Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grobbelaar lék á ný BRUCE Grobbelaar mark- vörður lék á ný í markinu hjá Southampton, þegar liðið lagði Blackburn að velli 1:0 á laugardaginn. Grobbelaar, sem hafði ekki leikið síðan í tapieik gegn Liverpool, 1:3, í apríl 1995, tók stöðu Dave Beasant, sem hafði staðið í markinu í sex tapleikjum á stuttum tima. Grobbelaar, sem er 38 ára, fékk siðan á sig þrjú mörk í leik gegn Aston Villa á mánudaginn. Harkness fótbrotnaði STEVE Harkness, leikmaður Liverpool, sem tók stöðu Mark Wright, fótbrotnaði i leik liðsins gegn Coventry, eftir að hafa fengið spark frá John Salako, sem fékk aðeins að sjá gula spjaldið. Roy Evans, knattspyrnustjóri Li- verpool, var ekki ánægður með brot Salako, sem þótti ~ gróft. „Menn fá gul spjöld fyrir að spyrna knetti i burtu þegar búið er að dæma, einn- ig fyrir að fótbijóta leik- mann.“ Borinn af leikvelli eft- ir 80 sek. DAVE Busst, varnarmaður Coventry, var borinn af leik- velli eftir aðeins 80 sek. í leiknum gegn Man. Utd. — meiddist á fætá eftir að hafa lent í samstuði við Denis Irw- in. Busst lá utan vallar í tiu mín. áður en varamaður var sendur inn á fyrir hann. Adams á batavegi TONY Adams, fyrirliði Arse- nal, mun leika tvo síðustu leiki Arsenal. Adams var skorinn upp vegna meiðsla í hné á dögunum. „Adams verður orðinn góður fyrir Evrópukeppni Iandsliða. Það eru góðar fréttir fyrir landsl- iðsþjálfarann Terry Vena- bles, því að Adams er besti varnarleikmaður Englands," sagði Bruce Rioch, knatt- spyrnustjóri Arsenal. Djorkaeff hetja París- arliðsins i YOURI Djorkaeff, franski landsliðsmaðurinn sem leikur 1 með París St Germain, var j hetja liðsins í fyrri undanúr- slitaleikn.um gegn La Coruna í Evrópukeppni bikarhafa. Hann kom inn á sem vara- maður þegar tíu mín. voru til leiksloka og skoraði sigur- mark Parisarliðsins í La Cor- una á 89. mín. með skoti af 25 m færi. Feyenoord varð að sætta sig við jafntefli, 1:1, gegn Rapid Vín á heimavelli í hin- um undanúrslitaleiknum. „Við lékum mjög vel þar til Rapid jafnaði, þá varð spennufall hjá okkur,“ sagði Arie Haan, þjálfari Feyeno- . ord. KNATTSPYRIMA SIGURMARK Peters Beardsleys gegn QPR var afar glæsilegt — eftir mlkinn einleik vippaði hann knettinum yfir Bandaríkjamannfnn Jiirgen Sommer, markvörð QPR. Kóngurinn á Old Trafford MANCHESTER United hefur náð sex stiga forskoti á Newcastle í baráttunni um Englandsmeistaratitiiinn — United á eftirfjóra leiki, Newcastle fimm. Kóngurinn á Old Trafford, Eric Cantona, sem verður að öllum líkindum útnefndur knattspyrnumaður árs- ins á Englandi, tryggði United sigur gegn Coventry, 1:0, á mánu- daginn og Newcastle mátti þola tap, 2:1, fyrir Blackburn. Cant- ona hefur heldur betur haldið Manchester United á floti að undan förnu, skorað sjö mörk í síðustu átta leikjum. United hefur leik- ið átján leiki í röð án þess að tapa, unnið fjórtán af þeim. New- castle hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sín- um. Liðið var mest með tólf stiga forskot á United 20. janúar. Það var þá sem Cantona fór á ferðina og skoraði sigurmarkið, 0:1, gegn West Ham og síðan hefur hann skorað sigurmark f fjórum öðrum eitt núll leikjum. Allt stefnir í að