Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.04.1996, Qupperneq 1
 ______IÐWAÐUR Kaflaskipti í rekstri Plastprents/4 FERDAIVIÁL Netið markaðs- svæði framtíðar /5 VÖRUCIALDID Ófæra leiðin hin eina færa? /6 Jtforotmfilafrtð VIÐSKQTI MVINNULlF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDA G UR 4. APRÍL 1996 BLAÐ SAMEINING Hugmyndir eru uppi um að sam- eina sparisjóðina á norðanverðum Vestfjörðum í einn stóran spari- sjóð, að því er Óskar Eliasson, stjórnarformaður Sparisjóðs Súðavíkur staðfestir í samtali við blaðið Bæjarins bestu. Sparisjóð- irnir sem þarna um ræðir eru sjóð- irnir á Þingeyri, Flateyri, Bolung- arvík og Súðavík. BRUNÁS Innréttingafyrirtækið Brúnás á Egilsstöðum hefur gengið frá nauðasamningi við kröfuhafa sína. Fyrirtækinu var í október veitt heimild að leita nauðasamn- ings og samningsfrumvarp hlaut síðan samþykki á fundi kröfuhafa í desember. Frestur til að áfrýja þeim úrskurði er nú runninn út án málskots og nauðasamningur- inn þannig kominn á. ESB Verðbólga inna Evrópusambands- ins féll í febrúar niður í 2,7% mið- að við heilt ár og hefur ekki verið lægri siðan 1987. Luxemborg stendur sig best allra ESB ríkja með aðeins 1% verðbólgu í febrúar en Grikkland er með hæstu verð- bólguna með 8,1%. Á íslandi var samsvarandi hækkun 2,1%. SÖLUGENGIDOLLARS EFNAHAGSBATINN SÍÐUSTU ÁR í TÖLUM HREINN HAGNAÐUR ATVINNUREKSTRAR Hlutfall af heildarveltu 5%r 1992 1993 1994 1995 VERÐ HLUTABREFA 1993-1995 Ársfjórð.gögn, 1990=100 185-1 —7 fi ■ / r / // ' / 135 \ 125 115 Xd -V/ r XI 105 95 1993 1994 1995 HAGNAÐUR BANKA OG SPARISJÓÐA Milljónir króna ARÐSEMI EIGIN FJÁR LÁNASTOFNANA Hlutfall 1.500 1.000 500 0 -500 -1.000 -1.500 -2.000 -2.500 -3.000 HAGVÖXTUR Á ÍSLANDI 1991-1995 4% 3% 2% 1% 0 -1% -2% -3% -4% Forráðamenn Sæplasts hf. vilja kanna samstarfsmöguleika við Borgarplast hf. Yrði stærsta fyr- irtæki sinnar teg- undar í heiminum FORRÁÐAMENN Sæplasts hf. á Dalvík vilja kanna ýtarlega sam- starfsmöguleika og jafnvel samruna við Borgarplast hf. á Seltjarnarnar- nesi. Þeir telja að þannig mætti skapa öflugt alþjóðlegt fyrirtæki á sviði hverfisteypuíramleiðslu, sem yrði hið stærsta í heimi í framleiðslu plast- kera fyrir sjávarútveg. Sameiningin myndi einnig stórefla hverfísteypu- iðnaðinn og styrkja markaðsstöðu hans erlendis. Sæplast og Borgarplast eru stærstu fyrirtækin hér á landi á sviði hverfisteypu. Þau leggja megin áherslu á framleiðslu fískikera úr plasti fyrir sjávarútveginn. Gæti náð yfirgnæfandi markaðshlutdeild Kristján Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sæplasts, segir að hann hafí viðrað hugmyndir um náið samstarf eða jafnvel sameiningu við forráðamenn Borgarplasts. „Astæð- an er sú að bæði 'fyrirtækin hafa verið leiðandi í framleiðslu og sölu á fiskikerum víða um heim. Þetta for- skot má þakka öflugum heimamark- aði og líklega ráða þessi tvö íslensku fyrirtæki yfir rúmum helmingi af markaði fyrir þessa gerð fískikera í heiminum. Þrátt fyrir þessa sérstöðu á alþjóðamörkuðum er samkeppnin hörð og okkar helsti samkeppnisað- ili, Dinoplast í Noregi, rekur verk- smiðjur og söluskrifstofur, bæði í Noregi og Kanada. Samkeppni milli Sæplasts og Borgarplasts er mjög hörð og í mörgum tilvikum er verið að berjast um sömu viðskiptavinina. Ég hef ekki legið á þeirri skoðun minni að ef fyrirtækin tvö sameinuðu krafta sína gæti risið eitt öflugt fyrir- tæki með yfírgnæfandi markaðshlut- deild. Það er mun skynsamlegra en núverandi ástand, sem hefur í för með sér að menn eru að naga skóinn hvor af öðrum.“ Kristján segir að málið hafí verið viðrað við forráðamenn Borgarplasts en ekki hlotið neinar undirtektir hingað til. „Við hörmum það því að með sameiningu yrði nýja fyrirtækið hið stærsta i heimi í framleiðslu hverfisteyptra fiskikera. Þessi mark- áður fer óðum stækkandi, ekki síst vegna hertra gæðareglna. Stórir markaðir bíða okkar og þörfin fyrir kröftugt markaðsstarf hefur aldrei verið meiri. Markaðssetning er dýr og því hlýtur að vera vænlegra til árangurs að sameina kraftana. Velta Sæplasts á síðasta ári var 380 millj- ónir en velta Borgarplasts 270-280 milljónir samkvæmt þeirra tölum. Samkvæmt því veltir þessi iðnaður tæpum sjö hundruð milljónum ár- lega.“ segir Kristján." Ekki á dagskrá Ekki náðist í Guðna Þórðarson, framkvæmdastjóra og stærsta hlut- hafa Borgarplasts, þar sem hann er staddur erlendis í fríi. Þorsteinn Oli Sigurðsson, markaðs- og sölustjóri fyrirtækisins, kannaðist við að hug- myndir um samstarf eða samruna fyrirtækjanna tveggja hefðu skotið upp kollinum. Hann sagði að þær væru þó ekki á dagskrá enda ýtti ekkert á slíkt. að hug$a um að jjávesia Glitnir sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja. Með Kjörleiðum Glitnis bjóðast þér fjórar ólíkar leiðir til fjárfestingar í atvinnutækjum. Hafðu samband og fáðu upplýsingar um flýtifyrningar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda rekstrarfé í tækjakosti. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða líttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar. Glitnirhí DÓTTURFYRIRTÆKI ÍSLANDSBANKA Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. OTTÓ - GRAFÍSK HÓNNUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.