Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNIIMGAR MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 41 reyndum að plata þig örlítið í spilun- um, kenndir okkur að við ættum að gera hlutina rétt. A meðan þú keyrðir, en það gerð- ir þú þar til þú varst kominn vel á níræðisaldur, varst þú alltaf tilbúinn að fara með okkur í bíltúr og kaupa ís. Þið amma, sem voruð búin að eiga heima í rétt tæplega 50 ár á Eyrarveginum, höfðuð alltaf tíma fyrir okkur. Oft vorum við dagstund hjá ykkur eða fengum jafnvel að gista því þótt þú hafir verið þreytt- ari nú í vetur og legið meira í sófan- um þínum, vildir þú helst sjá okkur öll alla daga. Og alltaf spurðir þú eftir okkur ef einhver tími leið á milli þess sem við komum því þú fylgdist svo vel með okkur og því hvað við vorum að gera. Þrátt fyrir háan aldur varst þú alveg fram á síðasta dag svo minn- ugur og hafðir frá svo mörgu að segja. Þú hafðir mjög gaman af að tala um árin þín þegar þú varst lít- ill og áttir heima á Húsavík og einn- ig voru árin þin í Fjörðunum þér svo kær og sum okkar urðu þeirrar gæfu aðnjótnandi að fara með ykk- ur ömmu og stórfjölskyldunni út í Fjörður fyrir nokkrum árum en þar þekktir þú hvetja þúfu og gast sagt okkur svo mikið frá lífinu í Pjörðun- um. Einnig eru ógleymanlegar ferð- irnar sem sum okkar fóru með ykk- ur á ættarmót Ennisættarinnar vestur í Strandasýslu en þaðan átt- ir þú svo margar góðar minningar. Alltaf komum við til ykkur ömmu á jóladag og eru það ógleymanlegar stundir, stundum var gengið í kringum jólatréð sem afi tengdi þá á einhvern óskiljanlegan hátt í ljósa- krónuna, stundum stofnuðu barna- börnin hljómsveit og þá var spilað fyrir ykkur ömmu. Þessar minning- ar allar verða okkur fjársjóður sem við þökkum þér, elsku afi. Við munum með aðstoð foreldra okkar reyna að hugga ömmu í henn- ar miklu sorg og biðjum algóðan Guð að styrkja hana og vernda. Guð geymi þig, elsku afi. Róbert, Brynjar, Magnús Smári, Isak Kári, Guðný Osk og Gunnhildur. Vonin vorblíða, vonin ylfijóva dijúpi, sem dögg af dýrðarhönd þinni, döpur mannhjörtu í dimmu sofandi veki, sem vallblómin vekur þú á morgni. Þegar ég kveð Stefán Halldórs- son, kæran vin og náinn samstarfs- mann um árabil, lyftir birta morg- unsólarinnar drunga söknuðar; björt minning um hann og þakk- læti verður efst í huga. Erindið úr Sólsetursljóði Jónasar Hallgríms- sonar hér að ofan lýsir tilfinningu minni og er sett fram í þeirri von að hjálpa megi og tendra ljós í döpr- um hjörtum syrgjenda. Stefán stóð við hlið mér sem starfsmaður Tónlistarskólans á Akureyri nánast allan þann tíma sem ég vann við skólann. Haustið 1970 hóf ég kennslu í nýrri for- skóladeild tónlistarskólans sem vegna húsnæðiseklu fór fram í Lóni, húsi Karlakórsins Geysis í Hafnar- stræti, en Stefán annaðist hús- vörslu þar. Eftir að starfsemi forskóladeildar flutti í aðalbyggingu skólans í Hafn- arstræti 81 og einnig lengst af í skólastjóratíð minni við sama skóla frá árinu 1974 fékk ég notið trú- festi, óbilandi elju, glaðværðar og vináttu Stefáns sem húsvarðar skól- ans. Hann lét af því starfi árið 1987, þá 82 ára gamall, án þess að nokk- urn tíma hafi mátt merkja að aldur- inn hafi háð honum í því að sinna starfi sínu langt umfram starfslýs- ingu og umsaminn vinnutíma. Stefán og Brynja, eiginkona hans sem annaðist ræstingarstörf ásamt ýmsu fleiru, urðu sannir vinir og tengd skólanum órofaböndum. Eftir á að hyggja má furðu sæta hvernig þeim tókst með prýði að annast störf sín í miklum þrengslum og í ásettu húsnæði, þar sem kennt var og æft alla daga frá morgni til kvölds. Á níræðisafmæli Stefáns fyrir tæpu ári reyndi ég í