Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 39 KJARTAN BENJAMÍNSSON + Kjartan Benj- amínsson fædd- ist í Reykjavík 2. september 1920. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Margrét Sveinbjörnsdóttir, f. 10. ágást 1886, d. 25. janúar 1942, og Benjamín Jón Gíslason, f. 6. júlí 1889, d. 26. október 1934. Fyrri eigin- kona Kjartans var Helga Stefánsdótt- ir, f. 26. apríl 1921, d. 1944. Eftirlifandi eiginkona hans er Lilja Halldóra Guðnadóttir, f. 3. mars 1920. Börn Kjartans og Lilju eru: 1) Sóldís, f. 20. október 1950, maki, Kenneth Marty Russell, f. 19. mars 1967, Sóldís á 4 börn frá fyrra hjóna- bandi. 2) Benjamín Magnús, f. 15. mars 1952, maki, Anna Kristin Guðbrandsdóttir, f. 8. febrúar 1960 og eiga þau 3 börn, Benjamín á 3 börn frá fyrra hjónabandi. 3) Bryndís, f. 7. mars 1954, maki, Sturla Halidórsson, f. 10. febrúar 1955 og eiga þau 4 börn. 4) Helgi, f. 6. apríl 1955, maki, Díana Jósefsdóttir, f. 15. desember 1958 og eiga þau 4 börn. Fyrir átti Kjartan Guðnýju Jóhönnu, f. 13. febrúar 1945, maki, Ólafur Hann- es Kornelíusson, f. 5. september 1945 og eiga þau 2 börn. Lang- afabörnin eru 8 talsins. Kjartan fór snemma til sjós með föður sínum og var síðan á varðskipum í nokkur ár. Hann vann hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í um 30 ár eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Útför Kjartans fór fram frá Bústaðakirkju 9. apríl sl.. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd. Síðast þegar sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Allt lífið verðum við mennirnir stöðugt vitni að upphafi og endi. Sérhvert sumar endar að hausti, dagur að kveldi og þegar við fæð- umst í þennan heim vitum við það fyrir víst að héðan verðum við að hverfa aftur, þannig endar lífíð með dauða. Við erum alltaf jafnilla undir það búin að mæta dauðanum og dauðinn er alltaf sama ráðgátan. Við erum ekki alltaf sammála almættinu þeg- ar dauðann ber að garði. Það er helst að við beygjum okkur undir vilja þess þegar aldrað fólk, las- burða og algjörlega þrotið að kröft- um kveður þennan heim, þá kemur dauðinn oft sem langþráður vinur. Þó svo að við andlát ástvinar grípi söknuðurinn um sig, fyllist hugurinn þakklæti þegar litið er um farinn veg og minningar hlaðast upp bæði ljúfar og sárar. Kjartan tengdafaðir minn var handlaginn og var alltaf eitthvað að dunda og dytta að hinu og þessu, allt frá skartgripagerð til hjólavið- gerða. Kjallarinn í Ásgarðinum var oft fullur af hjólum sem var reynt að laga, taka úr einu og setja í hitt. Minnist ég hjóldruslu sem ég fékk Kjartani í hendur og bað að laga fyrir nafna sinn, Kjartan son minn, þegar hjólið kom til baka eftir nokkra daga, leit það út sem nýtt, búið að laga það sem þurfti að laga, sprauta rautt og líma myndir til skrauts, og var drengurinn með stjörnur í augunum þegar hann sagði að „afí hafí smíðað nýtt hjól“. Já Kjartan dundaði margt, saumaði út, bjó til skartgripi úr hvaltönnum og nú síðast klukkur sem hann færði börnum sínum núna síðastlið- ið haust, og var aðalefniviðurinn trjástofn úr garðinum í Ásgarði. Fjölskyldan mín á eftir að sakna Kjartans mjög, að geta ekki haft hann með í Svínadalinn þar sem við erum með sumarbústað, Kjartan fann sig vel þar úti í náttúrunni því hann. var mikill náttúruvinur og bar mikla virðingu fyrir gróðri og því sem jörðin gaf. Hann lá ekki á liði sínu ef þurfti eitthvað að gera, mála bústaðinn, gróðursetja tré eða búa til jarðarbeijakassa. Hann vann verk sín í hljóði og vildi ekki eða hafði þörf fyrir að hreykja sér af sínum verkum. Kjartan gekk ekki heill til skóg- ar, hann bar veikindi sín í hljóði og var ótrúlega sterkur, eftir erfiðar aðgerðir eða lyfjagjafir var hann alltaf fljótur að ná sér upp og hverfa til fyrri starfa. Maður hugsar oft hve misþungar byrgðar mannfólkið þarf að bera en við trúum því að þetta hafi allt sinn tilgang. Hún tengdamóðir, mín Lilja Hall- dóra Guðnadóttir, stóð eins og klett- ur við hlið mannsins síns en þau voru einstaklega samrýnd, fóru allt saman og máttu ekki hvort af öðru sjá, þau leiddust eins og nýtrúlofuð væru og aldrei heyrði maður styggð- arorð á milli þeirra. Langur vinnudagur er að kveldi kominn, komin er kveðjustund og svefninn er kærkominn þeim sem þreyttur er. Fyrir handan landa- mæri lífsins eru fagnaðarfundir, þar sem Kjartan kemst í hóp þeirra vina og vandamanna sem áður hafa kvatt þessa jarðvist. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt ög allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum kveð ég Kjartan með kæru þakklæti fyrir ánægjulega samfylgd. Minning þín lifír sem ljós í hjarta mínu. Aima Kristín Guðbrandsdóttir. Það er alltaf sárt að missa ein- hvern, en hann afi átti hvíldina skil- ið hann hafði lengi þraukað og allt- af harkað af sér. Hann var blíður og góður og hjálpsamur í öllu. Hann lagaði hluti sem enginn gat lagað, ferðaðist mikið og skemmti sér í þeim ferðum. Hann dundaði sér mikið og brall- aði, var alltaf glaður og bjartsýnn og hugsaði blítt til allra. Það var líka sjaldan sem hann reiddist, því hann var alltaf svo blíður og góður. Elsku afi, megi góður Guð varð- veita þig. Kveðja, Sóldís Lilja Bei\jamínsdóttir. Elsku afi minn, nú er kveðju- stundin stóra runnin upp, stund sem ég var mikið búin að hugsa um og kvíða fyrir en vissi að að lokum yrði hún óumflýjanleg og erfið. Fimmtudaginn 28. mars var okkar síðasta kveðjustund í þessum heimi, en samt vitjaðir þú mín á laugar- dagskvöld. Eg átti svo erfitt þá en vissi að þú værir hvíldinni feginn. Þegar ég hringdi svo heim á súnnu- dagskvöld og fékk þetta staðfest var eins og allt væri að lokum kom- ið. Ég sakna þín sárt og veit að fleiri gera það líka þótt þeir láti það mis- vel í ljós. Þú varst alltaf svo góður við okkur, alltaf var hægt að koma með hinn og þennan hlut til að láta gera við, og alltaf fannstu lausn á öllu. Þú varst alltaf tilbúinn til að hafa Ölmu hjá ykkur þótt þú værir lasinn. Þú varst alltaf mjög þolin- móður við hana og kenndir henni ýmislegt þrátt fyrir það að hún væri alltaf að trufla þig þegar þú lagðir þig eða lokaðir augunum í smátíma. Þú varst alltaf réttlátur gagn- vart öllum og sagðir oft ekki mik- ið, en ef þér mislíkaði eitthvað þá fékk maður að heyra það, þú kenndir okkur margt og það voru ófáar sögurnar sem þú sagðir okk- ur. Alltaf varstu boðinn og búinn til að sækja okkur og keyra þangað sem við vildum fara. Alltaf fylgd- istu vel með okkur öllum og kunnir yfirleitt góð skil á högum hvers og eins. Það var alltaf mjög gaman að koma suður til þín og ömmu því þið voruð alltaf svo dugleg að fara með okkur í bíltúr og göngu- ferðir. Elsku afi minn, ég veit þú hvílir nú á góðum stað þar sem beðið hefur verið eftir þér með gott rúm. Þakka þér fyrir allar góðu minn- ingarnar sem þú skildir eftir, ég mun ætíð minnast þín. Guð blessi þig og varðveiti. Þín dótturdóttir, Lilja Halldóra. Með nokkrum fátæklegum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns sem lést á heimili sínu á pálma- sunnudag. Þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna sem ungling- stelpa og Kjartan tók á móti mér brosandi var fyrsta hugsun mín, mikið er þetta fallegur eldri maður. En hann var ekki bara fallegur held- ur sýndi hann mér mikla hlýju og var einstaklega skapgóður. Það yrðu mörg ungmennin hissa ef ég segði þeim hvernig við unglingarnir eydd- um mörgum laugardagskvöldum heima hjá Kjartani og Lilju við að horfa saman á sjónvarpið eða að spjalla saman. Og það eru ekki margar unglingsstelpurnar sem til- vonandi tengdapabbi keyrir í skól- ann á morgnanna. 0 dunandi eyja sem á dögum sköpunarinnar! ennþá í smiðju eld, kulda og vatns engan stað á jörðu eigum vér dýrari því þetta land var sál vorri fengið til fylgdar. (Hannes Pétursson.) Ekki er hægt að minnast Kjart- ans án þess að segja frá hve heitt hann unni landi sínu og fáa þekki ég fróðari'um það enda var varla til sá staður sem hann hafði ekki komið á. Við hjónin leigðum oft sumarbústaði víða um landið og töldu Kjartan og Lilja það ekki eft- ir sér að koma í heimsókn þó langt væri að fara. En sjáldan hef ég orð- ið glaðari við að sjá þau birtast heldur en þegar við hjónin leigðum bústað nálægt Egilsstöðum fyrir nokkrum árum. Við höfðum fyrst verið á ferðalagi um landið og viss- um því ekki hvort þau ætluðu að koma. Bíllinn okkar hafði bilað á Hellisheiði eystri og var hann dreg- inn til Vopnafjarðar. Þaðan létum við svo draga liann í bústaðinn. Þótt stutt væri að keyra til Egils- staða var langt að ganga það með vörur fyrir sex manna fyölskyldu og fögnuðu því allir ákaft þegar þau birtust öllum að óvörum. í tuttugu og þijú hafði Kjartan barist við þann sjúkdóm sem að lokum lagði hann að velli. Hann vann margar orustur og þeir sem þekktu hann ekki trúðu því ekki hversu oft var barist því alltaf leit hann svo vel út og eins og ekkert amaði að honum. En síðustu or- ustuna getur enginn unnið, en hann stóð ekki einn því samhentari hjón en þau Kjartan og Lilja eru vand- fundin. Elsku Lilja, megi Guð styrkja þig og íjölskyldu okkar í framtíðinni. Ég vil kveðja Kjartan með þessu ljóði. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífeins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var öllum sem fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín tengdadóttir, Díana. Hvernig listaverk fengirdu þér ef þú ynnir 44 milljónir í Víkingalottóinu? V I K Til mikils að vinna! i Alla miðvikudaga _ w fyrirkl. 16.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.