Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 C 7 VIÐSKIPTI Auknar kröfur til skoðunarmanna Sjónarhorn Gerðar eru ákveðnar hæfniskröfur til skoð- unarmanna í lögum um ársreikninga, segír Alexander G. Eðvardsson í síðarí grein sinni um ný lög um bókhald og ársreikninga Inýjum lögum um bókhald og árs- reikninga er gerð- ur skýr greinarmunur á löggiltum endurskoð- endum og þeim leik- mönnum, sem kosnir eru tii endurskoðunar- starfa og nefndir hafa verið kjörnir endurskoð- endur, í lögunum nefnd- ir skoðunarmenn. Áður var starfsvið og ábyrgð skoðunarmanna óljós, en í lögunum eru ákvæði um þá vinnu sem þeim ber að fram- kvæma. Skoðunarmenn Alexander G. Eðvardsson í lögum um bókhald eru ákvæði um skoðunarmenn ársreikninga. Þar segir að bókhaldsskyldir aðilar, sem ekki falla undir ákvæði um ársreikn- inga, geti á aðalfundi eða félags- fundi kosið einn eða fleiri skoðunar- menn ársreikninga og varamenn þeirra. Skoðunarmenn geta verið úr hópi félagsmanna en mega ekki sitja í stjórn félagsins eða gegna stjórnun- arstörfum fyrir það. Athygli er vakin á því að ef félag kýs endurskoðanda sem skoðunarmann þá eiga ákvæði laga um löggilta endurskoðendur við um starf hans. Með áritun sinni á ársreikning skulu skoðunarmenn staðfesta að þeir hafi yfirfarið hann. Þar skal koma fram að eignir þær og skuldir, sem tilgreindar eru í efnahagsreikn- ingi, séu fyrir hendi og breytingar á eigin fé séu í samræmi við bókhald- ið. Þá skulu skoðunarmenn ganga úr skugga um að á reikningsárinu hafi verið farið eftir ákvörðunum félagsfunda og stjómar um öflun, ráðstöfun og ávöxtun fjármuna og önnur atriði í rekstrinum. Telji skoð- unarmaður að svo hafi ekki verið skal hann árita ársreikninginn með viðeigandi athugasemdum. Ef skoð- unarmaður telur að nauðsynlegar upplýsingar vanti í ársreikninginn eða skýrslu stjórnar eða upplýsingar séu viilandi og enn fremur ef hann telur að fyrir lfg-gi atvik sem varðað geti stjórnendur ábyrgð skal hann vekja athygli á því í áritun sinni. Áritun skoðunarmanns telst hluti ársreiknipgs og skal varðveitt ásamt honum. í lögum um ársreikninga er fjallað ítarlega um endurskoðun. Þar eru einnig ákvæði um skoðunarmenn og starfssvið þeirra. Kröfur um hæfni skoðunarmanna Gerðar eru ákveðnar hæfniskröfur til skoðunarmanna í lögum um árs- reikninga, sem ekki er að finna í lögum um bókhald. í ársreikninga- lögum segir að skoðun- armenn skuli vera lög- ráða og fjár síns ráð- andi. Þeir skuli hafa þá reynslu í bókhaldi og viðskiptaháttum sem með hliðsjón af starf- semi og stærð félagsins er nauðsynleg til rækslu starfans. Sömu hæfisskilyrði gilda um skoðunarmenn og löggilta endurskoð- endur. Hæfisskilyrðin eru fyrst og fremst þau að skoðunarmaður má ekki vera ábyrgur fyrir skuldbindingum við- komandi félags og ekki vera í stjórn, fram- kvæmdastjóri eða starfsmaður þess. Hann má ekki vera undir stjórn eða á annan hátt háður stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra, prókúruhafa eða þeirra starfsmanna sem annast eða hafa eftirlit með bókhaldi og fjármál- um. Hann má ekki vera maki þess- ara aðila eða náskyldur þeim. Hann má ekki vera fjárhagslega háður við- komandi félagi. Einnig kemur fram að skoðunarmaður má hvorki vera skuldugur félaginu eða félögum inn- an sömu félagasamstæðu né njóta ábyrgða af hálfu þeirra. Endurskoðun ársreikninga og verkaskipting Endurskoðendur eða skoðunar- menn skulu endurskoða ársreikninga í samræmi við góða endurskoðunar- venju og í því sambandi kanna bók- haldsgögn og aðra þætti er varða rekstur og stöðu viðkomandi félaga. Ef endurskoðendur eða skoðunar- menn verða þess varir að stjórnendur félags hafi í störfum sínum fyrir það ekki farið að lögum, þannig að það geti haft í för með sér ábyrgð fyrir þá eða félagið, eða brotið gegn fé- lagssamþykktum skulu þeir gera aðalfundi grein fyrir því. Ef kosinn er endurskoðandi eða endurskoðunarfélag jafnframt fé- lagskjörnum skoðunarmönnum skal sú verkaskipting ríkja milli þeirra að endurskoðandinn annast endur- skoðun reikninga félagsins, en skoð- unarmenn skulu fylgjast með því að farið hafí verið eftir ákvörðunum félagsfunda og stjórnar um öflun, ráðstöfun og ávöxtun fjármuna og önnur atriði í rekstrinum á reiknings- árinu. Áritun endurskoðenda og skoðunarmanna Endurskoðendur eða skoðunar- menn skulu að lokinni endurskoðun árita ársreikninginn og skal hún fylgja ársreikningnum. í árituninni skal koma fram ál.it endurskoðenda eða skoðunarmanna á því hvort árs- reikningurinn sé saminn í samræmi við ákvæði laga, samþykkta félagsins og góða reikningsskilavenju, svo og