Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 51 FRÉTTIR i i ) ) ) ) I P J I Leiðbein- endanám- skeið um slysavarnir barna BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjarg- ar og Slysavarnafélag Íslands stendur fyrir leiðbeinendanám- skeiði um slysavarnir barna í Hafn- arfirði laugardaginn 13. apríl. Námskeiðið hefst kl. 9 og stendur til kl. 17 og verður haldið í Slysa- varnahúsinu á Hjallahrauni 9, Hafnarfirði. Fjallað verður almennt um þroska barna og hvaða slys eru algengust á mismunandi þroska- stigum. Rætt verður um mismun- andi tegundir af hjálmum og hve- nær á að nota hjálm og annan ör- yggisbúnað. Farið er yfir öryggis- búnað sem til er og kennd notkun hans. Rætt um drukknun barna og farið yfir reglur á sundstöðum, kynntir gátlistar yfir hættusvæði á víðavangi o.fl. Að lokum verður kynning á átakinu Gerum bæinn betri fyrir börnin. Kennari verður Herdís I. Storgaard frá Slysavarna- félagi íslands. Markmið námskeiðsins er að koma upp traustri keðju leiðbein- enda sem gætu leiðbeint þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í al- mennu slysavarnastarfi. Stefnt er að því að þeir sem útskrifast af þessum leiðbeinendanámskeiðum starfi hver á sínum vettvangi hvort heldur er í skólum, leikskólum, heilsugæslustöðvum eða á öðrum vettvangi sem hentar til að boða auknar slysavarnir barna, þar með talið innan slysavarnadeilda vítt og breitt um landið og mun Björgunar- skólinn hafa frumkvæði að því að standa fyrir slíkum fræðslufund- um. Leiðbeinendanámskeiðið er ætl- að hjúkrunarfræðingum, kennur- um, leikskólakennurum og leiðbein- endum í skyndihjálp. Verð á nám- skeiðinu er 2.000 kr. og eru öll gögn innifalin. Boney M heldur tónleika hér EIN þekktasta diskóhljómsveit allra tíma, Boney M, heldur tón- leika á Hótel íslandi 24. apríl n.k., síðasta vetrardag. Daginn eftir verða fjölskyldutónleikar í KA- íþróttahöllinni á Akureyri kl. 17 og einnig er möguleiki á að þriðju tónleikunum verði bætt við á Hótel íslandi sama dag kl. 22. Á tónleikun- um flytur hljóm- sveitin aðallega diskólög sem hún gerð fræg á sínum tíma, en samkvæmt heimsmetabók Guinness hafa LIZ Mitehell, sem plötur hennar hefur verið aðal- selst í yfír 120 söngkona Boney M milljónum ein- fra upphaft. taka. Það er sem fyrr Liz Mitchell sem er í farar- broddi fjögurra manna söngflokks en hún hefur verið aðalsöngkona Boney M frá upphafi. 10 manna stórhljómsveit leikur undir hjá Bon- ey M. Sj ónvarpsþáttur tekinn upp í tengslum við tónleikana verður gerður sjónvarpsþáttur. Tónleik- arnir verða teknir upp og einnig verða viðtöl við listafólkið, sem verða tekin upp í íslenskri náttúru. Hafa nú þegar komið fyrirspurnir frá allmörgum sjónvarpsstöðum í Evrópu um kaup á þættinum því mörg ár eru liðin síðan sjónvarps- þáttur hefur verið gerður með Bon- ey M á tónleikum. Kynnir á tónleikunum verður Þorgeir Ástvaldsson. Hljómsveitin Sixties spilar fyrir dansi eftir tón- leikana. Tónleikar með þriggja rétta kvöldverði og dansleik kosta 4800 kr. og miðar á tónleika kosta 2200 kr. Miðasala er hafin á Hótel íslandi. Boney M komu síðast til íslands í janúar s.l. og héldu þá tónleika á Hótel íslandi fyrir fullu húsi. Helgarskákmót í Taflfélagi Reykjavíkur TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyrir helgarskákmóti um næstu helgi 12.