Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 19 ERLENT Finna flak í Síberíu FLAK flutningavélar er fórst sl. föstudag skömmu fyrir lend- ingu í Petropavlosk-Kamsjatskí á Kamtsjaka-skaga í Síberíu fannst á mánudag í um fjörutíu kílómetra ljarlægð frá borg- inni, neðarlega í hiíðum eld- fjallsins Vachazhech. Tuttugu og einn voru um borð í vélinni og fórust allir. Vélin var af gerðinni IL-76 og var tekin í notkun árið 1975. Ekki er enn vitað nákvæmlega hvað olli slysinu en talið er líklegt að vélin hafi orðið eldsneytislaus. Rehn fordæm- ir Kínaferð ELISABETH Rehn, æðsti emb- ættismaður Sameinuðu þjóð- anna við rannsóknir á mann- réttindabrotum í fyrrverandi Júgóslavíu, gagnrýndi landa sinn Martti Ahtisaari Finn- landsforseta harðlega sl. föstu- dag vegna fyrirhugaðrar Kína- ferðar hans í næstu viku. Sagði Rehn ferðina merki um tví- skinnung. Allir væru reiðubúnir að fordæma mannréttindabrot í lýðveldum fyrrverandi Júgó- slavíu en litu hins vegar í hina áttina þegar um risaveldi á borð við Kína væri að ræða. Rehn var mótframbjóðandi Ahtisaaris í forsetakosningun- um 1994. Sakaður um kynferðisglæp DANIEL Carleton Gajdusek, bandarískur 72 ára fyrrum Nóbelsverðlaunahafi í læknis- fræði, var handtekinn sl. fímmtudag og kærður fyrir kynferðisafbrot gegn unglings- pilt. Bandaríska alríkislögregl- an hóf á síðasta ári rannsókn á sambandi Gajduseks við hóp barna sem hann hafði flutt til Bandaríkjanna frá Míkrónesíu í Kyrrahafi. Að sögn Washing- ton Post hefur Gajdusek um árabil birt fræðigreinar þar sem hann lýsir á opinskáan hátt kynferðishegðun karla og pilta á Nýju-Guineu og Míkrónesíu og urðu þær kveikjan að rann- sókninni. Níu myrtir í Kanada ÞRÍTUGUR karlmaður, Mark Vijay Chahal, réðst sl. laugar- dag inn í hús í borginni Vernon í Kanada og skaut níu manns til bana. Skömmu síðar framdi Chahal sjálfsmorð á hóteli í grennd við morðstaðinn. Meðal fórnarlambanna var fyrrver- andi eiginkona Chahals en hún var ásamt öðrum íjöiskyldu- meðlimum að undirbúa þrúð- kaup systur hennar, sem lést einnig í skotárásinni. Ómerkt al- næmispróf ALLT að tuttugu þúsund ein- staklingar í Bretlandi, er höfðu mælst neikvæðir í alnæmisprófí, verða að endurtaka prófið, þar sem að það reyndist óáreiðan- legt. Breska heilbrigðisráðuneyt- ið segir að „brot“ þeirra er voru í raun HlV-jákvæðir hafi mælst neikvæðir í prófinu, er framleitt var af bandaríska lyfjafyrirtæk- inu Abbott Laboratories. Notkun prófsins hefur verið hætt í fleiri Evrópuríkjum, s.s. Danmörku og Svíþjóð. Ný námskeið hefjast 18. apríl TOPPI TIL TÁAR Námskeiö sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt lokað námskeið. -Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. -Strangur megrunarkúr sem fylgt er eftir daglega meö andlegum stuðningi, einkaviötölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. -Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. Kortakerfið Græn kort: Frjáls mæting 6 daga vikunnar fyrir konur á öllum aldri. Allirfinna flokkvið sitt hæfi hjá J.S.B. INNRITUN HAFIN ALLA DAGA í SÍMA 581 3730. LAGMULA 9. Norður-Kórea með ögranir á hlutlausa beltinu Hert á viðbúnaði í Suður-Kóreu Seoul. Reuter. YFIRMAÐUR hersins í Suður- Kóreu skipaði í gær svo fyrir, að færu norður-kóreskir hermenn yfir landamærin skyldi brugðist til varn- ar eins og um styrjöld væri að ræða. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sagt upp vopnahléssamningnum milli ríkjanna og sent nokkrum sinnum hermenn inn á hlutlausa beltið, sem þau segjast ekki virða lengur. Tals- maður Kínastjórnar ávítaði Norður- Kóreustjórn í gær með óbeinum hætti og hvatti hana til að fara eftir vopnahlésskilmálunum. Yoon Yong-nam, yfirmaður suð- ur-kóreska herráðsins, skipaði her- mönnum sínum að bregðast við yfir- gangi Norður-Kóreumanna eins og um stríðástand væri að ræða og færu þeir yfir landamærin skyldi fyrst skotið viðvörunarskotum en síðan hafin eiginleg skothríð. Raun- ar hafa fyrirskipanir til suður-kór- eska hersins ávallt verið þessar en nú eru þær áréttaðar af meiri al- vöruþunga en oft áður. Norður-kóreska dagblaðið Rod- ong Sinmun birti í gær mikla lof- rullu um herinn í landinu og sagði, að hermennirnir væru fullir af eld- móði og biðu þess eins að gjörsigra óvininn þegar skipun um það yrði gefin. „Við erum á barmi styijaldar og óvissan er ekki um það hvort hún skellur á, heldur hvenær," sagði í blaðinu. Chen Jian, talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær, að vonandi næðu kóresku ríkin sam- komulagi um nýjan friðarsamning en þangað til væri vopnahléssamn- ingurinn, sem batt enda á styrjöld ríkjanna 1950-’53, í fullu gildi. Chen lagði áherslu á, að Kína myndi engin afskipti hafa af deilunni og vonaði, að friður ríkti áfram. Stjórnarflokkur óvinsæll Talið er, að vopnaskak Norður- Kóreumanna hafi bætt nokkuð stöðu stjórnarflokksins í Suður- Kóreu en einn frammámanna hans viðurkenndi í gær, að flokkurinn væri óvinsæll og gæti búist við óför- um í þingkosningum á morgun, fimmtudag. mAtturiimim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.