Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 1
fNbngmðftriltfb 1996 FIMMTUDAGUR 4. APRÍL BLAÐ B KNATTSPYRNA Boris fær ekki að fara til Japan BORIS Abkashev, sem hefur aðstoðað Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfara síðan hann tók við landsliðinu, verður ekki með í för islenska lands- liðsins til Japans. Boris fékk ekki vegabréfsárit- un til Japan þar sem hann er Rússi, nokkuð furðulegt þar sem Heimsmeistarakeppnin verður haldin í Japan 1998 ogþar má búast við að Rússar verði með lið. Dansað og sungið á götum íAþenu ÞAÐ var ekki fyrr búið að flauta af leik Ajax og Panathinaikos í Amsterdam, 0:1, en þúsundir Grikkja þustu út á götur í Aþenu, höfuðborg Grikklands, til að fagna. Fólk dansaði og söng og flugeldum var skotið á loft - Jjóst var að löng gleðinótt var framundan þar. Fólk veifaði fána liðsins, bifreiðastjórar lágu á flautum. Borg- arstjórnin í Aþenu fyrirskipaði að kveikt yrði á ölliini götuljósum. „Við bárum mikla virðingu fyrir Ajax og sögu liðsins fyrir leikinn, sú virð- ing var ekki til staðar þegar leikurinn hófst," sagði Argentínumaðurinn Juan Ramon Rocha, þ.jálf ari gríska liðsins, í viðtali frá Amsterdam. „ Við höfum tekið stefnuna á úrslitaleikinn í Róm. Það er of snemmt að fara að fagna Rómar- ferð, því að þó að við eigum heimaleikinn eftir, er aÚtaf erfitt að leggja Ajax að velli. Burt sé frá því, þá var þetta frábært kvöld fyrir griska knattspyrnu," sagði Rocha. Þetta var fyrstatap Ajax í Evrópukeppni síðan í mars 1994, liðið hafði leikið nílján leiki í röð án taps. ¦ Leikurinn / B4 Maze meðspil- ari Guðmundar? UNGLINGALANDSLIÐ íslands og Danmerkur reyna með sér í TBR-húsinu í dag klukkan 13. íslenska liðið er skipað þeim Guðmundi Stephen- sen, Ingólfi lugólfssyni og Markúsi Árnasyni. Danska liðið er mjög sterkt og varð meðal ann- ars í öðru sæti á Evrópumótinu á síðasta ári. Meðal leikmanna er Michael Maze, en hann er líklegur samherji Guðmundar í tvíliðaleik á EM í sumar, en væntanlega verður gegnið frá því máli nú um helgina meðan danska liðið dvelur hér. Spennuleikur „ÞETTA var sannkallaður spennuleikur þar sem lítill tími gafst til að slappa af," sagði Roy Evans kuattsp yri mstjóri Liverpool eftir að lið hans sigr- aði Newcastle 8:2 í gærkvöldi. „Ef ég á að vera sanngjarn þá er svonalagað eins og að vera í sjálfsmorðsveit - knattspyrnustjóri myndi hrökkva uppaf innan hálfs árs ef allir leikir væru svona," bætti hann við. Þorbjörn Atli aftur með tvö mörk Unglingalandsliðið komið í undanúrslit á ítalíu Islenska unglingalandsliðið, skip- að leikmönnum 18 ára og yngri, er komið í undanúrslit á 16 liða móti á ítalíu. Strákarnir sigruðu Norðmenn 3:0 í gær og tryggðu sér þar með sigur í riðlinum þrátt fyrir 1:2 tap fyrir Sviss í fyrsta leiknum. Norðmenn unnu nefnilega Sviss 3:1 og ísland og Sviss urðu því efst með 6 stig hvor þjóð en Svisslend- ingar höfðu markatöluna 5:5 en íslendingar 8:3. Þorbjörn Atli Sveinsson úr Fram gerði tvö marka íslands í gær og Jóhann B. Guð- mundsson frá Keflavík eitt. Þor- björn Atli hefur því gert fimm mörk í þremur leikjum og er með marka- hæstu mönnum. „Ég veit ekki hvort hann verður markahæstur, en hann er það þessa stundina. Einn Spánverji gerði þrennu í gær," sagði Helgi Þor- valdsson fararstjóri í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Helgi sagði að það kæmi í ljós í dag hverj- um strákarnir mættu í undanúr- ; V; ; ; '''":¦:'.'..' slitaleiknum á laugardaginn. „Belg- ía og Ungverjaland mætast á morg- un [í dag] og þau eru með 4 stig og Rúmenía tvö. Okkur sýnist að þetta sé skársti kosturinn því í hin- um riðlunum sigra ítalir og annað- hvort Spánn eða Slóvakía. Strákarnir hafa leikið mjög vel. Vörnin hefur verið mjög skipulögð og síðan er byggt að snöggum sókn- um sem hafa gengið vel. Valur Fannar Gíslason lék ekki með í dag, hann var í banni og sá um að taka leikinn upp. Sigurinn er því enn sætari fyrir okkur," sagði Helgi. Hann sagði að allir 18 leik- mennirnir hefðu fengið að reyna sig í ferðinni. Mótið fer fram í Cervia, sem er skammt frá Rimini á ítalíu. Leikir um sæti verða á mánudaginn og þar sem íslenska liðið er komið í undanúrslit er ljóst að það leikur á laugardaginn og síðan aftur á mánudaginn, hvort heldur það verð- ur um fyrsta sætið eða það þriðja. ÞORBJORN Atll Sveinsson. wmmfimngmm/m KNATTSPYRNA: LIVERPOOL VANN NEWCASTLE OG SPENNAN MAGNAST ENN / B2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.