Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 1

Morgunblaðið - 04.04.1996, Side 1
VOLVO S40 OG V40 VÆNTANLEGIR - LIPUR HONDA CIVIC Á GÓÐU VERÐI - FRÍSKLEGUR OG VILJUGUR RENAULT MÉGANE - NOTENDUR ÁNÆGÐIR MEÐ HARÐKORNADEKK &CHRYSLER Komdu og skoðaðu bíla ársins Nýbýlavegur 2 Síml: 554 2600 1996 SUNNUDAGUR 4. APRÍL BLAÐ Impreza rokselst MIKIL sala hefur verið í nýjum Subaru Impreza alla síðustu viku. Að sögn Júlíusar Vífils Ingvars- sonar, framkvæmdastjóra, voru afgreiddir yfir 30 bílar í síðustu viku. Um 380 bílar eru á leiðinni til landsins og segir Júlíus ljóst að Impreza verði einn af aðalsölu- bílum Ingvars Helgasonar hf. í ár. „Við spáum því að Subaru komi til með að rísa aftur upp sem mikill sölubíll með Impreza. Su- baru átti undir högg að sækja þegar gengi japanska jensins var sem hæst en það hefur nú lækkað og komist á eðlilegt ról,“ segir Júlíus. Subaru Impreza er með sama drifbúnaði og vél og Legacy. ■ Mercedes-Benz B STUTT er síðan Mercedes-Benz kynnti nýja C-línu og endurbætt- an og breyttan E-bíl. Innan tíðar verður settur á markað splunku- nýr jeppi smiðaður í Bandaríkj- unum, Viano fjölnotabílinn og A-örbíllinn verður settur á mark- að 1998. Nú er verið að reynslu- aka nýjasta afkvæminu, B-bil, á reynsluakstursvæði Mercedes- Benz. B-bíliinn er reyndar hafður í Opel Vectra klæðum því enn er bíllinn hernaðarleyndarmál. Danska bílablaðið Bilen hefur þó einhverja nasasjón af því hvernig hann muni líti út. Mark Stehren- berger, teiknari tímaritsins, hefur þessar hugmyndir um B-bílinn. Hann verður styttri og grennri en C-bíllinn en stærri en A-bíll- inn. Hann verður framhjóladrif- inn og í sama stærðarflokki og VW Vento. Hugsanlegt er talið að hann verði frumkynntur árið 1998. B-bíllinn mun í mörgum tækni- legum atriðum draga dám af A- bílnum, þó ekki tvöföldu gólfinu sem vélin í A-bílnum rennur und- ir ef bíllinn lendir í árekstri. TILBOÐ OSKAST Saab ræðst gegn höfudhnykkjum í Chevrolet S-10 Extra Cab LS, árgerð '95 (ekinn 11 þus. mílur), Ford Explorer Eddie Bauer 4x4, árgerð '92, Chevrolet Cavalier, árgerö '93 og aörar bifreiöar er veröa sýndar á Grensásvegi 9 þriöjudaginn 9. apríl kl. 12—15. Tilboöin veröa opnuö á sama staö kl. 16.00. Tankbifreið Tilboð oskast i Leyland diesel tankbifreið, argerö 76. Tilboöin veröa opnuð á sama staö kl. 16.00. SALA VARNARLIÐSEIGNA MERCEDES-BENZ B-bíllinn er nú prufukeyrður í Opel klæðum á reynsluaksturs- svæði Mercedes-Benz. TALSMENN Saab verksmiðjanna í Svíþjóð segja að fyrirtækið verði fyrst bílaframleiðenda til þess að setja á markað höfuðpúða í fram- sætum sem ver ökumann fyrir háls- meiðslum við aftanákeyrslur. Bún- aðurinn er framleiddur af banda- ríska fyrirtækinu Delphi, dótturfyr- irtæki GM, sem staðhæfir að búnað- urinn dragi úr tíðni höfuðmeiðsla um 40%. Höfuðhnykkir eru algengasta tegund meiðsla við aftanákeyrslur. Samkvæmt bandarískum tölum verða 25% allra slysa á fólki í bílum við aftanákeyrslur. Saab hefur ekki lýst því yfir hvenær búnaðurinn verði settur í bíla fyrirtækisins en og um síðir verður hann í öllum Saab bílum. Stálplata í sætisbaki Búnaðurinn var frumkynntur á bílasýningunni í Tókíó í október á síðasta ári. Hann virkar þannig að höfuðpúðinn lagast sjálfkrafa að höfði ökumanns við aftanákeyrslur. í sætisbakinu er stálplata og legg- ist allur þungi ökumannsins á skyndilega á plötuna við aftaná- keyrslu þrýstist höfuðpúðinn fram og kemur í veg fyrir að hnykkur komi á háls. Því harðari sem aftaná- keyrslan er því meiri þungi leggst á plötuna og höfuðpúðinn þrýstist framar í samræmi við það. ■ VIÐ aftanákeyrslu þrýstist höfuðpúðinn fram og kemur í veg fyrir að hnykkur komi á háls ökumannsins. það verður þó ekki á næsta fram- leiðsluári. Búnaðurinn verður stað- albúnaður á öllum nýjum bílum sem Saab er að þróa um þessar mundir Rafræn ökuskír- teini EVRÓPUSAMBANDIÐ er að undirbúa útgáfu ökuskírteina sem gilda munu í aðildarríkj- um sambandsins í framtíðinni. Ökuskírteinin verða rafræn og í svipaðri stærð og venjuleg greiðslukort. Okuskírteinin geyma ferilskrá viðkomandi ökumanns auk allra hefðbund- inna upplýsinga um viðkom- andi skírteinishafa. ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.