Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MENN þurfa ekki lengur að velkjast í vafa um hver sé hinn raunverulegi sjávarútvegsráðherra . . . Eldri kona gaf Áma- stofnun skinnhandrit HANDRITIÐ er ritað með fallegri rithönd. Gamall Saltari sem hugsanlega hefur verið í eigu Skálholtskirkju er kominn í hendur starfs- manna Árnastofnunar. Fátítt er að skinnhand- rit berist stofnuninni. ÁRNASTOFNUN eignaðist fyrir nokkrum dögum skinnhandrit, sem talið er að hafi verið skrifað um alda- mótin 1400. Handritið hefur verið í eigu konu í Reykjavík í nokkra ára- tugi, en hún fann það í gömlu dóti sem til stóð að henda. Handritið er úr gömlum saitara, þ.e. bók með Davíðssálmum, og telur Stefán Karlsson, forstöðumaður Stofnunar Áma Magnússonar, að saltarinn hafi hugsanlega upphaflega verið í eigu Skálholtskirkju. Það er fullorðin kona í Reykjavík sem átti skinnhandritið og gaf Árna- stofnun það. Stefán fékk vitneskju um handritið fyrir nærri tveimur árum og var það þá skoðað af sér- fræðingum og ljósmyndað. Stefán sagði með öllu ókunnugt um sögu handritsins þangað til kon- an fann það. „Við vitum ekki hvemig það hefur varðveist. Blaðið ber með sér að hafa á einhveijum tíma verið kápa utan um aðra bók. Það var algengt að blöð úr kirkjulegum latneskum handritum frá íslenskum miðöldum væru notuð sem kápa utan um yngri bækur. Þannig hafa mörg þeirra varðveist. Það eru brotaför í þessu blaði sem sýna að þannig hefur það verið notað.“ Var hugsanlega í eigu Skálholtskirkju Blaðið er mjög heillegt, en nokkuð dökkt. Það er ritað með mjög fai- legri rithönd. Upphafsstafurinn er stór og skrautlegur. Á fremri síðunni er 26. Davíðssálmur allur og á þeirri seinni er upphaf á 27. sálmi. Blaðið er komið úr saltara sem hefur haft að geyma alla Davíðssálma og hugs- anlega eitthvað fleira. Stefán sagði að ekki væri óhugsandi að fleiri blöð hefðu varðveist úr þessum saltara. 'Nokkuð mikið væri til af skinnblöð- um af þessu tagi í öðrum söfnum t.d. í Árnasafni í Kaupmannahöfn og á Landsbókasafni. Það væri töluverð vinna að fara í gegnum þau og bera þau saman við þetta nýjasta handrit. „Ég þykist hafa komist að því að þetta blað sé ritað með sömu rithönd og handrit Þorlákstíða, sem ég var áður búinn að leiða rök að hefði ver- ið skrifað í Skálholti um aldamótin 1400. Það gæti því verið að þessi saltari hefði verið eign Skálholts- kirkju,“ sagði Stefán. Hann sagði mjög fátítt að skinn- handrit bærust Árnastofnun nú á tímum, en þó hefði það einu sinni gerst áður á seinni árum. Fyrir um 20 árum hefði stofnuninni borist hluti úr skinnhandriti frá 14. öld. Blaðið var úr biskupasagnahandriti, en brot úr sama handriti eru varðveitt í Árnasafni í Kaupmannahöfn, Lands- bókasafni og Þjóðminjasafni. Stefán sagði ekki útilokað að enn leyndust skinnhandrit í einkaeigu hér á landi sem Árnastofnun viti ekki um. Oft leyndust verðmæti í gömlu dóti sem legið hefði lengi óhreyft. Gömul kona hefði t.d. fundið bisk- upasagnahandritið í gömlu dóti sem hún erfði eftir föður sinn. Öryggisátak á vegum SVFi Framfarir en betur má ef duga skal GUÐJÓN Ingi Sig- urðsson er for- maður björgunar- sveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, en sveitinni hefur verið falið að sjá um framkvæmdahlið örygg- isátaks sem nú stendur yfir á vegum Slysavama- félagsins. í átakinu er hugað að öryggismálum sjómanna og umgengni almennings við hafnir landsins. Átakið ber yfir- skriftina „Komum heil af hafi“. Samhliða átakinu hefur verið gefið út frétta- blað undir sama nafni. Það er gefið út af Sigurvon í nafni Slysavarnafélags ís- lands. En hvað telur Guð- jón Ingi að sé brýnast varðandi öryggismál sjó- manna? „Að mínu mati ber tvennt hæst hvað varðar öryggi sjómanna á smábátum og í höfn- um, en það er að bæta aðbúnað í höfnum svo og um borð í sjálfum bátunum. Til dæmis þarf að merkja betur stiga á bryggjunum og lýsa þá. Þá ætti að koma fyr- ir krókstjökum, netum og björg- unarhringjum, auk þess sem allt- af ætti að vera net undir land- göngum. Þá þarf að gæta þess að í smábátunum sé alltaf fyrir hendi sjálfsagður björgunarbún- aður, svo sem flotgallar og stigar sem ná 30 sentimetra niður fyrir yfirborð sjávar. Fleira mætti nefna.