Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Góð afkoma sparisjóðanna á sl. ári Samanlagður hagnaður um 670milljónir SAMANLAGÐUR hagnaður 29 sparisjóða í landinu nam alls um 579 milljónum króna á síðasta ári sem er mun betri afkoma en árið áður þegar hagnaður nam um 330 milljónum. Jafnframt jókst hagnaður Sparisjóðabanka íslands hf. úr um 67 milljónum í 91 milljón. Var samanlagður hagnaður þessara stofnana því um 670 milljónir á árinu 1995. Frá þessu er skýrt í nýútko- minni ársskýrslu Sparisjóða- banka íslands, en hann annast samskipti sparisjóðanna við er- lendar lánastofnanir. Betri af- komu sparisjóðanna má í senn rekja til aukinna tekna og minni framlaga í afskriftarreikning. Hreinar rekstrartekjur jukust um 9,5% á sama tíma og rekstrargjöld jukust um 6,3%. Framlög sparisjóðanna í af- skriftarreikning útlána námu 450 milljónum á árinu sem er um 30% lækkun frá fyrra ári. Endanlega afskrifuð útlán námu hins vegar tæplega 346 milljón- um. Afskriftarreikningurinn stóð í 1,7 milljörðum í árslok 1995, sem er um 4,2% af útlán- um og veittum ábyrgðum spari- sjóðanna. Sparisjóðabankinn lagði ennfremur 10 milljónir á afskriftarreikning en engin útlán voru afskrifuð og stóð afskrift- arreikningurinn í 183 milljónum í árslok. Auka markaðshlutdeild á kostnað bankanna Innlán sparisjóðanna jukust á árihu 1995 hlutfallslega meira en viðskiptabankanna 9. árið í röð. Markaðshlutdeild þeirra í innlánum viðskiptabanka og sparisjóða hefur jafnframt vaxið um rúmlega 45% á þessum árum eða úr 15,3% árið 1987 í 22,3% í árslok 1995. Á sama tíma hafa heildarinnlán sparisjóðanna vax- ið um liðlega 30 milljarða ög nema 43,9 milljörðum í árslok 1995. Eigið fé sparisjóðanna var 6.129 milljónir í árslok 1995. Nam arðsemi eigin fjárins sl. ári 10,3% samanborið við 6,4%% árið 1994. Eiginfjárhlutfall þejrra skv. Bis-reglum var í árs- lok 16,1% eða langt yfir tilskildu 8%-lágmarki. Skagstrendingur sneri tapi íhagnað SKAGSTRENDINGUR hf. á Skaga- strönd skilaði alls um 68 milljóna króna hagnaði á sl. ári samanborið við 82 milljóna tap árið 1994. Þessi jákvæðu umskipti í rekstrinum ský- rast fyrst og fremst af þeim róttæku aðgerðum sem gripið var til sl. sum- ar og koma að fullu til framkvæmda á þessu ári, að því er segir í frétt. Þessar aðgerðir fólu m.a. í sér sölu á frystitogaranum Arnari HU-1 og kaupum á ódýrara skipi með svipaða veiði- og vinnslugetu svo og sölu á ísfisktogaranum Arnari HU-101 og kaupum á rækjufrysti- togaranum Helgu Björgu HU-7. Með þessu tókst í senn að ná þeim markmiðum að lækka fjárfestingu í skipum og auka fjölbreytni í verk- efnum þeirra. Heildarvelta félagsins á árinu nam alls 1.005 milljónum. Hagnaður án fjármagnskostnaðar og afskrifta nam alls 235 milljónum eða 23% af tekjum. Bókfærðar afskriftir voru 165 milljónir, fjármagnsliðir námu 11 milljónum og varð því hagnaður af reglulegri starfsemi alls 59 millj- ónir. Þar við bætist söluhagnaður af skipasölum að íjárhæð 21 milljón en á móti kemur niðurfærsla eignar- hluta í öðrum félögum að fjárhæð 9 milljónir. Bókfært eigið fé var alls 364 milljónir í árslok 1995 samanborið við 236 milljónir árið 1994. Heildar- skuldir námu 955 milljónum og höfðu lækkað um 655 milljónir á árinu. Samkvæmt sjóðsstreymisyf- irliti nam veltufé frá rekstri 160 milljónum. Félagið keypti meirihluta í rækjuvinnslunni Hólanesi í janúar sl. og er stefnt að sameiningu félag- anna í náinni framtíð. Reksturinn hefur farið rólega af stað á þessu ári, að sögn Óskars Þórðarsonar, framkvæmdastjóra. „Rækjutogarinn komst í gagnið í lok janúar og er núna kominn á veiðar á Flæmska hattinum. Arnar er enn- þá í Reykjavík þar sem verið er að setja í skipið vinnslubúnað og unnið öðrum lokafrágangi. Það verður síð- an lögð gífurleg áhersla á að endur- skipuleggja rækjuvinnsluna hjá Hólanesi. Við erum þokkalega bjart- sýnir á árið enda hefur fjármagns- kostnaður og annað lækkað veru- lega,“ sagði Óskar. 