Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. APRÍL1996 C 3 VIÐTAL Fiskvinnslufyrirtækið Jón Erlingsson hf. í Sandgerði eykur ferskfiskvinnslu „Verðmyndun er ekki rétt á fískmörkuðum“ Morgunblaðið/Ásdís SIGURJÓN Jónsson, verkstjóri hjá Jóni Erlingssyni hf. Fyrirtækið Jón Erlingsson hf. hefur frá því í haust pakkað ferskfiskafurð- um, sem fara eiga á Þýskalandsmarkað, í loftskiptar umbúðir. Sigurjón Jónsson verkstjóri segir í samtali við Jóhönnu Ingvarsdóttur, að hér sé um þróunarverkefni að ræða sem unnið hefur verið að hjá útfiutningsfyrir- tækinu Fisco og er hann viss um að í þessu felist framtíðin „VIÐ erum 90% í frystingu og svo hefur ferski útflutningurinn verið að aukast hjá okkur jafnt og þétt. Ég tel að frysting og söltun muni halda sínum hlut, en að öll viðbót verði í fersku. Það er framtíðin. Ég veðja fremur á Evrópumarkað en Ameríkumarkað enda gengur maður að genginu nokkuð stöðugu þar auk þess sem fraktin er minni þangað. Karfi, ufsi, þorskur og koli er sem stendur uppistaðan í okkar ferskfiskútflutningi. Mest sendum við á Þýskaland og örlítið á Ameríku," segir Sigurjón Jóns- son, verkstjóri hjá Jóni Erlingssyni hf. í Sandgerði. Jón Erlingsson stofnaði sam- nefnt hlutafélag sitt árið 1970 og nær Jpað einungis til landvinnslunn- ar. Utgerðarþáttinn er hann með í sjálfstæðu hlutafélagi, sem heitir Valbjörn. Það gerir út Hauk GK, 700 brúttótonna ísfisktogara og Erling GK, 30 tonna eikarbát, sem keyptur var fyrir tveimur árum og haldið hefur vinnslunni gangandi síðan með ýmsum aukategundum, aðallega kola. Loftskiptar umbúðir Fyrirtækið hefur frá því í haust pakkað ferskfiskafurðum, sem fara eiga á Þýskalandsmarkað, í loft- skiptar umbúðir. Að sögn Siguijóns er hér um þróunarverkefni að ræða sem unnið hefur verið að hjá Fisco og er hann viss um að í þessu fel- ist framtíðin. Jón Erlingsson hf. er hins vegar eina fyrirtækið sem tekið hefur upp loftskiptar pakkn- ingar, en pakkar auk þess fyrir SH og fleiri. „Það er í sjálfu sér ekki kominn í ljós neinn árangur ennþá því þetta hafa ekki verið nema þrjú til fjögur tonn á viku í þorski, ufsa, karfa, laxi og kola. Þetta fer frá okkur tilbúið á markað, fullfrá- gengið og verðmerkt. Við erum með 200-800 gramma pakkningar og er verðið ágætt fyr- ir þetta. Það vantar bara meiri fisk, meira gegnumstreymi og svo er það flugið, sem fyrst og fremst hefur staðið þessu verkefni fyrir þrifum. Dagarnir, sem henta slík- um útflutningi liggja ekki á lausu í fluginu. Við erum að senda út á föstudögum og mánudögum, en best væri að fá laugardaga og sunnudaga. Þessar afurðir hafa 10-12 daga líftíma og er hann nær hálfnaður þegar þær komast loks í verslanir. Hugmyndir eru uppi um að taka upp reglulegar gámasendingar með þessa vöru og ætti það að ganga ef okkur tekst að lengja líftímann í 15-18 daga. Hitastig vörunnar má þá aldrei fara yfir tvær gráður því þá hefur gasið í loftskipting- unni engan tilgang lengur. Umbúð- irnar missa þá eiginleikann við að halda gerlunum niðri.“ Karfakvótinn minnkar Siguijón segir að kvótasam- dráttur hafi fyrst í fyrra komið alvarlega niður á fyrirtækinu. Af heildarkvóta sé karfinn upp undir helmingur og nú hafi þeir misst um 500 tonn vegna niðurskurðar á síðustu tveimur árum. Það stefni í meiri samdrátt á næsta ári og jafnvel þar næsta. „Niðurskurður á karfa kemur jafn illa við okkur og þorskniðurskurður á Vestíjörðum, en líklega má reikna með auknum þorskveiðiheimildum á næsta ári. Við erum hins vegar nán- ast ekki með neinn þorskkvóta, þetta er einn góður túr á ári.