-14. apríl og er teflt í félagsheimilinu að Faxafeni 12. Keppnisfyrirkomulag er þannig að tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Fyrstu þrjár umferð- irnar verða með 30 mín. um- hugsunartíma en fjórar síðustu með l‘/2 klst. á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbótar til að ljúka skák- inni. Verðlaun verða breytileg. Grunnverðlaun verða: 1. sæti 20.000 kr., 2. sæti 12.000 kr. og 3. sæti 8.000 kr. Fyrir hverja 20 þátttakendur umfram 35 bætast við 15.000 kr. við verðlaunasjóðinn (5.000 kr. á hvert sæti). Fundur á veg- um málfræði- félagsins VIVIAN Lin heldur fyrirlestur á vegum íslenska málfræðifélagsins í Skólabæ, Suðurgötu 26, fimmtu- daginn 11. apríl nk. kl. 20.30. Er- indi hennar nefnist „Morpho- phonology in Government Phono- logy: A look at rendaku in Japa- nese compounds“ sem kannski mætti útleggjast (þó ekki orðrétt): Samspil orðmyndunar og hljóðkerf- isfræði í fræðilegu ljósi; röddun í samsettum orðum í japönsku, segir í fréttatilkynningu. Vivian Lind lauk BA-prófi frá Harvardháskóla vorið 1994 með málvísindi sem aðalgrein og hélt síðan í framhaldsnám við School of Oriental and African Studies (SOAS) í London, lauk þaðan meistaraprófi 1995 og er nú á leið í doktorsnám í málvísindum í Bandaríkjunum. Meistaraprófsrit- gerð Vivian (Rendaku and the Morpho-phonology of Japanese, 1995) fjallaði um hljóðkerfisfræði- legt efni úr japönsku og þ'ar beitti hún aðferðum svokallaðrar stjórn- unarhljóðkerfisfræði (governmet phonology) en sú kenning nýtur nú vinsælda á Bretlandseyjum og víðar í Evrópu. Fyrirlestur hennar mun fjalla um einn þátta þeirra rannsókna og verður fróðlegt fyrir íslenska hlustendur að fræðast um þessa fræðikenningu og jafnframt fá nasasjón af hljóðkerfisfræði jap- önsku, sem er býsna frábrugðin íslensku eins og nærri má geta. Námskeið um Matteusarguð- spjall BIBLÍUSKÓLINN við Holtaveg gengst fyrir námskeiði um Matt- eusarguðspjall mánudaginn 15. og 22. apríl kl. 18-22. Á námskeiðinu verður Matteusarguðspjall sérstak- lega kynnt, höfundur, uppbygging og helstu einkenni. Lesnir verða valdir kaflar úr guðspjallinu ogþeir útskýrðir. Leið- beinandi verður sr. Ólafur Jóhann- esson. Verð er 2000 kr. og léttur kvöldverður bæði kvöldin innifal- inn. Skráningu lýkur föstudaginn 12. apríl á aðalskrifstofu KFUM og K. Lífsvog ræðir réttindi sjúkl- inga AÐALFUNDUR Samtakanna Lífs- vog verður haldinn 17. apríl nk. í sal Kvennadeildar Slysavarnarfé- lagsins Sigtúni 9 og hefst kl. 20 með venjulegum aðalfundarstörf- um og kosningu stjórnar. Um kl. 20.30 er fyrirhugað að kynna og ræða um framkomið frumvarp um réttindi sjúklinga og munu samtökin bjóða þingmönnum að taka þátt í þeirri umræðu. Full- trúar hinna ýmsu sjúklingafélaga eru boðnir velkomnir á fundinn. Fyrirlestur um missi ástvina FYRIRLESTUR verður fluttur fimmtudaginn 11. apríl kl. 20 á vegum Nýrrar dögunar í Gerðu- bergi. Fyrirlesturinn fjallar um missi fleiri en eins ástvinar. Lárus Blöndal sálfræðingur flyt- ur fyrirlesturinn en auk hans munu tveir félagar úr Nýrri dögun segja frá reynslu sinni. Annar frá missi barns og maka en hinn frá missi tveggja barna. Næsta opna hús verður fimmtu- daginn 18. apríl kl. 20-22. Fuglaskoðun og gönguferð HAFNARGÖNGUHÓPURINN fer í gönguferð miðvikudagskvöldið 10. apríl kl. 20 frá Hafnarhúsinu út í Órfirisey og síðan í ljósaskipt- unum um Vesturbæinn. Á leiðinni mun Jóhann Óli Hilm- arsson fuglafræðingur kynna þær fuglategundir sem fyrir augu ber. Komið verður til baka að Hafnar- húsinu um kl. 21.30. Allir velkomnir. Ur dagbók lögreglunnar Óhöpp í vonskuveðri og afbrot að vanda Á SKÍRDAG gerði vonskuveður með snjó- komu og fjúki. Margir, sem höfðu ákveðið að nota helgina til ferðalaga, létu þó veðr- ið ekki stöðva