Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1996, Blaðsíða 4
4 E SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Honda Civic 1,4 Si í hnotskurn Vél: 1,4 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 75 hestöfl. Framdrifinn - fimm manna. Vökvastýri. Þjófavörn á ræsingu. Samlæsing. Rafdrifnar rúður. Rafdrifnar speglastillingar. Hemlalukt í afturgluga. Útvarp og segulband. Klukka. Lengd: 4,19 m. Breidd: 1,69 m. Hæð: 1,37 m. Hjólhaf: 2,62 m. Beygjuþvermál: 10 m. Hjólbarðastærð: 175/70R 13. Þyngd: 1.040 kg. Stærð bensíntanks: 45 lítrar. Eyðsla: 7,5 I í bæjarakstri, 5,4 á jöfnum 90 km hraða. Hámarkshraði: 177 km. Staðgreiðsluverð kr.: 1.384.000. Umboð: Gunnar Bernhard hf., Reykjavík. Lipur Honda Civic á góóu verði Morgunblaðið/jt QjJ HONDA Civic, minni bíllinn •% í Honda fjölskyldunni, kom Ihh fyrir nokkru hingað til lands í nýrri mynd en hann kom nýr fram á síðasta ári. Civic er fáanlegur þrennra, femra og fimm dyra, með 1,4 lítra ■J vél sem er 75 hestöfl í ódýr- ustu gerðinni en 90 hestöfl 2! í þeim dýrari en verðbilið er frá 1.184 þúsund krónum uppí 1.494 þúsund. Civic er Bm ávalur bíll og fallegur á að líta, rennilegur, nokkuð lágur og ágætlega lipur og skemmtilegur vagn þótt hann sé ekki ofuröflug- ur. Við lítum nánar á þrennra hurða Civic í dag svonefnda Si gerð, þriggja hurða sem er sú næst ódýrasta og með 90 hestafla vélinni. Civic er rennilegur bíll að sjá en þrennra hurða útgáfan er hlað- bakur og örlítið styttri en fernra dyra stallbakurinn. Framendinn er lágur og breiður, með allstórum sporöskjulaga luktum, litlu grilli og samiitum stuðara sem er nokk- uð stór. Fram- og afturrúður eru mjög hallandi en ágætlega stórar og hliðarrúðurnar sömuleiðis nema sú aftari sem er nokkuð lít- il og er örlítið rísandi lína undir gluggunum. Hliðarnar eru sléttar og felldar með áberandi lista og að aftan eru luktirnar mest áber- andi. Þá er hemlalukt í aftur- glugga á örlitlu skyggni sem gefur bílnum skemmtilegan svip. Tæpt höfuðrými RÝMI fyrir farangur er svo sem ekki nema 225 lítrar nema aftursætisbök séu lögð fram og má þá stækka það umtalsvert. Búnaóur Lipur í medförum Útlit Setiö lógt FLEST er til þæginda og allur aðbúnaður hið innra er nokkuð góður en stundum er heldur hvimleitt hversu lágt er setið í Hondu. Að innan er Civic ágætlega rúmgóður. Vel fer um menn í öll- um sætum og fótarými er ágætt enda hjólhafið 2,62 m og nýtt til hins ítrasta og því ekki síðra rými í Civic en jafnvel í stærri bílum. Höfuðrými er þó í tæpara lagi í aftursætum og alltaf er svolítið hvimleitt að umgangast Honduna, þ.e. þar sem þetta er fremur lág- byggður bíll setjast menn dálítið lágt þegar þeir stíga inn fyrir og sitja nokkuð lágt. En sætin eru samt sem áður þægileg og sér- staklega fara framsætin vel með ökumann sem og farþegann og styðja vel við á alla enda og kanta. Hægt er að leggja niður aftursæt- isbakið í tvennu lagi til að auka farangursrýmið og stækka það úr 225 lítum í 600. Civic verður boðinn hérlendis með 1,4 lítra, fjögurra strokka, 16 ventla og 90 hestafla vél en fáanleg er einnig 75 hestafla vél sem er í i útgáfunni og alls um 200 þúsund krónum ódýrari en í þeirri gerð er ekki vökvastýri og heldur minna um þægindi. Þessi 90 hestafla vél á að geta skilað bílnum á 177 km hámarkshraða og er 10,8 sekúndur að ná 100 km hraða úr kyrrstöðu. Hún eyðir 7,5 lítrum á 100 km í bæjarakstri en 5,4 lítrum við stöðugan 90 km akstur. Þá er bíllinn búinn fímm gíra handskiptingu en sjálfskipt- ing er einnig fáanleg í Si útgáf- unni en hún stendur ekki til boða með aflminni vélinni. Verð á sjálf- skiptingu er kr. 100.000. Bíllinn vegur 1.040 kg. Liggur vel í daglegri notkun og allri með- ferð er Honda Civic fyrst og fremst lipur og snaggaralegur bíll og gild- ir það sérstaklega um akstur í þéttbýli. Þar er hann ágætlega vilj- ugur og hægt að ná jafnvel góðu viðbragði ef hraustlega er stigið á bensíngjöf og vel spilað á skipting- una sem er lipur. Bíllinn léggur vel á og er auðvelt að skaka honum í þrengslum og öðrum erfiðum aðstæðum en hann er 4,19 m lang- ur. Ökumaður er ekki lengi að fá góða og nákvæma tilfinningu fyrir stærð og hegðan bílsins og er Civic einn af þessum fljótteknu bílum sem menn ná strax góðum tökum á. Á þjóðvegi hegðar Civic sér ágætiega nema að þar vantar stundum dálítið á vinnsluna. Þarf að hafa það í huga þegar lagt er í brekkur og eins verður að vega vandlega og meta hvernig haga má framúrakstri og gefa sér góðan tíma þar. Fjöðrun og rásfesta eru með ágætum og má bjóða Civic talsvert grófan veg og hlykkjóttan áður en hann fer að skrika. Á malarvegi með mikilli lausamöl glamrar talsvert í hjólaskálum. Honda Civic býr með öðrum orðum yfir góðum og skemmtilegum akst- urseiginleikum og þetta með lág sætin er það eina sem gefa verður mínus fyrir. Gott verð Verðið á þriggja hurða bílnum er tvímælalaust nokkuð gott, kr. 1.384.000. Civic er búinn ýmsum þægindum eins og samlæsingu, rafdrifnum rúðum og speglastill- ingum og yfirleitt geðugur bíll á alla lund. Ef menn telja sig geta komist af með minna afl, geta sleppt vökvastýrinu og ýmsum búnaði lækkar verðið um 200 þús- und krónur við en sé tekinn fernra dyra bíll er verðið komið í 1.494 þúsund krónur. Fimm dyra bíllinn kostar 1.359 þúsund krónur. Fyrir þá sem kjósa sjálfskiptingu hækk- ar verðið um 100.000 þúsund krón- ur. Honda hefur náð að sækja tals- vert í sig veðið á íslenskum bíla- markaði og jók söluna um allan helming á síðasta ári þegar hún losaði 100 bíla. Forráðamenn um- boðsins gera sér vonir um sömu aukninguna á þessu ári og geta þeir vissulega vænst þess með nokkrum rökum m.a. vegna þess að Civic er laglegur og áhugaverð- ur bíll sem veitir ökumanni ánægju við aksturinn. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.