Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 3 Sigurður Garð- arsson í Vogum hf. Aflabrögd 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Grikkir hafa for- ystuna í fiskeldi við Miðjarðarhaf Greínar 7 Garðar Björgvinsson TVEIR Á SKAKIVIÐ EYJAR Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnassson • Vestmannaeyjum - FJÓRAR trillur frá Eyjum voru á skaki i Ólafsholu, austur af Suðurey, þegar Verið leit þar við. Skipverj- arnir á Hlýra VE172, Kristberg- ur og hundurinn hans Skotti, voru meðal þeirra sem voru að skaka í Ólafshoiunni. Þó fjórar skakrúil- ur vœru í gangi á bakborðssíðu Hlýra gáfu þeir skipsfélagarnir Kristbergur og Skotti sér tíma til að bregða sér yfir að stjómborðs- lunningunni og stilla sér upp til myndatöku. Verður eftirlit Fiskistofu með frystiskipum minnkað? Breytingar á lögum um frystiskipin á döfinni SAMKVÆMT drögum að nýju frumvarpi til breytinga á lögum um fullvinnslu botn- fiskafla um borð í veiðiskip- um, sem nú liggja fyrir í sjáv- arútvegsráðuneytinu, er meðal annars gert skylt að vigta allan afla og hráefni til vinnslu um borð. Ennfremur er gert ráð fyrir því að allar afurðir verði vigt- aðar sérstaklega. Þá er gert ráð fyrir umfangsminna eftirliti af hálfu Fiskistofu, en nú er. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, segir þetta aðeins tæknilegar breytingar á eldri lögum og drögin verði að öllum líkindum lögð fram sem frum- varp til laga. Sérstakri nefnd, skipaðri af ráð- herra, var ætlað það verk að endur- skoða núverandi lög og koma með til- lögur um breytingar á þeim. Formaður nefndarinar var Arni Ragnar Árnason. Lögð verði af ákvæði um að hirða allan afla Nefndin leggur til að lögð verði af ákvæði um að hirða allan afla, flytja að landi eða fullvinna um borð í veiði- skipi, burtséð frá afkomu við þá starf- semi. Nægilegt sé að ákvæði almennra laga um umgengni við auðlindir sjávar gildi um vinnsluskip eins og önnur fiskiskip. Hins vegar leggur nefndin til að þróaðar verði vörur og fundnir markaðir fyrir aukaafurðir og afurðir úr fiskúrgangi til að vinnsla þeirra geti orðið arðbær. Nefndin leggur til að horfið verði frá því að eftirlitsmaður verði um borð í nýjum fullvinnsluskipunum fyrstu 6 mánuðina, enda sé það óþarflega lang- ur tími. Eftirlit Fiskistofu um borð í fiskiskipum eigi fyrst og fremst að snúast um eftirlit með auðlindinni, það er að veiðar séu ekki stundaðar með óleyfilegum veiðarfærum og ekki sé veitt umfram aflaheimildir hvers skips. Lagt er til að eftirlit með framleiðsl- unni verði í höndum áhafnar og við- komandi skoðunarstofu. Þá er lagt til að til skipa, sem áður höfðu fengið leyfi til fullvinnslu botn- fisks um borð, verði ekki gerðar al- mennar kröfur um að beyta skuli þeim til að fullnægja ákvæðum yngri laga, nema hvað varðar almenn lágmarks- ákvæði um vinnslu sjávarafla. Nýtingarstuðlar verði endurskoðaðir Loks leggur nefndin til að fram fari rækileg skoðun á gildandi nýtingar- stuðlum og vinnuaðferðum við útreikn- ing nýtingar á aflaheimildum og skuli því lokið fyrir þinghlé í vor. Á grund- velli hennar verði settar nýjar reglur um mótun nýtingarstuðla og nákvæm- ari aðferðir teknar upp við útreikn- inga. Jafnframt skuli sérstaklega at- hugað hvaða ástæður valdi því að vinnsluskip vinna ekki afurðir í blokk. Fréttir Markaðir Veiða karfa á línuna • NORSKA skipið Farde Junior kom með fullfermi í Hafnarfjarðarhöfn rétt fyr- ir páska eftir að hafa verið á tilraunaveiðum með línu á Reykjaneshrygg. Haf- steinn Aðalsteinsson, skip- sljóri af Kristrúnu RE, var skipstjóri á norska línuskip- inu og segir að veiðarnar hafi gengið ágætlega./2 ísland miðstöð erlendra skipa? • ÚTFLUTNIN GSRÁÐ ís- lands hefur ráðist í það verkefni í samstarfi við hóp fyrirtækja að kynna ísland sem þjónustumiðstöð fiski- skipa. Meðal annars verður gefið út kynningarrit sem verður dreift víða um heim. Upphaf málsins má rekja til þess að lög um heimildir erlendra fiskiskipa til að landa hérlendis voru rýmk- uð verulega árið 1992. í kjölfar þess fóru erlend fiskiskip að landa hér á iandi i auknum mæli./2 Fiskur semur við Pieters • ÞEIR Birgir Kristinsson og Einar Sveinsson, sem eiga og reka Fisk ehf. í Sandgerði ásamt eiginkon- um sínum, eru nú fyrst að uppskera sjö ára uppbygg- ingarstarf í ferskfisk- útflutningi. Eftir mikla vinnu við að skapa sér nafn á Evrópumarkaði, hafa ýmis stór fisksölufyrirtæki ytra verið að bera í þá víurnar, en það var ekki fyrr en í ágúst siðastliðnum að þeir létu til leiðast og gerðu tímamótasamning við Pieters í Brugge í Belgíu./5 Unnið að ritun fiskveiðisögu • ÁHUGAMENN um fisk- veiðisögu frá nokkrum löndum við N-Atlantshaf tóku sig sama um að halda málþing árið 1994. í fram- haldi af henni var ákveðið að ráðast í stórfellda út- gáfu, m.a. á heildarsögu sjávarútvegs við N-Atlants- haf. I kringum útgáfuna voru stofnuð samtökin „North Atlantic Fisheries History Association“, sem eru skammstöfuð NAFA, og var Jón Þ. Þór, sagnfræð- ingur, kosinn forseti þeirra. Mikil aukning krókabáta • FRUMVARP til laga um veiðistjórnun krókabáta hefur verið mikið til um- ræðu að undanförnu. Það er því ekki úr vegi að líta á hvernig þorskafli þessara báta hefur verið undanfar- in ár. Árið 1989 var aflinn um 8.000 tonn og jókst hratt næstu árin í samræmi við mikla fjölgun bátanna. Afl- inn náði hámarki á síðasta fiskveiðiári í um 38.000 tonnum, en lækkar síðan niður í 21.500 tonn á þessu fiskveiðiári samkvæmt ákveðnum hlut þeirra í afl- anum. fækkar á ný • Hlutdeild krókabáta í afl- anum var um 3% árið 1989, en náði hámarki á síðasta fiskveiði ári í um 22% en er svo áætluð 13,5% á þessu fiskveiði ári. Árið 1989 voru krókabátar milli 700 og 800 hundruð, en þar sem höml- ur á fjölgun þeirra voru nánast engar, rauk fjöldinn upp í rúmlega 1.100 fisk- veiðiárið 1991 til 1992. Síð- an hefur þeim fækkað lítil- lega og eru þeir nú tæplega 1.100 talsins samkvæmt upplýsingum i Kvótabók- inni 95-96, sem gefin er út af Skerplu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.