Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.04.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. APRÍL 1996 C 7 GREINAR Væri öðruvísi umhorfs hefði Steingrímur hlustað ÞAÐ VAR í apríl 1975 að ég þoldi ekki lengur að horfa uppá rányrkj- una sem ég varð vitni að dags daglega á Þist- ilfirði og því ákvað ég að fara á fund Stein- gríms Hermannssonar sem þá var sjávarút- vegsráðherra og biðja hann að stöðva ófremdarástandið í firðinum. Þar voru verkefna- litlir fyrrverandi síldar- bátar að hamast með hringnótina ár eftir ár, dauður fískur flaut í flekkjum um allan fló- Garðar Björgvinsson ann og vargurinn óx og dafnaði. Það sem flaut var lítið brot af því sem drepið var og hent í sjóinn aft- ur. Ég bar þama fram sennilega fyrstu hugmyndina að fískveiðistýr- ingu, sem hljóðaði upp á vissan afla- topp handa öllum skipum og bátum og tillögu um ströng viðurlög við því að henda verðmætum í sjóinn. Hefði Steingrímur tekið þessum ábendingum og séð fyrir sér fram- tíðina varðandi fiskveiðar við ísland er ég sannfærður um að um þessar mundir mætti veiða 4-600 þúsund tonn. Auk þess hefðu rangar fjár- festingar í alltof mörgum dýrum skipum aldrei orðið að veruleika vegna þess að aflatoppur hefði ver- ið skv. minni tillögu verið allsheijar- stýring varðandi aflamagn og stærð flotans. Viðbrögð Steingríms voru þau að hann teiknaði hringi á blað á borði sínu því honum leiddist. Svar Steingríms var í spurningar- formi. „Hvernig dettur þér í hug að hægt sé að stjórna kappsfullum íslenskum sjómönnum?" Það hefur nú sýnt sig að stjórnvöld hafa nú dregið þessa ágætu kappsfullu menn á eyrunum að vild og sparkað tröllinu Arthúri Bogasyni fram og aftur um víðan völl. Velferðar- samfélagið Nú er svo komið að það velferðarsamfélag sem búið var að leggja grunninn að og að mestu að byggja upp í lok síldaráranna er hrunið. Hrunið vegna vanþroska, skammsýni og pólitísks hags- munapots stjórnvalda. Ég spyr enn og aftur, af hverju horfir þjóðin þegjandi á það, að fáeinir útvaldir einstaklingar skuli látnir einir um það að leigja öðrum samfélagsþegn- um aðgang að hinni sameiginlegu auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum, fyrir kr. 100 á hvert kg. óveitt úti í sjó, svo þeir geti greitt niður fyrir- framséða óarðbæra útgerð sem auk þess er á ábyrgð samfélagsins? Á meðan þetta ferli gengur yfir þá er heilbrigðiskerfið að hiynja, sjúk- ir og aldnir líða skort, heimiiin safna skuldum, erlendar skuldir aukast, lífsbaráttan harðnar stöðugt. Er íslenska þjóðin hamingjusöm um þessar mundir? Svarið er nei. Þakka ber þaö sem vel er gert Nú í lok marsmánaðar hefur það gerst að ofurlítið örlar á því að sjáv- arútvegsráðherra hafi komið auga á það, að smáútgerðin á íslandi, sem er mest arðskapandi atvinnu- vegur landsmanna, verður ekki af- lagður án átaka. Hann hefur senni- lega einnig komið auga á þá stað- reynd að núverandi kvótakerfi ásamt öliu því sem því fylgir er þjóðarböi. Mér kæmi heldur ekki á óvart að hann hafi nú þegar gert sér grein fyrir því að Kristjáni Ragnarssyni verður að nægja að vera annaðhvofy bankaráðsmaður eða forstjóri LÍÚ, en ekki hvort tveggja í senn. Fyrirhugaðar breytingar varð- andi aðgang smábáta að fiskimið- unum er spor í áttina. Auðvitað er aflatoppurinn hið eina rétta, því hann gerir alla jafna og ofstjórn í formi banndaga óþörf. Það er ekki spurning að stjórna þurfi véiðum þeirra sem og annarra, vegna þeirr- ar skerðingar fiskstofna sem of miklar togveiðar hafa leitt af sér. Þegar mönnum hefur vaxið skiln- ingur á því hvernig aflatoppur mundi virka, ekki einungis á smá- báta heldur á allan íslenska flotann, þá fyrst er markinu náð. Mínar hugmyndir eru þær, að í framtíð- inni verði aflatoppurinn að veru- leika og auðlindaskattur verði sett- ur á sem nemur u.