greinargerð um niðurstöðu endur- skoðunarinnar að öðru leyti. Ef end- urskoðendur eða skoðunarmenn telja að ekki beri að samþvkkja ársreikn- inginn skulu þeir taka það fram sér- staklega. Ekki er komin reynsla á það hvort ein áritun endurskoðenda og skoðun- armanna verði á ársreikninga, eða hvort sérstök áritun verður fyrir end- urskoða.nda og önnur fyrir skoðunar- mann. í þessu sambandi verður að hafa í huga að kveðið er á um ákveðna verkaskiptingu milli endur- skoðenda og skoðunarmanna og að sjálfsögðu eru gerðar mismunandi hæfniskröfur til þeirra. Hins vegar segir í lögunum að endurskoðendur eða skoðunarmenn skuli árita árs- reikninginn og þar skuli koma fram að hann hafi verið endurskoðaður. Ekki virðist því vera gerður greinar- munur á innihaldi áritunar hjá endur- skoðanda og skoðunarmanni. Verksvið á aðalfundi Á aðalfundi skulu endurskoðendur eða skoðunarmenn svara fyrirspurn- um um ársreikning þann sem til umfjöllunar er og þeir hafa áritað. Enn fremur eiga endurskoðendur og skoðunarmenn rétt á að sitja stjórn- arfundi þegar fjallað er um reikn- ingsskil sem þeir hafa áritað. Þá skulu þeir sitja stjórnarfundi ef a.m.k. einn stjómarmaður fer þess á leit. Skoðunarmönnum er óheimilt að veita einstökum félagsaðilum eða óviðkomandi aðilum upplýsingar um hag félagsins. í félögum, sem hafa hlutabréf sín eða skuldabréf skráð á opinberu verðbréfaþingi, skulu end- urskoðendur sitja aðalfundi. Viðurlög Hver sem af ásetningi eða stór- felldu gáleysi brýtur gegn ákvæðum laganna á þann hátt sem lýst er hér á eftir skal sæta fésektum, en meiri háttar brot varða varðhaldi eða fang- elsisvist allt að sex árum. Endurskoð- endur eða skoðunarmenn gerast sek- ir um refsiverð brot gegn lögum þessum með athöfnum eða athafna- leysi ef þeir taka að sér að fram- kvæma endurskoðun án þess að upp- fylla hæfisskilyrði laganna; ef þeir haga störfum sínum andstætt ákvæðum laga þessara eða í ósam- ræmi við góða endurskoðunarvenju; eða ef þeir með áritun sinni gefa rangar eða villandi upplýsingar eða láta hjá liða að geta um mikilsverð atriði er snerta rekstrarafkomu eða efnahag félagsins. Niðurlag Hér að framan hefur verið vikið að þeim atriðum í lögum um bókhald og ársreikninga sem lúta að skoðun- armönnum og þeim kröfum sem gerðar eru til þeirra. Einnig er gerð gréin fyrir þeim viðurlögum sem heimilt er að beita ef þeir btjóta gegn ákvæðum laganna. Höfundur er löggiltur endurskoð- nndi og formaður í Reiknings- skilanefnd Félags löggiltra endur- skoðenda. HRA ÐLESTRARNA MSKEIÐ fyrir fólk í atvinnulífinu / Langar þig á gott námskeið þar sem þú margfaldar lestrar- hraðann og eykur vinnugfköst stórkostlega? / Vissir þú að rúmur helmingur stjómenda 50 stærstu fyrir- tækja höfúðborgarsvæðisins hefúr komið á námskeið? Skráðu þig strax í dag á síðasta námskeið vetrarins sem hefst miðvikudaginn 10. apríl. Kennt verðm þijá miðvikudaga í röð. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. r n^tAOLissrn^tAi^KöijuNisi Aðalfundur 1996 Aðalfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn að Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38 Reykjavík, laugardaginn 20. apríl 1996 og hefst fundurinn kl. 1 3.30. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingar á reglugerö sjóSsins. Gerð grein fyrir endanlegri sameiningu Lífeyrissjóðs bókagerðarmanna, Lífeyrissjóðs byggingar- iðnaðarmanna í Hafnarfirði, Lífeyrissjóðs Félags garðyrkjumanna, Lífeyrissjóðs múrara og Lífeyrissjóðs verkstjóra við sjóðinn. Önnur mál löglega upp borin. ■ Allir greiðandi sjóðfélagar svo og elli- og örorku- lífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á fundinum með málfrelsi og tillögurétti. Þeir sjóðfélagar, sem hyggjast nýta sér joennan rétt eru beðnir að tilkynna (oað skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 18. apríl n.k. og munu joeir joá fá fundargögn við setningu fundarins. f| Þeir sjóðfélagar, sem vilja kynna sér tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins, sem lagðar verða fram á fundinum geta fengið joær afhentar á skrifstofu sjóðsins eða fengið [oær sendar í pósti með joví að hafa samband við skrifstofu sjóðsins. Frá og með 16. cipril munu reikningar sjóðsins liggja frammi á skrifstofu hans fyrir joá sjóðfélaga, sem vilja kynna sér joá. Reykjavík, 1. apríl 1996 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins. Suðurlandsbraut 30 kjavík Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! http://www.nvherji.is/isdn/ ISDN lausnir og raðgjöf im -n Hcí 7 7'-; Bay Networks

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.