Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 8
TEYMI Sími 561 8131 i^bbbbi ley m i@ora cIe. is bmm ORACLE HUGBÚNAÐUR Á ÍSLANDI VIÐSKDPTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 1996 ORACU6* Enabling the Information Age HIN nýja framkvæmdastjórn KÁ, Sigurður Jónsson, Sigurður Teitsson, Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri, Guðmundur Búason og Garðar Halldórsson. menn fjögurra aðal rekstrardeild- anna. Auk Þorsteins eru í fram- kvæmdastjórn þeir Guðmundur Búason framkvæmdastjóri fjár- Tnáladeildar, Sigurður Teitsson framkvæmdastjóri verslunardeild- ar, Grétar Halldórsson fram- kvæmdastjóri búrekstrardeildar og Sigurður Jónsson framkvæmda- stjóri ferðaþjónustudeildar. Framkvæmdastjórnin er skipuð samkvæmt skipuriti þar sem yfir- menn hinna fjögurra aðalrekstrar- deilda heyra beint undir fram- kvæmdastjóra KÁ. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánarí upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öílum greinum. LÁNASJÓÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIGI 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK, SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Nýir fram- kvæmdas- ijórar hjá KÁ • NÝSKIPUÐ framkvæmda- sljórn Kaupfélags Árnesinga hélt sinn fyrsta fund sl. laugardag þann 30. mars. Framkvæmdastjórnina mynda framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, Þorsteinn Pálsson, og yfir- Nýir stjórnend- urhjáKÁ • G ARÐAR Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri bú- rekstrardeildar KÁ á Selfossi. Garðar, sem er 39 ára, er með sam- vinnuskólapróf frá 1980 og útskrifað- ist sem rekstrar- fræðingurfrá Samvinnuháskó- lanum á Bifröst 1991. Hann er starfandi kaupfé- lagsstjóri hjá KR á Hvolsvelli en stefnt er að sameiningu KÁ og KR á vormánuðum. Á árunum 1981- 1985 var hann sölumaður hjá Velti hf. en eftir það starfaði hann 1989- 1990 meðal annars sem aðstoðar- verslunarstjóri hjá KB í Borgar- nesi og rak m.a. útibú í Munaðar- nesi. A árunum 1991-1995 starf- aði hann sem kaupfélagsstjóri KL. Garðar, sem býr á Hvolsvelli, er í sambúð með Guðlaugu S. Guð- laugsdóttur og eiga þau einn son. • SIGURÐUR Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri ferða- þjónustudeildar KÁ á Selfossi. Sig- urður, sem er 48 ára, lauk námi frá Kennaraskóla Islands 1971 og stúdentsprófi ári síðar frá sama skóla, stundaði auk þess nám við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og hefur starfað sem kennari á Sel- fossi frá 1973. Hann hefur starfað að ferðamálum fyrir Selfosskaup- stað og rekið lítið ferðaþjónustufyr- irtæki, Gistiþjón- ustu Selfoss. Hann hefur starfað mikið að félagsmálum og setið í bæjarstjórn Selfoss frá 1990. Sigurður er búsett- ur á Selfossi og er kvæntur Esther Óskarsdóttur skrifstofusljóra Sjúkrahúss Suð- urlands. Þau eiga fjögur börn. Nýrfram- kvæmdasljóri Vífilfells • ÞORSTEINN M. Jónsson, hag- fræðingur, hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Vífilfells ehf. frá og með 29. mars. Þorsteinn lauk prófi frá við- skiptadeild Há- skóla Islands 1988. Að námi loknu starfaði hann tvö ár í hag- fræðideild Seðla- bankans en hélt þá til framhaldsnáms vð North- western University í Bandaríkj- unum. Þaðan lauk hann MA-prófi í hagfræði árið 1991. Að námi loknu starfaði Þorsteinn sem hagfræðing- ur alþjóðadeildar Seðlabankans uns hann tók við starfi hagfræðings Samtaka iðnaðarins í ársbyijun 1994. Dagbók Aðal- fundur SPRON AÐALFUNDUR Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Þingsölum Hótels Loftlleiða kl. 16.30 föstudaginn 12. apríl nk. Á ■^pdinum verður lögð fram til- íaga um arð af stofnfé. Að- göngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað í fundarbyijun. Námskeið um sjóðsstreymi ENDURMENNTUNAR- STOFNUN efnir til námskeiðs um sjóðsstreymi dagana 10-11. apríl kl. 16.00-19.00. Leiðbeinandi verður Árni Tómasson, stundakennari við Háskóla Islands og endur- skoðandi hjá Löggiltum end- urskoðendum hf. Torgið Olíufélög vakin af Þy r n i rósa rs vef n i IRVING-olíufélagið í Kanada skýrði frá þeirri ákvörðun sinni nýlega að haetta öllum áformum um uppbygg- ingu reksturs á fslandi, sökum breyttra aðstæðna á