240 milljón króna hagnaður af Meitlinum vegna mikils söluhagnaðar Seldu kvótann ogkeyptu aftur MEITILLINN hf. í Þorláksshöfn skilaði tæplega 250 milljón króna hagnaði á síðasta ári samanborið við rösklega 45 milljóna króna hagnað árið 1994. Þessi mikla aukning skýrist fyrst og fremst af miklum söluhagnaði á eignum veiði- heimildum, en hann nam tæplega 239 milljónum króna. Rekstraraf- koma fyrirtækisins versnaði hins vegar á milli ára og nam hagnaður af reglulegri starfsemi 11 milljón- um í fyrra samanborið við 37,2 milljónir árið 1994. Það vekur athygli að fyrirtækið seldi á síðastliðnu ári varanlegar aflaheimildir fyrir rúmar 260 milljón- ir króna en keypti þær skömmu síðar aftur á 237 milljónir. Vár þar um nánast sama magn að ræða, en sam- setning breyttist hins vegar lítil- lega. Pétur Olgeirsson, framkvæmda- stjóri Meitilsins, segir að vonast hafi verið eftir betri afkomutölum en miðað við slæma afkomu bolfisk- svinnslu á landinu sé í sjálfu sér ásættanlegt að ná að skila hagnaði. Meitillinn er fyrst og fremst í bolfisksvinnslu, auk loðnvinnslu, en afkoman í bolfisksvinnslunni versn- aði á milli ára á landinu öllu. Pétur segir óljóst um horfurnar á þessu ári, en stefnt sé að því að hún versni í það minnsta ekki á milli ára. íslensk fyrir- tæki á Cebit SJÖ íslensk fyrirtæki tóku þátt í stærstu tölvusýningu í heimi, Cebit '96 í Hannover í Þýska- landi sem haldin var dagana 14-20. mars sl. Þetta voru fyrir- tækin Hugur hf., Hugbúnaður hf., Auglýsingastofa Reykjavík- ur, Tölvumyndir, Tölvumiðlun, Póstur og sími, og Landssteinar. Sýndu þau á sérstökum íslensk- um þjóðarbás skipulögðum af Útflutningsráði Islands. Hugbúnaður hf. kynnti versl- unarkerfi ag viðverukerfi á sýn- ingunni. Fyrirtækið komst í sam- band við mjög stóra kaupendur á verslunarkerfum, en slík kerfi eru ein aðalútflutningsvara Hug- búnaðar hf. Þá kynnti Hugur tímaskráningarkerfi og þykir þátttakan hafa skapað mörg ný tækifæri. Útflutningsráð hafði frum- kvæði að því að íslensk fyrirtæki tækju sameiginlega þátt í sýning- unni. Á myndinni er einn þátttak- enda á sýningunni, Friðrik Sig- urðsson, hjá Tölvumyndum og formaður Félags hugbúnaðar- fyrirtækja. ♦ ♦ ♦ Sala hús- næðisbréfa vel af stað SALA í öðrum áfanga húsnæðis- bréfa Byggingarsjóðs, sem nú er í umsjá Verðbréfamarkaðar íslands- banka, hefur gengið framar öllum vonum. Salan hófst þann 1. apríl sl. og var stefnt að því að selja skulda- bréf að andvirði 1.500 milljóna. Nú þegar þrír dagar eru liðnir af sölutímabili annars áfanga hafa þeg- ar verið seld húsnæðisbréf að and- virði 1.350 milljónir króna, að því er segir í fréttatilkynningu frá VIB. Hlutabréfasjóðir Hlutabréfaeign jókstum 144% HEILDAREIGNIR hlutabréfasjóð- anna jukust úr 2,4 milljörðum árið 1994 í 4,4 milljarða á síðastliðnu ári, eða sem nemur 80%. Þetta er mun meiri aukning en á milli áranna 1993 og 1994, er heildareignir sjóð- anna jukust um 