Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 C 3 VIÐSKIPTI Næstmestí sammni símafélaga vestra SBC Communicati- ons kaupir Pacific Telesis New York. Reuter. BANDARÍSKA fjarskiptafyrirtæk- ið SBC Communications Inc. hefur skýrt frá samningi um kaup á öðru stóru símafyrirtæki, Pacific Telesis Grouþ. Samningurinn hljóðar upp á 23,8 milljarða dollara og SBC tekur við skuldum Pactel. Þar með verður komið á fót öðru stærsta símafyrirtæki Bandaríkj- anna og jafnframt er hér um að ræða fyrsta samruna svokallaðra „ Baby Bell“ símafélaga. Nýja fyrirtækið, sem heldur nafninu SBC Communications name, munu sameina starfsemi SBC í San Antonio, Texas, og um- svif Pacifíc Telesis í Kaliforníu og Nevada. SBC, sem áður hét Sout- hwestern Bell, heldur uppi síma- þjónustu í Texas, Missouri, Okla- homa, Arkansas og Kansas. Verðmæti hlutabréfa í hinu sam- einaða fyrirtæki verður um 50 millj- arðar dollara og starfsmenn þess verða rúmlega 100.000. Sala þess mun nema 21 milljarði dollara og tekjur tæplega 3 milljörðum dollara að sögn fyrirtækjanna. Hluthafar Pacifíc Telesis fá alls 17 milljarða dollara í SBC hluta- bréfum fyrir hlutabréf sín. Hver hlutur í Pacifíc Telesis er því 39 dollara virði samkvæmt samningn- um, eða 41% verðmeira en hluta- bréf í Pactel við lokun á föstudag. Samkvæmt samningnum tekur SBC við um $6.8 milljörðum dollara af skuldum Pactel. Hlutabréf í Pactel hækkuðu um 6 dollara í 33,75 á mánudag eftir opnun kauphallarinnar í New York. Bréf SBC lækkuðu um 2,75 dollara í 49,875 dollara í New York. Sérfræðingur Dillon Read sagði að hluthafar hefðu „áunnið sér fjög- urra ára arð. á einum degi“. Miklir framtíðarmöguleikar Sumir sérfræðingar telja að ann- ar bjóðandi í Pactel kunni að koma fram, til dæmis GTE Corp., sem er auðugra en SBC að sögn starfs- manns Forrester Research og um- svifamikið í Kaliforníu. Sérfræðingar segja að SBC hafí komizt að góðum kjörum við Pact- el, sem hafi mikla framtíðarmögu- leika þrátt fyrir skammtíma erfið- leika. Þeir segja rökrétt að næsta Cable & Wire- lessogBT kanna samruna skref verði aukið símasamband við Mexíkó og Asíu. „Þessi tvö fyrir- tæki afgreiða helming allra símtala til og frá Mexíkó og 20% símtala til Asíu,“ sagði einn þeirra.. Bent er að að róttækar breyting- ar á bandarískum fjarskiptalögum nýlega hafi gert samninginn mögu- legan og þær muni líklega leiða til samruna fleiri fyrirtækja í grein- inni. Sá á fund semfinnur —góða aðstöðu! SCANDIC LOFTLEIÐIR Pantaðu sal í tíma og stma 50 50 160 SAMNEISSYNING AÐ HOTEL LOFILEJÐGM 10. og 11. apríl Póstur & sími bý&ur tii Samnetssýningar þar sem eftirtalin fyrirtœki kynna vörur og þjónustu: Apple-umboðið SINVMIRKDMN PÓSTUR OG SÍMI NÝHERJI London. Reuter. SÉRFRÆÐINGAR hafa fagnað hugsanlegum samruna British . Telecommunications (BT) og ann- ars brezks fjarskiptarisa, Cable & Wireless (CW), og telja að sigrast megi á erfiðleikum, sem standi í vegi fyrir samkomulagi. Hlutabréf í fyrirtækjunum hafa hækkað í verði síðan