fátæklegu ljóði að tjá Stefáni hamingjusókir mínar og þakkir, en þar segir m.a.: Ævitíminn mörg þín mælir sporin og minningar sem lýst fæst vart með orðum mitt var lán er lagðir þú mér forðum lið í starfi sumar, vetur, vorin! Þó nú sé kvatt í orði, þá heilsa ég í sál og anda og bið vini mínum Stefáni allrar blessunar. Við Lalla færum þér Brynja og þinni stóru fjölskyldu einlægar samúðarkveðjur og vonum að eftirfarandi erindi úr sólsetursljóði Jónasar Hallgríms- sonar megi vísa veginn í ljósið. Vekur þú von og vekur þú bæn, hvenær sem dapri dimmu hrindir, og augu kætir allrar skepnu; þökk er og lofgjörð á þinni leið. Jón Hlöðver Áskelsson. t Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, SIGRÍÐUR DANÍELSDÓTTIR, Grundargerði 31, lést á Droplaugarstöðum 9. apríl. Börn og tengdabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, AGNAR SVEIMDSEN, varð bráðkvaddur 30. mars sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhanna Guðrún Agnarsdóttir, Erla Líney Agnarsdóttir og Karl Óskar Agnarsson. t Móðir okkar, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Mánabraut 6a, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akraness 8. apríl. Sofffa Karlsdóttir, Ólína Björnsdóttir, Þórhallur Björnsson. t Sonur okkar og ástvinur, TRAUSTI JÓNSSON, er látinn. Jarðarför auglýst síðar. Dollý Nielsen, Pétur Sveinsson, Jón Ólafsson, Elín Markan. t Ástkær sonur okkar, bróðir, bar og mágur, HJALTI GUÐJÓNSSON, Suðurhólum 2, Reykjavík, lést af slysförum 31. mars. Guðjón Sigurbergsson, Rúnar Ingi Guðjónsson, Ómar Guðjónsson, Sigurberg Bogason, Runólfur Dagbjartsson. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HREFNU TRYGGVADÓTTUR, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 12. apríl kl. 15. Theodóra Steinþórsdóttir, Sigurður Valdimarsson, Sigtryggur Steinþórsson, Þorbjörg Kata Reynisdóttir, Egill Þór Steinþórsson, Eydís Kjærbo, Erla Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Auðunnarstöðum lést í Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 8. apríl. ! Ingibjörg Ólafsdóttir. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, LOVÍSA G. ÁRNADÓTTIR, dvalarheimilinu Hlið, áður Norðurgötu 39, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstu- daginn 12. apríl kl. 14.30. Daníel Guðjónsson, Dóróthea Daníelsdóttir, Ingólfur Þórarinsson, Guðjón H. Danfelsson, Anna Þorsteinsdóttir, Anna Lilly Daníelsdóttir, Kristján Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn og faðir, ÞÓRARINN ALEXANDERSSON, Stigahlfð 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn '12. apríl kl. 13.30. Sigrfður María Sigurðardóttir, Hanna Þórarinsdóttir. t Útför bróður míns og móðurbróður okkar, ÞÓRIS KÁRASONAR fyrrum bónda að Galtarholti, Skilmannahreppi, sfðast til heimilis f Ljósheimum 8a, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 10. apríl, kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufunesi. Lára Káradóttir, Sigríður Benediktsdóttir, Erna Pálsdóttir og aðrir vandamenn. t Móðir okkar, EMILÍA GRÖNVOLD frá Litlu-Skógum, síðast til heimilis á Skúlagötu 40, sem lést mánudaginn 1. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 11. apríl kl. 15.00. Halldór Grönvold, Karl Grönvold. t Ástkær tengdafaðir minn, afi okkar og langafi, GUÐLAUGURGUTTORMSSON frá Lyngfelli, sem lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 6. apríl sl., verður jarðsung- inn frá Landakirkju, laugardaginn 13. apríl kl. 14.00. Ingibjörg Sveinsdóttir, Gunnar Oddsson, Ingibergur Oddsson, Guðlaugur Oddsson, Guðbjörg Oddsdóttir, Kristín Oddsdóttir, Margrét Oddsdóttir og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.