Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 37 HALLDÓRA VÍGL UNDSDÓTTIR Halldóra Víg- lundsdóttir fæddist í Björgvin á Eyrarbakka þann 8. apríl 1926 og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti þann 30. mars síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Guðmundsdóttur, f. 12.5. 1894, og Víglundar Þor- steins Jónssonar, f. 25.6. 1892. Hall- dóra átti einn bróð- ur Stefán, f. 25.2. 1917, en hann lést á Vífilstöðum 11.1. 1947. Víglundur faðir þeirra lést er Halldóra var um árs gömul og ólust þau systkin upp hjá móður sinni og móðurafa Jóni Asgrímssyni á Eyrar- bakka. Eftir hefðbundna skóla- göngu lærði Halldóra sauma þjá Guðfinnu Árnadóttur í Traust, tryggð og glæsileiki eru mér efst í huga og lýsa best tengdamóður minni, Halldóru Víg- lundsdóttur, nú þegar ég kveð hana eftir 24 ára samfylgd. Fyrir mér var hún ekki hefð- bundin tengdamóðir, heldur traust kona sem var mér ákaflega kær og sýndi mér mikla umhyggju, ávallt til staðar, tilbúin ef á þurfti að halda, kona sem aldrei reyndi að afla sér vinsælda heldur kom til dyranna eins og hún var klædd. Það var notalegt að koma til hennar á sunnudögum í Álfheim- ana og fá kaffi og pönnukökur eða líta inn í Furugrundinni að kvöld- lagi og spjalla inni í stofu. Hún var mikill fagurkeri og hafði yndi af fallegum hlutum og átti það til að hringja og segjast langa að sýna mér svolítið, þá var hún búin að kaupa einhvern fallegan hlut eða jafnvel flík og langaði að sýna það einhveijum. Við gátum spjall- að um heima og geima langtímum saman, hún var svo viðræðugóð og gaf sér svo góðan tíma. Þegar ég kvaddi að loknu spjalli sendi hún mig ekki með sælgæti heim til barnanna heldur heilræði um hollt og kjarngott fæði og hve nauðsynlegt það væri að þau væru vel klædd svo þeim yrði ekki kalt. Hún bar mikla umhyggju fyrir barnabörnum sínum og dæmi um það fengu þau alltaf hlýjar sérvald- ar flíkur sem hentuðu hveiju barni Akri á Eyrarbakka og fór siðan í Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Hall- dóra giftist Jóni Guðmundssyni, sölumanni 7.5. 1948 en hann lést 16.3. 1975. Börn þeirra eru: Kristín, gift Óskari Guð- jónssyni og eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn, Stefán Víglundur, giftur Þorgerði Gylfadóttur og eiga þau þrjú börn, Stefán á að auuki dóttur og dótturdótt- ur, Hólmfríður Salome, gift Ásgrími Stefánssyni og eiga þau 3 börn, Guðmundur og á hann 2 drengi. Halldóra vann við ræstingar hjá Tryggingastofnun rikisins mestan hluta starfsævi sinnar. Útför Halldóru fór fram frá Fossvogskirkju 9. apríl. fyrir sig í jólagjöf frá ömmu. Hún gaf hveiju barni sérstaka athygli og gerði þeim öllum jafnt undir höfði. Halldóru fannst mjög gaman að ferðast og fór hún margar ferð- irnar bæði innanlands og utan ýmist með Magnúsi vini sínum eða æskuvinkonu sinni Vigdísi Eiríks- dóttur. Máltækið „sýndu mér vini þína þá veit ég hver þú ert“ á alveg einstaklega vel við Halldóru, hún var mikill vinur vina sinna og kom það berlega í ljós eftir að hún veikt- ist fyrir tveimur árum hve trausta og góða vini hún átti og má Sjá að hún uppskar eins og hún sáði. Halldóra var hvíldinni fegin eft- ir harða baráttu við veikindi í tvö ár. Vil ég þakka henni samfylgdina og tel ég mig meiri manneskju að hafa fengið að njóta mannkosta hennar. Jón Gunnar, Rebekka og Rut kveðja ömmu sína Halldóru með þakklæti fyrir umhyggjuna og fyrir að vera sú amma sem hún var þeim. Þorgerður Gylfadóttir. Elsku amma Dóra, okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum. Þú hefðir orðið sjötug 8. apríl, hefðir þú lifað. Vonandi hefur þú átt glaðan dag á góðum stað með ættingjum og ástvinum sem eru þar. Þú hefur þurft að líða miklar Minningargreinar og aðrar greinar FRÁ áramótum til 15. febrúar sl. birti Morgunblaðið 890 minn- ingargreinar um 235 einstakl- inga. Ef miðað er við síðufjölda var hér um að ræða 155 síður í blaðinu á þessum tíma. í jan- úar sl. var pappírskostnaður Morgunblaðsins rúmlega 50% hærri en á sama tíma á árinu 1995. Er þetta í samræmi við gífurlega hækkun á dagblaða- pappír um allan heim á undan- förnum misserum. Dagblöð víða um lönd hafa brugðizt við mikl- um verðhækkunum á pappír með ýmsu móti m.a. með því að stytta texta, minnka spássíur o.fl. Af þessum sökum og vegna mikillar fjölgunar aðsendra greina og minningargreina er óhjákvæmilegt fyrir Morgun- blaðið að takmarka nokkuð það rými í blaðinu, sem gengur til birtingar bæði á minningar- greinum og almennum aðsend- um greinum. Ritstjórn Morgun- blaðsins væntir þess, að lesendur sýni þessu skilning enda er um hófsama takmörkun á lengd greina að ræða. Framvegis verður við það miðað, að um látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd en lengd ann- arra greina um sama einstakling er miðuð við 2.200 tölvuslög eða um 25 dálksentimetra í blaðinu. í mörgum tilvikum er samráð milli aðstandenda um skrif minningargreina og væntir Morgunblaðið þess, að þeir sjái sér fært að haga því samráði á þann veg, að blaðinu berist ein- ungis ein megingrein um hinn látna. Jafnframt verður hámarks- lengd almennra aðsendra greina 6.000 tölvuslög en hingað til hefur verið miðað við 8.000 slög. þjáningar í erfiðum veikindum. Við getum glaðst yfir að þær eru nú yfirstaðnar. Við viljum þakka þér fyrir allar samverustundirnar og öll eftir- minnilegu jólaboðin. I sorginni er okkur öllum hugg- un: Að minningin helst í hvíld og kyrrð, sem krans yfir leiði vafinn. Hún verður ei andans augum byrgð, hún er yfir dauðann hafínn. (E. Ben.) Halldóra, Steinunn, Jóna og Elínborg. AÐALFUNDUR Aðalfundur Granda hf. verður haldinn miðvikudaginn 24. apríl 1996, kl. 17:00 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík. DAGSKRÁ Ég vil minnast hennar ömmu Dóru með nokkrum fátæklegum orðum. Ég geng eftir tijástígnum heim til ömmu. Fíngerðar greinar tijánna minna mig á ömmu mína. Líkami hennar var svo grannur og viðkvæmur. Það rignir og droparn- ir falla af greinum tijánna. Amma felldi ekki tár eins og greinar tijánna, sem missa dropana niður í gljúpa jörðina. Selta táranna breytir engu um veikindi og erfið- leika. Amma haggaðist ekki fremur en trén sem standa föst í jörðinni í óveðri lífsins. Líkami hennar virt- ist brothættur en augun spegluðu sterka konu með mikinn viljastyrk. Tími okkar ömmu skiptist í mörg augnablik, sæt, súr og hvers- dagsleg í dagsins önn, amma að dekka kaffið sitt á morgnana, við amma í sunudagsbíltúr, amma og vinkonur hennar að horfa á Derrick á föstudagskvöldi, amma að hlusta á ljóðin mín. Amma gengur hægt til hvílu. í huganum þakka ég ömmu fyr- ir það sem hún kenndi mér. Ég geymi með mér lífsspeki hennar og vináttuorð. Laufey Ásgrímsdóttir. 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnartil að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Óski hluthafar eftir að ákveðin mál verði tekin til meðferðar á aðalfundinum, þarf skrifleg beiþni um það að hafa borist félagsstjórn meö næginlegum fyrirvara, þannig aö unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins. Hluthafar, sem ekki geta mætt á fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK -jlllL wSaSaw mttm pP mSm mr Sairnðn HAMBANJJ ÍÐNPILAOA Ein heild - Aukið afl Samiðn, samband iðnfélaga, var stofnað 8. maí 1993 sem landssamband iðnfélaga til þess að sameina kraftana og mynda stærri og öflugri heild launafólks. Samiðn vinnur að bættum hag félagsmanna í kjaramálum, atvinnumálum, félagsmálum og menntamálum. Innan Samiðnar eru byggingarmenn, málmiðnaðarmenn, bfliðnamenn, netagerðarmenn og garðyrkjumenn. Félagsmenn í aðildarfélögum Samiðnar eru 5500. Þegar fjölskyldur þeirra eru meðtaldar hafa hátt í 20 þúsund manns beinan hag af starfi sambandsins. Yfir 1000 fyrirtæki víðs vegar um land njóta starfskrafta félagsmanna Samiðnar. í Samiðn er nú 31 aðildarfélag. Rétt til inngöngu hafa félög og deildir launafólks í iðnaði um land allt. þessi félög og deildir mynda Samiðn: Félag garðyrkjumanna Málarafélag Reykjavíkur Bíliðnafélagið Félag blikksmiða Félag járniðnaðarmanna Trésmiðafélag Reykjavíkur Félag byggingariðnaðarnumna í Hafnarfirði Iðnsveinafélag Suðurnesja, Keflavík Sveinafélag málmiðnaðarmanna, Akranesi Verkalýðsfélag Akraness, iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélagið í Borgarnesi, iðnaðarmannadeild Iðnsveinafélag Stykkishólms Sveinafélag byggingarmanna, ísafirði Félag járniðnaðarmanna, ísafirði Iðnsveinafélag Húnvetninga Iðnsveinafélag Skagafjarðar Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði, iðnaðarmannadeild Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri Félag byggingamanna Eyjafirði Sveinafélag járniðnaðarmanna, Húsavík Byggingarmannafélagið Árvakur, Húsavík Verkalýðsfélag Vopnafjarðar, iðnaðarmannadeild Iðnsveinafélag Fljótdalshéraðs Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði, iðnaðarmannadeild Verkamannafélagið Árvakur, Eskifirði, iðnaðarmannadcild Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar, iðnaðarmannadeUd Málm- og skipasmiðafélag Neskaupstaðar Verkalýðsfélag Fáskrúðsfjarðar, iðnaðarmannadeild Verkalýðsfélagið Jökull, Höfn, iðnaðarmannadeild Sunniðn, sunnlenska iðnfélagið Sveinafélag járniðnaðarmanna, Vestmannaeyjum JllL V Samiðn SAMBANB SÖNFiUAOA Suðurlandsbraut 30.108 Reykjavík. Sími 568 6055. Fax 568 1026. Heimasiöa: http://www.rl.is/samidn.html wmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.