sig, héldu af stað, en kom- ust skammt. Ófært varð um Suðurlandsveg og vestur, en fært um Reykjanes. Fjölmörg umferðaróhöpp urðu á þessum leiðum sem og annars staðar á starfssvæðinu. Sum ökutækjanna voru alls ekki útbúin til vetra- raksturs. Af 38 óhöppum helgarinnar var tilkynnt um 28 þennan eina dag. I fimm tilvikum var um minniháttar slys á fólki að ræða. Leiða má að því líkur að óhöppin hafi orðið mun fleiri, því ekki er skylda að tilkynna til lögreglu önnur óhöpp en slysatilvik. M.a. valt bifreið á Vesturlands- vegi við Laxá í Kjós og önnur á Suðurlands- vegi við Bláfjallaveg. Fimm aðilar voru fluttir á slysadeild eftir fyrra óhappið og einn eftir það síðara. Þess ber þó að geta að því miður hefur oft áður verið tilkynnt um fleiri umferðaróhöpp á sambærilegum degi í Reykjavík. Um páskahelgina á síð- asta ári var veður skaplegra, en þá var þó tilkynnt um 23 umferðaróhöpp til lög- reglu. Einnig þá urðu fimm umferðarslys um páskahelgina. Vegna veðurs var um- ferð á vegum mun minni um þessa páska en endranær. Þegar snjóa leysti í lok helgarinnar reyndu nokkrir að komast hraðar yfir en lög leyfa. Vegna þess þurfti m.a. að kæra 40 ökumenn fyrir of hraðan akstur á mánu- dag, flesta í nágrenni borgarinnar. Ná- kvæmlega jafnmargir voru kærðir fyrir of hraðan akstur um páskana á síðasta ári. Þá voru 539 færslur í dagbók, en nú voru þær 451. Af þeim fjölmörgu ökumönnum, sem afskipti voru höfð af um páskana eru 10 þeirra grunaðir um ölvunarakstur, auk þess sem einn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. Tilkynnt var 26 innbrot og 12 þjófnaði á starfssvæðinu. í fyrra var tilkynnt um 20 innbrot og 18 þjófnaði á sama tíma. Nú var einnig tilkynnt um 6 líkamsmeiðing- ar, en þær voru 2 í fyrra. Þrátt fyrir það hefur heldur dregið úr líkamsmeiðingum á starfssvæði lögreglunnar í Reykjavík á fyrri hluta ársins miðað við sama tímabil árið áður. Lögreglumenn þurftu 45 sinnum að fara á vettvang vegna hávaða- og ónæðistilvika, á móti 21 árið áður. Þá þurftu þeir 7 sinnum að fara á heimili fólks vegna ófriðar eða jafnoft og í fyrra. Af- skipti þurfti að hafa 35 manns vegna ölvun- arástands á almannafæri, en það er líkt og um venjulega helgi. 50 manns þurfti að vista í fangageymslum vegna ýmissa mála, 10 fleiri en á sama tímabili árið áður. Fólk sótti á skemmtistaðina í miðborg- inni líkt og um venjulega helgi, en yfir- bragðið þar utan dyra var almennt með friðsamara móti. Talsvert bar á ölvun á meðal þeirra þyrstu. Þeir allra þyrstustu söfnuðust í biðraðir utan við nokkra vínveit- ingastaðina áður en opnað var á miðnætti á föstudag. Aðfaranótt föstudags var manni hent út um rúðu á vínveitingastað við Laugaveg. Hann slasaðist á höfði og var þvj fluttur með sjúkrabifreið á slysa- deild. Árásarmaðurinn fór af vettvangi, en var handtekinn skömmu síðar. Um nóttina varð og maður fyrir árás 4-5 annarra í Lækjargötu. Maðurinn var fluttur á slysa- deild talsvert meiddur í andliti. Þrír árásar- mannanna náðust og voru færðir á lög- reglustöð. Skömmu eftir miðnætti á fimmtudag var tilkynnt um innbrot í verslun við Bræðra- borgarstíg. Talsverðar skemmdir voru unn- ar á versluninni. Fjórir ungir drengir voru handteknir litlu síðar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Þeir höfðu náð að stela átta pokum af snakki. Að skýrslutöku lokinni var piltunum komið í umsjá foreldra sinna. Auk þessa var um helgina tilkynnt um inn- brot í bíla við Dalshús, Stórholt, Reyðar- kvísl, Blikahóla, Fljótasel, Svarthamra, Dalatanga, Hraunberg, Akurgerði, Smiðs- höfða, Sævarhöfða, Njálsgötu, Hafnar- stræti, Vatnsstíg, í