“ Frumkvæði að átakinu er frá Sigurvon komið, hvers vegna far- ið þið fyrir þessu? „Okkur fannst einfaldlega að slys í smábátum væru orðin of mörg og að grípa yrði til ein- hverra ráða til að draga úr tíðn- inni. Þessi mál brenna mikið á okkur, því slys í smábátum hafa verið tíð á þessu svæði. Ef okkur tekst að draga úr slysum og óhöppum með því að standa fyrir þessu átaki og vekja umræðu um öryggismálin með áróðri, þá er tilganginum náð.“ Ber svo að skilja að ástanciið í öryggismáium sé almennt siæmt? „Ég hef komið nærri slysa- varnamálum í 25 ár og þótt ástandið hafi batnað mikið á þeim tíma sem ég hef verið í þessu þá má betur ef duga skal. Margir eru með flotgalla og annan björg- unarbúnað um borð, en það er ekki nóg. Ég get nefnt sem dæmi tilkynningaskylduna sem margir sjómenn eru of kærulausir að halda sambandi við. Við höfum dæmi um að menn fari ---------- á sjó án þess að láta vita af sér og önnur dæmi um að menn fari án þess að hafa næga olíu um borð, en þessi atriði eru hreint hugsunarleysi og ætti slíkt ekki að eiga sér stað. Þá eru dæmi um að við höfum verið komnir út að leita að báti sem við fréttum síðar að Iá inni í einhverri höfninni. Núna byija menn á því að leita af sér allan grun áður en báturinn er kallaður Út.“ Þetta með tilkynningaskyld- una virðist vera eilífðarmál í umræðunni um öryggismál sjó- manna. Hvernig er hægt að taka Guðjón Ingi Sigurðsson ► Guðjón Ingi Sigurðsson er fæddur í Reykjavík 19. apríl 1961. Hann er hins vegar Sand- gerðingur í húð og hár, ólst þar upp og hefur starfað þar allar götur. Hann er gagnfræð- ingur og nam um tíma í Iðn- skólanum. Síðustu tíu árin hef- ur hann starfað við bílamálun og plastbátaviðgerðir. Eigin- kona Guðjóns er Osk Elísdóttir og börnin eru fjögur; Jóna Björk, 15 ára, Áxel Rúnar Ey- þórsson, sem er fóstursonur Guðjóns, 14 ára, Níels, 12 ára, og Guðjón Janus, sem er 9 ára. á því máli svo vit sé í? „Því miður verður það aðeins gert með því að ítreka endalaust og minna sjómenn stöðugt á þetta öryggisatriði þeirra. Það er ýmis- legt reynt. Við setjum límmiða á gluggana og í höfnunum eru skilti sem menn komast ekki hjá að sjá hvort heldur þeir eru að sigla inn eða út. Stöðugar áminningar og umtal virðist vera það eina sem hægt er að gera.“ En hvað er þetta gömui hug- mynd og hvað er fleira á döfinni? „Þetta forvarnarátak hefur verið í mótun frá því síðastliðið haust og hefur Sigurvon haft veg og vanda af öllum undirbúningi. Það kemur út blað í tilefni átaks- ins og verður því dreift til sjó- manna og anparra sem starfa við sjávarútveg. í blaðinu eru þessi mál öll rækilega kynnt. Auk þess eru í vinnslu tvær fræðslumyndir um öryggismál sjómanna til sýn- ingar í sjónvarpi auk þess sem út er kominn hljómdiskur með sama heiti og hefur honum verið dreift á allar útvarps- Betri aðbúnað ^töðvar. íhöfnumog En hvers vegna Sig- urvon? „Björgunarsveitin Sigurvon um borð í Sandgerði er elsta sveitin innan SVFÍ og fer því vel á því að henni sé falin umsjón þessa öryggisátaks í þágu sjómanna. I Sigurvon eru nú um 30 félagar og hittast þeir tvisvar í mánuði. Félagar hafa alla tíð verið mjög virkir. í dagbók fé- lagsins fyrir janúarmánuð voru mætingar t.d. um 30, bæði vegna útkalla og almenns starfs í deild- inni, þannig að á hverjum degi voru félagar sveitarinnar eitthvað að starfa í þágu björgunarmála."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.