Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 38
INÍMVlíN 9 INNON 38 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞÓRUNN ÞÓRÐARDÓTTIR + Þórunn Þórð- ardóttir var fædd 9. mars 1976 á Akranesi. Hún dó sunnudaginn 31. mars á heimili sínu að Skagabraut 2, Akranesi. Foreldr- ar Þórunnar voru Katrín Guðmunds- dóttir fiskverka- kona, fædd 10.11. 'r 1953 á Akranesi og Þórður Jósefsson vélamaður, fæddur 6.11. 1951 á ísafirði. Þau búa á Vesturgötu 92, Akranesi. Þórunn átti einn bróður Jósef Þórðarson, fæddur 3.2. 1974 á Akranesi. Þórunn trúlofaðist Degi Þórissyni árið 1994. Þórunn var nem- andi í Fjölbrauta- skóla Vesturlands. Hún hafði starfað við fiskverkun hjá Haraldi Böðvarssyni hf. Útför Þórunnar fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Lífshlaup 20 ára stúlku er ekki langt. Hennar þrautargöngu er lok- ið og því miður lauk henni ekki með sigri eins og við báðum og vonuðum. Þórunn var glæsileg stúlka og ljúfmenni mikið. Það fengum við svo sannarlega að sjá og finna þegar hún þurfti að koma til Reykjavíkur undir læknishendur og dvelja þar annað slagið og gistu þær mæðgur nokkrum sinnum hjá okkur. Það var með aðdáun hvað hún var jákvæð á lífið og tilveruna og fullorðinsleg í hugsun. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að SAMNEISSÝNING AÐ HÓTEL LOFTLEIÐUM 10. og 11. apríl Pósfut & sími bý&ur til Samnetssýningar þar sem eftirtalin fyrirtœki kynna vörur og þjónustu: Apple-umboðið NÝHERJI Heimilistæki hf TÆKIMI-OG TÖLVUDEILD SINVMIRKINN PÓSTUR OG SÍMI OPIN KERFIHF W/M PAÚKAMD Tæknival SMITH & IMORLAND Sístel mm Munib fyrirlestrana á mi&vikudeginum kl 9.00 Sigvaldí Jónsson, Prím. Samnets tölvukort og notcndabúna&ur Sigfús Björnsson, Hóskóla íslands. Símstöðvar framtíðarinnar Sven R0nnow, TeleDanmark. Reynsla Dana af Samnetinu Sýningin er opin fró kl. 10.00 til 17.00 bóða dagana Aðgangur er ókeypis PÓSTUR OG SÍMI J,v ' !J /1 ) SAMNET SÍMANS kynnast jafnheilsteyptri manneskju en þau kynni voru því miður alltof stutt. Við sem eftir lifum erum ríkari eftir að hafa fengið að njóta sam- vistar við Þórunni og skiljum kannski betur en áður hve lífið er hverfult. Kjarkurinn sem einkenndi hana meðan hún lifði lifir áfram og styrkir alla þá sem þóttu vænt um hana. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það sem.valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þeg- ar þú er sorgmæddur skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Við treystum því að þjáningum Þórunnar sé lokið en nú er komið að þáttaskilum, því hún er lögð upp í þá ferð, inn á annað og æðra til- verustig sem bíður okkar allra. Elsku Kata, Doddi, Jósep, Tóta og aðrir ástvinir Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk á þessari sorg- arstundu og megi minningin um góða stúlku ylja ykkur um ókomna tíð. Katrín Theodórsdóttir og Rakel H. Ágústsdóttir. Nú eru rúm 3 ár frá því Þórunn kom fyrst á heimili okkar með Degi syni okkar. Við vorum kynnt fyrir fallegri, ungri stúlku sem var í senn hlý og hlédræg í fasi. Unga fólkið hafði fellt hugi saman og framtíðin blasti við með fyrirheit- um og tilhlökkun. Allir voru grandalausir þegar í ljós kom að Þórunn þurfti svo fljótt að hefja harða báráttu við sjúkdóminn sem varð henni að bana síðastliðinn pálmasunnudag. Allir eru slíku óviðbúnir, svo sjálfsagt þykir okk- ur að lifa löngu og heilbrigðu lífi. Því er átakanlega sárt að sjá ung- menni eins og Þórunni takast á við það sem enginn fær sigrað. Baráttan hófst fyrir alvöru síðla sumars 1994. Upp