Morgunblaðið - 10.04.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 10.04.1996, Síða 1
88 SIÐUR B/C/D 81.TBL. 84.ARG. MIÐVIKUDAGUR 10. APRIL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tyrkland Hreyfing palestínskra strangtrúarmanna bregst við handtökum Þúsundir hermanna þjarma að Kúrdum Tunceli. Reuter. STJÓRNVÖLD í Tyrklandi sögðu í gær að þúsundir tyrkneskra her- manna væru að þrengja að um 300 kúrdískum skæruliðum sem þeir hafa umkringt í fjallaskarði í austurhluta iandsins. 130 manns hafa fallið í bardögunum frá því þeir hófust á föstudagskvöld. „Hryðjuverkamennirnir komast ekki fet. Þeir hafa enga undankomu- leið. Við bíðum eftir því að þeir gef- ist upp,“ hafði tyrknesk fréttastofa eftir Erol Ozksnak, einum af helstu hershöfðingjum Tyrklands. Tyrknesku hermennirnir þrengdu að skæruliðum Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK) í vígi þeirra í Bin- gol-héraði. Bandarískar þyrlur af gerðinni Super Cobra skutu flug- skeytum á stöðvar PKK, að sögn tyrkneskra embættismanna. 100 skæruliðar og 30 hermenn höfðu fallið í gær. Skæruliðarnir lýstu yfir einhliða vopnahléi fyrir þingkosningarnar í desember til að gefa nýjum valdhöf- um færi á að leita sátta við Kúrda. Stjórnin hefur virt vopnahléið að vettugi og skæruliðarnir hafa varist þegar á þá hefur verið ráðist. Reuter ISRAELAR í bænum Kiryat Shmona huga að því sem eftir er af húsmunum, gatið á þakinu er eftir eldflaug hizbollah-skæruliða. Hvetja lög- reglumenn PLO til uppreisnar Gaza, Jerúsalem, Damaskus. Reuter. HAMAS, samtök palestínskra strangtrúarmanna, hvöttu í gær lögreglu á sjálfsstjórnarsvæðum Frelsisfylkingar Palestínumanna (PLO) til að snið- ganga fyrirmæli yfirmanna sinna um að bæla niður starfsemi samtakanna. Að tilstuðlan ísraela hefur lögreglan handtekið hundruð meintra liðsmanna Hamas í kjölfar sprengjutilræða sem urðu 58 manns að bana í ísrael í íebrúar. Mohammad Dahlan ofursti, yfir- maður lögreglunnar á Gaza og Vest- urbakkanum, sagði í gær, að 70 harðlínumenn Hamas hefðu verið klófestir og aðförinni að samtökun- um yrði ekki linnt fyrr en allar víg- tennur hefðu verið dregnar úr þeim. Shimon Peres, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær, að ekki yrði rasað um ráð fram til að hefna sprengjuárása líbanskra hizbollah- skæruliða á þorp í norðurhluta ísra- els í gær. Særðust 13 manns í árás- unum sem hizbollah sagði hafa verið gerðar í hefndarskyni við tilræði sem varð táningi að bana í þorpinu Braachit en ísraelar neituðu að hafa átt þar hlut að máli. Peres sagði einnig í gær að Hafez al-Assad Sýrlandsforseti hefði sam- þykkt að haldinn yrði leiðtogafundur þeirra. Peres tjáði Assad nýlega að friðarviðræðum ríkjanna yrði vart þokað og friður semdist ekki á þessu ári nema æðstu menn þeirra kæmu að viðræðunum og hleyptu krafti í þær. Talsmenn sýrlenskra stjórn- valda sögðu í gærkvöldi að skilyrði leiðtogafundar væri að ísraelar færu með her sinn frá Gólanhæðum. Reuter Spenna á Kóreuskaga NORÐUR-kóreski hermaðurinn fjær á myndinni stendur rétt við línuna, sem skilur kóresku ríkin, og horfist i augu við „landa“ sinn, sem býr sunnan hennar. Síðustu daga hafa Norður-Kóreumenn verið með ýmsar ögranir, sent herflokka inn á hlutlausa beltið milli ríkjanna og lýst yfir, að styrj- öld sé yfirvofandi milli þeirra. Hefur suður-kóreska hernum ver- ið skipað að bregðast við sem um