Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ t Móðir okkar, RAGNHEIÐUR EMILÍA GUÐLAUGSDÓTTIR, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, 9. apríL Jarðarförin auglýst síðar. Helgi Einarsson, Aðalsteinn Einarsson, Erna Einarsdóttir. t Útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KRISTJÖNU JÓNSDÓTTUR LILLÝ, Háaleitisbraut 101, ferfram frá Fossvogskirkju miðvikudag- inn 10. apríl kl. 13.30. Hildur Magnúsdóttir, Jóhanna Brynjólfsdóttir, Björn R. Bjarnason, Brynjólfur A. Brynjólfsson, Kirsti Lovik, Jón Ingvar Sveinbjörnsson, Anna Birna Garðarsdóttir og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, SÓLVEIG AÐALHEIÐUR MAGNÚSDÓTTIR frá Hofi f Skagahrepp, er lést í sjúkrahúsinu á Blönduósi hinn 4. apríl, verður jarðsungin frá Hofs- kirkju laugardaginn 13. apríl kl. 14.00. Eiöur Hilmarsson, Ingunn Hilmarsdóttir, Árný Hilmarsdóttir og fjölskyldur. 1 Innilegar þakkir færum við þeim áttu við andlát og útför ■i er sýndu okkur samúð og vin- BJARKA ÞÓRS BALDURSSONAR, Hátúni 8. Baldur Örn Baldursson, Maria Edith Magnúsdóttir, Baldur Þórðarson, Gabrieila Horvath, Magnús Gunnarsson, Sigriður Eyjólfsdóttir. LEC ISTEI NAR Á GÓÐU VERÐI 10% staðgreiðslu afsláttur Stuttur afgreiðslufrestur Frágangur á legsteinum í kirkjugarð á góðu verði Graml HELLUHRAUN 14 [E'ljSSg 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 zit-ja MIIVNINGAR HJÖRTUR E. ÞÓRARINSSON + Hjörtur E. Þór- arinsson fædd- ist á Tjörn í Svarf- aðardal 24. febrúar 1920. Hann lést á Fj ór ðungssj úkra- húinu á Akureyri 1. april síðastliðinn. Foreldrar Hjartar voru Þórarinn Kr. Eldjárn, bóndi og barnakennari, og kona hans Sigrún Sigurhjartardóttir. Systkini Hjartar voru Þorbjörg, Kristján Eldjárn, látinn, og Petrína Soffía. Eftir- Iifandi eiginkona Hjartar er Sigríður M. Hafstað, f. 19. jan- úar 1927. Börn Hjartar og Sig- ríðar eru Arni, Þórarinn, Ingi- björg, Sigrún, Steinunn, Krist- ján og Hjörleifur. Hjörtur varð stúdent frá MA 1940, búfræðikandídat frá Ed- inborgarháskóla 1944. Hann starfaði sem ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands og Sam- bandi nautgriparæktenda í Eyjafirði árin 1946-1949 og var kennari við MA 1948 og 1949. Hjörtur var bóndi á Tjörn frá árinu 1950. Hann var kennari, odd- viti og hreppstjóri í Svarfaðardals- hreppi, varamaður á Alþingi 1963-67, sat í sljórn Búnað- arfélags Islands frá 1971, og var full- trúi á Búnaðar- þingi og formaður Búnaðarfélags ís- lands og heiðursfé- lagi þess. Þá sat Hjörtur í Náttúru- verndarráði 1972-79 og var for- maður í stjórn KEA 1972-1988. Hjörtur ritaði greinar í Arbók Ferðafélags íslands, svo og í afmælisrit Sparisjóðs Svarf- dæla og var útgefandi og rit- stjóri mánaðarritsins Norður- slóðar sem hefur komið út frá 1977. Hann ritaði afmælisrit Kaupfélags Eyfirðinga og sögu sýslunefnda Eyjafjarðarsýslu sem kom út í tveimur bindum. Hjörtur hlaut Fálkaorðuna fyr- ir störf að félags- og samvinnu- málum. Útför Hjartar var gerð frá Dalvíkurkirkju 6. april. Elskulegur móðurbróðir er far- inn. Skarð hefur verið höggvið sem aldrei verður fyllt. Það kemur eng- inn annar Hjörtur bóndi á Tjörn. - Þegar ég var ung stelpa í sumar- dvöl á Tjörn í Svarfaðardal voru hjónin Sigríður og Hjörtur alltaf hulin nokkurs konar ævintýrablæ í mínum huga. Þau voru svo falleg saman. Þau voru sjálfstæð og þau fóru alltaf sínar eigin leiðir, hvað sem samferðarfólkinu fannst. Þau voru heimsborgarar og þrátt fyrir stóran barnahóp kunnu þau þá list að njóta lífsins, samhliða því að vera góðir og elskulegir foreldrar. Það var alltaf veisla á Tjörn þótt það væru kannski bara ufsabollur og hræringur á