þ.b. 10 kr. á kg. miðað við núverandi verðlag og all- ir geta reiknað út hver hlutur ríkis- sjóðs yrði. Stjórnsýslu, sem er ekki íþyngj- andi, er ljúft að hlýða og ber lög- gjafarvaldinu að hafa það í huga vilji það öðlast þá virðingu almenn- ings sem það hafði í tíð Bjarna Benediktssonar. Það verður að breyta um vinnubrögð á þeim bæ. Hvað varðar hótanir LÍÚ að hlýða ekki kvótakerfinu þá er það hið besta mál. Þjóðina varðar ekkert „Hefði Steingrímur tek- ið þessum ábendingum og séð fyrir sér framtíð- ina varðandi fiskveiðar við ísland er ég sann- færður um að um þessar mundir mætti veiða 4-600 þúsund tonn,“ segir Garðar Björg- vinsson hér, og heldur áfram: „Auk þess hefðu rangar fjárfestingar í alltof mörgum dýrum skipum aldrei orðið að veruleika.“ um þau kaup og'þá sölu á lifandi fiski úti í sjó sem átt hefur sér stað, það er þeirra mál. Verði kvótakerf- ið aflagt er hægt að byggja upp fiskveiðistýringu framtíðarinnar með hag allra landsmanna að leið- arljósi. Aflatoppurinn 10 tonn á stærðartonnið upp að 6 tonnum. T.d. 2 tonna bátur, 20 tonn þorskur. 6-12 tonna bátur 60 tonn þorskur, þ.e. toppurinn fer ekki yfir 60 tonn þó báturinn sé stærri en 6 tonn. Smáfiskur fellur ekki inn í toppinn, heldur ekki skemmdur fiskur, t.d. úr grásleppu- netum (aðeins nýgenginn lifandi blóðgaður grásleppunetafiskur telst með í toppnum). Aðrar tegundir svo sem ufsi, ýsa, langa, steinbítur, lúða, karfi, koli og annar afli á króka utan aflatopps. Athugið; eng- um fiski hent framar! Athugið enn- fremur, komið með slógið að landi og komið því í verð! Smáfiskur og skemmdur fiskur telst ekki með í toppnum en fundið verði lágmarks- verð á þann fisk svo tryggt sé að honum verði ekki hent. En tekjur af þessum físki renni til reksturs björgunarþyrlunnar. Höfundur er útgerðarmaður og bátasmiður í Hveragerði. Glænýr beitusmokkur Fyrsta sending af Falklandseyja-beitusmokknum, veiddum á vertíðinni 1996, til afgreiðslu 10. apríl. Iferð kr. 90 MagnafsJáttur á heilum brettum 5% og heilum gámum 8%. r ^Áón K^Ásbj ótnsson 14. heildverslun sími 551 1747. Sölumaður Diddi. AUGL YSINGAR BATAR — SKIP Hraðfiskibátur Óska eftir manni til að vera með hraðfiskibát sem er með krókaleyfi. Umsóknir óskast sendar afgreiðslu Mbl. með upplýsingum um reynslu fyrir laugardaginn 13. apríl merkt: „Á - 4233“. Tog- og nótaskip til sölu Höfum til sölu Björgu Jónsdóttur II ÞH-320 sem er 40,90 m tog- og nótaskip smíðað í A-Þýskalandi 1965 með 1151 hestafls Mir- less Blackstone aðalvél, árg. 1978. Burðar- geta skipsins er u.þ.b. 550 tn. Skipið selst með veiðileyfi en án aflahlutdeilda. Veiðileyfi (endurnýjunarréttur). Höfum kaupendur að veiðileyfum (endurnýj- unarrétti) skipa og báta af öllum stærðum. LM skipamiðlun, Friðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustig 12, Reykjavik, simi 562 1018. KVlífeTABANKINN Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. A TVINNUAUGL YSINGAR Vélstjóri Vélstjóra vantar á frystitogarann Snæfell SH 740. Vélarstærð 3000 hö. Upplýsingar í símum 466 1666 og 897 1540 á vinnutímum. Baader-maður Baader-mann vantar á frystitogara. Upplýsingar í síma 481 2079 og 853 6062. Vélstjórar Fyrsta vélstjóra vantar á síldar- og loðnuskip. Vélarstærð 2500 hestöfl. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. sem fyrst merktar „V-6689". GRWNDI Verkstjóri Grandi hf. óskar eftir að ráða verkstjóra til þess að hafa umsjón með daglegri vinnslu frystihússins í Norðurgarði. Starfið felur í sér skipulag og umsjón með vinnslu frá móttöku til frystiklefa. Við leitum að ábyrgðarmiklum og hörkudug- legum verkstjóra með góða reynslu á sviði frskvinnslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi rekstrarfræðilega menntun eða menntun á sviði fiskvinnslu. Öllum fyrirspurnum ber að beina til Ráðn- ingarþjónustu Hagvangs hf. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar: „Verkstjóri 186“ fyrir 15. apríl nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.