Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ KÖRFUKIMATTLEIKUR Morgunblaðið/Ásdís ALBERT Óskarsson hefur leikið vel í vön Keflvíkinga í vetur og hér tekur hann frákast með annari hendi án þess að Marel Guðlaugsson komí vörnum við. Sigurður Ingimundarson félagi Alberts fylgist með af áhuga. Enn er von hjá Keflvíkingum Sigruðu Grindvíkinga öðru sinni í Grindavík og því þarf fleiri leiki KEFLVÍKINGAR hafa greinilega lagst undir feld eftir útreiðina sem þeir fengu hjá Grindvíkingum á heimavelli sínum f Keflavík á laugardaginn. Þjálfaranum hafði sýnilega tekist að koma þvf innf kollinn á leikmönnum að til að verða Islandsmeistari f körfu- knattleik þarf að leika körfuknattleik, nokkuð sem Keflvfkingar gerðu tæplega á laugardaginn. En ígær var allt annað að sjá til liðsins. Sigurviljinn mikill, grfðarlega sterk vörn og sóknarleik- urinn eins og hann hefur verið hjá liðinu þegar það hefur náð sér hvað best upp f vetur. Uppskeran var 82:72 sigur og var þetta annar sigur Keflvíkinga í Grindavík. Staðan er nú 3-2 fyrir Grindavík og næsti leikur verður í Keflavík annað kvöld. Liðin voru með hefðbundin byij- unarlið, einhver hefði sjálfsagt búist við að einhverjar breytingar jg/BÍRUÍ yrðu gerðar hjá SkúH Unnar Keflvíkingum, en Sveinsson Jón Kr. þjálfari hef- skrifar ur trú á sínum mönnum. Það var byijað með miklum látum. Hraði, hasar og gríðarlegur hávaði í stuðn- ingsmönnum liðanna einkenndu leikinn, ekki bara fyrstu mínúturnar heldur allan leikinn. Það var líka annað sem einkenndi leikinn, varn- arleikur Keflvíkinga. Leikmenn voru hreyfanlegir og stíft var leikið maður gegn manni, stundum jafn- vel dálítið gróft - svona til að koma sér í gang. Kef Ivíkingar betri Keflvíkingar höfðu und- irtökin í fyrri hálfleiknum og hægt og bítandi náðu þeir nokkurri forystu. Grindvíkingar tóku leikhlé og breyttu í svæðisvörn, sem hefur gefist þeim mjög vel gegn Keflvíking- um. En að þessu sinni fundu gestirnir lausnina og skytturnar nutu sín til fulls. Leikmenn hjálpuðu hveijir öðrum og skytturn- ar nýttu sér það, hlupu nærri þeim sem hjálpaði hveiju sinni þannig að um þá losnaði. Keflvíkingar hittu mjög vel og sem dæmi má nefna að þéir hittu úr 11 af 18 þriggja stiga skotum sem þeir tóku. Ekki slæm nýting það. Munurinn var 13 stig þegar mest var í fyrri hálf- leik, 32:45, og í upphafi þess síðari náðu gestirnir 15 stiga forystu, 38:53. Þá kom góður kafli heima- manna þar sem þeir press- uðu vel á svæðum og með góðri vörn og þokkalegum sóknarleik tókst að minnka muninn í tvö stig, 65:67, þegar fimm mínút- ur voru eftir. Sóknarleikurinn var ekki nema þokkalegur því Grindvík- ingar gerðu of mikið af því á þess- um kafla að reyna þriggja stiga skot eftir stuttan tíma í sókn - ætluðu sér að ná forystunni og gera út um leikinn. Slíkt gengur ef menn hitta, en því var ekki fyrir að fara hjá þriggja stiga skyttum heimamanna. Keflvíkingar héldu áfram að leika vel og létu það ekki á sig fá þótt heimamenn næðu að minnka muninn. Þeir höfðu undir- tökin og hleyptu Grindvíkingum ekki nær. Þarf að nota Dobard meira Grindvíkingar léku ekki eins vel \ þessum leik og að undanförnu. Ástæðan er einföld. Keflvíkingar leyfðu þeim það ekki. Þeir gerðu aðeins ijórar þriggja stiga körfur úr 21 tilraun og það er ekki nógu gott. Dobard lék ágætlega á köfl- um, þegar hann fékk boltann, en það var allt of sjaldan. Hann hefur sýnt að þegar hann fær boltann inni í teignum er hann stórhættu- legur. Hann átti stórskemmtilegar troðslur í gær en náði sér ekki á strik í fráköstunum. Þar var Hjört- ur hins vegar í essinu sínu og tók 14 fráköst. Helgi Jónas var tekinn mjög stíft, og á stundum var Fal- ur, sem gætti hans lengstum, full ágengur við hann. Helgi Jónas gerði aðeins níu stig með skotum utan af velli, hin sex stigin gerði hann úr vítaskotum. Marel Var einnig í vandræðum í sókninni og Unndór hitti úr einu af sjö þriggja stiga skotum. Guðmundur hefur einnig oftast hitt betur. Allir i liði Keflavíkur léku vel, nema hvað Davíð Grissom náði sér