verslun við Selásbraut, Ánanaust, Langagerði, Gullinbrú og Bílds- höfða, í skóla við Holtaveg, í geymslu við Skúlagötu og í Asparfelli, í sumarbústaði við Rauðavatn og við Dælustöðvarveg, í félagsaðstöðu við Hafravatnsveg, í þvotta- hús við Ásgarð, í íþróttaaðstöðu við Áustur- berg, í reiðhöll í Víðidal, í fyrirtæki við Hólmasel og í hús við Háberg og við Freyju- götu. í innbroti á rannsóknarstofu í austur- borginni var ýmsum búnaði stolið. Þá var brotist inn í íbúð hjá sofandi fólki við Grandaveg á þriðjudagsmorgun. Ungur maður var handtekinn á Öldu- götu snemma á föstudagsmorgun eftir að tilkynnt var um að hann hefði verið að reyna að fara þar inn í læstar bifreiðir. Snemma á sunnudagsmorgun var ungur maður gripinn á hlaupum á Hringbraut eftir að hafa brotist þar inn í hús og á þriðjudagsmorgun handtóku lögreglumenn fjóra karlmenn og eina konu eftir að sést hafði til þeirra vera að bera inn varning í hús við Grettisgötu. Við leit í kjallara húss- ins fannst mikið magn af frosnum fiski. í ljós kom að fiskurinn var úr innbroti í gám við fiskvinnslufyrirtæki á Granda. Það sem upp á vantaði fannst í fiskikerjum í nálægð við fyrirtækið. Verðmæti fisksins var ná- lægt hálfri milljón króna. Tveir mannanna voru á fimmtugsaldri. Maður meiddist á andliti í Bláfjöllutn á fimmtudag þegar vélsleði, sem hann var á, hrökk til í ójöfnu. Á föstudagsmorguninn var tilkynnt um lausan eld í ruslatunnu við veitingastað í Austurstræti. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ekki urðu skemmdir á öðru en tunnunni. Á föstudag var einn maður handtekinn við Skúlatún eftir að hafa valdið þar skemmdum á stöðumæli. í framhaldi var lagt hald á ætlað fíkniefni í fórum hans. Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um mikinn reyk á stigagangi fjölbýlishúss við Vesturberg. Þar hafði pottur gleymst á heitri eldavélahellu í einni íbúðinni. Ekki hlutust skemmdir af. Slökkviliðið sá um að reyklosa húsið. Á sunnudagskvöld var einnig tilkynnt um eld í potti í húsi við Prestbakka. Skemmdir urðu á innréttingu af hans völdum. Á laugardag var 13 ára piltur fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að hafa sparkað í lausa glugga fyrir utan hús við Faxafen. Pilturinn skarst illa á öðrum fætinum. Um kvöldið voru þrír ungir piltar færðir á lögreglustöð eftir að hafa farið inn í vinnuskúr á lóð fyrirtækis við Skútuvog og valdið þar spjöllum innan dyra. Foreldrar þeirra sóttu börn sín á stöðina. Margir duttu um tóg, sem umlykti gamla vesturbæinn. Um var að ræða listaverk er lokið hafði hlutverki sínu, en láðst hafði að fjarlægja. Á mánudagsmorgun var tilkynnt um menn vera að sprauta sig í bifreið í Aðal- stræti. Ökumaðurinn reyndist réttindalaus og í bifreiðinni fundust áhöld til fíkniefna- neyslu. Þrennt, sem í henni var, var flutt á lögreglustöð og vistað í fangageymslu. Um kvöldið var tilkynnt um eld í risi húss við Efstasund. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en skemmdir urðu á dyra- umbúnaði og á þaki. Talið var að kona gæti verið þar innan dyra, en svo reyndist ekki vera. Skömmu eftir miðnætti á mánudag var tilkynnt um að rúður hefðu verið brotnar í skóla í Breiðholti. í framhaldi af því voru fjórir 16 ára drengir handteknir. Þeir höfðu einnig brotið rúðu í vinnuskúr í Mjóddinni, farið þar inn í bifreið og stolið reiðhjóli í Leirubakka. Að skýrslutöku lokinni voru drengirnir sóttir af foreldrum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.