40%. Verðbréfaeign þeirra jókst úr 2,1 milljarði í 3,8 milljarða og sjóðseign þeirra hækk- aði úr 238 milljónum árið 1994 í 527 milljónir árið 1995, að því er fram kemur í ársskýrslu Seðlabankans. Heildareignir sjóðanna jukust á nær öllum sviðum, en mest varð þó aukningin í hlutabréfaeign eða 144%. Nam hlutabréfaeign 2,1 millj- arði í árslok 1995, eða sem nemur 48,4%. Þá juku sjóðirnir einnig nokk- uð kaup sín á skuldabréfum fyrir- tækja og verðbréfum fjármálastofn- ana, en hins vegar minnkaði eign þeirra á rikisskuldabréfum milli ára og nam 200 milljónum í árslok 1995. Hræringarhjá Vífilfelli Miklar breytingar í hópi yfirmanna Eðlilegar breytingar MIKLAR mannabreytingar standa nú yfír hjá Vífílfelli. Þorsteinn M. Jónsson, hagfræðingur, tók yið stöðu framkvæmdastjóra um mán- aðamótin en um leið hættu for- stöðumenn sölusviðs og innkaupa- og flutningasviðs fyrirtækisins. Síð- an um áramót hefur verið skipt um forstöðumenn fjögurra helstu sviða Vífilfells. Pétur Björnsson, stjórnarformað- ur hefur gegnt starfi framkvæmda- stjóra síðan Páll Kr. Pálsson sagði starfi sínu lausu fyrir um tveimur árum. Einar Pálmarsson, gegndi stöðu aðstoðarmanns forstjóra um nokkurt skeið en hann hætti hjá fyrirtækinu í september síðastliðn- um og stendur ekki til að ráða aft- ur í stöðuna að sögn Þorsteins. Um áramótin héldu Jón Sigurðs- son, íjármálastjóri, og Einar Gunn- arsson, verksmiðjustjóri, til starfa hjá Coca Cola umboðsaðilanum í Noregi. Sveinn Ragnarsson gegnir stöðu fjármálastjóra en nýr verk- smiðjustjóri hefur enn ekki verið ráðinn. í byijun febrúar hætti Trausti Sigurðsson, sölustjóri og tók Sigurður B. Guðmundsson, að- stoðarsölustjóri við starfi hans. Sig- urður hætti síðan störfum síðastlið- inn föstudag ásamt tveimur starfs- mönnum á sölusviði, Birni Gunn- laugssyni, forstöðumanni markaðs- rannsókna, og Birni Sigurðssyni, yfírmar.ni þjónustudeildar. Friðbert Friðbertsson, innkaupastjóri, hætti einnig störfum hjá fyrirtækinu síð- astliðinn föstudag. Þá mun Siguijón Kolbeinsson, yfirmáður tölvudeild- ar, halda til starfa hjá Coca Cola í Noregi í sumar. Þegar er kominn til starfa í hans stað Tryggvi Harð- arson. Forstöðumenn fjögurra helstu sviða Vífilfells, fjármálasviðs, fram- leiðslusviðs, sölusviðs og innkaupa- og flutningasviðs, hafa þvi hætt á síðustu þremur mánuðum en þegar er búið að ráða í þijár af þessum fjórum stöðum. Þorsteinn segir að nú sé verið að ganga frá ráðningum í þær stöður sem hafi losnað og muni því Ijúka á næstunni. Nú þeg- ar hefur Siguijón Friðjónsspn verið ráðinn sölustjóri og Lárus Árnason innkaupastjóri en þeir hafa báðir langa starfsreynslu að baki hjá fyr- irtækinu. Aðspurður segist Þorsteinn ekki kvíða því að taka við starfi fram- kvæmdastjóra hjá Vífilfelli á sama tíma og svo margir reyndir yfir- menn hverfi frá fyrirtækinu. „Fyrir- tækið hefur á að skipa mörgu hæfi- 'eikaríku starfsfólki sem hefur náð ótrúlegum árangri á gosdrykkja- markaði. Það sést best á því að erlendis er sóst eftir starfsfólki héð- an til að framleiða og markaðssetja kók. Það er ekkert óeðlilegt við það að breytingar á mannahaldi eigi sér stað öðru hvoru hjá eins stóru og öflugu fyrirtæki og Vífilfell er. Breytingarnar eru óvenju víðtækar að þessu sinni en maður kemur ætíð í manns stað og innan fyrir- tækisins er margt hæfileikafólk, sem er tilbúið að sýna hvað í sér býr.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.