ekki á strik. Falur var eins og hann á að sér, lék góða vörn, hitti mjög vel og stjórnaði leik liðsins vel eins og Jón Kr. gerði þegar hann kom inná. Guðjón var einnig eðlilegur og hitti mjög vel auk þess sem hann lék fína vöm. Sigurður fyrir- liði Ingimundarson var sterkur og baráttan var svo sannarlega til staðar. Hann mætti þó einbeita sér meira að leiknum en að reyna að fá mótheijana upp á móti sér. Al- bert átti mjög góðan leik í vörninni eins og venjulega. Morgunblaðið/Einar Falur „GÖMLU" mennirnir hjá Keflvíking- um, Sigurður Ingimundarson og Jón Kr. Gíslason, fögnuðu sigri í gær. Unnum okkur inn 40 mínútur til viðbótar að voru einhveijir að tala um að við værum gamlir og- þreyttir en það á ekki við það Keflavíkurlið sem var að spila hér Frímann ' kvöld- við spiluðum Ólafsson betri vörn en við höf- skrifar frá um verið að gera og Grindavík það er það sem skipt- ir máli í körfunni, að nenna að spila vörn. Þá fór sóknarieikurinn að ganga og boltinn rúllaði vel fyrir okkur í kvöld. Við ætlum ekki að líta til baka, við erum búnir að vinna okkur inn aðrar ijörutíu mínútur til að spila og við verðum að standa okkur í þeim,“ sagði Albert Óskarsson leikmaður Keflvíkinga eftir leikinn. Jón Kr. Gíslason þjálfari og leik- maður sýndi gamla takta í leiknum og stjórnaði honum um tíma eins og áður: „Við komum þannig stemmdir í leikinn að við höfðum allt að vinna og engu að tapa, komnir nánast með bakið upp að vegg. Við erum ekki búnir að standa okkur vel í tveimur leikjum og vorum ekki. sáttir við að Úrslitakeppnin í körfuknattleik 1996 w Fimmti leikur liðanna í úrslítunum, leikinn i Grindavlk 9. april 1996 GRINDAVÍK KEFLAVÍK 72 Stig 82 17/24 Víti 9/11 4/21 3ja stiga 11/18 35 Fráköst 31 23 (varnar) 21 12 (sóknar) 10 13 Boltanáð 13 17 flPÍa tapað 13 12 Stoðsendingar 16 16 Villur 22 ljúka vetrinuin þannig. Ég held við höfum náð því að stimpla það vel inn i hausinn á okkur að það var að duga eða drepast og við mættum tilbúnir. Það var erfitt að rífa liðið upp eftir útreiðina sem við höfum verið að fá að undanförnu. Þetta er í fyrsta skipti sem við höfum leikið til úrslita þar sem þarf að vinna fjóra leiki og það var erfitt þegar við vor- um komnir 3:1 undir. Við gerðum okkur grein fyrir því að þetta var úrslitaleikur og við lögðum okkur alla fram og uppskárum eftir því,“ sagði Jón. Mætum svellkaldir „Það var mikil pressa á báðum liðum og ég þekki þessa tilfinningu sem Keflvíkingar höfðu hér i kvöld. Við vorum í sömu stöðu í fyrra gegn þeim og þá hittum við úr öllum skot- um og hlutirnir voru að ganga. Það voru kaflar hjá okkur þar sem mér fannst við fullragir en náðum okkur þokkalega á strik í vörninni. Það fóru síðan of margar sóknarlotur í súginn þannig að við náðum ekki að nýta tækifæri sem við fengum til að minnka muninn eða komast jafnvel yfir, en það hefði getað orðið vendi- punktur. Það var kannski ákveðinn skrekkur í okkur en við lögum það sem laga þarf og mætum svellkaldir í næsta leik,“ sagði Friðrik Ingi Rún- arsson þjálfari Grindvíkinga og vísar í það þegar Grindavík var undir í undanúrslitum gegn Keflavík í fyrra en tókst að vinna síðustu tvo leikina til að komast í úrslitin gegn Njarðvík. Helgi Jónas Guðfinnsson náði sér ekki almennilega á strik í leiknum. „Það var mjög ergilegt að tapa í kvöld því við lögðum kapp á að vinna. Við lögðum okkur alla fram en það var ekki nóg. Þeir hittu vel fyrir utan þriggja stiga línuna og þó að við værum í þeim hittu þeir og þá gengu hraðaupphlaúpin vel hjá þeim. Bolt- inn rúllaði heldur ekki nóg hjá okkur en þetta tap stappar í okkur stálinu og við komum alveg dýrvitlausir til leiks á fímmtudaginn og gefum ekk- ert eftir í þeim leik,“ sagði Helgi. Morgunblaðið/Einar Falur JÓIM Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, hefur hér betur í bar- áttunnl gegn Helga Jónasi Guöfinnssynl. Lærisveinar Jóns eygja enn von um titil en þurfa þá að sigra í næstu tveimur ieikjum, en Grlndvíklngum dugar einn sigur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.