stríðsástand sé að ræða stígi n- kóreskir hermenn fæti sínum á s-kóreskt land. Rússar halda áfram hernaði í Tsjetsjníju Dúdajev tekur boði um friðarviðræður Moskvu. Rcutcr. TALSMENN rússneska hersins sögðu í gær að tekist hefði að ná bænum Vedeno, sem er öflugt fjallavígi uppreisnarmanna í Tsjetsjníju, úr höndum þeirra. Jafnframt var fullyrt að farið væri að fyrirmælum Borís Jeltsíns forseta frá því fyrir páska um að efna ekki til raunverulegra hernaðaraðgerða gegn uppreisnarmönnum. og fasistum yxi nú fiskur um hrygg í Rússlandi, þ. á m. í innsta hring Jeltsíns; sjálfur bæri Jeltsín minnsta ábyrgð á hernaði Rússa í Tsjetsjníju af öllum ráðamönnum í Kreml. ■ Aukinn viðbúnaður/20 Reuter Ekki kom fram hvort Vedeno hefði gefist upp eða verið hertekinn en fréttastofan Interfax sagði að um 350 veijendur bæjarins hefðu flúið til bæjarins Shali. Dzhokar Dúdajev, helsti leiðtogi uppreisnarmanna í Kákasushérað- inu, sagðist í viðtali við fréttamann sænska blaðsins Dagens Nyheter í gær reiðubúinn að taka boði Jeltsíns um viðræður með aðstoð milligöngu- manna en lagði einnig til að hafnar yrðu beinar viðræður. Dúdajev sagði að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, OSE, ætti að koma að við- ræðunum. Forsetaframbjóðendurnir Grígorí Javlínskí, Míkhaíl Gorbatsjov og Alexander Lebed, Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu, og fleiri menn gætu tekið að sér sáttahlutverk. Efna yrði til ftjálsra kosninga í hér- aðinu er búið væri að koma á friði og kalla herlið Rússa burt. Sagði Dúdajev að kommúnistum Krafa um mannaskipti? Víktor Tsjernomýrdín, forsætis- ráðherra Rússlands, túlkaði um- mæli Dúdajevs sem kröfu um mannabreytingar í ríkisstjórn Rúss- lands. Að sögn þýsku sjónvarps- stöðvarinnar NTV og fleiri fjöimiðla réðst hann Tiarkalega á uppreisnar- leiðtogann. Hann sagði Dúdajev vera glæpamann og varaði hann við, Tsjetsjníja væri rússneskt land „og hvað við gerum þar er okkar mál, kemur engum öðrum við“. Þrátt fyrir hernaðinn í Tsjetsjniju eykur Jeltsín nú stöðugt fylgi sitt meðai kjósenda. I nýlegri könnun fékk hann 19% stuðningen forseta- frambjóðandi kommúnista, Gennadí Zjúganov var þó enn efstur með 21%. Kvartaði Zjúganov undan því í gær að fjölmiðlar hundsuðu fram- boð sitt. Alexander Rútskoj, fyrr- verandi varaforseti Rússlands, lýsti í gær stuðningi við Zjúganov. CLINTON Bandaríkjafor- seti undirritar lögin um aukið forsetavald í gær. Aukið neitun- arvald Washington. Reuter. VALD forseta Bandaríkjanna var aukið verulega í gær er lög um rétt hans til að stöðva hluta lagasetningar um aukin útgjöld og loka skattasmugum fyrir afmarkaða hagsmunahópa voru staðfest með undirritun Bills Clintons forseta. Lögin taka gildi á næsta ári. Aður varð forsetinn ann- aðhvort að beita neitunarvaldi sínu gegn allri tillögunni eða engum hluta hennar. Hafa and- stæðingar ríkjandi forseta oft laumað inn í frumvörp sem þeir vissu að forsetinn væri fylgjandi viðbótartillögum er hann hefði fellt með neitunar- valdi hefðu þær staðið einar og sér. 43 af 50 ríkisstjórum hafa það vald sem Bandaríkjaforseti fær nú. Nýju lögin hafa verið keppikefii ýmissa bandarískra forseta frá 1876 er Ulysses Grant lagði til breytingu af þessu tagi. Repúblikanarnir Ronald Reagan og George Bush lögðu báðir mikla áherslu á að knýja málið í gegn í valda- tíð sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.