borðum. Þar var talað um heimsmálin og gestir tíð- ir, alls staðar að úr heiminum. Ég man alltaf eftir ættarferð austur um sveitir í rútu þar sem fjölskyld- an hér heima var að sýna ættingjum úr Vesturheimi þá staði sem tengd- ust sameiginlegri ijölskyldusögu. Þá voru Hjörtur og Sigga svo áber- andi ástfangin að mér fannst yndis- legt að horfa á þau. Þannig langaði mig til að hafa það þegar ég yrði stór. Þessi ást virtist aldrei hverfa út úr lífí þeirra. Alveg fram á síðasta dag fylgdust þau hjónin að og Sigga og börnin sjö skiptust á um að vaka yfir honum síðustu vikurnar á löng- um nóttum á sjúkrahúsinu en bana- legan var orðin löng og erfið. Hjörtur var hamingjusamur mað- ur í einkalífinu en hann fór samt ekki varhluta af mótlæti. Hann var langskólagenginn og hefði getað valið sér framtíðarstarf hvar sem var. En hann ákvað að taka við Tjarnarbúinu af afa Þórarni á með- an enn virtist vera þjóðarsátt um að landbúnaður skyldi stundaður í landinu. Ég get ímyndað mér að það hafi ekki alltaf verið létt að standa í hans sporum í glímunni við að reka bú á riðuveikisvæði, í glímunni við kerfið vegna loðdýra- ræktar og fleiri ljón. En hann lét aldrei bugast og eitt af síðustu stór- virkjum hans var að Ijúka ritverkum um Eyjafjarðarsýslu, þá orðinn sár- þjáður. Hjörtur og Sigga voru tíðir gest- ir í mínum foreldrahúsum á Akur- eyri. Þau komu gjarnan við þegar þau voru að sinna erindum í bæn- um. Hjartar verður sárt saknað þar á bæ. Það sama gera synir mínir sem eru staddir í Bandaríkjunum. Eldri sonur minn var svo lánssamur að fá að vera fjósamaður hjá Hirti. Hann segist hafa lært á Tjörn að vera sveitamaður og er stoltur af. Hjörtur kenndi honum að þekkja íslenskar jurtir og lesa í landslagið, nokkuð sem ekki lærist á internet eða í tölvuleik. Með Hirti er genginn bóndi og heimsborgari sem lengi verður minnst. Ég og fjölskylda mín sendum Sigríði og bömunum sjö og barna- börnum djúpar samúðarkveðjur. Sigrún Stefánsdóttir. Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. síst þeim lífið leiðist sem lýist þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. Þessar ljóðlínur Björns Halldórs- sonar koma mér í huga við andlát Hjartar Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal. Þar er genginn aldinn höfðingi sem ávaxtað hefur herrans pund ríkulega fyrir land og lýð. Hjörtur fæddist og ólst upp á heimili sem var nokkuð á undan sinni sámtíð varðandi menntun og lífsviðhorf. Snemma mun hugur hans hafa hneigst til búskapar og hann hafði víðsýni og kraft til að afla sér bestu fáanlegrar menntun- ar á því sviði með búfræðikandid- atsnámi við Edinborgarháskóla. Þaðan flutti hann með sér til Is- lands tæknibyltingu í búfjárkynbót- um sem hann ruddi braut hérlendis méð árangri sem enn sér stað. Síð- an varð það hans gæfa að taka við búskap á föðurleifð sinni Ijörn árið 1950 þá nýkvæntur eftirlifandi konu sinni Sigríði Hafstað. Ekki fór hjá því að á Hjört hlæð- ust trúnaðarstörf sem tíma tóku frá búskapnum. Hann var oddviti sveit- ar sinnar í 8 ár, lengi stjórnarfor- maður Kaupfélags Eyfirðinga, Bún- aðarþingsfulltrúi í 8 ár og í stjórn Búnaðarfélags íslands í 20 ár síð- ast 4 ár stjórnarformaður, og var heiðursfélagi þess félags. Auk þessa sat Hjörtur á Alþingi sem varaþing- maður og átti þess raunar kost að gerast þingmaður, en tók þá sem oftar búskapinn og störf fyrir stétt sína og hérað fram yfir veraldleg gylliboð. Hjörtur var einnig afar vel ritfær, skrifaði bækur, ritstýrði blaðinu Norðurslóð í mörg ár,og ritaði greinar í blöð og tímarit. Vandfundnir verða menn með jafnfjölþætta hæfileika og Hjörtur bjó yfir, þar