frá því skiptust á skin og skúrir, stundum virtist allt vera á réttri leið, í annan tíma litu málin verr út. Við hittum Þór- unni reglulega. Við dáðumst að því hve einbeitt og ákveðin hún var. Það virtist oft svo nærtækt að láta hugfallast, gefast upp. En Þórunn ætlaði ekki að gefast ekki upp. Hún var alltaf að huga að framtíðinni, hugurinn hóf sig yfir daglega baráttu við vágestinn sem var svo ógnarlega sterkur og óvæginn. Þórunn hélt hlýju við- móti sínu, gerði að gamni sínu og tók þátt í öllu sem hún gat. Eftir áramótin settist Þórunn aftur í skólann. Hún var staðráðin í að læra og bæta starfsmöguleik- ana í famtíðinni. Áhuginn og vilja- festan var leiðarljósið. Það mátti engan tíma missa, þrekið var nýtt til hins ítrasta. Þórunn var stund- um svo veik í skólanum að hún átti erfitt með að komast milli kennslustofa, erfitt með að taka bækurnar upp úr töskunni. En í andlitinu var enga sjálfsvorkunn að lesa, þar var það brosið sem mætti manni. Hún ætlaði ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana. En enginn má við ofureflinu. Sjúkdómurinn reyndist of sterkur, baráttukonan varð að láta undan síga. Hún hafði fallið með reisn. Eftir sitjum við með hlýjar minn- ingar um duglega stúlku sem varð öllum fyrirmynd þegar á reyndi. Við viljum í lok þessara orða senda Katrínu og Þórði, Jósep og öðrum skyldmennum og ástvinum Þórunnar hlýjar kveðjur okkar. Við óskum þess að samhugur okkar og góðra vina sem Þórunn átti megi styðja ykkur og styrkja. Sigrún og Þórir Kæra frænka. Nú ert þú horfin úr okkar heimi aðeins tvítug að aldri. Ég man þig best sem litla glaðlynda hnátu, þegar ég stundaði nám við fram- haldsskóla Vesturlands. Þá óraði mig ekki fyrir því að þú færir svona fljótt, en maður fær víst engu um það ráðið þegar svona erfiður sjúk- dómur herjar á. Þú barðist hetju- lega en beiðst lægri hlut. Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fargra, forna hljóma, finn um mig yl úr bijósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. (Davíð Stefánsson.) Kæra fjölskylda. Ég votta ykkur dýpstu samúð og bið Guð að vera með ykkur og styrkja ykkur í sorg- inni. Guð blessi minninguna um Þór- unni Þórðardóttur. Kveðja, Sigríður María Friðþjófsdóttir. KRISTÍN BJÖRGVINSDÓTTIR + Kristín Björg- vinsdóttir fæddist á Eskifirði 1. apríl 1920. Hún lést 30. mars síð- astliðinn á hjúkr- unarheimilinu Seli. Útför Kristínar fer fram frá Akur- eyrarkirkju 10. þessa mánaðar og hefst athöfnin kl. 13.30. Hve sælt er. að sofna að kveldi og sólfagran kveðja dag. Við bjarma af árdagsins eldi og yndislegt sólarlag. (SA) Elsku Kristín, hvíldin hefur ver- ið þér kærkomin eftir áralöng erf- ið veikindi. Þótt þú gætir ekki allt- af tjáð þig með orðum eftir að þú veiktist þá skildir þú allt sem sagt var og þú fylgdist líka með eftir bestu getu. Ég minnist þess að hafa séð þig brosa mjög oft, enda varstu einstaklega skapgóð kona. Hand- artak þitt var hlýlegt og hjartalag þitt göf- ugt og hreint þannig að öllum hlaut að líða vel í návist þinni. Við þökkum fyrir ástúð alla indæi minning lifir kær núna mátt þú höfði halla við herrans bijóst er hvíldin vær. í sölum himins sólin skín við sendum kveðju upp til þin. (H.J.) Blessuð sé minning þessarar góðu konu. Sigfús, Guðfinna og langömmubörnin Brynjar og Tryggvi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang pess Mbl@cenlrum.is en nánari upplýsingar |>ar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Ilöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.