tilkynnt var að þau hefðu aftur tekið upp „könn- unarviðræður“, sem geta leitt til stofnunar 33 milljarða punda risa- fyrirtækis í eigu Breta, sem mundi ráða lögum og lofum á brezkum fjarskiptamarkaði og gegna virku hlutverki í Evrópu, Austur-Asíu og Bandaríkjunum. Sérfræðingar telja að fyrirtækin eigi að geta náð samkomulagi, en segja að það verði erfítt og flókið verk. Verð var aðal ásteytingar- steinninn þegar fyrirtækin til- kynntu fyrr í marzmánuði að þau hefðu slitið viðræðum. Eftirlitsstofnanir í nokkrum lönd- um, aðallega Bretlandi, Hong Kong og Þýzkalandi, munu hafa sitthvað við væntanlegt samkomulag að at- huga, en sérfræðingar telja að þeir erfiðleikar séu ekki óyfirstíganlegir. Sameining talin eðlileg Margaret Thatcher einkavæddi bæði BT og C&W snemma á síð- asta áratug og lengi hefur verið viðurkennt að eðlilegt sé að þau sameinist. Aðalávinningur BT yrði 57,5% hlutur C&W í Hong Kong Telecom, sem mundi styrkja stöðu BT í Aust- ur-Asíu. Þar við bætast víðtæk og margháttuð starfsemi C&W víða um heim, einkum samvinna við fyr- irtækið VEBA AG í Þýzkalandi, sem stofnað var til í fyrra. Hagnaður BT fyrir skatta nam 2.6 milljörðum punda fjárhagsárið 1995, en hagnaður C&W 844 millj- ónir punda. Hlutabréf í BT hækkuðu í gær, föstudag, um 16,5% í 365 pens og bréf í C&W hækkuðu um 14,5 pens í 526 pens. Heimilistæki hf TÆKIMI-OG TOLVUDEILD SMITH & NORLAND SMel a rím OPINKERFIHF I HEWLETT I PACKARD Tæknival IDQiD Pepsi í bláar dósir Gatwick-flujfvelli, Englandi. Reuter. PEPSI COLA hefur afhjúpað hljóðfráa Concorde þotu málaða í bláum lit, sem fyrirtækið hyggst taka upp og vekja athygli á með 500 milljóna dollara auglýsingaher- ferð til að ná aftur markaðshlut- deild frá keppinautinum Coca-Cola. Dósir Pepsi verða bláar, en ekki rauðar, hvítar og bláar eins og þær hafa verið hingað til. Hafa ofurfyr- irsæturnar Claudia Schiffer og Cindy Crawford og bandaríski tenn- isleikarinn Andre Agassi verið feng- in til liðs við fyrirtækið til að aug- lýsa nýju vöruna. „Við teljum þetta dýrustu breyt- ingu, sem gerð hefur verið á fram- leiðsluvöru," sagði John Swanho- use, einn yfirmanna markaðasmála Pepsi, á Gatwick-flugvelli Lundúna. Með auglýsingaherferðinni, sem kallast „bláa áætlunin", er reynt að ná til unglinga, sem talið er að geti ráðið úrslitum um sölu Pepsi á næstu öld. Coca-Cola selur nú þrisv- ar sinnum fleiri gosdrykki í heimin- um en Pepsi. Óljóst er hvemig Pepsi hyggst nota bláu Concorde þotuna. Sér- fræðingar segja að hún geti ekki flogið hraðar en hljóðið nema hún sé hvítmáluð — annars flagni máln- ingin af vegna hitans. Mvinib fyrirlestrana á miðvikudcginum ki 9.00 Sigvaldi Jónsson, Prím. Samnets tölvukort og notcndabúnaður Sigfús Bjömsson, Háskóla íslands. Símstöbvar framtíðarinnar Sven R0nnow, TeleDanmark. Reynsla Dana af Samnetinu Sýningin er opin frá kl. 10.00 til 17.00 bá&a dagana Aðgangur er ókeypis PÓSTUR OG SÍMI < teft, ‘ u jj j SAMNET SIMANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.