sem saman fóru góð menntun, víðsýni, stjórnunarhæfi- leikar og ritsnilld. Það var gæfa samferðamanna hans að hann lét aðra njóta þessara hæfileika ekki bara í orði heldur var hann öðrum sterkari þegar á reyndi í þeirri lífs- glímu sem fylgir stjórnun almanna- samtaka. Bændasamtök íslands þakka Hirti fórnfús og árangursrík störf fyrir íslenska bændastétt um leið og Sigríði og bömum þeirra sjö er vottuð samúð við fráfall þessa dáða- drengs. Ari Teitsson. Við fráfall Hjartar á Tjöm er margs að minnast og mikið að þakka. Við samferðamenn hans, sem unnum með honum, eigum honum margt að þakka jafnt frá starfinu sem og fyrir óvenju gefandi og ánægjulegar samvemstundir utan þess hvort sem var á skemmri stundum á milli stríða á skemmri sem lengri ferðalögum eða hátíða- stundum við ýmis tilefni og þegar glaðst var með glöðum. Bændastétt landsins á honum einnig mikið að þakka. Hún má þakka fyrir brautryðjendastörf hans, er hann kom ungur frá búvís- indanámi í Skotlandi til starfa hjá Búnaðarfélagi íslands og síðan í heimahéraði sínu hjá Nautgripa- sambandi Eyjafjarðar en hjá þeim lagði hann grunninn að búfjársæð- ingum sem voru upphaf nýrra tíma í búfjárrækt. Hún má líka þakka fyrir að hann hvarf að búskap heima á Tjörn - það var gott fordæmi, sem í fáum orðum sagt varð til að auka á reisn stéttarinnar og auka speli við ís- lenska bændamenningu. Hún á honum og mikið að þakka fyrir öll félagsmálastörfin, heima í sveitinni, fyrir héraðið bæði að sam- vinnumálum þar sem hann veitti um skeið forystu stærsta og öflug- asta kaupfélagi landsins, Kaupfé- lagi Eyfirðinga, og svo málefnum landbúnaðarins og bændastéttar- innar, sem búnaðarþingsfulltrúa um skeið, stjómarmanns í Búnaðarfé- lagi íslands í tuttugu ár og for- manni i fjögur. í störfum sínum í stjórn Búnaðar- félags íslands og sem formaður þess bar hann fyrir brjósti velferð og reisn bændastéttarinnar og var umhugað um hag félagsins og að það mætti gegna mikilvægu hlut- verki sínu myndarlega. I hvetju máli beitti hann lipurð og réttsýni og naut því m.a. mikilla vinsælda allra starfsmanna. Þá voru störf hans að náttúru- verndarmálum bæði heima í sveit og héraði og og á landsvísu með setu í Náttúruverndarráði, einmitt þegar það var að eflast og mótast í takt við nýja tíma, bændastéttinni þekk og til sóma. Þar nýtist vel staðgóð þekking hans sem bónda, sem búfræðimanns, mikils náttúru- skoðara og unnanda og svo víðsýni hans og einstakir umgengnishæfi- leikar. Ég minnist þess vel hvernig hann skilgreindi þátt bænda í verndun lands og náttúru, og þá ábyrgð sem á þeim hvíldi í þeim efnum. Hann lagði ríka áherslu á að þó að bænd- ur „ættu“ mikinn hluta landsins bæri þeim að líta svo á að það væri arfur þeirra sem þeim bæri að fara vel með, vernda og græða til að skila betri til eftirkomendanna Því ættu þeir að líta svo á fyrst og fremst að þeir hefðu landið að „láni“ í stuttan tíma. hann vildi svo sann- arlega að þeir „landlausu“ ættu þar sem fijálsastan aðgang. Um félagsmálastörf Hjartar E. Þórarinssonar mætti fara mjög mörgum orðum þó að það verði ekki gert hér. Eitt er þó enn ótalið af því sem hann veitti samtíðarmönnum sínum og þeir óbornu munu reyndar einn- ig njóta en það eru ritstörf hans og störf að blaðaútgáfu. Þar vann hann og reyndar þau hjónin bæði afreksverk sem vert er að halda á lofti. Hjörtur var svo vel ritfær, svo hugkvæmur og oft hnyttinn í vali orða að það sem hann skrifaði mátti alltaf þekkja. Málið var svo hreint og svo óþvingað að helst mátti líkja við tæra ijallalækina sem hann þekkti svo vel og kunni að meta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.