það ekki verið. Hún skilur nánast allt undirmál frá.“/2 Veðurspá fyrir úthöfin • BRYDDAÐ hefur verið upp á nýrri þjónustu hjá Veðurstofu Islands fyrir skip á úthöfunum og víðar. Hægt er að senda skipum nokkuð áreiðanlegar upp- lýsingar um veður sex daga fram í tímann í gegnum gervihnött. „Við höfum orð- ið möguleika á að taka út úr tölvuspám upplýsingar um veður allt að tíu daga fram í tímann,“ segir Magn- ús Jónsson, veðurstofu- stjóri./2 Litlar líkur á auknum kvóta • HORFUR á aukningu þorskkvótans á þessu fisk- veiðiári eru litlar, en frest- ur til að taka slíka ákvörð- un rennur úr þann 15. þessa mánaðar. Þorsteinn Páls- son, sjávarútvegsráðherra, segir að engin gögn því til stuðnings að auka þorsk- kvóta nú liggi fyrir. Hann segir enn fremur að stefna stjórnvalda sé að halda áfram við aflaregluna, sem upp hefur verið tekin, að veiða ekki meira en 25% af veiðistofni þorsksins ár hvert, en þó aldrei minna en 155.000 tonn./3 Meitillinn fær gæðavottun • MEITILLINN hf. í Þor- lákshöfn hefur nú fyst al- hliða fiskvinnslufyrirtækja fengið alþjóðlega gæðavott- un samkvæmt ISO 9002 staðlinum á starfsemi sína. Nær vottunin bæði yfir frystingu og söltun hjá fyr- irtækinu. Pétur Olgeirsson, framkvæmdastjóri Meitils- ins, segir þennan áfanga í starfsemi fyrirtækisins mjög mikilvægan./5 Ástralir flytja meira af fiski út • VERÐMÆJI framleiddra fiskafurða í Ástralíu jókst á milli síðustu fiskveiðiára um 3% og varð alls um 90 millj- arðar króna. Utflutningur jókst um 10% í verðmæti en innflutningur jókst um 12%. Humar og ýmsar rækjuteg- undir standa undir mestu af útflutningsverðmætunum, en túnfiskur er einnig mikil- vægur. Þrátt fyrir að minna hafi veiðst af humri hefur verðmæti hans haldizt óbreytt. Verðmæti útfluttrar rækju jókst um 17%, en 24% í magni. Þá varð samdráttur í útflutningi á sæeyra, hörpu- diski og búrfiski. ÁSTRALÍA: Verðmæti heildar- aflans 1989-95 17445 '90 '91 '92 '93 '94 '95 Meira utan frá Nýja-Sjálandi NÝJA SJÁLAND: Afli og aflaverðmæti 1994 og 1995 +11,3% Skelliskur +34,8% Fiskafli Verðmæti liskafla +3,7% V. skellisks +10,2% +5,9% • NÝSJÁLENDINGAR juku einnig útflutning sinn á síð- asta ári. Alls fluttu þeir þá utan um 322.240 tonn af ýmsum afurðum að verð- mæti um 49 milljarða króna. Aukningin er um 11,3% í magni og 5,9% í verðmæt- um. Útflutningur á bolfiski jókst um 2,1% í magni og 3,7% í verðmætum, en bol- fiskurinn stendur undir megninu af útflutningnum, bæði í verðmæti og magni. Útflutningur á skelfiski jókst um 36% í magni og 16,4% í verðmæti miðað við árið á undan./6 4-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.