íslenskum olíu- markaði. í bréfi til fjölmiðla, sem var undirritað af Arthur Irving, forstjóra félagsins, var sérstaklega bent á kaup Olíufélagsins hf. á Olís og stofnun Olíudreifingar hf. í kjölfarið, sem ástæður þessarar ákvörðunar. í bréfinu segir m.a. að þróunin á íslenska olíumarkaðinum hafi breytt -til muna tækifærum nýrra aðila á að ná fótfestu á honum. Kaup Olíu- félagsins hf. á Olís hafi valdið um- talsverðri hindrun fyrir inngöngu á þennan markað. Allir kostir séu fullreyndir á þessu stigi málsins, þar á meðal möguleik- ar á að eignast hlutdeild í rekstri eða hefja rekstur frá grunni. Irving olíufélagið segist þó ætla að fylgjast með olíumarkaðnum á íslandi og bíða hentugri aðstæðna til að fjár- festa. Þreifingar Irving virkuðu sem vítamínsprauta Fyrst var skýrt frá því í Morgun- blaðinu í október 1994 að Irving-olíu- félagið hefði hug á að hasla sér völl hér á landi. Félagið lýsti yfir áhuga á að byggja bensínstöðvar á höfuð- borgarsvæðinu ásamt birgðastöð. Á þeim tíma voru olíufélögin að vakna til lífsins í samkeppninni eftir áratuga kyrrstöðu. Skömmu áður höfðu verið afnumin lög sem skylduðu félögin til að selja olíuvörur á sama verði um allt land. í hönd fór tímabil mik- illa sviftinga á olíumarkaðnum þar sem hin yfirvofandi erlenda sam- keppní virkaði sem vítamínsprauta á þennan markað. Útgerðarfélög hófu að bjóða út sín olíuviðskipti seint á árinu 1994 og í bensínsölu hefur nánast orðið bylting á öllum við- skiptaháttum. Bensínstöðvar eru að breytast í hreinlegar verslanir með góðu vöruúrvali og líkjast nú t.d. stöðvum Irving-olíufélagsins í Kanada og Bandaríkjunum. Þeir sem kjósa að dæla sjálfir bensíni á bílana eiga síðan mjög víða kost á slíku þ.á.m. á mannlausum bensínstöðv- um Orkunnar. Stærstu tíðindin á markaðum á þessu tímabili voru hins vegar kaup Olíufélagsins á 35% hlut í Olís og ákvörðun um nána samvinnu félag- anna. Sameiginlega ráða Olís og Olíufélagið yfir 70% af dreifingu á eldsneyti. Eins og fyrr segir réði þetta úrslitum hjá Irving-feðgum um að draga sig í hlé eftir því sem þeir segja sjálfir. Þeir litu svo á að vegna breyttra samkeppnisskilyrða hefði fjárfesting hér á landi einfaldlega ekki skilað þeirri arðsemi sem félag- ið átti kost á annars staðar. I þessu sambandi þarf að hafa í huga að áform félagsins um umsvif hér á landu snérust að stórum hluta um hugsanleg viðskiþti við fiskiskipaflot- ann. Irving hafði raunar aðeins feng- ið fyrirheit um lóðir undir tvær bens- ínstöðvar, aðra við Ánanaust og hina í Árbæjarhverfi þegar félagið féll frá áformum sínum. Jafnframt stóð til boða landrými við Sundahöfn undir birgðastöð. Meðal forráðamanna íslensku ol- íufélaganna eru uppi kenningar um að aðrar ástæður liggi þarna að baki. Irving Oil hafi aldrei ætlað sér að ráðast í nýja fjárfestingu í birgða- stöðvum og bensínstöðvum hér á landi. Þau áform hafi aldrei verið raunveruleg heldur fyrst og fremst verið ákveðið herbragð til að þrýsta á eigendur Olís að selja sín bréf. Það er m.a. rökstutt með þv( að benda á þreifingar Irving um að kaupa hlutabréf Sunds í Olís. Frá samkeppnislegu sjónarmiði er ástæða til að óttast að olíufélögin sofni á verðinum nú þegar erlend samkeppni er ekki lengur yfirvof- andi. I því sambaridi má benda á að olíufélögin þrjú tóku um áramótin upp samvinnu um flutninga á öllu eldsneyti til landsins. Þar við bætist náin samvinna Olís og Olíufélagsins um dreifingu. Forráðamenn Skeljungs hafa lýst því yfir að þeir séu í reynd að keppa við einn öfjugan aðila og búast við samruna Olís og Olíufélagsins. Olís- menn telja sig hins vegar hafa náð að varðveita sjálfstæði félagsins á markaðnum enda hafi verið settar skýrar reglur um hvernig samstarf- inu við Olíufélagið eigi að vera hátt- að. Samkeppnin milli félaganna sé virk og er því sambandi bent á að hart hafi verið slegist um olíuvið- skiptin við útgerðina og tíðinda sé að vænta af þeim vettvangi. Á sama hátt sé samkeppni í bensínsölu mjög sýnileg. Á þetta allt mun reyná á næstu misserum. Það yrðu óneitan- lega mikil vonbrigði ef deyfð færðist yfir samkeppnina að nýju eftir brott- hvarf Irving-feðga. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.