ársins 1996 verði sérstaklega minnst sem árið sem Newcastle tapaði meistaratitl- inum, en ekki ársins sem Manchester Utd. vann hann. Meistaraheppnin var svo sann- arlega með United um pásk- ana — Ryan Giggs, sem skoraði sig- urmark liðsins gegn Manchester City, 3:2, á laugardaginn, lagði upp sigurmarkið gegn Coventry, sem Cantona skoraði á 47. mín. á mánu- daginn. Markið kom eftir mistök hjá Kevin Richardson, sem mistókst að hreinsa frá — knötturinn barst til Cantona, sem sendi knöttinn fram hjá Steve Ogrizovic, markverði Co- ventry, af sex metra færi. Martröð Newcastle hélt áfram í Blackburn, þar sem leikmenn liðsins féllu fyrir nær óþekktum varamann- inum Graham Fenton, gömlum Newcastle-aðdáanda, sem skoraði tvö mörk á síðustu ij'órum mín. Ieiks- ins — tryggði heimamönnum sigur, 2:1. Áður hafði David Batty skorað fyrir Newcastle gegn sínum fyrrum félögum á 76. mín. Batty, sem Kevin Keegan keypti á 3,7 millj. punda í febrúar, skoraði markið með skoti af 20 m færi og leit allt út fyrir að annað mark hans á þremur árum myndi færa Newcastle sigur. Sá draumur varð að martröð þegar vara- maðurinn Fenton tók til sinna ráða. Árangur Newcastle á útivöllum hefur ekki verið góður í vetur. Newcastle lenti einnig í kröppum dansi á laugardaginn, þegar liðið mætti QPR á heimavelli sínum — lið- ið var undir, 0:1, þegar Kevin Keeg- an setti varamanninn Keith Gillespie inná og það breytti gangi leiksins, sóknarieikur Newcastle var mark- vissari. Gamla brýnið Peter Beards- ley kunni að meta það, skoraði tvö mörk og tryggði liði sínu sigur, 2:1. „Seinna markið var snilld. Það eru fáir leikmenn í heiminum sem geta skorað mörk eins og Beardsley gerði,“ sagði Kevin Keegan. Á sama tíma hafði Manchester United heppnina með sér gegn Manc- hester City. Fyrir leikinn sagði Alan Ball, knattspyrnustjóri City sem er í fallhættu: „Eina leiðin fyrir okkur gegn United er að sækja, ef við Ieggj- umst í vöm, verðum við drepnir." Leikmenn City sóttu og það var að- eins góður leikur Peter Schmeichel, markvarðar United, sem varði vel, sem kom í veg fyrir sigur þeirra — þeir máttu sætta sig við tap, 2:3. Ryan Giggs skoraði sigurmarkið þrettán min. fyrir leikslok, eftir send- ingu frá Cantona. „Við féllum fyrir mjög góðri sókn. Markvörður okkar hafði haft iítið að gera í seinni hálf- leik,“ sagði Alan Ball. Cantona skoraði fyrsta mark leiks- ins úr vítaspyrnu, •Georgíumaðurinn MAN.UTD. | NEWCASTLE Leikir sem eftir eru í meistarabaráttunni ■13. apríl: Southampton (Ú) ■17. apríl: Leeds (H) ■27. apríl: Nott. Forest (H) ■ 5. maí: Middlesbrough (Ú) ■14. apríl: Aston Villa (H) ■17. apríl: Southampton (H) ■27. apríl: Leeds (Ú) ■ 2. maí: Nott. Forest (Ú) ■ 5. maí: Tottenham (Ú) Mikhail Kavelashvili, sem lék sinn fyrsta leik með City, jafnaði. Þá skor- aði Andy Cole fyrir Únited, Þjóðveij- inn Uwe Rossler jafnaði á 71. mín. „Þetta var einkennilegur leikur og við nokkuð kærulausir. City-liðið var betra í seinni hálfleik," sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 Reuter RYAN Giggs kom mikið við sögu í leikjum Man. Utd. — skor- aði sigurmarkið gegn Man. City og lagði upp sigurmarkið gegn Coventry. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.