“ Togari fyrirtækisins, Haukur GK, hefur nokkra reynslu af út- hafsveiði, fór í Smuguna í fyrra og hittifyrra og hefur nýlega verið græjaður fyrir um 60 milijónir króna fyrir karfaveiðar á Reykja- neshrygg í næsta mánuði. Siguijón gerir ráð fyrir að vinna um helming aflans í eigin vinnslu og að hitt fari beint á fiskmarkað hérlendis. Þeir ráði ekki við nema 15-20 tonn á dag, en í sæmilegri veiði ætti togarinn að geta haft um 200 tonn eftir vikuna. Útgerðin ber vinnsluhallann Siguijón segir frystinguna hafa verið rekna með tapi undanfarin tíu ár og á sama tímabili hafi út- gerðin verið að bjarga þeim frá skelli. Hún hafi verið að sýna mjög góða afkomu á síðustu árum og því getað vegið upp tapið á vinnsl- unni. Þrátt fyrir viðunandi afkomu útgerðarinnar, segist Siguijón al- farið vera á móti veiðileyfagjaldi þar sem það yrði ekki sótt nema í vasa launþeganna sjálfra, þeirra sem vinna við sjávarútveginn í landi og á sjó. „Ef við hefðum ekki verið með útgerð sjálfir, værum við alls ekki starfandi í dag. Og ef við hefð- um ekki keypt litla bátinn fyrir tveimur árum, þá hefðum við sömu- leiðis ekki fryst fisk í heilt ár. Frystingin ber engan veginn uppi hráefnisverðið á mörkuðunum enda er verðið þar að mínu mati 30-50% of hátt. Það getur aldrei orðið rétt með því að skammta fisk inn á markaðina. Ekki svo að skilja að ég sé endilega að mæla með þvi að allur fískur fari í gegnum upp- boðsmarkaði, en það hlýtur að koma að því. Auðvitað sitjum við beggja vegna borðsins, eins og all- ir í þessum bransa, en fyrir utan að vera sjálfír bæði með útgerð og fískvinnslu, á Jón Erlingsson hf. einnig 16% í Fiskmarkaði Suður- nesja. Við tökum inn í okkar hús þann afla, sem við ráðum við af eigin útgerð. Hitt fer á markað. Að jafnaði kemur 50% af okkar hráefni frá eigin skipi og 50% af fiskmörkuðum. Það svarar til þess að við vinnum um 3.000 tonn á ári, sem er svipað magn og kvótinn okkar segir til um.“ Litlar líkur á aukningu kvóta HORFUR á aukningu þorskkvót- ans á þessu fískveiðiári eru litlar, en fretsur til að taka slíka ákvörð- un rennur úr þann 15. þessa mán- aðar. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, segir að engin gögn því til stuðnings að auka þorskk- vóta nú liggi fyrir. Hann segir enn fremur að stefna stjórnvalda sé að halda áfram við aflaregluna, sem upp hefur verið tekin, að veiða ekki meira en 25% af veiðistofni þorsksins ár hvert, en þó aldrei minna en 155.000 tonn. „Við erum nú að sjá árangur uppbyggingar þorskstofnsins eftir mörg erfið ár,“ segir Þorsteinn. „Nú eru ýmsir, sem hafa hátt um það, að um leið og árangur sést, eigum við að taka fyrirfram af því sem við erum að uppskera. Mín skoðun er sú, að ekki sízt vegna þess að við erum að sjá árangur af þeirri stefnu, sem fylgt hefur verið, þá eigum við að kappkosta, enn fremur hér eftir en hingað til, að fylgja henni staðfastlega eftir. það væri ekki rétti tíminn nú að hlaupa frá þeirri nýtingar- stefnu, sem við höfum fylgt, þegar árangur hennar er að koma í ljós. Ég vænti þess að á næsta físk- veiðiári muni spár sérfræðinga okkar ganga eftir og við getum byijað að auka aflaheimildir í þorski á nýjan leik. Þá stöndum við vissulega frammi fyrir mörgum nýjum álitaefnum. Afli á sóknarein- ingu er að aukast. Þá vakna upp þær spurningar hvort við þurfum ekki færri skip til að ná meiri afla og ná meiri hagnaði, þegar þessi umskipti verða," segir Þorsteinn Pálsson. 5TRFRFENN KV J i IiVTÍiiTUllL^ ■ icn < nrfúr lausmj GVROHOMPflS Með KVH Azimuth®fæst frábær stefnu- nákvæmni og þannig næst besti árangur út úr sjálfstýringunni Hinn nýji KVH Azimuthegyro kompáshefur hlotið viðurkenningu Bandaríska flotans KVR, Azimuth°gyro kompás er tilvalinn kostur fyrir smærri skip og báta '■ íjí'' ■, ■■■ '. KVH Azimuth°gyro kompás er kjörinn varakompás fyrir stærri Hvannavöllum 14 b 600Akureyri Sími4627222 ^ Fax 462 7690 E-mai/ haf(3>ismennt. is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.